Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 5
kvarða á list hvort verkið samræmist fyrir- mynd sinni (658d, en það feli í sér að skoð- andinn verið að skilja verkið og ætlgnin þess og fyrirmynd." (Bls. 37.) Þetta fellur að laun- sögn Njálu: Enginn skilur byggingu þess verks nema hannn skilji hina duldu frum- mynd að baki. Þar er að finna mælikvarðann á það, hvort verkið samræmist fyrirmynd sinni, það er í launsögninni, sem við finnum ætlun höfundar og tilgang með ritun verks- ins. Og samkvæmt RÍM var eina helstu frummmyndina að' finna í formum Marg- hliðunganna fímm. Kenning Platons Árni segir, að um „samband forms og efn- is“ sé enn rökrætt (bls. 38), og er það á sinn hátt rétt, en á vart við um alvarlega krufn- ingu fornrita. Þar hefur skilningur yfirleitt strandað á „bókmenntarannsókn" sem snert- ir lítt samband forms og miðaldaspeki. En rit Platons „mörkuðu farveg umræðunnar" langar aldir sögunnar að sögn Árna (ss) og skyldi þá engan undra, þótt Islendingar hafi ritað í hugtökum sem við hann eru kennd. Ámi dregur helstu hugmyndir Platons um skáldskap saman í eins konar formúlu og hljóðar hún svo: Listaverkið er eftirmynd (1) af hlutum, t.d. smíðisgrip handverksmanns (2), sem að sínu leyti er tilraun til að nálgast hina sönnu fmmmynd hlutarins (3). Frummyndin er æðst, listaverkið ómerkast; því sönn þekk- ing er bundin frummyndum fremur en eftir- myndum. í þessu sambandi er eftirtektar- vert að hugmyndin um eftirlíkingu er inn- byggð í kenningu Platons, því listaverkið er eftirmynd af eftirmynd; en frumgerðin hlýtur að hans dómi jafnan að vera fremri eftirlíkingum (bls. 36). Það er niðurstaða RÍM, að launsagnir miðalda hafi mjög byggst á ofangreindum viðhorfum. Þannig má ætla, að höfundur Njálu hafi hugsað sér rit sitt sem „smíðis- grip handverksmanns" er byggðist á frum- mynd, er menn hafa lengi vel ekki komið auga á. Listaverkið sjálft hefur ekki verið eins mikilvægt í augum þess höfundar og þau eilífu sannindi er bjuggu í launsögninni. „Sönn þekking er bundin frummyndum frem- ur en eftirmyndum", þarna stendur þetta svart á hvítu. Frummynd Njálu er mrgslung- in; hér nægir að tala um Fimmundina: það er hún sem er „sönn“, persónumar eru for- gengileg eftirmynd, hverful frásögn af „við- burðum“, sem eru smámál miðað við hina æðri merkingu kristnitöku, sköpunar í skiln- ingi trúarbragða og eyðíngar í skilningi heimsmyndarfræða. Það er á þessum sviðum sem við greinum dýpt Njáluhöfundar. NÝPLATÓNSMI Hugmyndir Platons gengu einkum fram menntabraut Evrópubúa undir merki hins svonefnda nýplatonisma á miðöldum. Greinir Árni frá þessu í bók sinni og kemst m.a. svo að orði um nýplatónistann Origenes: Sem fyrr segir ræddi hann um þijú merk- ingarsvið í Ritningunni, bókstaflega merk- ingu, siðræna og andlega; en þar var jafn- framt á ferð nýplatónsk hugmynd, því hann hugsaði sér að bókstafleg merking sam- svaraði líkama (soma), siðræn samvaraði sál (psyche) og andleg merking væri hlið- stæða andans (pneuma). Andieg merking var þá að sjálfsögðu hinn æðsti sannleikur (bls. 142). Samkvæmt RÍM er Njála rituð í nánu sam- ræmi við þessi viðhorf. Þar getur að líta ofan- greind þijú meginatriði. Vandinn er að reikna út í