Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 9
Lennart Hagerfors um. Hann neytir aflsmunar og neyðir vélina til hlýðni og bælir niður hveija uppreisnartil- raun. I þröngu baðherberginu er hann þó á barmi örvæntingar. Hólkur og slanga iyk- sugunnar hafa lagst á eitt við að hefta fætur hans og hann á í basli me_ð að losna. En þetta er ekki eintómt stríð. í barnaher- berginu róast bæði vél og maður. Slangan hættir að lemja hann og leggst stillt niður þegar hann verður að tína upp bangsa, leik- fangabíla og legókubba úr gólfinu. Hann fer aftur með munnstykkið yfir gólfið og hlustar spenntur á hin kynlegu hljóð sem berast upp eftir rangölum slöngunnar. Hvað er það sem hverfur í þurran og mjúkan rykpúða magans? Perlur? Kúlur? Sælgætis- bréf? Leir? Eplahýði? Það klingir, smellur, dynur og syngur. Skyndilega breytist til- breytingarlaust suð vélarinnar í falsettu sem vitnar um andarteppu og köfnunarkennd. Blað með litríkri mynd stíflar munnstykkið. I.S. flýtir sér að fjarlægja það. Honum er ekki hefnd í huga. I síðasta herberginu, dagstofunni, virðist vélin hafa gefist upp. Hún hlítir í undir- gefni stjórn I.S. sem er líka orðinn nokkru mjúkhentari. Hreyfingar slöngunnar eru daufar, án takmarks og tilgangs. I.S., sem er farinn að svitna, hefur misst sambandið við umhverfi sitt. Einhæft suðið og endur- teknar hreyfingar fylla hug hans, þreifa sig eftir heilafellingunum og mýkja vitundina, tæma hana af hugsunum, kenndum og skynjun. Hann rennur saman við verk sitt og nálgast þess konar andlegt tóm sem rætt er um í dulspekinni. Þá finnur hann að hönd er lögð á öxl honum. Honum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, hann svitnar og annað hnéð gefur undan. Hann snýr sér hratt við og horfir þá í bros og glaðleg augu elstu dótt- ur sinnar. „Halló, ég er komin heim,“ hróp- ar hún, snýr sér á hæli og fer inn í herberg- ið sitt. I.S. er að hugsa um að sleppa síðasta skúmaskotinu, hann er í svo miklu upp- námi, en hann veit að vanrækslan myndi angra hann alveg fram á kvöld. Hann lætur munnstykkið hnusa um dálítið í viðbót, rétt- ir úr bakinu og slekkur á vélinni með fætin- um. Hann dregur klóna úr innstungunni og ber ryksuguna aftur inn í ræstingarkompu - hún lafir aflvana í höndum hans. Að lok- um stígur hann fæti á hHU.ppinn.sem dregur snúruna inn. Þetta er einmitt sú stund sem ryksugan hefur beðið eftir. Með óvæntum krafti hrifs- ar hún til sín snúruna. Ognvekjandi hringl heyrist í fjöðrinni og snúran æðir yfir gólfið með sívaxandi hraða og leggst til atlögu. í hvert einasta skipti gerir I.S. sér of seint grein fyrir þessari vá. Rétt áður en snúran forðar sér inn í skjól hólksins, þegar hraði hennar er spm mestur, tekur hún undir sig stökk og lemur klónni hárnákvæmt í ökkl- ann á I.S. Það er ákaflega sárt. Á eftir stendur hann við gluggann og horfir út í garð. Það er haust og fallegt úti. Um það bil helmingur laufblaðanna er kominn með gula eða rauðbrúna slikju. Gamall maður röltir hægt í burtu með feit- an hund í eftirdragi. I.S. er næstum því hamingjusamui'. Hann finnur til þreytulegr- ar sektarkenndar, nokkuð svipað og eftir sjálfsfróun. Hann andvarpar, snýr sér við og fer aftur inn í eldhús. Þar sækir hann sér bjór í ísskápinn, hellir í hátt glas, röltir inn í stofu og hnígur niður í sófa. Þýðandinn er bókmenntafræðingur. Bak við mig bíður dauðinn... Ahverju ári deyja um 70 milljónir manna: Það gerir 5.833.333 á mánuði, 194.444 á dag, 8.101 á klukkustund, 135 á mínútu, 2,2 á sekúndu . . . Ef dauðinn væri ekki alþjóðlega sinnaður og hefði fasta búsetu heima á Is- Af myndlistarsýningu um dauðann, sem fram fór í New York, og átti að varpa sem fjölbreyttustu ljósi á spurninguna um dauðann, um hvað hann snýst, og hvernig myndlistarmenn hafa unnið úr þessu efni. Eftir HANNES SIGURÐSSON landi myndi hann þurrka alla þjóðina út á röskum 30 klukkustundum. Dauðinn er allt- af á næstu grösum, hvert