Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 2
Heitir hundadag- ar í Rey kj av ík byijun júní 1878 varð bæjarfógetaembættið laust í Reykjavík og var þá kynlegur kvistur settur í það embætti. Hann hét Jón Johnsen og var alinn upp í Danmörku enda danskur að móðerni. Yfirleitt kallaði hann sig þó einfaldlega Jón Jónsson upp á Framferði Jóns Jónssonar bæjarfógeta sumarið 1878 setti allt bæjarlíf í Reykjavík meira eða minna úr skorðum og var undanfari mikila æsinga í bænum. Svo strangur var bæjarfógetinn, að stúlkur sem voru full seint á ferli að kvöldi, voru settar í svartholið og gengið úr skugga um, hvort þær væru hreinar meyjar. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON íslenskan máta því að hann var maður róttæk- ur. Hann hafði komið upp til íslands sem sprenglærður lögfræðingur og gerst ritari landhöfðingjaembættisins er það var stofnað 1873. Hann var yfirleitt kallaður Jón ritari eftir það. Jón var skarpgreindur og örgeðja ofstopamaður og ekki leið á löngu þangað til hann hafði sett allt á annan endann í höfuð- stað íslands sem taldi þá aðeins eitthvað ríf- lega 2.000 íbúa. Yfirvöldum hætti því að lít- ast á blikuna og var annar maður skipaðu'r í embættið um haustið til að afstyra frekari vandræðum. Valdatími Jóns sem bæjarfógeta varaði því um hundadaga líkt og hjá Jörundi 60 árum áður. Óðar en Jón hafði tekið við bæjarfógeta- embætti hóf hann að gefa út tilskipanir til að bæta siðferðið í bænum og þótti víst mörg- um ekki vanþörf á. Fyrirrennarar hans í bæjarfógetaembættinu höfðu síst af öllu ver- ið harðráðir menn og sáu yfirleitt í gegnum fíngur sér þó að laganna bókstaf væri ekki alltaf hlýtt í öllum smáatriðum. En Jón ritari var öðru vísi skapi farinn. Hann vildi kveða niður allt sleifarlag í stjóm bæjarins og betja niður með harðri hendi allt sem að hans áliti fór í bága við lög og rétt, jafnvel atriði sem öðrum þóttu smávægileg. Þegar 11. júní gaf hann út ítarlegar reglur um að menn sem færu um götur bæjarins ættu að gæta þar góðrar reglu og siðsemi, meðal annars bann- aði hann harða reið. Jón var með herðakistil en svo mikið var kapp hans að hann átti það til að hlaupa uppi ríðandi menn til að sekta þá. Jón Helgason biskup segist í æsku sinni hafa horft á ritarann hlaupa berhöfðaðan frá skrifstofu sinni í Austurstræti upp allan Baka- rastíg (Bankastræti) á eftir manni sem honum þótti ríða of hart uns hann náði honum hjá Hólshúsinu (Laugavegi 2) þar sem hinn fór af baki. Maðurinn var Kristján Mathiesen á Hliði á Álftanesi, er verið hafði í Reykjavík til að bjóða ýmsum höfðingjum í brúðkaup- sveislu dóttur sinnar, — og þar á meðal ritar- anum sjálfum. En Jón þekkti ekki neitt mann- greinarálit og Kristján varð að borga 4 króna sekt. Þá voru að undirlagi hins nýja bæjarfógeta sett algert bann við staupasölu á víni sem þá hafði tíðkast í búðum. Svo hart gekk Jón ritari eftir því að þessu væri framfylgt að tóm staup, sem átti að selja sem hveija aðra gler- vöru, máttu ekki ekki einu sinni sjást í búðun- um. Þá máttu veitingamenn ekki selja vín eftir klukkan tólf að kvöldi samkvæmt tilskip- un hins siðavanda bæjarfógeta. En ekki var nóg með það. Veitingamennirnir máttu alls ekki sjást sjálfir inni í veitingasölum sínum eftir þann tíma né starfsfólk þeirra eða heimil- Hegningarhúsið í Reykjavík. Hér þurftu fórnarlömb bæjarfógetans að dúsa,jafn- vel vikum saman, fyrir það eitt að sofa hjá. Jón Jónsson, ritari. Sumir köluðu hann hundadagafógetann því að embættistíð hans sem bæjarfógeti í Reykjavík varð lítið lengri en hundadagar. isfólk á fótum. Þá voru þeir þegar sektaðir. Þó að ýmsir væru fylgjandi bættum siðum fóru nú að renna tvær grímur á ráðamenn bæjarins. Þeim þótti þetta