hveiju þau voru fólgin, hvert mál þeirra var og á hveiju táknin byggðust. Formlegar tilgátur er að slíku lúta eru nú um sex hundr- uð talsins í RÍM. Allskemmtilegt er að sjá, að Árni nefnir svonefndar „níundir" eins helsta höfunda nýplatónismans, Plótínosar (204-270). Voru Enneades hans skiptar í „sex bækur með níu ritgerðum í hverri“ (bls. 142). Samkvæmt RIM er þetta vart tilviljun; sex sinnum níu eru fimmtíu og fjórir; sú tala er eitt regintákna Njáls sögu og, raunar, alþing- isstofnunar á Þingvöllum. Sama tölvísi bjó að baki. Þá kemst Árni svo að orði um hinn forna speking: Plótinos taldi efnisheiminn óraunverulegan en sannur veruleiki var að hans dómi and- legs eðlis, og kjarna hans nefndi hann Hið Eina (sbr. „hið góða“ í Ríkinu). Veruleikinn var að hans mati eins konar útgeislun (e. emanation) frá þessari guðdómlegu miðju alls (bls. 142-143). Vart þarf að skýra það fyrir lesendum, að þama eru komnar tvær megin niðurstöður RÍM: Njáls saga var annars vegar smíðuð utan um Miðju-hugtak og hins vegar hið eina sem grundvöll. Fátt skilst í Njálu, ef menn botna ekki í því, að hún var ein allsheijar „útgeislun" frá Steinkrossi á Rangárvöllum. Hið eina verður sérstaklega skýrt í þeirri bók sem næst er á útgáfulistanum og er rituð á ensku (Ancient Number Symbolism in Ice- Margflötungarnir fimm, kenndir við Platon. Allt efni heimsins var talið byggt á fimm reglulegum krystalla- myndunum: Fjórhliðungi (eldur), sex- hliðungi (jörð), átthliðungi (loft), tvítug- hliðungi (vatn), og tólfhliðungi (eþer, efnið sem fyllir allt rúm). Þessi „frum- mynd“ Platons tengist sköpun og eyð- ingu veraldar. Hugmyndarinnar sér stað í launsögu Njálu um eyðingu hinn- ar heiðnu veraldar í eldi trúskiptanna. land), en í Njálu má greina miklu nákvæm- ari skýringu á því hugtaki en í nokkru er- lendu riti, sem undirritaður hefur fundið um efnið. Þá hefur Árni eftirfarandi eftir Plótin- osi: „Svo verðum við að vita að listirnar líkja ekki eingöngu eftir fýrirmyndum sínum heldur snúa sér aftur að formlög- máli náttúrunnar...“ (bls. 144) og sér nú hver maður hvert stefnir: Marg- hliðungarnir fimm voru sjálft formlögmál náttúmnnar. Þar voru grundvallarformin fimm — önnur voru ekki til. Enn bætir Árni því við, að „fjölmargir kristnir spek- ingar á miðöldum [hafi verið platonistar]" (ss), og getur þá hver maður spurt sjálfan sig, hvort nokkurt vit sé í að gefa sér að forsendu, að Islendingar hafi EKKI þekkt þennan meginstraum bókmennta á 13. öld. Allegórían Nokkmm sinnum minnist Ámi á allegóríu (launsagnir), en því miður of sjaldan, miðað við stöðu rannsókna íslendingasagna. Vitnar hann til dæmis í Macrobius, sem var heiðinn höfundur (399-422) og hafði umtalsverð áhrif á túlkun fornra texta. Leggur Macorbius „áherslu á visku [skáldsins] Virgils fremur en skáldskap hans“ (bls. 144), og er senni- legt, að svo hafi menn að jafnaði vitnað til Njáluhöfundar í öndverðu. Enn segir Árni: Macrobius taldi narratilo fabulosa.