Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 8
Að ryksuga Saga mannkyns er full af lífsformum, sem segja má að séu einni hæð neðar en venjur og hefðir daglegs lífs. Undir skrautsölum konunga voru hráblautar dýflissur, pyntingaklefar með pynt- ingarhjólum, þar voru ormagryfjur og örvænting- aróp. í sögum og ævintýrum risu úr djúpun- um skrímsli og drekar með langan háls, sem fnæstu og spúðu eldi. Grunnt undir yfirborð- inu lágu hinir dauðu grafnir í jörðu. Um nætur risu þeir stundum upp úr gröfum sínum í mynd skjannahvítrar beinagrindar og reyndu að hræða líftóruna úr lifendum. Á 20. öld færðist þessi hryllingur frá skynheimi inn í hugarheim manna. Nú komu afturgöngur ekki lengur upp úr kjallarahol- um og kirkjugörðum til að æra fólk úr hræðslu heldur var geðveikin fyrir hendi í manninum sjálfum, lymskulega falin undir höfuðkúpunni á næstu hæð fyrir neðan meðvitundina og gat hvenær sem var gefið sálkönnuðum langt nef. Undanfarin hundrað ár hafa illir andar þar að auki eignast samastað í hversdags- legum búnaði heimilisins: í ryksugunni. Þeir sem hafa aðgang að kjallarageymslu ættu að geyma ryksuguna sína þar. Það segir kannski eitthvað að sínu leyti um hve dag- legt líf nútímamannsins er orðið meinleysis- legt. En í augum I.S. er málið þó ekki svona einfalt. Hann nálgast ryksuguna sína alltaf með virðingu, fullur áf bældri reiði. Hann veit að ryksugan hýsir ekki aðeins drauga, heldur er hún þess umkomin að skapa ófyrir- sjáanlegt rót í djúpum sálarinnar. Og það verður I.S. að hemja í hvert sinn sem hann þarf að ryksuga. Allt byrjaði þetta að sjálfsögðu á bernsku- árunum. Fjölskylda hans flutti frá einum bæ til annars. Hann eignaðist nýja vini án afláts, nýja leikvelli, nýja skóla, nýja kenn- ara og fékk nýtt námsefni. Ýmist var hann á undan eða eftir. Hann var aldrei á sama þekkingarstigi og bekkjarfélagamir. Lífið var allt svo framandlegt. Þetta var eins og áð vera alltaf að fara í heimsókn til nýrra kunningja. En þó fannst honum aldrei að hann væri beinlínis heimilislaus. Hvar svo sem búslóð íjölskyldunnar var komið fyrir, þar fannst honum hann eiga heima, hann skapaði sér lítinn heim persónulegra muna. Þar gat hann stundað dagdrauma sína og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Heimilisleysið gerði eiginlega bara vart við síg við tvenns konar aðstæður. Annars veg- ar var það auðvitað þegar Jlutningabíllinn var fullhlaðinn og jók ferðina hægt á leið á nýja staðinn. En þetta var eins konar kyrrlátt heimilisleysi, örlögþrungið ástand, sem einkenndist af stórfenglegri brottför og hægri heimkomu. Þetta var „atburður", upplifun, eitt þeirra andartaka þegar lífið skiptir um gír. I hinu tilvikinu var heimilisleysið alger- lega nakið. Þá var hann rekinn á flótta inn- að gera eitthvað annað. yfir gólfin sem á að þrifa, sem veldur því að hún hefur öðlast allt of mikið sjálfstæði. I.S. hitar sig upp fyrir ryksugunina eins og íþróttamaður. Hann snuðrar um alla íbúðina, reynir að koma fötum og leikföng- um fyrir en færir þau reyndar fremur úr einum stað í annan. Loks er þar komið að ekki verður aftur snúið. Hann opnar ræst- ingaskápinn, lyftir vélinni upp og slangan byrjar óðara við fyrstu snertingu að hlykkj- ast og slá hann í upphandleggina. Hann knýr hana til auðsveipni með því að setja munnstykkið á hana og sparka létt í rofann með fætinum. Hljóðið yfirgnæfir umferðar- nið og raddir götunnar, og dyrabjöllu og síma. Nú er hann einn með ryksugunni. Fyrst reynir hann að fara um hana fimum höndum eins og þarna væri um venjulegt heimilistæki að ræða. Hann byijar í eldhús- inu. Hann ryksugar fyrst kæruleysislega nokkur hrá hrisgrjón fyrir framan eldavél- ina. Það skröltir dálítið í þeim á vegferðinni upp slönguna. Hann fer að syngja (þó hann heyri varla í sjálfum sér) í veikburða tilraun til að gleyma eðlislægri árásarhneigð vélar- innar. Það gengur vel um stund þangað til . ryksugan strandar í tuskumottu og reynist ófær um að komast yfir þá hindrun. I.S. kippir í slönguna til að fá hólkinn til að klífa yfir kantinn á teppinu. Tækið þráast við. Svo tekur það undir sig stökk og þjösn- ast ofan á fótinn á honum. Við sársaukann sparkar hann í vélina svo hún rennur kipp- korn til baka og slangan leggst makinda- lega niður á gólf. I.S. virðir hana hugsi fyrir sér meðan hann jafnar sig í fætinum. Svo lagar hann mottuna og lyftir barkanum gætilega upp. Hann er orðinn þreyttur á átökum og vill heldur frið. Fullur af sátt- fýsi sest hann á hækjur sér og rennir munn- stykkinu varlega undir borðstofuborðið. Þá