Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 4
Lífsskoðimarvandi sam- tímans og kristin kirkja Ierindi þessu verður leitast við að greina höfuðein- kenni á lífsskoðunarvanda samtímans og ræða hvemig kristin kirkja á að bregðast við honum. í hnotskum er málið þetta: Trúarbrögð í hefðbund- inni mynd em að líða undir lok, hjátrúarstefnur af Mér virðist að prestar hljóti áfram að verða máttarstólpar kirkjunnar. Ég tel á hinn bóginn bráðnauðsynlegt að þeir geri sér ljóst hvert þessara meginhlutverka — menningarhlutverkið, rökræðuhlutverkið eða dulúðarhlutverkið — þeir ætla sér að rækja fyrst og fremst og hvernig þeir hyggjast fara að því. Eftir PÁL SKÚLASON öllu tagi beija að dyrum. Við þessar aðstæð- ur er sálarheill fólks undir því komin öðru fremur að sérhver manneskja beiti skynsemi sinni af alefli til að móta eigin lífsskoðun og lífsstefnu. Kristin kirkja á að styrkja og styðja þá viðleitni eftir föngum. I Lífsskoðunarvandi samtímans getur tekið á sig margar myndir og brotist fram með ýmsu móti. Ég lít svo á að hann spretti af ákveðinni spennu í huga nútímafólks á milli lönguimr til að hafa skýra og klára lífsskoð- un og vitneskju um að forsendur slíkrar lífs- skoðunar skortir. Annars vegar finnur fólk fyrir brýnni þörf á að geta stuðst við áreið- anlegar og sannar hugmynair um lífið og tilveruna, hvaðan það kemur, hvert það fer og hvað skipti máli í eilífðinni og hér og nú. Hins vegar veit fólk mæta vel að engar öruggar og algildar leiðir eru til að skera úr um það hvaða hugmyndir um veruleikann eru áreiðanlegar og sannar. Vandinn er þá þessi: hverju á ég að trúa og treysta, ef og þegar ég hef engar gildar ástæður til að treysta eða trúa einu né neinu? Get ég lifað án þess að reiða mig á nokkurn skapaðan hlut? Eða hlýt ég að reiða mig á hluti sem ég veit ekkert um og hef í rauninni enga gilda ástæðu til að reiða mig á? Þessi vandi er að sjálfsögðu ekki nýr af nálinni. Hann hefur vafaiítið fylgt mann- kyni frá því að sögur hófust, en á síðari tímum hefur hann sótt fastar að fólki en nokkurn tíma fyrr. Skýringin á því er senni- lega sú að hefðbundnar lausnir vandans duga fólki ekki framar. Með öðrum orðum, hefðbundin trúarbrögð, sem áður miðluðu fólki hugmyndum og skoðunum sem það gat stuðst við til að vega og meta hlutina, skipuleggja líf sitt og taka ákvarðanir, megna ekki lengur að leysa lífsskoðunar- vanda fólks, lausnir þeirra falla fólki ekki lengur í geð eða brjóta jafnvel í bága við heilbrigða skynsemi. Af þessu leiðir að fólk verður sjálft — án hjálpar hefðbundinna trúarbragða — að móta lífsskoðanir sínar og lífsstefnu og beita eigin dómgreind miklu meira en áður var ætlast til. Segja má að þjóðfélag nútímans krefjist þess af þegnum sínum, að þeir hugsi rökvíslega um allt milli himins og jarðar og móti sér skynsamlega skoðanir á veröld- inni, skoðanir sem eru sífellt til umræðu og endurskoðunar eftir því sem þekking og reynsla mannfólksins vex. Ég ætla ekki að gera hér að umtalsefni hugsanlegar skýringar á því hvers vegna trúarbrögðin hafa glatað gildi sínu í nútíma- þjóðfélagi. Ég geng að því vísu að afhelgun veraldarinnar sé orðin að veruleika og að tími trúarbragðanna sé þegar liðinn, þau heyri sögunni til á Vesturlöndum, vegna þess að þau þjóni ekki lengur neinu mark- verðu hlutverki í skipan þjóðfélagsins; Ijöldi einstaklinga heldur vissulega áfram að trúa hinu og þessu sem trúarbrögðin hafa kennt, en þjóðfélagið, ríkið og borgin, þurfa ekki lengur á trúnni að halda til að réttlæta sig. Einstaklingarnar þarfnast heldur ekki trúar- bragða til að réttlæta sig eða ákvarðanir sínar og hafa sennilega aldrei gert það, þó að fólk geti vissulega valið leið trúarinnar til sjálfsræktar. Trúarbrögð í alls konar myndum lifa samt vissulega ennþá sem forneskjulegar minjar eða sem uppfyllingarefni fyrir andlegt tóma- rúm sem skapast af því að fólk nær ekki að hugsa heilsteyptar hugsanir af eigin rammleik og fær heldur ekki aðstoð til þess hjá þeim stofnunum sem eiga að geta veitt slíka aðstoð, það