(uppdikt- aðar sögur) hentugt form fyrir heimspeki, en í hugmynd hans um visku í dulbúningi uppspuna felst áhersla á allegóríska skáld- skaparaðferð. Virgill tengdi að dómi hans uppmna skáldskaparins visku heimspekinn- ar. (Bls. 145.) Þetta er svo ljóst sem verða má: í skáld- verkum launsagna var að finna dulbúna visku. Þessi er niðurstaða RÍM um helstu íslendingasögur, svo sem Eglu , Hrafnkötlu og Njálu. Kemur iiún heim við hugmynd- fræði nýplatónismans. Enda bætir Ámi við: í þeirri kenningu að leggja mætti allegór- ískan skilning í helgirit og jafnvel í öll rit fólst að skáldskapur hefði þekkingarinntak sem menn gætu nálgast væm þeir nógu slyngir túlkendur. Þetta atriði varð mjög mikilvægt á*miðöldum þegar efast var um ágæti skáldskapar yfirleitt. Þeir sem að- hylltust allegóríska túlkun fundu visku í skáldskapnum og vörðu hann á þeirri for- sendu. Skáld voru þá talin sjáendur. (Bls. 145.) Þetta er í beinu samræmi við niðurstöður RÍM, en sú árátta bókmenntafræðinga að tala einungis um „allegóriska túlkun" bóka er furðuleg. Ef þeir félagar kryfja Njálu og Eglu hljóta þeir að sjá, að bækurnar eru hugsaðar sem launsagnir frá upphafí og rit- aðar sem slíkar. Táknin em svo nákvæm að furðu sætir. Miðaldafræðingurinn O.B. Hardison er borinn fyrir því í bók Áma að „reynsla af listaverki [sé] ekki einföld skemmtun heldur [eigi] hún fremur skylt við trúarreynslu. Hardison segir að nýplatonistar hafi skapað dulhyggjustraum í biblíutúlkun miðalda- manna ... (bls. 145) og fellur þetta allt eins og best verður á kosið að niðurstöðum RÍM um Njáls sögu. I leyndum dómum allergórí- unnar er lesanda beint á leiðir trúarreynsl- unnar. SpekiPýþagórasar Skulum við leyfa Áma að ljúka máli sínu um nýplatónista, svo: Ágústínus [kirkjufaðir] ræðir um samhljóm stórheims og smáheims (macrocosmos, microcosmos) í riti sínu Um tónlist og Boet- hius aðhyllist svipaða skoðun. Heimurinn byggðist að þeirra dómi á fögrum hllutföll- um, líkt og fögur tónlist eða fagur bragur, og fegurðin sjálf var stundum talin grund- vallast á skipulagi og réttum hlutföllum. Þessi sjónarmið áttu m.a. rætur að rekja til hugmynda sem fram koma í Timaiosi eftir Platon og tölspeki Pýþagórasar. Frá þessum skoðunum var stutt yfir í platonska dulhyggju, en í henni fólst meðal annars að menn trúðu á heimssál svokallaða, á dulin öfl, og hugðu að hlutir á náttúrunni hefðu ýmist aðdráttarafl hver á.annan eða hrintu hver öðrum frá sér. Frá slíkum hug- myndum var svo aftur stutt í kabbala-dul- hyggju, stjörnuspeki og aðra hjátrú. (Bls. 145.) Þetta er helzta niðurstaða RÍM um grund- völl Njáls sögu. Undir henni býr samhljónur alheims og örheims; Miðgarður Alþingis jafn- aði á milii. Tónlist er óaðskiljanleg úr vefn- um, enda byggist gjörvöll sköpun Guðs á fögrum hlutföllum. En rétt hlutföli voru ájálf undirstaða laga þjóðfélagsins. Timaios eftir Platon er eitt mikilvægasta ritið til viðmiðun- ar í íslenskum fræðum, og tölvísi Pýþagóras- ar sjálf umgjörð helstu launsagna — auk Alþingis íslendinga. Fyrtist vonandi enginn þótt hér sé sagt, að óviturlegt sé að upp- nefna kabbala-hyggju og stjörnuspeki „hjá- trú“ í fræðiriti um miðaldir. Bæði Egla og Hrafnkatla eiga sér vissa hliðstæðu í lærdóm- um kabbala, og stjömuspekin var augljóslega vísindi þessara tíma. Árni undirstrikar þarna niðurstöður RÍM. Hafa tveir fremstu menn heimspekideildar raunar lýst því yfír í Morgunblaðinu, að enginn við háskólann sé fær um að kryíja