Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 7
Módel af Getty-menningarmiðstöðinni við Los Angeles. „VERKPÖNTUN ALDARINNAR“ Meier fékk þann stóra Arkitektinn Richard Meier jóðurinn J.Paul Getty Trust, sem stendur að einni umfangsmestu og líklpga ríkustu menningarmið- stöð heimsins, er hvorki meira né minna en uppá 3.5 milljarða bandaríkjadala. Hann er byggður á því sem stofnandinn, J. Paul Getty, (1892-1976) lét eftir sig og var þá talinn með allra auðugustu mönnum heimsins. Getty var merkilegur maður. Hann byij- aði með tvær hendur tómar, en sneri sér að olíubransanum, þar sem hann tók áhætt- ur í sambsmdi við ónumin olíusvæði, en var heppinn. Á millistríðsárunum eignaðist hann eitt stærsta olíufélag heimsins, Tidewater Weedol og varð ekki aðeins milljóner, heldur zilljóner eins og þeir segja í Ameríku. Heim- ildir um líf Gettys er m.a. að finna í grein- um, sem hann ritaði íyrir tímaritið Playboy. Olíukóngurinn J.Paul Getty lét auðæfi sín ganga til listasafns og menningarmiðstöðvar. Þegar til þess kom að skipulegga og teikna húsakost handa þessari nýju og auðugustu menningarmiðstöð heimsins, voru allir frægustu arkitektar heimsins til kallaðir og látnir keppa til undanúrslita, síðan úrslita og loks fékk einn stóra vinninginn. Þar kom í ljós, að olíukóngurinn var ekki aðeins prýðilega vel menntaður á eigin spýt- ur, ágætlega ritfær heldur var áhugi hans fyrst og fremst á list og menningarsögu. „Sá maður sem ekki ann listum er ekki fullkomlega siðmenntaður", sagði hann ein- hverju sinni. Getty kunni betur við sig í Bretlandi en Bandaríkjunum og settist þar að; keypti búgarð úti í sveit og lifði í mik- illi einangrun síðari hluta ævinnar. Ham- ingjusamt fjölskyldulíf tókst honum ekki að eignast, síst af öllu barnalán. Nokkuð snemma á ferli sínum hóf Getty að ijárfesta í list; málara- og höggmyndal- ist frá fyrri öldum svo og myndlýstum hand- ritum, frönskum 18. aldar húsgögnum og antíkmunum. Hann eignaðist með tímanum geysislega umfangsmikið og gott safn, sem hann lét byggja yfir í Malibu í Kaliforníu, þar sem hann hafði áður búið. Safnið var Olíukóngurinn J. Paul Getty, sem varð einn auðugasti maður heimsins og lét auðæfi sín list- og menningarstarfsemi. byggt-eftir rómverskri villu, en Getty var þá seztur að í Englandi og sá það aldrei. Það varð undir eins frægt, m.a. vegna þess að kaupgeta þess var með eindæmum. Safn- ið getur varið til innkaupa 50 milljónum dala á ári og það er fimm sinnum hærri fjárhæð en sjálft National Gallery í Was- hington hefur til umráða. Samkvæmt erfðaskrá Gettys Iét hann safninu eftir 725 milljónir dala, en allur var sjóðurinn kominn í 1.2 milljarða eftir erfða- málaferli við fjölskylduna 1982 og með skynsamlegum fjárfestingum var búið að tosa þessu uppí 3.5 milljarða í fyrra. En listasafnið er aðeins hluti þess, sem sjóður- inn stendur að. Innan hans eru 8 deildir helgaðar menningarstarfsemi, sem er mjög margvísleg, allt frá því að gera byzantískar kirkjur á Balkanskaga ónæmar fyrir jarð- skjálftum til listkynninga í bandarískum barnaskólum og að bjarga veggmyndum innan úr grafhýsi Nefertiti Egyptalands- drottningar. Það