Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Blaðsíða 7
 ii mjög greinileg, en dýriðsem erkarlkyns er ljóst á kviði, en dökktá bakinu. allavega var ég nokkuð viss að þetta væri skrýtið dýr. Hvalurinn var síðan dreginn upp, mældur, skoðaður og sýni tekin, en mitt hlutverk var einmitt að taka sýni fyrir erfðamafkarannsóknir." ÚTLITSSKOÐUN Við útlitsskoðun kom í ljós að þetta var hvalkýr sem í útliti var blanda af langreyði og steypireyði. Hún var tæplega 70 fet á lengd, jafn löng allra stærstu langreyðum. Séð á bakið var hún mjög lík langreyði en kviðurinn hins vegar miklu líkari steypi- reyði. Skíðin, sem eru nokkuð ólík hjá lang- og steypireyðum voru í þessu dýri eins kon- ar blanda frá báðum tegundum. Höfuðlagið var mjög svipað og á langreyði en bægsli í stærra lagi fyrir langreyði. Samkvæmt aldursgreiningu reyndist dýrið vera 6-7 ára. Við rannsókn á legi kýrinnar kom í Ijós að hún var með fóstri og fóstrið var aðeins um 20 cm langt. Þá kom einnig fram að þetta var önnur meðganga hennar og í því svipar henni til steypireyða sem verða kynþroska 5 ára og eru þá 70-74 fet. Langreyðar verða yfirleitt ekki kynþroska fyrr en þær eru 9 ára þó til séu dæmi um að þær séu yngri og þá eru þær um 60 fet að lengd. Allar tölur sem vísað er í um steypireyðar eru erlendar rannsóknaniðurstöður. Rannsóknirá Erfðum Og Uppruna Allt frá árinu 1971 hafa íslenskir vísinda- menn unnið að rannsóknum á mismunandi erfðamörkum nokkurra hvalastofna. Fram til ársins 1980 var einungis um að ræða Remi Spilliaert, lífefnafræðingur. 1 2 3 * DF Z>BI Á myndinni má sjá hvernig erfðaefni (1) langreyðar, (2) hval- kýrinnar, (3) fósturs- lclj ins, (4) steypireyðar raðast eftir lengd. 3.5 __ Skammstöfunin kh stendur fyrir mæli- 3,0__ eininguna sem notuð er fyrir lengd og Taq *$ J er skerðiensímið sem notað var til að brjóta 2.5 — erfðaefnið niður. Með því að skoða myndina má sjá að langreyður hefur búta að lengd 3,5 og 3,0. Steypireyð- ur (4), hefur búta að 1 8 lengd 2,7 og 2,5. Hval- * ~~ kýrin undarlega (2), hefur báða búta steypireyðar og báða búta langreyðar og hefur því átt foreldra af báðum tegundum. Fóstrið (3), hefur erft steypireyðarbútana frá móður sinni og faðir þess er greinilega steypireyður því það hefur engan langreyðarbút. En er möguleiki að greina af hvorri tegund foreldrar hvalkýrinnar voru? Var faðir hennar steypireyður eða var það móðir hennar sem var steypireyður? Úr þessu má skera, því erfðaefnið sem er í hvatberum fruma erfist einungis í móðurlegg og hér sést niðurstaðan úr því þegar hvatberaerfðaefni hvalkýrinnar og fóstursins er borið saman við hvatberaerfðaefni steypireyðar og langreyðar. Alfreð Árnason, erfðafræðingur. að vinna í erfðarannsóknadeild Blóðbank- ans. Remi Spilliaert, franskur lífefnafræðing- ur, var í seinni hópnum. „Það var um há- nótt að hvalbáturinn kom inn og þó það sé ekki myrkur um júnínótt á íslandi, var samt frekar dimmt því himinn var alskýjaður. Ég skil ekki japönsku og á þessum tíma sáralitla íslensku, en þarna stóð ég ásamt flensurunum, Japönunum og félögum mín- um. Allt í einu skildi ég að það var