jaðra við fullkomið ofsóknaræði. Dómarar Landsyfirréttar voru á sama máli og höfðu nú vart undan að ónýta undirréttardóma bæjarfógetans. Það sem þótti þó keyra endanlega um þver- bak hjá fógetanum voru aðgerðir hans til koma í veg fyrir sambúð ógiftra persóna. Ein skötuhjú sváfu saman í hjalli og barst fógeta njósn um það. Lét hann annan lögregluþjón bæjarins stela lykli að hjallinum, svo að lítið bar á, og stóð hjúin svo að verki að nætur- þeli. Var þeim umsvifalaust stungið í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og dæmd síðan til tugthúsvistar. Varð konukindinni svo mikið um að hún fékk slag, segir Jón Borg- firðingur en hann var annar lögregluþjóna bæjarins. En það voru ekki bara „lítilsigldar" persón- ur sem yrðu fyrir þessháttar reynslu. Virðu- legir borgarar voru líka sekir í augum ritar- ans. Einn þeirra var Eyþór Felixson kaupmað- ur, afí Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta Islands. Hann hafði skilið við konu sína og hafði nú hjá sér Rannveigu Jóhannesdóttur, ekkju sem hafði veitingasölu á neðstu hæð Myllunnar í Bakarabrekku (Bankastræti 10). Lét hann taka þau bæði föst og reyndi að pína þau til sagna um samlíf þeirra. Eyþór og Rannveig neituðu þó öllum sakargiftum og dæmdi hann þau þá til vatns og brauðs. Rannveigu var haldið inni í margar vikur og fékk Jón bæjar- fógeti ákúrur frá Landsyfirrétti fyrir varð- hald hennar. Þess skal getið að Rannveig og Eyþór gengu síðar í heilagt hjónaband og var því tilhugalíf þeirra allsögulegt. Mun Eyþór hafa hugsað fógetanum þegjandi þörfina og kom það fram ári seinna þegar verslunar- menn gerðu aðsúg að Jóni. Annar kaupmaður, Guðmundur Lamberts- en, hafði og skilið við sína konu, en var nú tekinn saman við unga stúlku, Margréti Stein- unni Björnsdóttur, og hafði hún fætt hoiilUm bam. Þar sem þau voru ógift buðu amtsyfir- völd þeim að skilja og flutti stúlkan þá burt. Kaupmaður fór í ferðalag vestur á land um sumarið, en fékk stúlkuna til að sjá um heimil- ið meðan hann var á brautu. Það var þó lög- legt. Lambertsen kom úr ferðalaginu að morgni dags, en barnsmóðir hans fór ekki af heimilinu fyrr en um kvöldið. Þetta lét bæjarfógetinn að sjálfsögðu ekki fram hjá sér fara og setti stúlkuna umsvifalaust í Svarthol- ið með bamið á brjóstinu og höfðaði mál gegn henni og kaupmanninum. Skipti engu þótt málsmetandi menn reyndu að ganga í málið og forða vandræðum. Jafnvel fyrrver- andi eiginkona'kaupmannsins bað þeim griða en allt kom fyrir ekki. Stúlkan og brjóstmylk- ingurinn urðu að dúsa inni þar til nýr bæjar- fógeti leysti þau út um haustið. Jón fékk reyndar skipun amtsins um að hleypa þeim út en datt ekki í hug að hlýða og svaraði fullum hálsi á svo óskammfeilinn hátt að amtmaður kærði Jón ritara fyrir Hilmari Fins- en landshöfðingja. Var sett ofan í við hann. Lögregluþjónamir, þeir Jón Borgfirðingur og Þorsteinn Jónsson, vom mjög hneykslaðir á framkomu bæjarfógetans við stúlkukindina Auglýsingar. Hjer með eru (búar kaupstaðarias, sveitamenn og aðrir, er fara um götur bæjarins, áminntir um að gcta þar gíírar reglu og siðsemi. Sjer í lagi skal brýnt fyrir mönnum það, er nú segir: 1. Eigi mega áftog, háreysti eða annað ofsafúllt athæft eiga sjer stað á almannafæri, og er hver sá sekur Hög- reglubroti sem raskar almennum friði, eða ræðst með. ofbeldj og meiðyrðum á þá, er leið eiga götur bæjarias eða annerstaðar á alijjannafæri. 