Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 11
minningar af kynnum við Kristján Eldjárn, sem á þessum tíma var þjóðminjavörður. í þessu sambandi gæti ég rifjað upp að ég kom tvisvar í Flatatungu í Skagafirði þar sem hinar frægu Flatatungufjalir leyndust. í fyrra skiptið, 1951, voru fjalirnar ennþá faldar milli þils og veggjar, en árið eftir var búið að rífa húsið. Mig langaði þá til að taka myndir af fjölunum og gekk að Flatatungu frá Silfrastöðum og þurfti að vaða Norðurá sem þá var óbrúuð. Myndirn- ar tók ég, en var rétt drukknaður í ánni á leiðinni til baka, enda var hún í miklum vexti. Þetta voru fyrstu myndirnar sem teknar voru af ijölunum. Löngu seinna skrifaði ég um þetta dálitla grein í afmælis- rit sem gefið var út til heiðurs Kristjáni Eldjárn. Á SLÓÐUM MAURERS Eftir þessa fyrstu íslandsdvöl hef ég ein- göngu komið snöggar ferðir til Íslands. Arið 1972, þegar ég vann að útgáfu ís- lenskra ævintýra, rakst ég á bréf í Lands- bókasafninu frá þýska prófessornum og þjóðsagnasafnaranum Konrad Maurer til Jóns Sigurðssonar forseta. Þá var Kládía Róbertsdottir að vinna að ritgerð um Jón Sigurðsson. Okkur langaði að athuga hvort við gætum haft upp á afkomendum Maur- ers í Múnchen eða nágrenni, sem kynnu að eiga í fórum sínum gögn um hina merku ferð Maruers til íslands árið 1858. Á endan- um hafðist upp á sonarsyni gamla Maurers í Augsburg. Hann sendi mér í skókassa ferðasögu afa síns, gífurlegt handrit með örsmárri rithönd. Tölvusett er það um 800 síður. Þetta er um margt mjög merkileg saga og góð lýsing á íslensku samfélagi um miðja síðustu öld, enda skrifuð af mik- illi sögulegri þekkingu. Ýmsir hafa sýnt áhuga á að gefa þetta út í íslenskri þýð- ingu, og þá í styttu formi. Árið 1980 fór ég til íslands með konu minni og rakti þær slóðir sem Maurer hafði fornnorrænu leggjum við mikið upp úr nán- um tengslum við ísland og Stofnun Árna Magnússonar, þar sem fengist er við rann- sóknir á frumheimildunum sjálfum, handrit- unum. Þessi kynni hófust fyrir alvöru í sambandi við 4. alþjóðlega fornsagnaþingið sem haldið var í Múnchen árið 1979; reynd- ar fór hópur héðan á fornsagnaþingið í Reykjavík 1973. Margir af nemendum okk- ar hafa verið lengri eða skemmri tíma við Árnastofnun og notið þar góðrar fyrir- greiðslu. Þá er algengt að nemendur í norr- ænudeildinni hafi aðrar miðaldagreinar sem aukafög og víkki þannig fræðasvið sitt. Það má kannski segja að við höfum lagt áherslu á að tengja skyldar greinar í rannsóknum okkar: handritarannsóknir, sagnfræði, menningarsögu, þjóðfræði og fornleifa- fræði. Eg nefni sem dæmi doktorsritgerð Cornelíu Weinmann um hús á íslandi þar sem stuðst er við fornleifafræði og bók- menntir sem tvær sjálfstæðar greinar sem síðan eru látnar styðja hvor aðra. Einnig mætti í þessu sambandi nefna doktorsrit Wilhelms Heinzmanns um lækningajurtir. Af öðrum rannsóknarverkefnum nefni ég rit Stefanie Wúrth um þætti í Flateyjarbók, rit Ulrike Strerath-Bolz um Prologus Snor- ra-Eddu, útgáfu Huberts Seelows á Hálfs sögu og Hálfsrekka og verk hans um ís- lenskar þýðingar á þýskum alþýðubók- menntum. Bæði síðasttöldu verkin hefur Árnastofnun gefið út. Þá má geta þess að margir íslenskir stúd- entar, hafa sótt tíma í deild okkar, ekki síst í fornnorrænu, jafnhliða námi í aðalfagi sínu. Á bókasafn okkar koma margir íslend- ingar. Þannig myndast mikilvægt og örv- andi samband milli landanna tveggja, Bæj- aralands og íslands. Vissulega væri gott að auka samskiptin á sviði menningar og lista. Þetta mál ræddi ég við