Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 5
Hugmyndir Leons Kriers um byggingarlist Bandaríkjamenn eru lítið fyrir að dedúa við hlutina, enda er höfuðspeki kapít- alismans að tími jafngildi peningum. Snör handtök og afkastamikil vinnu- brögð setja svip sinn á flest í þessu landi, 'ekki síst byggingarframkvæmdir. Stundum er engu líkara en að heilu skýjakljúfamir rísi á einum degi hér á Manhattan eins og’einhveij- ir yfirnáttúrulegir skrímslasveppir og á ég sjálfur því óláni að fagna að búa í nágrenni við einn sem hefur skotist upp í 60 metra hæð á örfáum mánuðum við undirleik ham- arshögga og kranabíla. Ekkert virðist standa kyrrt á þessu svasði. Mannvirkin rísa og falla í takt við árstíðir kapítalismans, byggt og rifíð niður til skiptis í anda Sisifosar. Það eins sem heldur sínu striki í þessum sements- frumskógi em götumar, sem skarast eins þverlínur á Skotapilsi. Þessi röð og regla á gatnakerfínu, sem gefur borginni vissa kjöl- festu í öllum hamaganginum, er þó ekki al- veg ný af nálinni. Rekja má sögu reitskiptra borga allt aftur til 7. aldar f.Kr. á Grikk- landi, en þekktasta dæmið frá þvi til foma er útborg Athenu, Priene, sem arkitektinn Hippodamus frá Miletos endurskipulagði frá gmnni árið 350 f.Kr. eftir að henni hafði verið rústað í persnesku stríðunum. Reglustrikugötur og draumaborgir hafa löngum verið arkitektum hugleikið viðfangs- efni. Áhugí vaknaði fyrst fyrir alvöru á endur- reisnartímanum og síðan hafa margir spreytt sig á viðfangsefninu, allt frá Antonio Averlino Filarete og Leonardo da Vinci til fútúristans Antonio Sant- ’Elia og kubbakassafrömuð- arins Le Corbusiers, þó hug- myndimar hafí sjaldan farið langt út fyrir skissubækum- ar. Nýjasti meðlimurinn í þessum merkilega hópi drau- móramanna er arkitektinn, kenningasmiðurinn og sérleg- ur ráðgjafi hans hátignar Karls Bretaprins, Leon Krier. Prinsinn af Wales hefur (ef garðrækt og póló er frátalið) gert það að sínu aðaláhuga- máli á meðan hann bíður eft- ir að kóngssætið losni að beij- ast fyrir hreinni, fegurri og mannlegri borgum. Karl hef- ur mikið látið til sín taka á þessu sviði, nú síðast sem fulltrúi á þingi Evrópuband- alagsins er haldið var í Madrid á Spáni fyrir skömmu, þar sem rætt var um úrlausnir á þeim vandamálum er steðja að stórborgum nútím- ans, offjölgun, mengun, hús- næðisleysi og hvemig byggingarreglum skuli vera háttað innan bandalagsins í framtíðinni. Hvar sem hans hátign viðr- ar sínar skoðanir er Krier ekki langt undan. En hver er þessi dular- fulli ráðgjafi sem smitað hefur prinsinn af svo háleitum hugsjónum? Leon Krier, af myndum að dæma, geislar hreint af persónu- töfrum. Klæðnaður hans og hártíska ber vitni um spjátrangshátt og bullandi sérvisku; hár- ið er grásprengt og stendur út í loftið í stíl Beethovens, gleraugun eru af svipaðri tegund og Sigurður málari Guðmundsson notaði um aldamótin og um hálsinn hefur hann silki- klút. Útkoman er einhvers konar sambland af hinum þvermóðskufulla Benjamin Franklin og breska ljóðskáldinu Shelly. Það er því greinilegt að Krier er ekki alveg af þessum heimi og hann er vissulega enginn módem- isti („neoconservative“) heldur rómantískur baráttumaður, sem gerir sér vonir um að geta snúið klukkunni aftur til daga riddara- mennskunnar þegar skósmiðir vora skósmið- ir og hannyrðir hannyrðir og engin bygging var meira en þijár mannlengdir á hæð, að Leon Krier segist hafa dregið upp eftir lýsingu rómverska rithöfundarins heimaborg sinni Laurentina. Teikningin hyggst stefna með list sinni. Eftir HANNES SIGURÐSSON „Flugstöð“ úr myndaröðinni „Hin nýja stórborgu (1913-14) eftir fútúristann Sant’Elia. Það er skondið að draumakastalar fútúristanna, sem rættust síðar með módemismanum, skuli einmitt vera það sem Krier og hans líkir hafa svo mikla óbeit á í dag. kirkjunni undanskildri. Þvílíkur hugsjóna- maður er Krier, að jafnvel þó hann sé langt kominn á fimmtugsaldurinn stendur aðeins ein bygging eftir hann, sumarhúsið hans á Seaside í Flórída. í augum Kriers er stórborg nútímans víti mannlegrar eymdar og subbuskapar og nefn- ir hann borgir Norður-Ameríku sérstaklega í því sambandi, þar sem Manhattan fer með leiðtogahlutverkið í þessum djöfuldóm. Að mati Kriers, sem sumir hafa hampað sem mesta borgarskipuleggjanda aldarinnar, er útþynnti Le Corbusier-stíllinn (betur þekktur sem skókassastíllinn) ekki aðalvandamálið, ljótur og ómannlegur eins og hann getur oft verið. Það sem hijáir stórborgir samtimans er fyrst og fremst röskunin sem hefur átt sér stað á milli almennings- og einkarýmis. Risastórar