eitthvað Bam HI og Eco RI eru skerðiensím og niður- staðan á myndinni er , Bam Hi tco R{ úr tveimur rannsókn- um. í báðum tilvikum (1) steypireyður, (4) og (5) langreyður, (3) 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 m #41 ** ;4NÉfr- -^_KHÉk hvalkýrin og (2) fóstr- ið. Á myndunum báð-um má sjá, sömu búta • • m m hjá steypireyðinni, hvalkúnni og fóstr- inu, en allt aðra búta hjá báðum langreyð- unum sem notaðar . voru til samanburðar, 'w& **** <Wft wMP* 4MJp þannig að móðir hval- kýrinnar var steypi- «ffc íÉMfe reyður og fóstrið erf- Mk ir svo þann steypi- reyðarbút frá móður sinni. óvenjulegt á seyði því Japanirnir urðu ókyrr- ir, fóru að benda og kalla sín á milli og flýttu sér frarn á planið. Smám saman áttaði ég mig á, að þeim fannst eitthvað athugavert við hvalinn sem verið var að koma með. Þetta var bara 5. hvalurinn sem ég hafði séð á þessum tíma, svo ekki var mín þekk- ing mikil, en ég sá að hann var dökkur á kviðinn, en ekki ljós eins og venjuleg lang- reyður. Skyggnið var ekki gott eins og ég sagði áðan og kannski hefur mér dottið í hug að þetta væri ekki rétt hvaltegund, rannsóknir á Islenskum hvalastofnum en árið 1981 voru þessar rannsóknir auknar, meðal annars vegna hvatningar frá vísinda- nefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þær hvala- tegundir sem aðallega hafa verið rannsakað- ar eru langreyður, sandreyður og hrefna, en einnig lítillega búrhvalur, grindhvalur, háhyrningur og steypireyður. Þannig eru tií mörg sýni úr hverjum hval sem veiddur hefur verið við ísland allt frá 1981, bæði vegna sýnatöku fyrir erfðamarkarannsóknir og einnig er til vefjafræðibanki sem hvala- rannsóknadeild Hafrannsóknastofnunar hefur verið að safna og er hér samanlagt um ómetanlegan gagnabanka að ræða fyrir þá vísindamenn sem í framtíðinni hafa áhuga á að stunda rannsóknir á hvölum. Þar sem steypireyður er friðuð tegund eru steypireyðasýnin húðsýni af steypiréyðum og voru fengin hjá Úlfi Árnasyni í Lundi. Alfreð Árnason hjá erfðarannsóknadeild Blóðbankans í Reykjavík hefur verið í for- svari fyrir erfðamarkarannsóknirnar og á grunni þeirra byggðist rannsóknin á hval- kúnni undarlegu. „Fyrir utan að mæla dýr- ið og útlitsskoða það voru framkvæmdar flóknar sameindaerfðafræðilegar rannsókn- ir á sýnurn sem voru tekin bæði úr ýmsum vefjum hvalkýrinnar og á sýnum sem náð- ust af fóstrinu, en fóstrið var aðeins 20 cm langt og illa farið. Allar þessar rannsóknir byggjast á að bera saman ákveðna erfða- þætti steypireyða og langreyða við erfða- þætti í óþekkta dýrinu og fóstrinu. Til þess að slíkur samanburður sé mögu- legur þurfa að vera til upplýsingar um erfða- þætti hjá þeim dýrum sem við getum kallað venjulegar steypi- og langreyðar, en við höfum einmitt verið að afla þeirra upplýs- inga í rúm 20 ár. Upplýsingar um arfgerð einstaklinga ber- ast frá foreldrum til afkvæma og þar sem arfgerð steypireyða og langreyða er ekki sú sama, þó að hún sé lík, enda báðar teg- undirnar reyðarhvalir, byggðust þessar rannsóknir okkar á að einangra erfðaefni hvalkýrinnar og bera það saman við áður einangrað erfðaefni