var árið 1982 að sjóðstjórnin ákvað að færa út kvíarnar og koma á fót marg- hliða menningarmiðstöð þar sem fyrir utan Getty-safnið yrði Listsögustofnun, List- verndar-og viðgerðastofnun, Listmennta- miðstöð, Húmanísk stofnun og milljón binda bókasafn, sem einnig hýsti geysistórt ljós- myndasafn. Frá upphafi lá sp hugmynd ljós fyrir, að yfir þetta yrði að byggja eftir manneskjulegum skala; ekkert risavaxið bákn fengi að rísa. Verkið hófst árið 1983 með því að 33 heimsfrægum arkitektum var gefinn kostur á að leggja fram hugmyndir, án þess þó að þeir teiknuðu neitt. Þar á meðal voru Frank 0. Gehry, Fumihiko Maki, Michael Graves, Hans Hollein, Ricardo Bofil, Charles Moore, I.M. Pei, Richard Meier, Renzo Piano og James Stirling, - allt ofurstirni í arkitekt- úr. Af þeim voru 7 valdir í undanútslit og að lokum 3 í úrslit: l:Fumihiko Maki, sem m.a. hefur teiknað Iwasaki-safnið í Japan og hús yfir danska sendiráðið í Tokyo. 2: Richard Meier, sem teiknað hefur frábært hús yfir listasafn í Atlanta og 3: James Stirling, sem m.a. hefur vakið mikla at- hygli með Listasafninu í Stuttgart, sem áður hefur verið kynnt í Lesbók. Það var síðan í október 1984, að undirbúningsnefnd- in tilkynnti niðurstöðuna: Bandaríski arki- tektinn Richard Meier hafði orðið fyrir val- inu. Lóð undir menningarmiðstöðina fékkst á 45 hektara svæði á fallegum, óbyggðum hrygg, sem gengur út úr Santa Monica-fjöll- unum við Los Angeles. Gestir munu leggja bílum sínum á svæði neðan við hrygginn Þannig mun Getty-menningarmiðstöðin líta út úr lofti. Getty-Iistasafnið verður í húsunum hægra megin og þar eru allsstaðar þakgluggar, sem veita birtu niður. mmnmm Miðstöð listasögu og húmanískra fræða í Getty-menningarmiðstöðinni, sem á að verða tilbúin 1996. Getty-menningarstofnunin stendur að umfangsmikilli útgáfu. Hér er forsíða bókar um verndun og viðhald vegg- mynda, sem vísindamenn safnsins standa að. Kouros - forngrísk stytta í Getty-safn- inu. Dregið hefur verið í efa að hún sé ósvikin. og fara upp í miðstöðina með sérstökum sporvagni. Hugmynd Meiers var um mörg aðskilin og ólík hús, sem tengjast þó sam- an. Fyrirmyndin var sótt í Ijallaþorp á ítal- íu, sem þykja fallega lögð í landið. Þangað fór undirbúningsnefndin nokkrum sinnum með Meier og endanleg niðurstaða fékkst í bænum Orvieto á Ítalíu sumarið 1985. Miðstöð fyrir viðhald listaverka og við- gerðir. Hljómleika- og fyrirlestrasalur er hluti af miðstöðinni. Sjálft Getty-safnið verður í- mörgum, fremur smáum tveggja hæða byggingum og er dagsljósi veitt niður í gegnum þak- glugga. Það tók Meier og hans lið tvö ár að ganga frá skipulaginu, sem samþykkt var 1987 og það var ekki fyrr en í fyrra, á árinu 1991, að teikningar lágu endanlega fyrir. Og það er ekki fyrr en á árinu 1996 að Getty-menningarmiðstöðin á að standa fullbúin. Framkvæmdin hefur verið kölluð „Verk pöntun aldarinnar". Eitt er víst; arkitektar fá ekki stærri tækifæri en þetta og eins og nærri má geta er það stærsta verkefni Meiers. Hann er 57 ára og skilgreindur sem 1927-módernisti í anda le Corbusiers, en læriföður sinn telur hann vera Frank Lloyd Wright og Húmaníska byggingin verður