sem við förum; bak við, framan við, utan við og inn í okk- ur sjálfum. Hann tekur sér bólfestu í líkama okkar sama augnablik og lífneisti fæðist — læðist um í þögulli kyrrð svefnsins, í bilinu á milli hjartsláttar og hugsunar, í því líf- vana rými sem umlykur tilveruna eins og óendanlegt haf — og víkur ekki úr honum fyrr en hann hefur náð yfirhöndinni. I viss- um skilningi má segja að dauðinn nærist á lífinu, því án þess væri fyrirbærið merking- arleysa; hann er það svarta „efni“ sem Skaparinn hnoðar aftur og aftur í mismun- andi lífsform. En maðurinn með ljáinn sýnir ekki á sér „smettið". Og hann ræðst til atlögu í alls konar dulargervum; ofsafenginn, blóðugur, snöggur, óvæntur, kvalafullur, hæglátur o.s.frv. Hann er sjaldnast velkominn. En þó að dauðinn bíði eftir okkur á næsta horni tilbúinn að reiða náðarhöggið og vakti hvert einasta fótmál er eins og samfélagið í dag neiti að horfast í augu við þessa staðreynd. Meðan kirkjan var og hét og menn áttu annað hvort yfir höfði sér eilífa sælu eða brennandi víti var dauðinn daglegur gestur, enda var ekki framhjá honum litið. Nú hef- ur hins vegar tekist að ýta honum út í horn og láta hann alfarið í hendur lækna, útfarar- stjóra og líktækna. Fólk má varla styðjast við staf án þess að því sé skúbbað með hraði á næsta élliheimili og vandlega læst inni svo menn þurfi nú ekki að horfa upp á allar þessar hræðilegu hrukkur. Og ef við þjáumst af mikið meira en venjulegu kvefi er haft samband við lækninn. Þeir sem lagð- ir eru inn á spítala og ekki eiga afturkvæmt fara eftir „leynileiðum" til útfararstjóranna þar sem líkið er sótthreinsað og „pússað“ svo fínt upp að á hinstu kveðjustund gætu ættingjar haldið að ástvinurinn hefði bara fengið sér smá blund. Öll menningin okkar í dag snýst meira og minna um að viðhalda æskunni, um lóða- lyftingar, jógúrtís og kólesterólsnauða fæðu. I Bandaríkjunum er t.d. farið að „slá í“ þig þegar þú ert kominn yfir tvítugt og þú ert gjörsamlega búinn að vera hafir þú ekki „meikaða" fyrir þrítugt. Hollywood-stjörn- urnar mega vart lengur vera að því að leika í bíómyndum vegna anna á lítaskurðsbekkn- um og poppgoðið Michael Jackson er búinn að láta teygja og toga svo mikið á sér and- litið að hann er fyrir löngu hættur að bera kennsl á sig í speglinum. Líf okkar hefur heldur ekki það flæði sem það hafði áður. Sarah Charlesworth: Óþekkt kona varpar sér fram af Hótel Corona í Madrid árið 1979. Smáatriði úr Ijós- mynd blásið upp í 200x106 sm. Það er flokkað í einhvers konar lífsreynslu- pakka og bútað niður í ár, mánuði, klukku- stundir og jafnvel mínútur. Þótt mannskepn- an sé að gera síst merkilegri hluti í dag en endur fyrir löngu hefur hún aldrei verið uppteknari við. að gleyma sjálfri sér. Við reynum að telja okkur trú um að dauðinn sé ekki til með þrotlausri vinnu, sjónvarps- glápi, sólarlandaferðum, titlakapphlaupi og stórtækum innkaupaaðgerðum. Skemmtanabransinn sér svo um að fylla upp í eyðurnar til að forða okkur frá því böli að þurfa að hugsa alltof mikið. Dauðinn á sína sögu eins og allt annað í mannheimi. Sá sem hefur einna best gert grein fyrir þessari stofnanagervingu dauð- ans er franski hugsuðurinn Michael Fouc- ault. Þegar borgarastéttin hrifaði til sín völdin í frönsku byltingunni tóku sérfræð- ingar og hæli fljótlega að spretta upp eins og gorkúlur um víð veröld. Fólk var ekki lengur haldið illum öndum, það var einfald- lega geðveikt, og ekki var við Guð að sak- ast þó eitthvað bjátaði á, menn voru í mesta lagi óheppnir. Yfirvaldið, sem áður fyrr kristallaðist í persónu kóngs og páfá, leyst- ist allt í einu upp í trilljón litlar valdaeining- ar með afar flóknu gangvirki; ríkisstjórn, hæstarétt, banka, spítala, verkalýðssam- Jeffrey Silverthorne: „Hlustið...stúlkan sem dó í svefni". Svarthvít ljósmynd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28.MARZ1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.