Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Blaðsíða 6
í íslenskt vísindaafrek í erfðafræði: Ný hvalateg- und við Island? Eftir RAGNHEIÐI GUNNARSDÓTTUR rið 1986 veiddist sérkennileg hvalkýr vestur af íslandi sem um þessar mundir er orðin heimsfræg. íslenskir hvalvísindamenn og þar með taldir erfðafræðingar, rannsökuðu dýrið með sameindaerfðafræðilegum aðferðum og reyndist hvalkýrin vera blendingur tveggja stærstu dýra jarðar, steypireyðar og lang- reyðar, og auk þess með fóstri. Þessar rann- sóknaniðurstöður birtust í hinu virta erfða- fræðitímariti The Journal of Heredity nú í haust en hér er um að ræða fyrstu vísinda- legu sönnunina á þyí að blöndun tveggja hvalategunda geti átt sér stað úti í náttúr- unni og að kvenkynsafkvæmi slíkrar blönd- unar sé frjótt. Hvalir hafa lengi þótt áhugaverðir af margvíslegum ástæðum. Þeir eru einu spen- dýrin sem eingöngu lifa í sjó og stærð þeirra er 2-30 metrar og er steypireyðurin þar stærst og um leið stærsta dýr jarðar. Upp- haflega voru hvalir landdýr en talið er að þeir hafi gengið í sjó fyrir um 50-60 milljón- um ára og má enn fínna leifar aftari gang- lima hjá hvölum. Margar og gamlar sögur eru til af hval- veiðum bæði í Norður- og Suðurhöfum en veiðar á stórhvölum gátu verið gríðarlegt hættuspil með ófullkomnum veiðarfærum. En til mikils var að vinna því hvalafurðir voru dýrmætar. Olía unnin úr búrhval þótti til dæmis afbragðs vélarolía og hvalskíði þóttu ómissandi í ýmsan tískufatnað kvenna. Milli 70 og 80 hvalategundir eru til í heiminum og af þeim hafa 15 tegundir sést á íslandsmiðum og eru 12 þeirra algengar. Heimildir eru til um að hvalfangarar telji sig hafa séð undarlega hvali, frábrugðna öllum öðrum sem þeir höfðu séð áður og ganga þeir oft undir nafninu bastarðar. Ein slík skjalfest heimild, um 100 ára gömul,. er frá Noregi og önnur rússnesk frá 1965, um undarlegan hval í Norður-Kyrrahafi. Sagnir um slíka furðuhvali við ísland eru til meðal íslenskra hvalveiðimanna og stað- fest er að 1983, 1986 og 1989 veiddust hvalir við ísland sem höfðu mjög afbrigði- legt útlit og svipaði þeim bæði til langreyða og steypireyða. Allir voru þeir þó veiddir á Við útlitsskoðun kom í ljós að þetta var hvalkýr sem í útliti var blanda af langreyði og steypi- reyði. Hún var tæplega 70 fet á lengd, jafnlöng allrastærstu langreyðum. Séð á bakið var hún mjög lík langreyði en kviður- inn hinsvegar miklu lík- ari steypireyði. Gísli Benjamínsson, fyrrverandi skip- stjóri á hvalbátum. þeim forsendum að um langreyðar yæri að ræða enda steypireyður alfriðuð hvalateg- und frá árinu 1959. Getgátur'um uppruna þessara dýra hafa verið ýmsar í gegnum tíðina og sú sem þótti líklegust var að um einhvérs konar blöndun tveggja hvalategunda væri að ræða. Sönnun þess að svo væri fékkst árið 1990 þegar þrír hópar vísindamanna, þau Remi Spilliaert, Ástríður Pálsdóttir og Alfreð Árnason, þá við erfðarannsóknadeild Blóð- bankans, Gísli Víkingsson og Jóhann Sigur- jónsson frá hvalarannsóknadeild Hafrann- 'sóknastofnunar og Úlfur Árnason hjá Wallenberg-rannsóknastofnuninni í Lundi lögðu saman. VEIÐIFERÐIN 1986 Það var svo í júní 1986, nánar tiltekið rétt um miðnætti aðfaranótt 19. júní, að Hvalur 8 var á veiðum vestur af íslandi. Blendingur