Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Page 11
sér detta í hug að hugsuð sé frumleg hugs- un á Norðurlöndum. Eitt sinn heimsótti þýski kvikmyndagerð- armaðurinn Werner Herzog ísland. Herzog var þá nýkominn frá Perú. Hélt hann fund í Þýska bókasafninu og sat fyrir svörum; fóru samræður fram á ensku. Herzog var spurður um möguleika nor- rænnar kvikmyndagerðar og taldi hann þá mjög litla, vegna þess að gagnstætt Perú, þaðan sem hann var að koma, væri svo lít- inn sársauka að finna á götum norrænna borga. Einn fundarmanna, Friðrik Þór Friðriks- son, sem síðar átti eftir að sanna sig sem prýðis kvikmyndagerðarmaður, var snöggur upp á lagið og sagði: „We got the pain in the brain.“ (Sársauki okkar er í heilanum). Svipuð viðhorf og hjá Herzog mátti heyra af vörum Isabellu Allende þegar hún var stödd á bókmenntahátíð í Reykjavík, haustið 1987, en þá sagði hún eitthvað á þá leið að á Norðurlöndum færu allir eftir umferð- arreglunum og þar á væri mikill munur en í Suður-Ameríku þar sem borgarastríðið geisaði á milli húsa. Frásagnarlistin Er Alþjóðleg Á yfirborðinu virðist sýn þeirra Allende og Herzogs ákaflega glöggskyggn og jafn- vel mætti færa sönnur á viðhorf þeirra með ótal dæmum, til dæmis öilum þeim bók- menntum sem virðast hafa verið samdar í saumaklúbbum, með fullri virðingu fyrir saumaklúbbum, en þegar betur er að gáð ristir skilningur þeirra ákaflega grunnt. í fyrsta lagi er frásagnarlistin í eðli sínu alþjóðleg og sameign alls mannkyns. Grískar fornaldarbókmenntir eða miðaldabókmenntir einsog íslendingasögurnar eða ævintýri H.C. Andersens eru á engan hátt séreign þjóð- anna þar sem verkin hafa orðið tii. Eyru sem heyra og augun sem sjá eru alls staðar þau sömu. Þó hafa öll menningarsvæði sín sérkenni, sínar hefðir, kenjar, dynti og tiktúrur. Hið staðbundna er efniviðurinn; sérkennin sem gefa hveiju menningarsvæði sín persónuein- kenni. En í frásagnarlistinni verða þessi sér- kenni aðeins tjáð með aðferðum sem orðið hafa til í aldanna rás og eru því sameign alls mannkyns. Búningur orðanna er enginn þjóðbúningur. Það að flestar bókmenntir sem máli skipta séu staðbundnar þýðir vitaskuld ekki að all- ar staðbundnar bókmenntir skipti máli. Þær bókmenntir sem Danir kallar „hjemstavn- slitteratur" en íslendingar kerlingabækur rista oft ekki dýpra en leikþættir sem starfs- menn fyrirtækja færa upp á árshátíðum. Til að skilja leikritið þurfa menn að vera öllum hnútum kunnir í fyrirtækinu; og það breytir í sjálfu sér ekki eðli kerlingabókanna þó að þær séu sviðsettar í stórborg og ætlað að höfða til annarra hópa í þjóðfélaginu en sígildra sveitakerlinga. Saga úr framandi umhverfi virkar sé hún vel sögð og ef til vill er það í framandleikan- um sem mennirnir finna skyldleika sinn. Við ólíkar aðstæður bregðast þeir eins við. Sömu atriðin skipta þá máli. Hjörtun slá alls stað- ar eins. Norræn frásagnarlist hvílir á gömlum merg. í grein um Heimskringlu Snorra Sturlusonar skrifar Halldór Laxness: „Sjó- ræningjar, búhöldar og afdalakóngar norðan af hjara veraldar rísa tignarstórir úr ósann- fróðlegri fomaidarnóttinni og spyma enni við himinhvelinu." Hin ljóðræna einsemd alheimsins. .. Turninn á heimsenda. .. Með örlitlum til- færingum mætti færa ofangreinda lýsingu Halldórs Laxness á fornsagnarrituninni yfir á ýmislegt í norrænum nútímaskáldskap, til dæmis færeyska töframanninn William Heinesen. Hann gat lýst litlum bæ líkt og sjálf norðurljósin loguðu í götulkuktunum. Enginn efast um styrk norrænna bók- mennta þegar fornbókmenntimar eru annars vegar, en líklega er Rauða herbergið eftir August Strindberg fýrsta norræna nútíma- sagan; og meðal