frá steypireyði og lang- reyði. Við tókum sýni úr lifur, milta og af blóði hvalkýrinnar og vefjasýni úr fóstrinu og einangruðum erfðaefni úr sýnunum. Það er síðan skorið niður með sértækum ensímum og myndast við það mislangir bútar. Síðan er rafdrætti beitt ograðast bútarnir þá í rafsviði eftir stærð. Að því búnu eru notað- ir geislamerktir erðaefnisbútar, svokallaðir þreifarar, til að þekkja þá búta sem áhuga- verðir þykja hverju sinni. Niðurstaðan úr öllum þessum rannsókn- um er sú að steypireyður og langreyður geta blandast og átt saman frjótt kvenkyns- afkvæmi. Ef hins vegar afkvæmið er karl- kyns hefur það verið ófrjótt en það kom í ljós, þegar sambærilegar rannsóknir voru gerðar af sömu vísindamönnum á tveim dýrum sem veiddust við ísland 1983 og 1989. Þar var í báðum tilfellum um karldýr að ræði, annað reyndist 7 ára og hitt 23 ára og voru þau bæði ófrjó. í því sambandi gæti sú spurning vaknað hvort einhverju máli skipti af hvorri tegundinni móðirin og faðirinn væru. Svo reyndist ekki vera því í ljós kom að annað ófrjóa karldýrið átti steypireyði fyrir móður og langreyði að föð- ur en hjá hinu dýrinu var þessu öfugt farið. BIRTING NIÐURSTAÐNA Mjög margir hafa áhuga á rannsóknum um uppruna og þróun tegunda og fjölbreyti- leika náttúrunnar ekki síst þegar hægt er að sýna fram á jafn merkilega niðurstöðu og þá að stærstu dýrategundir jarðarinnar geti átt saman frjó afkvæmi og þannig komi fram einstaklingar með eiginleika tveggja tegunda. Alfreð Árnason, umsjónarmaður með erfðamarkarannsóknunum, sá um kynningu og útgáfu á niðurstöðunum: „Remi Spilliaert vann mest af þeim rann- sóknum sem gerðar voru á sýnunum úr hvalkúnni ásamt Ástríði Pálsdóttur, en mik- ilvægur hluti þeirra var unninn með aðstoð og í samvinnu við Úlf Árnason, sem er þekktur fyrir hvalarannsóknir og starfar hjá Wallenberg-rannsóknastofnuninni í Lundi í Svíþjóð. Enn annar hluti var svo unninn af Hafrannsóknastofnun. Það var nú ekki fyrr en 1990 að niðurstöðurnar lágu fyrir og hægt var að hefjast handa við að skrifa, því rannsóknirnar tóku langan tíma og voru unnar samhliða öðrum verkefnum. Sú und- arlega staða kom upp þegar niðurstöðumar voru sendar fullunnar til tveggja útbreidd- ustu og almennustu náttúrufræðitímarita veraldar, að hvorugt blaðið taldi sig geta birt niðurstöðurnar. Annað þeirra, Science, taldi sig ekki' hafa pláss fyrir greinina en hitt blaðið, Nature, taldi hana ekki á sínu áhugasviði. Hvorugt blaðið gagnrýndi hana hins vegar á vísindalegum forsendum. Bandaríska erfðafræðitímaritið The Journal of Heredity sem er sérrit um erfðafræði, taldi greinina hins vegar sér fullboðlega og þar birtist hún nú í haust. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort vísinda- legs hlutleysis sé gætt þegar svona staða kemur upp eða hvort tilfinningar, hagsmun- ir eða annarleg sjónarmið einstaklinga eða hópa ráða ferðinni," sagði Alfreð að lokum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og býr í Stykkishólmi. * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25.APRÍLI992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.