sendiherrann, Hjálmar W. Hannesson, og konsúlinn, Friedrich Schwarz, og tóku þeir mjög vel undir þetta. Með samstillingu krafta sendi- ráðs, konsúlats og norrænudeildar ***** 1 Ljósmyndir: Baldur Hafstað. Eftir athöfnina. Frá vinstri: Hermann Schwarz, fyrrverandi konsúll, Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Bonn, Kurt Schier, Friedrich Schwarz, kons- úll íslands í Bæjaralandi. verið á, m.a. til að spyijast fyrir um hvort eitthvað af þeim sögum sem Maurer safn- aði væru ennþá á vörum fólksins. Ferðin var skemmtileg þó að maður hafi kannski ekki fundið allt sem leitað var að. Við kom- um til dæmis í Hítardal ásamt dr. Jónasi Kristjánssyni, en þar segist Maurer hafa að beiðni prestsins á staðnum skráð nafn sitt í Nafnaklett svonefndan. Maurer reist nafn sitt með bandrúnum. Því miður fann ég ekki þessar rúnir, en hins vegar voru í klettinum nöfn ýmissa frægra manna sem verið höfðu gestir í Hítardal, m.a. nafn Eggerts Ólafssonar. NORRÆNUDEILDIN í MÚNCHEN Á árunum eftir stríðið áttu norræn fræði erfitt uppdráttar í Þýskalandi; menn settu þau óverðskuldað í samband við Þýskaland nazismans. Það voru því fáir sem lögðu stund á þessa hluti þá. I Múnchen var eng- in norrænudeild, heldur aðeins einn lektor á sviði norrænna fræða. Ég var um árabil aðstoðarkennari við Múnchenar-háskóla og það var reyndar ekki fyrr en 1976 að ég var skipaður prófessor og forstöðumaður deildarinnar. Nú eru þar starfandi allmarg- ir kennarar, og við höfum m.a. sérstakan lektor í nútímaíslensku, Dr. Bárbel Dymke. Allir spm hér stunda nám þurfa nú að læra fornnorænu og við mælum eindregið með að stúdentar geti a.m.k. lesið nútímaís- lensku sér til gagns. Sérhæfí menn sig í Múnchenar-háskóla mætti örva ýmis sam- skipti Islands og Bæjaralands. Allir í fjölskyldunni Með DOKTORSGRÁÐU í þakkarræðu sinni við athöfnina, sem getið var um hér að ofan, vék Kurt Schier að því hve honum hafi þótt merkilegt að hitta fyrir á íslandi mjög víðlesna alþýðu- menn sem glímdu jafnvel við flókin fræðileg atriði á sviði bókmennta og náttúrufræði. En eins og fram kom hér í viðtalinu hefur virðing fyrir menntun einnig ríkt á heimili glerslíparans í Bæheimi. Og á heimili sonar glerslíparans hafa menntun og vísindi verið í hávegum höfð: Kona Kurts Shier er Uta Schier og er hún doktor í þjóðháttafræði. Hún hefur einkum rannsakað barnamenn- ingu, leiki og barnabókmenntir. Þau hjón eiga tvö uppkomin börn. Dóttirin Gertrud er doktor í mannfræði og hefur aðallega rannsakað menningu indíána í Norður- Ameríku. Hún er nú lektor við Háskólann í Aþenu. Sonurinn Wolfram er doktor í forn- leifafræði og hefur unnið að fornleifarann- sóknum innan Þýskalands og utan, að und- anförnu í Júgóslavíu. Hann er starfandi við Háskólann í Heidelberg. Við þökkum Kurt Schier fyri viðtalið og óskum honum, fjölskyldunni og norrænu- deildinni í Múnchen heilla. Höfundur býr'í Þýzkalandi. FERíMBIáfí Evrópa allra 1 fyrir ferðam; FERÐ4BF Hótel fyrir fa *£* FERÐ4BMÐ Efnisyfírlit Ferða- blaðs Lesbókar í tölublaðaröð fyrir árið 1991 1. tbl. Helgiskrín í miðju kviksyndi, St. Michael í Normandy, bls. 14- 15, Oddný Sv. Björgvins. Skíðað í frönsku Ölpunum, grein I, bls. 15, O.Sv.B. 2. tbl. Skíðað í frönsku Ölpunum, grein II, bls. 11, Oddný Sv. Björgvins. Siglingar með lystisnekkjum, bls. 12, O.Sv.B. 3. tbl. Ástralía 1990 bls. 13-15, Arn- laugur Guðmundsson. Skíðað í frönsku Ölpunum, grein III, bls. 14-15, Oddný Sv. Björgvins. 