myndast allt í einu - það gerist í einni svip- an - lykkja á slöngunni sem hreyfist í átt að höfði hans. Honum finnst eins og hún ætli að leggjast um hálsinn á honum og slær frá sér sér til varnar. Þá kemur aftur hnykkur á slöngúna og önnur lykkja og slæst í gagnaugað á honum svo að gleraug- un detta á gólfið. I.S. krækir í þau og hörf- ar. Hann drepur á ryksugunni með fætinum og virðir fyrir sér hvernig slangan þrýstir munnstykkinu undir borð og leggst svo endilöng á gólfið eins og sneyptur rakki. Meðan hann setur upp gleraugun reikar hugurinn til sumarbústaðar sem hann fékk eitt sinn að láni og þar var ryksuga af teg- und sem nefndist Vampýran. Þessar hugrenningar vekja reiði hans. Nú verður engin miskunn hjá magnúsi. Hann fer úr skyrtunni og blæs til nýrrar sóknar. Hann rekur ryksuguna úr einu her- berginu í annað með harkalegum hreyfing- í tilefni sænskrar bókmenntavöku í Norræna húsinu um þessa helgi. an veggja heimilisins, hundeltur frá einu herbergi til annars þar sem húsgögn voru flutt til, mottur hurfu og gluggar opnuðust út á háværa og næðingssama götuna. Þeg- ar mamma I.S. var að ryksuga varð hann að heimilislausu bami. Hún stuggaði honum hvekkt úr einu köldu herberginu í annað. Hvergi mátti hann setjast í friði. Hávaðinn frá vélinni minnti helst á tannpínu og mar- tröð og smó gegnum veggi og luktar dyr. Hann varð að æpa til að ná sambandi og mamma hans óskaði þess að hann væri á annarri plánetu. Allt var á hverfanda hveli, í upplausn. Hann varð að reyna að þreyja þorrann uns skrímslið þagnaði, mamma hans rétti úr sér, skorðaði rakan hárlokk bakvið annað eyrað, hló við og horfði á hann með augum sem sögðu: þá er þetta búið í bili, nú erum við aftur saman, nú getum við aftur lifað og átt heima hér í húsinu og nú ætla ég að setja upp kartöfl- urnar. Það hefur meira að segja reynst tækni nútímans um megn að ná almennilegu taum- haldi á ryksugunni. Það er eitthvað í bygg- ingu þessarar vélar, hlykkjótt slangan og búkurinn sem dreginn er gegn vilja sínum Eftir LENNART HAGERFORS Þýðing: Árni Sigurjónsson Sænski rithöfundurinn Lennart Hagerfors er hálffimmtugur og hefur sent frá sér um tug bóka til þessa og eru þær flestar ljóð og skáldsögur. í bemsku bjó Hagerfors um tíu ára skeið í Kongó, þar sem foreldrar hans voru trúboð- ar, og bera þijár af skáldsögum hans merki þeirrar reynslu: Handan Mu- kambó (1983), Hvalirnir í Tanganyikavatni (1985) og Kongóbúinn sem hló (1987). Hagerfors er bókmenntafræðingur að mennt og hefur skrifað doktorsritgerð um rit- höfundana Lars Forssell, Bo Setterlind og Folke Isaksson. Sum verka Hagerfors hafa verið þýdd á mörg önnur tungumál og er hann meðal þekktustu höfunda Svía af sinni kynslóð. Árið 1990 sendi Lennart Hagerfors frá sér bók sem heitir Lífið er það sem á sér stað meðan við erum að gera eitthvað annað (Livet ár det som págár medan vi sysslar med annatý.Þessi bók hefur að geyma stutta þætti sem að formi til eru mitt á milli smásögu og ritgerðar eða eins og höfundurinn hefur sagt í viðtali: „Blending- ur af skáldsögu, ritgerð og rabbi.“ Þeir fjalla um daglegt líf nútímamannsins: að versla, að horfa á sjónvarp, að fara í bíltúr, að elda mat og svo framvegis. Þættirnir eru skemmtilegir og hafa að geyma margar vel hugsaðar athugasemdir um hvers- dagslegt amstur hins vestræna manns; en um leið tala þær sínu máli um lífið í Svíþjóð sérstaklega. Hagerfors hefur sagt að hann hafí tekið mið af sögunni Palom- ar eftir Italo Calvino er hann skrifaði þessa bók. Sagan er sögð frá sjónarmiði manns sem höfundur kallar I.S., en þann mann hittu lesendur fyrst í sögunni um Kongóbúann sem hló. Hann er dálítið klunnaleg andhetja og meðaljón í líkingu við Woody Allen og minnir jafnvel á Don Kíkóta. I.S. er ein þeirra persóna hjá Hager- fors sem sagt er að séu „einmana menn í jaðri stórrar framkvæmdar“ — svipað og höfundurinn var kannski sjálfur sem bam, þegar foreldrar hans tóku þátt í hinni miklu framkvæmd að skapa guðsríki á jörð. Hagerfors hlaut bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Eyvind Johnson fyrir bókina Lífíð er það sem á sér stað meðan við erum að gera eitthvað annað. Þátturinn sem hér fer á eftir er úr þeirri bók. Þess má að lokum geta að Lennart Hagerfors heimsækir ísland þessa dagana; hann flytur fyrirlestur um sænskar nútímabókmenntir í Norræna húsinu föstudaginn 27. mars kl. 13.15 og daginn eftir, laugardag, tekur hann þátt í sænskri bókmennta- vöku á sama stað sem hefst kl. 20.30. Árni Sigurjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.