beinlínin „hommage a Wright", eða Wright til heiðurs, þar sem hugmyndin er ættuð úr Guggenheim-safninu í New York, sem Wright teiknaði og felst í því, að gólfið er spírall, sem vindur sig upp eftir bygging- unni. Hvað skyldi svo „pakkinn" eiga að kosta? Áætlun sjóðstjórnarinnar gerir ráð fyrir 360 milljónum dala, en keppinautar Meiers, sem kannski eru dálítið öfundsjúkir, segja að þetta muni kosta hálfan milljarð, ef ekki meira. Listasafnið, sem aðeins er hluti af Getty- menningarmiðstöðinni, mun halda áfram að sanka að sér verðmætri list í krafti gífurlegr- ar kaupgetu, sem fáir geta keppt við. Mein- ið er, að það eftirsóknarverða liggur ekki á lausu. Á tveimur síðustu áratugum hafa til dæmis aðeins 6 meistaraverk úr ítölsku Endurreisninni komið í sölu. Stolt safnsins hefur t.d. verið hinn frægi Kouros, stytta frá arkaíska skeiðinu í Grikk- landi hinu forna, sem Getty keypti á 9 millj- ónir dala. Því hefur verið haldið fram, að hún sé fölsuð. Það verður hinsvegar ekki sagt um „Sólliljur" van Goghs, sem safnið keypti að sagt var fyrir 55 milljónir dala. Af öðrum mjög verðmætum listaverkum, sem safnið skartar má nefna Göngutúrinn - La promenade - eftir Renoir, styttu af grískum olympíusigui'vegara, sem taljn er vera eftir Lysippos og Stjörnunótt, eitt af málverkum Edvards Munchs. Gísli Sigurðsson. GEIR G. GUNNLAUGSSON Móðir mín Um ókunnar örlagabrautir fór óvígur sjúkdómahér. Þú linaðir þolandans þrautir og þerraðir tárin af mér. Á kvöldin var sælt að sofna við söng þinn um kærleika og frið og vakna um vorbjarta morgna í vöggunni þér við hlið. Það var helgistund sólþyrstrar sálar að sitja og fræðast af þér. Allt það sem mannlífið málar í minningarsjóðina fer. Vort líf er vanda bundið þess verðgildi kærleikur er og allt seni ég fegurst hef fundið fann ég við hjartað í þér. Ó, elskaða milda móðir mannlífsins göfgasta dís, ef allir yrðu eins góðir væri umhverfið Paradís. Lofsöngur til konunnar Þær eru virkar í vandamálum í veröld sem er full af sálum. Þær vefa mynstur í mannlífsvoðir eru menningar- og þjóðlífsstoðir. Þær bera klæði á vopnavöldin og vinna að friði bak við tjöldin. Ef kotið þitt væri konulaus bær kynnirðu best að meta þær. Þær vernda æskunnar viðkvæmu blóm og veika í dauðans nausti. Þær kveða yfir engum dauðadóm þótt dagarnir kólni með hausti. Þær trúa á vorið og viljans mátt í veldi sköpunarinnar og konunnar stóra og sterka þátt í stjórnun veraldarinnar. Höfundur er bóndi í Lundi í Fossvogi og er hann níræður í dag. MAGNÚS GEZZON Ferðalangur Fyrir augum mínum svífa garðar úr tærri birtu. Ég geng hægt milli húsa og þyrla upp Ijósaskiptum á kyrlátri gangstétt í ókunnugu hverfi skima bláir gluggar eftir ferða- langi bak við glugga -bláa glugga smjúga andlit milli andartaka. Höfundur er nemi í guöfraeðideild Há- skóla íslands. Leiðrétting í Lesbók 21. marz sl. birtist grein um túlkanda lýðræðisins, Alexis de Tocqu- eville, og féll þar niður nafn höfundar- ins, sem er Siglaugur Brynleifsson. Eru hann og lesendur beðnir velvirð- ingar. 4- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. MARZ1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.