Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 7
'a i fínum boðum. Brosmild stillir hún upp litaglöðum sundfötum. stoppar milli hæða. Slökknar á öllum neyð- artökkum og ljósum. Og menn mega dúsa þar aleinir í hálftíma i niðamyrkri! Mía hringir. „Vonlaust að fara í svona veðri," segir hún. Fjallvegir aðeins mold- arstígar sem verða strax ófærir. Núna sitja þrír Svíar þar fastir sem ætluðu með flug- inu í kvöld eins og þið.“ IPANEMA, STRÖND RÍKA Fólksins Á Ipanema stunda allir líkamsrækt eins og þeir eigi lífið að leysa. Hlaupandi menn geisast framhjá, líta ýmist á úr eða púls- mæli. Úti á sandinum hamast ungir og gamlir á líkamsræktartækjum, í teygjuæf- ingum. Jafnvel eldri frúrnar skokka í hlaupagalla og strigaskóm með fínu kjöltu- rakkana sína. Heilbrigt mannlíf. Og ungl- ingar sötra safa úr risastórum melónum, á meðan þeir bíða eftir strætó. Frúin sem skokkar þama, er kannski með stofuþernu, eldabusku og þjónustustúlku. í Brasilíu er vinnuafiið svo ódýrt. Og hún býr í látlausu húsi (íbúðasamstæðu við Ipa- nema, þar sem íbúðaverð er dýrara en á sjálfri Manhattan. En varðmaður stendur við járngrindahlið framan við húsið hennar. Ipanema er tískumiðstöð Ríó með fínustu Favela-fátækrahverfið býr yfir sérkennilegri Ijóðrænu. mestu. Hólar og hæðir notaðar í uppfyll- ingu. Jafnvel hæðir með sögulegri byggð hafa fallið fyrir jarðýtutönnum. Sjávarsandi verið dælt upp í fjörur. Landnámsmenn myndu ekki þekkja Janúarfljótið sitt aftur! Frá Sykurtoppi yfir á Corcovado (710 m) eða Kroppinbaksfjall, þaðan sem 30 metra Kristsstytta breiðir arma sína út yfir Ríó. Skemmtilegast að taka lestina gegnum regnskóginn upp á fjallið og virða fyrir sér mannlíf í regnskógi í miðri milljónaborg. Héðan horfum við niður á Sykurtoppinn, beint á móti útbrejddum örmum Kristsstytt- unnar. En ég flý fljótt af hólmi. Hvorki hægt að njóta útsýnis, né að eiga rólega stund framan við Kristsstyttuna, fyrir óþo- landi myndavélaklikki allt í kringum mann! Fjall Heilagrar Teresu „Farið þið endilega upp í Santa Teresa,“ sagði Mía. Og við hoppum upp í opna sport- vagninn sem ber okkur upp í „Santa" eins og Ríóbúar segja. Og við göngum innan um blómskrúð, á hellulögðum strætum sem bugðast niður fjallshlíðina. Viktoríanskar villur og nýtísku einbýlishús. Ringulreið í arkitektúr. Ströndin og allt fjörið fyrir neð- an. í lok 19. aldar þótti fínt að sýna heimilis- fang uppi í Santa. Nú sækja listamenn og sérvitringar í húsin hér. Santa fór að byggj- ast, þegar gulan heijaði og móskitó-flugan lá í breiðum yfir mýrum við ströndina og bar með sér sóttkveikjur. Brasilíubúar dóu í hrönnum. Og Ríóbúar flúðu upp í fjöllin. Ríó, Svo Full Af Seiðmagni Ríó birtist í síbreytilegu ljósi. En alltaf full af hrynjandi og seiðmagni sem erfitt er að lýsa. Ríóbúinn sér lífið í allt öðru ljósi en íbúi við Norðurpól. Brimgarðurinn er ,FugIamaður“ á svifi yfir Sao Conrado, einni nýjustu hótelaströndinni í Ríó. búðirnar. Ef það fæst ekki þar, þá er það ófáanlegt í Ríó. Allt er svo létt og kátt í Ipanema. Og þarna er kráin „A Garota de Ipanema“ sem kennd er við fallegu stúlkuna héðan. Og ég fer ósjálfrátt að raula klass- íska popplagið „The Girl from Ipanema“. Ríóbúar