skrifstofubyggingar gleypa heilu landspildurnar og breyta þeim í dauða se- mentsauðn, göturnar era of breiðar og fíar- lægðin frá vinnustað til heimilis allt of mik- il. Samkvæmt Krier á hverri borg að .vera skipt í sjáifstæða borgarhluta og vegalengdin innan þessara kjama að vera ekki meira en svo að göngufæri nemur. Sú hugmynd að maðurinn eigi að vera mælikvarði allra hluta er varla mikið nýrri en rúðustrikuðu götumar. Grikkjum var mjög annt um þetta „prinsipp“ og endurreisnin gerði það að sínu leiðarijósi. Krier vill taka Arkadíu klassískrar byggingarlistar Pliniusar eldri (23-79 e.Kr.) á ástkærri gefur ágæta hugmynd um bvert Krier aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og innleiða á ný súlur, gaflhlaðsþríhyminga, útskotsglugga, frísur o.s.frv., arkitektúrísk stílbrigði sem hann virðist telja allra meina bót. Þá vill hann endurvekja hið hefðbundna handverk og hvetja menn til að nota betri og varanlegri efni til smíðanna. Gallinn við byggingar nútímans er hvað þær era Ola úr garði gerðar. Þetta leiðir til stöðugra við- gerða og gerir borgina að stað þar sem ný- byggingarframkvæmdir era stöðugt í gangi með tilhevrandi hávaða og mengun. I fyrir- myndarborg Kriers er líf allan sólahringinn og engin þörf á að flýja út í einhvert út- hverfí til að fá sér blund yfir nóttina, vegna þess að allt sem mannskepnan þyrfti á að halda væri á einum punkti. Úthverfíð, að hans áliti, er jafn slæm málamiðlun og sjálf borgin, gjörsamlega steingelt og dautt fyrir- bæri, og lýsir sú staðreynd að unglingar þurfa að safnast saman í verslunarmiðstöðv- um til að hafa ofan fyrir sér best þessu ástandi. Hinn fullkomni þéttbýliskjami, samkvæmt kenningum Kriers, er litla þorpið. Þessi niður- staða fyllti Karl Bretaprins slíkum eldmóði að hann lét vininn hafa hluta af landareign sinni í Dorset á Vestur-Engiandi árið 1988 til að hann gæti kýlt hugmyndina í gegm Framkvæmdir á þorpinu, sem heitir Pond- bury, og hýst getur um 2-3.000 fjölskyldur, era enn ekki komið langt út fyrir teikniborð- ið vegna viðskiptatregðunnar sem plagað hefur ensku þjóðina. Á meðan hafa gagnrýn- endur Kriers og hans hágöfgi haft nægan tíma til að gera athugasemdir og hafa þeir ásakað félagana um nostaigíu fyrir miðöldum og kallað hugmyndir Kriers „Disneylandarki- tektúr“. Þeir hörðustu þykjast meira að segja ekki bara greina í honum afturhaldssemi heldur einnig konungssinna og jafnvel fas- ista, en Krier hefur skrifað bók um arkitekt- inn Albert Speer, sem var húsameistari Hitl- ers á sínum tíma. Krier ber þennan óhróður vitaskuld af sér og bendir á að það var módemisminn fremur en klassfkisminn sem einkenndi byggingariist alræðisríkisins Þýskalands með sama hætti og hann setti svip sinn á Rússland kommúnis- mans. Jafnvægið á milli manna og umhverf- is er það sem Krier setur á oddinn og ef fyrirætlanir hans og prinsins ná fram að ganga gæti svo farið að Evrópubandalagið breytti hinum klassísku byggingarlögmálum í skylduákvæði fyrir meðlimi sína. Þó hug- myndir Kriers séu ekki beinlínis „speisaðar" era þær nauðsynlegt mótvægi (fremur en lausn) við skrímslaarkitektúr nútímans. Við hefðum a.m.k. svo sannarlega haft þörf fyrir fleiri menn á borð við Krier eftir síðari heims- styijöldina til að stemma stigu við yfirgangi módemistmans. Höfundur er listfræðingur og starfar í New York. SÓLVEIG KR. EINARSDÓTTIR HEIMKOMA UM HAUST /. Varstu búin að gleyma í grænum þurrki haustinu heima? Nöturlegum næðingnum að norðan? Garranum grimma? Gulnuðu laufi? II. Regn. í níutíu daga hafðir þú hvorki séð né heyrt regn. Þú saknaðir fíngerðs úða regns sem hellt er úr fötu dynjandi regns. Umvafin sólskini verður þér að orði: „Ætlar hann ekki að rigna? Alveg er ég búin að gleyma rigningunnilu Hróðug hnáta kemur til hjálpar: „Það eru dropar sem detta ofan úr Ioftinu!“ Regn í dag í Nýju Suður-Wales væri eitt hundrað milljón dala virði. III. Haustlitimir heima heilla hér er garðurinn sígrænn. Höfundur býr í Ástralíu. Verðlaunabók eftir hana, „Sögur Sólveigar", kom út hjá Al- menna bókafélaginu i lok siðasta árs. ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR Móðurást Und húmblæju hljóðrar nætur vill hugurinn hvarfla svo viða, um það sem ég áður átti, er allt var í lífinu blíða. Þú bemska með blauta sokka og brennheita móðurást, þær stundir koma aldrei aftur um það, er ekkert að fást. Sú minning um móðurhönd með mjúka stroku á kinn, er dýrmætust allra ásta, um eilífð um eilífð, ég finn. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 29. FEBRÚAR 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.