þau efni, sem þar eru tek- in til meðferðar. Nú bregður hins vegar svo við, að gefin er út bók fyrir almenning og unglinga í framhaldsskólum, sem eiga að sporðrenna grundvelli ritsafnsins án örðug- leika. Væri það umhugsunarefni eigi alllítið, ef kennarar við Háskólann teldu sig ekki hafa burði á við það fólk. Menn skilja ekki gerð íslendingasagna nema þeir kynni sér hvað forfeður vorir hugs- uðu á miðöldum. Slíkra hugsana var að vænta í sögum Islendinga sem uxu af heimsmyndar- fræðum og sálargrufli Evrópumanna um og eftir landnám íslands. Um leið og ég hverf af íslenskum ritvelli óska ég nýrri kynslóð góðs gengis. Miðaldafræði eru örðugt rannsóknarefni, en um þau má segja líkt og sagt var í þjóðsögunni um hafíð um- hverfís oss: Djúpir eru Atlantsálar — og munu þeir þó væðir vera. LOKAORÖÐ Eigi skal hér skilið við svo merkilegt efni án þess að greint sé frá hugmyndum spek- inga um Margflötungana fímm. Fornmenn komust að þeirri niðurstöðu, að gjörvöll hin efnislega tilvera þessa heims væri grundvöll- uð á fimm reglulegum kristallamyndunum, sem þeir nefndu Fjórhliðung, Sexhliðung, Átthliðung, Tólfhliðung og Tvítughlið- ung. Oftast er kenning þessi orðuð við Platon, en hann mun hafa tekið við henni frá Pýþagórasi. Nú hafa komið fram for- vitnilega heimildir þess efnis, að jafnvel stórgrýtisbyggjendur á steinöld hafí átt sér þessi sömu heimsmyndarfræði. Hafa Marghliðungarnir fimm fundist höggnir í gijót frá þeim tíma. Stjörnufræðingurinn mikli, Johannes Kepler, taldi hugmynd þessa gagnmerka og gerði sér heimsmynd er á henni var byggð. Tölfræðingurinn Rudolf Haase segir mér, að þessi heimsmynd Keplers sé stórsnjöll, þótt yfirleitt sé hun misskil- in og mistúlkuð. Ameríski mannfræðing- urinn og heimspekmgurinn Joseph Camp- ell varð nánast hugfanginn af niðurstöð- unni um notkun Margflötunganna fímm í gerð Njáls sögu, og sama mál gegnir um bandaríska tölvitringinn Buckminster Fuller, sem lýsti því yfir, að landnámsmenn íslands hefðu verið furðu vitrir menn, því að hann hefði velt fyrir sér formum þessum alla ævina og borið saman við aðrar kenning- ar um grundvöll efnisheimsins, og komist að þeirri niðurstöðu, að enn í dag væri ekki til nein kenning sem væri jafn sannfærandi, einföld og snjöll sem þessi niðurstaða forn- manna um kristallamyndanirnar fímm. „Svá skilðu þeir, at allir hlutir væri smíð- aðir af nökkuru efni“ segir Snorri um forfeð- ur sína í formála Eddu; það efni var augljós- lega ekki óskapnaður nema fyrir sköpun; eftir hana var efnið skipt í Margflötungana fímm. Þeir Margflötungar voru grundvöllur hugsunar Guðs, því bar þeim æðsta tign á jörðu hér. I hugsun Guðs var eðli hins jarðn- eska blóðs Krists, þess er menn bergja á við sakramenti heilagrar kvöldmáltíðar. Höfundur er fræðimaður og hefur skrifað Ræt- ur íslenzkrar menningar. * A víð og dreif Sameining sveitarfélaga Sigurður Líndal ritaði grein í vorhefti Skírnis 1989, sem heitir „Vörn fyr- ir hreppa". í lok greinarinanr seg- ir: „Megintilgangurinn með þessu skrifí er að vara eindregið við að fóma þúsund ára gömlu stjórnkerfi, sem er snar þáttur íslenskrar menningar og ímyndar þjóðarinnar, fyrir nýjungar sem einkennast af skammsýni, hugsunarleysi og hégóma- skap.