4. tbl. Ferðalag á stríðstíma, bls. 11-12, Oddný Sv. Björgvins. Drykkjusiðir víða um heim, bls. 12, O.Sv.B. 5. tbl. Hótel fyrir fagurkera, bls. 13-14, Gísli Sigurðsson. _Áhrif stríðs á ferðalög, bls. 14, Oddný Sv. Björgvins. Skíðað í svissnesku Ölpunum, bls. 15, O.Sv.B. 6. tbl. Islendingar fljúga áfram, bls. 10, Oddný Sv. Björgvins. 7. tbl. Leiguflug til London og Hafnar bls. 14, viðtal við Guðna Þórðarson, Oddný Sv. Björgvins 8. tbl. Hvert er öryggi flugfarþega? bls. 10, Oddný Sv. Björgvins. 9. tbl. Eyjar, opin skólabók fyrir nátt- úrufólk, viðtal við Pál Helgason. bls. 11-12, Oddný Sv. Björgvins. 10. tbl. Sumarfrí og ítölskunám í Róm, bls. 9, Oddný Sv. Björgvins. 11. tbl. Hvernig má spara í ferðalaginu? bls. 14-15, Oddný Sv. Björgvins. 12. tbl. Vegvísar í sumarleyfið. Ætlar þú að aka um Bandaríkin? Vinstra megin á veginum, bls. 14-15, Oddný Sv. Björg- vins. 13. tbl. Ríó heillar, bls. 9-10, Ámi Matt- híasson. 14. tbl. Suðlæga sólareyjan Jamaica, bls. 13, Oddný Sv. Björgvins. -15. tbl. Hvað býður sögueyjan Malta? bls. 9-10, Oddný Sv. Björgvins. 17. tbl. Himnaríki á jörð, Guangzi Zhu- ang hérað í Kína, bls. 9-10, Jón Helgi Egilsson. 18. tbl. Golf í Danmörku, bls. 13-14, Gísli Sigurðsson. 19. tbl. Slegið á Mozart-strengi í Salz- burg, bls. 9-10, Oddný Sv. Björgvins. 20 tbl. Hvar er best að gista? bls. 13 Oddný Sv. Björgvins. Hvers vegna íslands- dagur bls. 14. O.SV.B. 21. tbl. Regnhlífaborgin Bergen, bls. 9-10, Oddný. Sv. Björgvins. 22. tbl. Suðurland býður fegurð og fjöl- breytni, viðtal við Valgeir Inga Ólafsson, bls. 13-14, Oddný Sv. Björgvins. Himna- faðirinn úthlutar ekki flugréttindum, viðtal við Guðna Þórðarson, bls. 15, O.Sv.B. 23. tbl. í fótspor Eiríks rauða á Græn- landi, bls. 9-10, Oddný Sv. Björgvins. 24. tbl. Finnst ég vera inní heljarstórum ísskáp. Viðtal við ferðamálaráðherra Égyptalands, bls. 13-14, Oddný Sv. Björg- vins 25. tbl. í návígi við Mýrdalsjökul, viðtal við DroplaugU Erlingsdóttur framkvæmd- astjóra Jöklahesta hf. bls. 9-10, Oddný Sv. Björgvins. 26. tbl. Staldrað við í Staðarskála, bls. 11- 12, Oddný Sv. Björgvins. Finnland, bls. 12- 13, RSv. 27. tbl. Bara að bremsurnar gefi sig nú ekki, bls 10-11, Agnes Bragadóttir. 28. tbl. Vetrarferð í Ástralíu, bls. 11-13, Grétar Haraldsson. Þorvaldsdalur, bls. 12- 13, Kristján Jóhannsson. 29. tbl. Hólar í Hjaltadal: Náttúruperla og söguslóð, bls. 10, Oddný Sv. Björgvins. Jöklaferðir með Hafþóri „Hveravalla- skrepp“, bls 10, O.Sv.B. 30. tbl. Skyggnst um á Algarve, bls. 13- 14, Oddný Sv. Björgvins. 31. tbl. Til hægri eða vinstri, í bílaleigu- bíl á Bretlandi, bls. 11, Oddný Sv. Björg- vins. Tekst að bjarga Miðjarðarhafinu?, bls. 12, O.Sv.B. 32. tbl. Newcastle við Tyne-fljót, bls. 13-14, Gísli Sigurðsson. Nýi fjallaskálinn á Fimmvörðuhálsi, rætt við Jóhönnu Bo- eskov, eina af stofnfélögum Utivistar, bls. 15, O.Sv.B. 33. tbl. Ævintýraeyjan Madeira, bls. 9-10, Oddný Sv. Björgvins. Enska bjórkrá- in, bls. 10, O.Sv.B. 34. tbl. Himalaya, Sahara og Fjallabaks- leið, viðtal við Filipus Pétursson hjá ís- lenskum fjallaferðum, bls. 9, O.Sv.B. PETUR Ó EINARSSON Nafnlaust Þar loga kaldir eldar yfír kulnuðum glæðum og sprungur þekja vegginn sem tíminn af sér fæddi í fjarska ómar bergmál löngu hljóðnaðar klukku þenjandi út tómið er býr með þér innra þá veggurinn er reistur var á veikum grunni fellur undan fargi tóms og tíma sem fyrirheit úr fögru ljóði frelsið birtist þér í dýrðarljóma og þú tekur stökkið en þú stekkur ei því viljinn var fyrir löngu negldur á kross vanans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. FEBRÚAR 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.