annarra norrænna braut- ryðjendaverka mætti nefna Sult eftir Knut Hamsun, Hærværk eftir Tom Kristensen og Vefarann mikla frá Kasmír eftir Haildór Laxness. Á þessari hefð hvílir norræna nútímasag- an, en eitt einkenni nútímalegrar sagnalistar er einmitt að hve miklu leyti hún sækir efniv- ið sinn í fábreytilegan hvunndaginn, í veröld þorpa, borgarhverfa og þar fram eftir götum og að mörgu leyti má segja að á síðustu áratugum hafi bókmenntirnar færst nær kjarna alþýðlegrar frásagnarlistar sem, ein- sog aliir vita, einkennist öðru fremur af ýkjum, hjátrú og smásmugulegri nákvæmni; því sem er ótrúlegt en satt. Jafn mikil virðing er borin fyrir stórbrotn- um furðum sem raunsönnum viðburðum. Það er mikill misskilningur en algengur að góðar bókmenntir spanni vítt svið og eigi sér sam- svörun í heimsviðburðum. Heimssögulegur Veruleiki í Fáum Orðum í Persónulegum minnisgreinum um skáld- sögur og leikrit segir Halldór Laxness: „Þeir sem sömdu Islendingasögur voru gæddir hæfileikum til að koma heimssögulegum venaleika fyrir með fáum og einföldum orð- um í litlu dæmi. Þeir kunnu að draga upp myndir sem útheimtust til æsilegrar frá- sögu, oft af mönnum sem enginn kannaðist við annars staðar að, úr marklitlum plássum. Þeir voru varkárir í meðulum sem meðal annars Iýsti séf í því að fullyrða alltaf minna en efni stóðu til. Þungi frásagnarinnar skap- aðist ekki af hæð raddarinnar, heldur tempr- un tilfinningarinnar og aga hugarins." Menn úr marklitlum plássum, er hægt að lýsa betur viðfangsefni margs þess besta í nútímabókmenntum og er þetta ekki í undar- legri mótsögn við viðhorf markaðsfulltrú- anna sem helst vilja að „bókin í dag“ sé tilbú- in daginn eftir að atvik gerast en eiga ekki neina aðra mælistiku á atvik líðandi stundar en fréttayfirlitið í sjónvarpinu þar sem merki- legustu fréttirnar eru kynntar fyrst. Að koma fyrir heimssögulegum venileika í fáum og einföldum orðum, í stuttu máli sagt, segja sögu, þar sem ævintýrið og veru- leikinn haldast í hendur. Ég myndi segja að innan um alla lyfseðlana sem gefnir eru út á skáldskapinn sé þetta grundvallaratriði, að minnsta kosti fyrir þann sem segir sögu. Dagskipanir einsog sú að hella úr sál sinni og nota skáldskapinn einsog legubekk hjá sálfræðingi eða rétttrúnaðarhugmyndir þar sem sannleikurinn er fyrirfram skilgreindur, nú eða boðorð í stíl við dauða skáldsögunn- ar, skipta sáralitlu máli þegar dillumar eru gengnar yfir en eftir standa ævafom grand- vallaratriði og hreyfa sig hvergi. Því má slá föstu að þorsti mannanna í sögur sé óslökkvandi og að sú tilhneiging að „segja frá stórmælum sem orðið hafa í veröldinni sé ekki tíska heldur mannkyninu ásköpuð,“ einsog Halldór Laxness segir í áður ívitnaðri ritgerð. Stundum er staðhæft að frásagnarlistin lifi aðeins í andlausum sápuóperam, sem geti ekki hætt jafnvel þó að þeim sé löngu lokið og að skáldskapur á bók sé heldur lít- ill bógur þegar hálf heimsbyggðin situr með störa og lifir sig inn vandamál vellauðugra Texasbúa líkt og um nákomin ættmenni væri að ræða. Vitaskuld er bókmenntunum ekki ætlað að keppa við aðra miðla. Svo gamlar era þær og lífsreyndar að þær verða heldur ekki slegnar út vegna þeirra. í fímm aldir þekktu aðeins örfáir fískimenn og bændur íslending- asögumar. AllsstaðarEru Yrkisefnin Oft er sagt að fæðing nútímans hafí kall- að skáldsöguna fram á sjónarsviðið og aðal- atriðið er að hún er þar enn. Skáldsagan hefur gengið í gegnum ótal tímabil og ekki alltaf verið hugað langlífí. En nútíma skáld- skap hefur varpað fyrir róða allri efahyggju um eigið gildi og hún sækir lærdóma í sögu sína til að takast á við samtímann í nýju ljósi. Allar