Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Blaðsíða 8
Eitthvað sem lítur
út eins og myndlist
Framsöguerindi á málþingi um myndlist í Gerðubergi 23. mars 1992.
að þarf varla að íj'ölyrða um það að íslensk
myndlistarflóra er fjölskrúðug. Hér virðist í
fljótu bragði mega finna sýnishom af öllum
tegundum myndlistar og öllum hugsanlegum
tegundum myndlistarmanna, að ógleymdum
Sem betur fer eru til
ákveðnar
undantekningar, þar sem
maður fínnur beinlínis
fyrir því í verkum
íslenzkra
myndlistarmanna að þeir
séu að vinna með þeirri
meðvitund sem vinnan
og aðstæðumar kreQast,
en ekki í þessu
óskilgreinda,
ábyrgðarlausa
miðilsástandi, sem gerir
allar tilraunir til
málefnalegrar rökræðu
um verkin kjánalegar og
sveipar þau þægilegri
dulúðarslikju.
Eftir ÞORVALD
ÞORSTEIN SSON
öllum tegundum gagnrýnenda að því gefnu
að þeir séu hvort sem er allir eins (með örfá-
um heiðarlegum undantekningum). En á
svona málþingi um stöðu íslenskrar myndlist-
ar og hugsanlega breytt viðhorf til aðferða
og hugsunarháttar dugar skammt að tilkynna
þingheimi að íslensk myndlist sé afskaplega
fjölbreytt og að það sé nú harla gott, því fjöl-
breytnin segir í raun ótrúlega lítið um við-
horf íslenskra myndlistarmanna og þar með
lítið um viðfangsefni málþingsins þrátt fyrir
að fáir hafi streist meira við að láta verkin
tala en íslenskir myndlistarmenn til þess að
þeir geti sjálfir þagað. Flestir íslenskir mynd-
listarmenn eru afskaplega duglegir að vinna,
svo sem eins og þjóðin öll. Við erum eiginlega
alltaf að, búum flest til einhver reiðinnar
býsn af verkum á hveiju ári og höldum sýn-
ingar með jöfnu millibili þar sem við hittumst
á opnunum og spjöllum um myndlist. Þ.e.a.s.
um gagnrýnendur, sýningarsali, vinnustofur,
starfslaun og annað skemmtilegt. Þetta köll-
um við að tala um myndlist. Svo tölum við
líka um það hvað íjölmiðlamenn spyiji bjána-
legra spuminga og hvað allt sé „óprófession-
alt“ og skilningslaust í kringum okkur í sam-
félaginu. Þetta köllum við líka að tala um
myndlist. Það fer hins vegar minna fyrir
umræðu meðal myndlistarmanna um það sem
þeir eru að hugsa, glíma við, stefna að, sigr-
ast á, bijóta heilann um. Það er líkt og þegj-
andi samkomulag sé ríkjandi um að menn
láti hveijir aðra í friði þegar kemur að brot-
hættari hliðum starfsins. Og það sem verra
er: maður hefur einhvem veginn á tilfinning-
unni að mörg okkar hafi gert svipað sam-
komulag við eigin samvisku.
Eins Og Biðukolla
En áður en ég kem nánar að því langar
mig örlítið að velta fyrir mér því umhverfi
sem við lifum og hrærumst í. Þ.e.a.s. því
menningarlega umhverfi sem myndlistarmað-
ur tengist um þessar mundir.
í sem stystu máli er hægt að lýsa stöðu
nýrrar myndlistar í samtímanum með því að
líkja henni við biðukollu sem bíður þess í
blankalogni að geta sáð sér. Ef ekki kemur
ferskur andblær og feykir fræjunum um
mýrar og móa verða nýju blómin að láta sér
nægja næsta nágrenni móðurplöntunnar sem
heimkynni næsta sumar en í hressilegu roki
má líka sjá þau dreifast um allar jarðir. Það
mun hins vegar enginn skipta sér af því hvort
eða hvar nýir fíflar munu skjóta upp kollin-
um. Flestum er alveg sama.