“ Nú bendir flest til þess að timi smærri stjórnunareininga sé að renna upp um allan heim, þótt þær einingar geti átt samstöðu innan stærri eininga, sem taka fullt tillit til sérleika þeirra smærri og leggja áherslu á menningarlegan rétt hverrar þjóðar eða þjóðarbrota, sbr. stefnu EB í menningarmál- um, eins og hún er nú túlkuð af þeim aðil- um. Þeirrar áráttu hefur gætt talsvert hér á landi undanfarið að sameina hreppa, stækka sveitarfélögin, og eru þau rök höfð á oddinum að stjórnun og fjárhagur byggð- arlaganna muni verða hagkvæmari og betri, þau geti veitt meiri þjónustu. Þetta þýðir aukna fjarstýringu, aukið skrifræði og óper- sónulegra samband hinna svonefndu „sveit- arstjórnarmanna" og íbúa byggðarlaganna. Hingað til hefur tekist um aldir að sinna hreppsmálum innan hvers hrepps á þann hátt að stjórnunarkostnaður var og er í lág- marki, einkum.í stærri sveitarfélögum, og þá einkum í þorpum og byggðakjörnum. Hinir fornu hreppar hafa komist hjá þeim kostnaði út um hinar dreifðu byggðir. Með byggðaröskuninni hefur fækkað stórlega fólki í ýmsum hreppsfélögum, svo að til vandræða horfir. Þá verður vart komist hjá því að sameina hreppa, en það ber að gera á þann hátt að heitin haldist. Hinir fornu hreppar eiga sér langa samfellda sögu og þess vegna ber að halda hinum fornu heit- um, ekki síst til þess að treysta „vitundar- samstöðu þjóðarinnar" sem Sigurður Líndal minnist á í grein sinni. Það er þessi vitundar- samstaða sem er einn þáttur þjóðlegrar ímyndar eða kenndar og ef sú kennd slæv- ist er hætta á ferðum. Örnefni eru hluti þessarar samstöðu og eins og aðrar minjar eru þau samofín þjóðmenningunni. Áhugamenn um sameiningu sveitarfélaga tala mjög um þjónustu í því sambandi, en nú hagar svo til að ekkert er auðveldara minni sveitarfélögum en að hafa beint sam- band við þjónustumiðstöðvar með þeirri þjónustu sem Póstur og sími veita. Þess vegna er óþarfí og til aukins kostnaðarauka að þjappa saman einingum þar sem hver smærri eining getur auðveldlega veitt til- skiida þjónustu með þeirri samskipatækni sem er fyrir hendi. Max Weber taldi aukningu skrifræðisins bera með sér aukna fjarstýringu og ósjálf- stæði einstaklinga og samfélagshópa og myndi geta leitt til ómennskra stjórnarhátta eins og dæmin á tuttugustu öld sýna svart á hvítu. í stað þess að stsekka stjómunarein- ingar ber að halda þeim í lágmarki. Með auknu skrifræði mótast hagsmunahópar sem stefna að áhrifum og völdum, hags- munaaðilar sem telja sig geta geitt með- bræðrum sínum forsjá. Þar með stóreykst skrifræði, en því fylgir fjölgun starfskrafta, byggingarbruðl og margvíslegur flottræfíls- háttur. Þau eru alls ekki ófá hreppsfélögin sem búa við góðan efnahag, hófsemi í opin- berum framkvæmdum og hagsýni í öllum aðgerðum án óhóflegs stjórnunarkostnaðar og meðfylgjandi fordildar. Full nauðsyn er á að tryggja tilveru þessara fornu eininga og hamla algjörlega gegn þeim óskapnaði sem myndi rjúfa allar sögulegar hefðir og tengsl manns við mann og hafa í för með sér ósjálfstæði og algjört tillitsleysi við þús- und ára sögu. SlGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. MARZ 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.