byggðu fyrstu „Kringluna" sína, Ríó-Sul, um 1980. Sao Conrado Fashion Mall er einstaklega falleg lítil verslanamið- stöð með veitingahúsum og listaverkabúð- um. En þær eru báðar utan við Ipanema. Sykurtoppur Og Kroppinbaksfjall í kláfum svífum við yfir regnskóg og hvítar strendur upp á eitt frægasta fjall veraldar, aðeins 396 metrar á hæð. Ávali graníttindurinn minnti Portúgala á sykur- klump. Enda voru þá sykurklumpar í stöfl- um við Ríóhöfn. Eg varð yfir mig undr- andi, þegar við gengum út á toppinn. Neðan frá sýnist fjallið með ávala bungu efst. Og ég hafði búist við steyptum útsýnispalli með girðingu í kring. En þarna er ótrúlega stór breiða með tijágróðri og blómum. Gott veit- ingahús og minjagripabúð. Héðan sér maður best hina sérkennilegu náttúrufegurð Ríó. Gulbrúnir tindar upp úr skógivöxnum hæðum og hólum. Borgarhlut- um stungin niður á milli klettabelta og allir eiga sína hvítu skeljasandsvík. Skógivaxnar eyjar úti í flóa, eins og skaparinn hafi ekki látið sér nægja að teygja og toga til lands- lagið heldur tekið hnefafylli af eyjum og stráð yfir flóann, til að hafa þetta nógu skrautlegt. En Ríó hefur breyst. Og margur náttúru- verndarsinninn er lítt hrifínn. Þegar Portúg- alar komu hingað, var lítið um sandstrend- ur. Regnskógur teygði sig yfir allt. Fenja- mýrar í fjörum. Hæðir og hólar miklu fleiri. Nú hefur regnskógur verið höggvinn að leikvöllur flestra ungra manna í Ríó. Sjó- brettið þar líkt og boltinn hér. „Fuglamenn" eru líka algengir, þeir sem hoppa í flugdrek- um niður af graníttindum borgarinnar. Ár- angur: stæltir líkamar, þrungnir af sól og lífsfjöri. En aðeins hjá þeim sem hafa nóg í sig og á. í Brasilíu og Ríó finnst líka dverg- vaxið fólk vegna næringarskorts. Ríókvöldin eru full af rómantík. Pörin liggja í faðmlögum á almenningsbekkjum eða eru samofin á ströndinni f bleiku sólar- lagi. „Hér er allt leyfilegt í ástum,“ segir brúneygði, glæsilegi Ríóbúinn, dæmigerður fyrir unga „uppaliðið“ í Ríó. „Hér fínnast klúbbar fyrir allar tegundir ástarlífs. Og svo gaman að lifa, að maður nennir ekki að gifta sig,“ segir hann og hlær. „Hættulegt? Jú, það er allstaðar hættulegt, ef maður gætir sín ekki. Glæpir? Jú, þeir eru vissulega hér og hræðilegri en víða annarstaðar. En ég held samt, að glæpahneigð sé okkur ekki í blóð borin. Alþjóðlegir glæpahringir hafa stungið sér hér niður sem notfæra sér fátæktina. Fá fátæka leiguliða í voðaverkin. Töluvert um, að þeir fylgist með ríku fólki sem hing- að kemur og ráðist inn á það. Yfirleitt ekki heimamenn." Niður næturlífsins berst til okkar frá Copacabana, þar sem við sitjum úti við haf- ið, á einu skemmtilegasta veitingahúsi Ríó, „Sol e Mar Restaurant“ þar sem bragðlauk- ar eiga auðvelt með að fá fullnægingu. Hafgolan kyssir okkur frá Sykurtoppi, sem rís upp úr myrkrinu með ljós á efstu brún. Töfrar liggja í loftinu frá seiðmögnuðu and- rúmslofti. Við brottför frá Ríó er reglan: — að fara síðasta kvöldið upp á Sykurtopp. Horfa á perlufestina kvikna, sem bílljós og götuluktir mynda meðfram víkum og vogum í einni fegurstu strandborg heims. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. FEBRÚAR 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.