langreyðar og steypireyðar. Myndin er af karldýri sem veiddist við ísland 1989. Engin greinileg litaskil er að finna milli baks og kviðar. Ljósm.: Alfreð Arnason. Langreyður veidd við Island. Litaskil eru n Ljósm.: Sveinn Guðmundsson. Skipstjóri var Gísli Benjamínsson, en hann hefur stundað hvalveiðar í um 40 ár. „Mér er þessi ákveðna ferð í fersku minni enda afrakstur hennar óvenjulegur. Hvalablástur sést yfirleitt í um það bil 2-5 mílna fjarlægð en lengra í mjög góðu skyggni og svo auð- vitað ef kíkir er notaður. Blásturinn gefur góða vísbendingu um hvaða tegund er á ferðinni, þannig er blásturinn bæði hærri og mjórri hjá langreyði heldur en hjá steypi- reyði. Þegar maður svo nálgast dýrin á ró- legri ferð sést liturinn, þannig er langreyður nær svört á bakið og með stóran bakugga eða horn eins og við köllum það en steypi- reyðurin er bláleit og hornið lítið. Sandreyð- urin er hins vegar minnst og hraðsyndasti hvalurinn. í þessari ferð sigldum við fram á fjórar langreyðar í hópi og ákveðið var að veiða 'eitt dýrið í hópnum. Það er alls ekki sama hvaða dýr er veitt. Þannig má t.d. aldrei skjóta móður frá unga, en það kemur alltaf í ljós þegar farið er að skera hvalinn, þótt engan sjáum við ungann, því við skurðinn vellur mjólkin úr ungakerlingum. Hendi slíkt er hrísinn á þá sem ódæðið frömdu að slík veiði reiknast frá til hlutar. Hvalurinn verður líka að hafa náð ákveð- inni stærð, langreyður verður að vera lengri en 50 fet og sandreyðurin þurfti að ná 35 fetum. Sé maður í vafa um að dýrið sé nógu stórt er siglt frá. Hvalurinn sem við völdum í þessum hópi var stór langreyður, rétt um 70 fet, og það gekk bæði fljótt og vel að fanga dýrið og það var dregið að síðunni. Þá sáum við að litaskilin milli baks og kviðar voru allt öðruvísi á þessum hval en á venjulegri langreyði. Eðlileg skil eru skörp, þannig að bakið er svart og kviður- inn hvítur, en á þessu dýri voru enginn slík skil. Bakið var svart og liturinn gránaði niður á kviðinn og þar var dýrið hvítflekkótt. Við héldum nú samt ró okkar því á bak- ið var hvalurinn nákvæmlega eins og hver önnur langreyður. Við gátum ekki skoðað skíðin því hausinn liggur nokkuð djúpt í sjónum. Við veiddum bara þennan eina hval í þessari ferð en mest megum við koma að landi með tvo hvali og má sá fyrri ekki vera nema 26 tíma gamall þegar við komum með þá og er það til þess að tryggja að kjötið skemmist ekki. Þegar við komum að Hvalstöðinni er settur vír í hvalinn og hann dreginn upp á planið. Við förum hins vegar ekki í land nema ef okkur vantar kost eða olíu og í þetta skipti sigldum við strax út aftur til veiða." Þegar Hvalur 8 kom í land í Hvalstöðinni í Hvalfirði úr umræddri ferð, voru viðstadd- ir á planinu eins og ávallt fulltrúar hinna japönsku kaupenda, en þeir hafa eftirlit með því þegar hvalirnir eru flensaðir og flokka síðan kjötið. Þar voru líka, fyrir utan starfsmenn Hvals hf., tveir hópar vísindamanna, báðir í þeim erindum að taka sýni úr öllum hvölum sem komu á land. Annar hópurinn var frá Haf- rannsóknastofnun og var að safna sýnum fyrir vefjafræðibankann og hinn hópurinn vegna rannsóknar á mismunandi erfðamörk- um nokkurra hvalategunda sem verið var 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.