Auðvitað bölva einhveijir illgresinu og ein-
staka mun jafnvel hafa fyrir því að eitra fyr-
ir því en fáir munu beinlínis fagna. Og jafn-
vel þó svo undarlega vildi til að af fræjunum
myndu spretta nýjar blómategundir, magn-
aðri en nokkur fífill, þá væri mönnum svo
sem alveg sama lika. Þær yrðu bara kallaðar
einhveijum nýjum nöfnum. Og Iífíð héldi
áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Það er m.ö.o. afskaplega erfitt að skilja
stöðu myndlistar í nútfmasamfélagi. Margir
hafa einhvem óljósan grun um að hún sé
alveg bráðnauðsynleg en flestir held ég að
hugsi aldrei til hennar, hvað þá meira.
Frelsi okkar myndlistarmanna er jafnframt
oðið algjört. Hvort sem er í hráefnisvali, við-
fangsefni, staðarvali eða tíma. Við getum
brugðið okkur í allra kvikinda líki án þess
að þurfa að gera sérstaka grein fyrir því,
þannig að skilin milli listgreina og ekki síður
listar og annarra athafna mannsins virðast
sífellt marklausari.
Það er því von að maður spyiji:
Hvert er hlutverk myndlistarinnar í heimi
sem setur takmörkunum hennar litlar sem
engar skorður? Þar sem allt er leyfilegt. Þar
sem frelsið hefur getið af sér svo gegnd-
arlausa tilraunahyggju að það er ekki lengur
frumlegt að vera frumlegur en þess í stað
nýstárlegt að vera gamaldags. Þar sem for-
dómar hafa verið á hröðu undanhaldi, með
nokkrum undantekningum, og þar sem menn
hafa áttað sig á því að það er ekki lengur
vandamálið í sjálfu sér hvort listaverkið er
einhverskonar endurtekning, eftirlíking eða
uppfinning. Þar sem það er viðurkennt að
snilligáfan, hugtak sem hefur átt undir högg
að sækja en ég vil ríghalda í, getur birst jafnt
í endurvinnslu sem einhvers konar frum-
vinnslu.
Enginn bíður Eftir Okkur
Það að vera listamaður við slíkar aðstæður
hlýtur að fela í sér gagngera endurskoðun á
grunnþáttum listarinnar, forsendum, hlut-
verki, framsetningu. Efasemdum.
Listamaðurnn hefur ekki lengur því hlut-
verki að gegna að miðla tæknilegri kunnáttu,
verkviti, þekkingu eða lærdómi, enda liggja
ekki fyrir neinar skýrt mótaðar hugmyndir
um það hvað listamaður ætti að læra yfir-
leitt eða hvers vegna.
Við komum út úr skólum og uppgötvum
að það bíður enginn eftir okkur eða verkunum
okkar. Það bíða engar reglur til að bijóta og
fyrir vikið höfum við ekkert við að styðjast
nema eigin þörf til að leita að einhveiju sem
við vitum ekki hvað er og getum ekki einu
sinni verið viss um að við þekktum þó við
finndum það. Ekki einu sinni í skólanum get-
um við treyst því að vera látin bera kennsl
á forsendur okkar eða hvata til að vinna.
í samfélagi sem trúir ekki á neitt lengur,
þar sem flest hefðbundin gildi og gildismat
í pólitík, trúarbrögðum og siðfræði eru stöð-
ugt dregin í efa, jafnvel skrumskæld í nafni
frelsis og nýrrar framtíðar (hvað sem það nú
er), gerist æ erfiðara að meta eigin persónu-
leika, læra á eigin mælikvarða, vegna þess
að viðmiðunina vantar. Hvað er eftirsóknar-
vert? Hvað rétt eða rangt? Hvað er mikilvægt
og hvað er hjóm? Einlægt svar í dag gæti
orðið að kaldhæðnislegum útúrsnúningi á
morgun.
Það er við þessar óljósu aðstæður, þar sem
við höfum ekkert afgerandi eða varanlegt til
að styðjast við eða beijast við, sem maður
gæti búist við að íslenskir myndlistarmenn
sýndu fyrst hvað í þeim býr. Myndu bregðast
við yfirvofandi tómhyggju og tilgangsleysi
eins og sá einn gerir sem finnur til ábyrgðar
og er það að auki í aðstöðu til að skynja
hættumerkin og þörfina. Þörfina fyrir
endurnýjaðan tilgang listarinnar í sundruðum
heimi. Þörfina fyrir nýtt gildismat, endurskoð-
aða hugmyndafræði í ljósi nýrra aðstæðna.