reglur era roknar út í veður og vind og allir ismar komnir í einn stóran pott, orðnir hluti af stærri heild. Leit eftir- stríðsáranna að einu haldreipi er lokið. Hvaðan kemur listin? Birtist hún í bíó- myndum sem kosta milljarð eða metsölubók- um á stærð við tíuþúsund framhaldsþætti? Kostnaður er töfraorð í nútímanum, þó svo að flest stærstu menningarafrek fortíðarinn- ar hafí verið unnin við kjör sem flestir myndu telja kröpp í dag. Þó að stór hluti evrópskra kvikmyndagerð- armanna nú til dags hafí mun minni fjármuni úr að spila en félagar þeirra í Hollywood leikur enginn vafi á því að mun meiri gróska er í evrópskum kvikmyndum. Hvaðan kemur listin? Út úr auðninni, þokunni, rigningunni, hinum gráa hvers- dagsleika? Því meir sem listamaðurinn nálg- ast kjarna veruleikans því hærra flýgur and- inn. Fiskar og fuglar, vængir og sporðar, þar á milli er maðurinn. Hugarflug hans er tengt veruleikanum órofa böndum. Og öfugt; í listum er heldur enginn veruleiki án hugar- flugs. Yrkisefnin búa alls staðar: á brautarstöð- inni þar sem heimurinn hangir og bíður, í ryðguðu bárujárni frystihússins, í húsum og þorpum. Það er ekki sjálft viðfangsefnið sem skiptir máli, heldur samband listamannsins við það; sá andi sem hann miðlar. Hvert sem maðurinn fer skilur hann eftir sig slóða af orðum; atvik í frásögur færandi. Höfundur er rithöfundur. EDITH SÖDERGRAN Landið sem ekki er Sigurjón Guðjonsson þýddi Mig langar til landsins sem ekki er, því allt sem er — svo leið á að þreyja. Máninn mælir í silfurrúnum um landið sem ekki er. Landið, þar sem allar óskir vorar uppfyllast undursamlega, landið, þar sem allir fjötrar vorir falla, Iandið, þar sem vér svölum særðu enni í mánadögg. Líf mitt var brennandi blekking. En eitt hef ég vissulega unnið og eitt hef ég fundið, veginn til landsins sem ekki er. í landinu, sem ekki er, er hann sem ég elska á ferð með glitrandi kórónu. Hver er hann, sem ég elska? Nóttin er dimm og stjörnurnar titra við að svara. Hver er hann, sem ég elska? Hvert er nafn hans? Himnarnir hvelfast hærri og hærri, . og mannsins barn drukknar í endalausum móðum og fær ekkert svar. En eitt mannsbarn er ekkert annað en vissa. Það teygir upp arma sína hærra öllum himnum. Og svarið það kemur: Ég er sá sem þú elskar og alltaf munt elska. Höfundurinn (1892-1923) var finnsk skáldkona og er þess nú minnst að 100 ár eru frá fæðingu hennar. Hún dó fyrir aldur fram, úr berklum, en hefur engu að síður haft mikil áhrif i norrænni Ijóða- gerð. JENNA JENSDÓTTIR BARÐI BENEDIKTSSON Lífshlaup Svartmari Ungbarn með sælublik í augum við bijóst móður bústnar sökkva hendur í ftjósama mýkt þeirra. Heimur mildur og hlýr umvefur móður og barn. Hjá einbúa í Atlantshafí oft var fortíð myrk í söguna og séra Hallgrím sótti þjóðin styrk nú, með tíma nægta og frelsis nægir fæstum þó af efnalegum auði og gæðum aldrei fáum nóg. í kirkjugarði frosið lík í Ijósadýrð jólanætur heilög þögn hálfbrunnið kerti í krepptri hendi ungs manns við leiði móður. Eflist svo með öðrum lýðum efnishyggjan köld færast æ á færri hendur fé og mikil völd. Senn mun okkar álfu byggja ótal þjóða bland fornir stofnar falla, hverfa hið fyrirheitna land? Fegurð himins skreytir trén hvítri mjöll hreinleikans. Alvaldið mikla umvefur móður og barn. Er ei mál að vera á verði viltu, litla þjóð í eina sæng með öðrum ganga eftirlát og góð? Við skulum fornu vítin varast varðstaðan er brýn látum ekki andann glepja óráðs tyllisýn. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík Höfundur býr á Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. FEBRÚAR 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.