er að segja skólunum. II Um leið og trúarbrögðin glata félagslegu gildi sínu og hætta að skipta máli, hafa margir dregið þá ályktun að lífsskoðun fólks skipti í sjálfu sér ekki máli, nema sem einka- mál. Þetta er alröng ályktun. Lífsskoðanir og hugmyndakerfi skipta höfuðmáli í öllu mannlífi, því að þau gera kleift að tryggja samhengi og samfellu í málefnum samfé- lagsins jafnt sem málefnum einstakling- anna. Þess vegna er sú skoðun háskaleg að halda að lífsskoðun sé einkamál sem skipti einungis máli fyrir þann sem aðhyll- ist hana. Ein afleiðing þessarar vafasömu skoðunar er makalaus geðþótta- eða afstæðishyggja sem spillir allri vitiborinni umræðu. Hún birtist í því að einum dugar að trúa á stokka og steina, öðrum á huldufólk, hinum þriðja á endurholdgun, hinum fjórða á snertingu og handayfirlagningu, hinum fimmta á Maríu mey, hinum sjötta á yoga sem óbrigð- ula leið til að öðlast sálarró og komast í snertingu við almættið o.s.frv. Og sumir blanda þessu öllu saman og vildu helst fá prestana og kirkjuna í lið með sér. Er þetta ekki allt saman, þegar öll kurl koma til grafar, mismunandi leiðir að hinu eina og sama markmiði, ólík þátttaka í hinum mikla og eilífa anda sem öllu stjórnar og ræður? Sú staðreynd að mörgum finnst sjálfsagt að líta á trúmál og lífsskoðanir með þessum hætti staðfestir að trúarbrögðin heyra í reynd sögunni til og gegna ekki lengur raun- verulegu félagslegu hlutverki við að móta líf og samskipti fólks. Ef að er gáð kemur líklega í ljós að kristindómurinn á sjálfur mikilvægan þátt í að svipta trúarbrögðin gildi sínu; hann er, eins og einn franskur fræðimaður kemst að orði, trú sem leiðir burtu frá trúarbrögð- unum. Hann á að geta frelsað fólk undan oki hleypidóma og forneskju allra hefðbund- inna trúarbragða með því að tefla fram Kristi sem ímynd hins fullkomlega fijálsa manns sem stendur einn andspænis öllum heiminum. Þess vegna á kristindómurinn sennilega meiri framtíð fyrir sér en nokkur önnur trú; vera má að hann lifi með einum eða öðrum hætti eftir að trúarbrögðin eru endanlega úr sögunni. Síðar í þessu erindi mun ég gera grein fyrir því hvemig ég tel að eiginleg kristin trú geti lifað — laus úr viðjum hefðbundinna trúarbragða — en ég vil vekja eftirtekt á greinarmun sem ég hef gert hér á trúarbrögðum og trú. Með trúar- brögðum á ég við kerfi hugmynda, skoðana og siða sem tengjast ákveðnum stofnunum samfélagsins, en með trú á ég við huglæga afstöðu fólks til æðri máttarvalda. Þessar hugmyndir um að kristindómur sem hefðbundin trúarbrögð sé liðinn undir lok er fjarri því að vera nýmæli. Á síðustu tveimur öldum hefur því oft verið haldið fram að kristindómurinn heyri sögunni til sem trúarbrögð og að hann eigi eingöngu erindi við alla menn sem siðferðilegur boð- skapur; kjarni kristninnar sé siðferðilegt fordæmi Krists, gagnrýni hans á spillingu manna og sú hugarfarsræktun sem hann vill brýna okkur til ásamt þeirri kenningu að hver manneskja sé óendanlega dýrmæt í augum guðs: manneskjan sjálf sé heilög. Af þessu leiðir meðal annars að kristindóm- urinn flytur hið heilaga frá veruleikanum utan mannheims inn í hinn mennska veru- leika sjálfan. Þar með verður til skilyrðis- laus krafa um virðingu fyrir manneskjunni og réttindum hennar, krafa sem lifír í guð- lausu þjóðfélagi nútímans óháð hinum kristnu trúarbrögðum. Jafnframt gerir kristin kenning þá kröfu til manneskjunnar að hún standi skil gerða sinna gagnvart skapara sínum: hún er sjálfstæð, ábyrg og skapandi vera sem lúti ekki öðru valdboði en rödd samviskunnar, rödd guðs í bijósti sér. Þó að þessi boðskapur hafi dunið í eyrum „Á tveimur síðustu öldum hefur því oft verið haldið fram að kristindómurinn heyri sögunni til sem trúarbrögð og að hann eigi eingöngu erindi við alla menn sem siðferðilegur boðskapur; kjarni kristninnar sé siðferðilegt fordæmi Krists og gagn- rýni hans á spillingu manna. “ Myndin: málverk EI Grecos: Kristur rekur víxlararnir úr musterinu, 1584-94.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.