Mér sýnist hins vegar sannleikurinn vera sá,
því miður, að í stað þess að sækja fram þá
hrökkvum við undan, drögum okkur inn í
skelina. Og inni í skelinni stundum við, svona
frekar en ekki neitt, einhveija óljósa nafla-
skoðun, en hún er gamalkunnug aðferð til
að ná áttum þegar maður finnur til máttleys-
is frammi fyrir víðáttum frelsisins. Og út úr
skelinni sendum við skilaboð sem þrátt fyrir
allt eru ágætlega heiðarleg en ijarri því að
vera til þess fallin að blása lífí í nokkurn
skapaðan hlut og allra síst verk viðkomandi.
Dæmin Eru Mörg
Ég tek nú nokkur dæmi úr viðtölum við
íslenska myndlistarmenn frá árunum 1990
og 1991:
Dæmi eitt: „Ég held að kjaminn í minni
hugmyndafræði sé í bili sá að skapa mitt eig-
ið landslag, sem um leið endurspeglar eigið
hugarástand."
Dæmi tvö: „Ég mála út frá umhverfinu í
víðum skilningi og myndimar eru mín upplif-
un á þeim hughrifum sem ég verð fyrir.“
Dæmi þijú: „Ég mála eins og andinn blæs
mér í bijóst hverju sinni.“
Dæmi fjögur: „Ég færi tilfinningar í liti
og form með því að dýfa penslinum í litróf
sálarinnar og mála síðan á strigann.“
Dæmi fímm: „Mér finnst að ég máli fyrst
og fremst huglægar myndir. Tjái tilfinningar
og stemmningar."
Dæmi sex: „Efni myndanna er svona sitt
af hveiju tagi. í því speglast mitt áhugasvið
fremur en einhveijar djúpar pælingar."
Það var og.
Það væri svo sem nógu spennandi að
ímynda sér að með þessari allt að því slepju-
legu afstöðu, afsakið orðbragðið, væru menn
að bregðast markvisst við nýjum aðstæðum.
En ég hef því miður ástæðu til að ætla að
menntun og meðvitund okkar, og er ég sjálf-
ur þar engin undantekning, sé í raun svo
takmörkuð að við höfum ekki áttað okkur til
nokkurrar hlítar á eðli þeirra breyttu viðhorfa
sem einkennt hafa list og listumræðu síðustu
ára. Þess vegna eru viðbrögð okkar að mestu
ósjálfráð viðbrögð við einhveiju sem við vitum
ekki alveg hvað er, byggð á okkar marg-
fræga bijóstviti. íslenska bijóstvitið er, eins
og margir vita, frumstæð útgáfa af innsæi
og þannig andstæða meðvitundarinnar sem
öðru fremur er fóðruð af bókviti og þekk-
ingu, skynsemi og rökhyggju og er höfuðóvin-
ur náttúrutalentsins, neistans, sjálfrar listar-
innar. íslenska bijóstvitið þrífst á íslenska
tilfinningalífinu sem er svo djúpt í eðli sínu
að það eitt og sér dugar til að menn geti
verið með á nótunum og spannar-það heima-
smíðaða hljómborð allan skala mannlegs eðlis
og mannlegra hæfileika án þess að hin illa
skynsemi, rökhyggja eða skýra hugsun þurfi
þar nokkuð að koma nærri. Ég gef fleiri ís-
lenskum myndlistarmönnum orðið:
Dæmi sjö: „Leið mín til myndlistarinnar
er ekki vitsmunalegt ferðalag, heldur er þetta
eins konar leikur, sem tekur þig heljartökum
og vinnur úr þeim áhrifum sem safnast hafa
fyrir innra með þér.“
Dæmi átta: „Fyrir mér eru myndir og
málverk eitthvað sem maður sér eða skynjar,
í rauninni er það ekkert til að orða eða tala
um. Myndverk _er tilfinning.“
Dæmi níu: „Ég vinn sjaldnast útfrá ákveð-
inni hugmynd í upphafi. Myndimar eru impró-
víseraðar á sinn hátt, 'þar til ég næ fram
þeim áhrifum sem ég er að sækjast eftir.“
Dæmi tíu: „Mér þykir ástæðulaust að út-
skýra verkin mín. Þau eiga að geta tjáð sig
sjálf.“
Dæmi ellefu: „Vitsmunalegar skýringar eru
oft hæpnar. Það sem skiptir máli er skynjun
áhorfandans og hvort honum líkar myndverk-
ið eður ei.“
Dæmi tólf: „Ég upplifí myndimar í gegnum
hjarta og tilfinningar. Rökhugsun kemur þar
ekki nærri."
