Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 3
TÓMAS GUÐMUNDSSON F N - I T-ggBáW 11 @ ® S11.® 11E ® ®®BS® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Frummynda- kenning Svo frjó hefur tilgátan um Marghliðungana Fimm reynst, að engin leið er lengur að tala um fornmenn- ingu íslendinga án þess að hafa beina hliðsjón af formmenningu Grikkja, segir Einar Pálsson í grein, sem hann ritar í tilefni nýrrar bókar eftir Arna Sigur- jónsson: Bókmenntakenningar fyrri alda. Forsíðan Maður er nefndur David Hockney og er brezkur. Hann er einn af tveimur eða þremur kunnustu mynd- listarmönnum Breta og öðlaðist mikla frægð ungur, um og eftir 1960. Hann hefur haldið sig við þann • stíl, sem ávann honum hylli, en um myndir hans má segja, að þær eru oftast frásagnarlegar, afar þunnt málaðar og lýsa stundum einhverskonar „úr- kynjaðri fágun“. Myndin á forsíðunni er nokkuð dæmigerð fyrir tök Hockneys. Það er raunar hann sjálfur sem situr við borðið. Daginn lengir Það fer ekki hjá því, að daginn lengir og lengir. Látlaust meira og meira að- skuggunum þrengir. Þeir hnipra sig saman og atyrða almanakið eins og við er að búast. Og jörðin er alltaf að hverfast um sólina sína, og seinast finnur hún ljósið á andlit sér skína. Þá hallar hún sér í hinmeskri gleði á bakið og hættir alveg að snúast. En fyrst að þú, Drpttinn, lætur ljósið þitt skína og lengir daginn fyrir þá vini þína, sem hafa yfirleitt ekkert við tímann að gera annað en bara að vinna, og úr því þú hefur af nægum tíma að taka en til eru hinsvegar menn, sem þurfa að vaka, þá ættirðu líka að lofa nóttinni að vera og lengja’ hana helzt ekki minna. Meier er einn af örfáum stjörnu-arkitektum í heiminum og hann fékk stærsta tækifæri lífs síns, þegar hann var valinn úr hópi þeirra frægustu til að teikna húsakost yfir hina nýju Getty-menningarmiðstöð í Los Angeíes, auðugustu menningarmiðstöð heims- ins. Það var olíukóngurinn J.Paul Getty, sem ánafn- aði auði sínum til lista- og menningarstarfsemi. Tómas Guðmundsson (1901-1983) þarf varla að kynna, svo ferskur sem hann er í minni núlifandi manna. Meðal einkenna hans eru létt- leiki og gamansemi, sem koma fram í Ijóðinu að ofan. Slys sem varð punt í mannlífinu essi grein er byggð á þeirri skoðun, að ein grein sé ekki vitlausari en önnur af þeim, sem við karl- menn skrifum um konur. Einhverntíma í fyrnskunni fóru karl- menn að finna fyrir þeirri ókennilegu óværu innra með sér, sem við köllurji sál og hefur líklega strax verið þeim til nokkurs ama. Enginn veit, hvenær nafn- ið sál eða skylt heiti festist á fyrirbærinu. Menn fyrri tíma færðu sálina undir guði sína og losuðu sig þannig við vandræðin af henni og eins þótt upp kæmu menn um aldirnar, sem vildu festa fyrirbærið á ýmsa vessa í líkamanum og rugl í kollinum. Meðan við íslendingar lifðum undir nátt- úrufari landsins vorum við blessunarlega lausir við áhyggjur af sálinni, nema gagn- vart guði, þar sem sálin átti að fá inni hjá honum og til þess þurfti hún að standast gæðapróf, sem þar beið hennar. Til þessa undirbúnings fóru menn með sálina í kirkju á sunnudögum, en gleymdu henni svo hvunndags í sínu erfiða brauðstriti. Það var að minnsta kosti svo um karla, og sálin var þeim ekkert vandamál, bókstaflega ekki til umræðu, þar sem menn töldu vel fyrir henni séð með kirkjugöngunni, húslestri og sjó- ferðabæn. Sjálfsagt hefur það orðið í fyrnskunni, að karlar hafi fundið fyrir því að konur væru verr haldnar í sálinni en þeir sjálfir og líklega einnig að konur hefðu minni reið- ur á sálarlífinu, þar sem það blandaðist svonefndu tilfínningalífi, sem margt illt hef- ur hlotizt af og er meira með konum en körlum. Konur tóku að lifa í þessari blöndu sálarlífs og tilfínningalífs og jafnt hvunn- dags sem helga daga, ef ekki um nætur líka, þegar karlar hrutu. Jafnt og karlar höfðu losað sig við sálina undir guð, losuðu þeir sig við tilfinningalífið í athöfnina, veiddu sér til matar og reistu kofa sér til skjóls. Vandi konunnar varð allur meiri, bæði af því að hún var þyngra haldin af sál- og tilfinningu, og hugsunin af skornum skammti til mótvægis, og konan átti sér einnig minni kost til bjargar í athöfn nógu veigamikilli. Það er hægt að gleyma sál og tilfinningu við að drepa fjandmann sinn eða í sjávarháska, en ekki við matseld eða heim- ilisverk. Þetta æxlaðist sem sé svo að konur fylltust af tilfinningaviti en hyggjuvit rýrn- aði, sem ekki var mikið fyrir. Karlar hafa mörg spakleg orð Iátið falla um konuna um tíðina, án þess að þekkja hana. Þeir hafa líkt henni við framandi land, sem þeir næðu ekki að kynnast, þótt þeir byggju í