2. Láti ookkur maður sjásig ölvað-. an á götum bæjarias eða aunarstaðar á aimannafæri, má sá hinn sami búast við »ð verða tekinn fastur og látinn sæta I lagaábyrgð fyrir óreglu þá, sem leiðir af ofdrykkju hans. 3. Að svo mikluleyti, sem þvf verð- ur við komið, eiga kaupmenn að út- vega lestamönnum, er við þá skipta, umgirt svæði eða annað hentugt pláss I til að taka ofan af hestunum og láta I upp. eða spretta af og leggja á, svo að slikt verði eigi að farartálma á göt- um bæjarins. Sje siikt svæði ekki til, mega hestarnir ekki standa á götunni lengri tima en nauðsynlegur er til þess að taka ofan af þeim eða láta upp. 4- Enginn má riða haxt á götum bæj- erins. Eptirstjettunum má enginnriða. Þegar lestir eða riðandi menn mætast, áhvor um sig að vfkjaúr vegitilhægri handar. Slægir hestar eða gjamir á að bita, ’ skulu auðkenndir með heyvendli bak við annað eyrað. Brjirróertinn ( RcykjaWk, II. júni 187«. Jón Jönsson, Ein af auglýsingum Jóns ritara í ísafold sumarið 1878. og skrifuðu vottorð þess efnis að henni hefði ekki verið gefinn kostur á því við réttarhald- ið að áfrýja málinu til amtsins eins og henni bar réttur til. Bæjarfógeti reiddist þessu mjög og setti báða lögregluþjónana af nema því aðeins að þeir greiddu 5 krónu sekt hvor til lögreglusjóðsins. Þorsteinn þorði ekki annað, en Jón neitaði. Ætlaði bæjarfógeti þá að halda eftir launum hans um næstu mánaða- mót og lenti í miklu stappi þar sem landsfóget- inn og landshöfðinginn snerust á band lög- regluþjónsins. Varð bæjarfógeti loks að láta í minni pokann. Eitt mál enn af þessu tagi vakti og óskipta athygli. Hinn 22. júlí um sumarið fékk Jón bréf frá amtmanni út af innsetningu Kristín- ar Árnadóttur er hann hafði sett í Svartholið ásamt tveimur stúlkum öðrum að því að þær sáust seint á ferð á kvöldi. Var hann í bréf- inu áminntur um að hegða sér skikkanlega og fara ekki lengra en embættisvald hans leyfði. Hafði bæjarfógetinn m.a. látið skoða stúlkurnar til að ganga úr skugga um hvort þær væru hreinar meyjar! Veijandi Kristínar var Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari, al- þingismaður og bæjarfulltrúi. Hann hafði lent upp á kant við Jón ritara í ýmsum málum og var nú nóg boðið. Réttarhöldin einkennd- ust af vanstillingu Jóns. Fyrir réttinum bar hann ósiðleg orð á Halldór fyrir að taka málstað stúlkunnar og var Halldór þó einn virðulegasti og siðavandasti borgari bæjarins. Þess skal getið að stúlkurnar voru sýknaðar af öllum ákærum. Framferði Jóns Jónssonar bæjarfógeta sumarið 1878 setti allt bæjarlíf í Reykjavík meira eða minna úr skorðum'og var undanf- ari mikilla æsinga í bænum. Tóku þær brátt á sig pólitískt form. Jón var búinn að fá kaup- menn, verslunarmenn og embættismenn upp á móti sér enda hafði hann gert sumum þeirra harðar skráveifur. Þá hafði hann nokkru áður verið settur setudómari í hinu stórpólitíska kláðamáli. Gekk hann fram í því af slíkum ofurmannlegum dugnaði og offorsi að honum tókst að kveða fjárkláðann endanlega niður, en búið var að beijast gegn þessum vágesti áratugum saman. Var Jón verðlaunaður sér- staklega fyrir þetta afrek á Alþingi, en hafði engu að síður bakað sér óvináttu málsmet- andi manna sem voru á öndverðum meiði við hann. Einn af þeim var Halldór Kr. Friðriks- son. Jón tók að hatast við yfirstétt bæjarins, sem hann tilheyrði þó raunar sjálfur, og næsta skref hans var að fylkja tómthúsmönn- um á bak við sig í bæjarstjórnarkosningum í janúar 1879. Voru þar einhver fyrstu merk- in um stéttaátök í Reykjavík og kosningamar þær fyrstu í bænum þar sem verulegur flokka- dráttur varð. Þannig varð hann fyrstur manna til þess að vekja almennan áhuga á stjórnmál- um í bænum. En Jón var of vanstilltur og örgeðja til þess að geta verið foringi til lengdar. Seta hans í bæjarstjóm frá 1879 var ein samfelld sorgarsaga sem endaði með sviplegum dauða hans í ársbyijun 1883. Er af því mikil og dramatísk saga sem ekki verður sögð hér. Höfurndur er sagnfræðingur. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.