Dæmi þrettán: „Ég er ekki að fást við sér-
stakt myndefni. Verkin verða einfaldlega til.“
Dæmi fjórtán: „... myndimar spretta fram
án þess að ég sé að búa til einhveijar þungar
pælingar í kringum þær.“
Að Dýrka
Merkingarleysið
Það er ekki auðvelt að reyna að skapa
merkingu í merkingarlausum samtíma. Það
virðist heldur enginn gera þá kröfu til manns.
Þess vegna forðumst við merkinguna, dýrkum
merkingarleysið og köllum það sjálfstjáningu.
Það hvarflar stundum að mér hvort við séum
upp til hópa í svipaðri stöðu og hljóðfæraleik-
arar eða leikarar sem gjaman em kallaðir
túlkandi listamenn og hafa það hlutverk að
túlka skrifaðar nótur eða texta annarra í stað
þess að flytja eigin verk og bera ábyrgð á
þeim að öllu leyti sjálfir. Getur það verið að
við séum fyrst og fremst að túlka það að
vera málari, að túlka það að vera grafíker,
nýlistamaður o.s.frv. og fyrst og fremst upp-
tekin af því að leika hlutverk okkar óaðfinnan-
lega, að túlka hlutverk okkar í samræmi við
ákveðna hefð, án þess að taka afstöðu til
þess. Eða hvemig ber manni að skilja þessa
síbylju um að verk verði til meir^ og minna
eins og ósjálfráð skrift án minnstu skynsam-
legrar hugsunar? Það er þessi hræðsla við
að taka afstöðu, grafast fyrir um forsendur
eigin verka, þora að setja sér markmið og
hugsa skýrt sem mér fínnst einkenna íslenska
myndlist undanfarinna ára. Sem betur fer eru
til ákveðnar undantekningar, þar sem maður
finnur beinlínis fyrir því í verkum íslenskra
myndlistarmanna að þeir séu að vinna með
þeirri meðvitund sem vinnan og aðstæðumar
krefjast en ekki í þessu óskilgreinda, ábyrgð-
arlausa miðilsástandi sem gerir allar tilraunir
til málefnalegrar rökræðu um verkin Iqána-
legar og sveipar þau þægilegri dulúðarslikju.
Eða könnumst við ekki fullvel við eftirfarandi:
Dæmi fimmtán. „Annars á ég mjög erfitt
með að fjölyrða um það sem ég er að fást
við. Ég veit bara að hver skúlptúr sem ég
geri þarf að bera með sér sérstaka stemmn-
ingu eða andrúmsloft, má þó ekki Iáta of
mikið uppi. Hann verður að varðveita í sér
vissa dulúð.“
Dæmi sextán. „Listamaðurinn sér greini-
lega mjög ákveðinn tilgang í myndsköpun
sinni en hikar samt við að útlista nákvæm-
lega hver hann er. Þetta verður svo þunglam-
alegt og jafnvel leiðinlegt þegar reynt er að
útskýra alla hluti ájiennan hátt.“
Dæmi sautján. „Eg reyni að forðast það
að skýra myndir um of. Þegar maður skapar
verk er alltaf eitthvað órætt.“
Dæmi átján: „Annars hef ég brennt mig á
því að reyna að útskýra verk mín um of, hef
þá gengið svo langt að þau hafa verið nán-
ast útbrunnin á eftir.“
Hver Eru Viðbrögð Okkar
Við Gjörbreyttum
Aðstæðum?
Ef eitthvað er að marka þessi átján dæmi