því. Tíðarfar sögðu þeir með af- brigðum umhleypingasamt í þessu framandi landi, og engin leið væri að sjá það út frá degi til dags. Þá fundu spakvitrir menn, umdeilanlega spakvitrir, það út, að konan væri annað mistak guðs, en það leysti ekki fyrir þeim gátuna, þar sem þeir sjálfir vóru hið fyrra mistak guðs, og þessi staðreynd gerði málið aðeins flóknara. Það er að vísu stærðfræði- lega hugsanlegt að eitt mistak leysist með öðru mistaki, en hitt meira í veruleikanum að bætt sé gráu ofan á svart. Guð hafði skapað karlinn á undan kon- unni, af því að hann bjó hann út með hyggju- viti til að stjórna tilfínningalífí konunnar, sem hann ætlaði til punts í mannlífinu. Mistökin lágu svo í því, að hann skammtaði körlum of naumt hyggjuvit en konunni of ríflega tilfinningavitið. Fljótlega fundu karlar að konur áttu auð- velt með að stjórna þeim með tilfinningaviti sínu, en jafnframt, að þær voru allsendis ófærar um að stjórna sjálfum sér, og það myndi stafa af því, að þær gætu engu skikki komið á tilfinningalíf sitt. Karlarnir sáu ekki annað til úrræða í þessu efni, en binda- konurnar á bás. Kon- urnar hafa svo aldrei kunnað að meta, hversu mikil blessun það var þeim, að þurfa ekki að stjórna sjálfum sér, en geta stjómað karlinum í viðjum sínum á básnum. Því að það reyndist þeim auðvelt, höfðu til þess mörg ráðin, nuð og nöldur, blíðu og kjass, mat og hlýtt rúm, og ef allt þraut, verkfall í bólinu. Konur voru eftirlátar mönnum sín- urn þar, jafnt þótt svo útaf bæri, að þær sjálfar hefðu enga löngun til hvílubragð- anna. Þær töldu vissara að mjólka eigin- menn sína eins og kýrnar sínar, sem þær vissu fella niður nyt eða geldast, ef mikil brögð voru að því að þær misstu máls. Þar sem konur fóru sparlega með verkfallsrétt- inn var verkfall mjög áhrifaríkt. Það forðuðust karlar eins og heitan eldinn að nefna tilfinningalíf við konur, og konur ræddu ekki þau mál við karla sína, þar myndi við steininn að tala. Eina svarið, sem þær fengju væri: — „Svona, svona, góða mín, stilltu þig nú,“ eða „viltu ekki leggja þig smástund, góða mín.“ Undir þessum gangi mála var fólk metið af gjörðum sínum, en ekki því hvað innvort- is bjó með því. Mönnum gat náttúrlega brugðist matið. Bóndi nokkur fyrir vestan átti konu, sem tók uppá því að kvarta við hann um lasleika. Þar sem konan hélt áfram að vinna sín verk, gat bóndinn eðlilega ekki tekið mark á þessum lasleika. Svo dó konan einn daginn í miðjum heyönnum. Bóndi var ekki sáttur við það og ræddi málið við ná- grannakonu sína, sem sagði: — „Hún var nú oft lasin, blessunin.“ — „Já, það hlýtur að vera,“ sagði bóndi, „fyrst hún dó.“ En þrátt fyrir stöku mistök, var þetta öruggasta matið, sem maðurinn hefur fund- ið sér, að dæma fólk af hegðan sinni og gjörðum, en loka innvortis heiminum. Með þessum hætti hélzt sálarlíf kvenna- í traustum skefjum um aldir og allur tilfínn- ingaheimur kvenna ókannaður, en á daginn er komið, að þær hafa búið yfir ekki litlu með sjálfum sér, og það myndi hafa verið heillaráð að binda þær á básinn. Of langt er að rekja, með hvaða hætti það slys varð, að konurnar sluppu úr böndum sínum á básnum, nema það slaknaði smámsaman á böndunum og einn daginn fyrir ekki löngu, ef mælt er frá upphafí, smokkuðu þær sér úr viðjunum og hlupu út um víðan völl með rassaköstum. Nú fer allt í það fyrir þeim að finna reiður á sjálfum sér. „Hver er ég?“ spyija þær, og í þessu brasi haía þær misst stjórnina á körlum sínum. Það sér ekki fyrir endann á því, hvernig konum reiðir af í þessari leit að sjálfri sér. Karlar standa andagtugir sem ráðalausir áhorfendur. Þeir höfðu haft, sem fyrr segir, óljósan grun um ískyggilegan tilfinninga- heim konunnar, þegar þeir bundu konuna á básinn, en á þeim ósköpum, sem yfír þá ganga nú, áttu þeir ekki von. Á örfáum árum eru komnar milljónir blaðsíðna í þús- undum bóka um þennan tilfinningaheim, og sér ekki fyrir endann á honum. Margt í bókum kvennanna er réttsköpuðum karl- manni gersamlega óskiljanlegt. En litríkar eru bækur þeirra, en litaskalinn allur í graut, últra fjólublátt, hvítt, svart og hárautt. Það hefur komið á daginn, að þegar sleppt er öllum órum þeirra kvennanna, eru þær nærfærnari í lýsingum sínum á ýmsu í mannlegum samskiptum en karlar geta nokkurn tímann orðið. Það slys, að missa konurnar af básnum, er orðið að punti í mannlífinu, eins og til var ætlast af guði. Allar horfur eru á að kvenrithöfundar leggi undir sig innvortis líf mannsins á bækur. Þær mega svo sem eiga það. ÁSGEIR JAKOBSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. MARZ1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.