Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Blaðsíða 9
Morgunblaðið/Einar Falur
Frá málþingi um myndlist, sem haldið var í Gerðubergi 26. mars. sl. Þar hélt Þorvaldur Þorsteinsson framsöguerindið,
sem hér birtist.
frá'jafn mörgum listamönnum, er ljóst að við
forðumst ekki bara að játa á okkur með-
vitund á meðan við vinnum heldur forðumst
við líka eins og heitan eldinn að reyna að fá
einhvern botn í vinnuna eftir á. Áhorfandinn
fær engan lykil. Þess í stað gefum við í skyn
að við sjálf lumum á honum, hvort sem við
gerum það í raun eða ekki. Og burtséð frá
verkunum og skýringum á þoim, hver er
ábyrgðin? Hvar er afstaðan til samtímans? í
hveiju birtist hún?
Halldór Ásgeirsson kemur aðeins inn á
þetta í ágætu viðtali fyrir nokkru: „Listamenn
verða að sýna ábyrgð. Sannleikurinn er sá
að þeir skorast iðulega undan því að taka
afstöðu. Það er eins og þeir þori ekki að tjá
sig, séu hræddir við að móðga einhvern.
Stundum er þetta sjálfsagt hugsanaleti. Það
þarf að hrista upp í þess háttar afstöðu og
vekja fólk til lífsins."
Það er sjaldgæft að sjá eða heyra íslenskan
myndlistarmann taka svona til orða. Leyfa
sér að gefa það í skyn að við séum upp til
hópa haidin hugsanaleti. Skorumst undan
ábyrgðinni sem fylgir því að vera myndlistar-
maður. En hann hefur rétt fyrir sér.
Eða hversu mörg okkar hafa af einhverri
alvöru fylgst með því sem listamenn, heim-
spekingar og listfræðingar hafa verið að velta
fyrir sér á undanförnum árum tengt endur-
skoðun listhugtaksins, breyttum viðhorfum
til sambands listamanna, listaverks og samfé-
lags, hugmyndum um frummyndina, eftir-
myndina og framleiðsluna, svo dæmi séu
nefnd? Hver eru okkar viðbrögð við gjör-
breyttum aðstæðum í samfélaginu, nýjum
áherslum, endurskoðuðu gildismati? Eða
hversu oft verður maður var við að myndlist-
armaður efist um eitthvað annað en sjálfan
sig, taki á öðru en eigin tilfmningum, glími
við annað en prívat tilfinningasamband sitt
við eitthvað tiltekið hráefni sem hefur ekki
aðra skírskorun til umhverfis eða samfélags
en þá að það er löngu viðurkennt sem hent-
ugt til myndlistariðkunar. Þetta þakkláta hrá-
efni plús hlutverkið „myndlistarmaður" virðist
í mörgum tilvikum duga til að réttlæta af-
stöðuleysi og hugsunarlausa endurtekningu.
Dæmi nítján: „Mér finnst gaman að spila
með dimma og tdarta eða sterka liti, eins og
svartan lit hraunsins eða blámann í fjarlægð-
inni.“
Dæmi tuttugu: „Ég hef alltaf verið heilluð
af jáminu, sérstaklega því ryðgaða, það er
svo lífrænt."
Dæmi tuttugu og eitt: „Síðasta árið hef
ég unnið mjög mikið og hef mikil velt fyrir
mér litum og formum.“
Dæmi tuttugu og tvö: „Ýmist mála ég al-
veg afstrakt eða þá að litlu leyti fígúratíft.
Ég byija blint og læt alveg ráðast af því sem
birtist á striganum. Ef birtist fígúra og mér
líkar vel við hana þá undirstrika ég það, ann-
ars mála ég hana út.“
Dæmi tuttugu og þijú: „Þegar ég er að
vinna dettur mér eitthvað í hug. Það mætti
gera svona og svona og finna því svo form.
Ég byija ekki á því að fara að vinna í ein-
hvetju ákveðnu þema og hamast svo við að
koma efninu í þá mynd.“
Dæmi tuttugu og fjögur: „Þegar ég byija
á mynd þá maka ég bara litnum á. Svo kem
ég að henni daginn eftir og held áfram.“
Fylgifiskur Tómleikans
Við höfum vissulega hlotið okkar myndlist-
armenntun og orðið okkur úti um þau tól sem
fólk með svona menntun notar til að nýta sér
hana og svo þegar við erum búin að verða
okkur úti um húsnæði þar sem svona mynd-
list er búin til í þá er hægt að byija að búa
til eitthvað sem við getum sýnt og lítur út
alveg eins og myndlist og þegar upp er stað-
ið erum við harla ánægð vegna þess að við
erum að gera eins og myndlistarmenn gera.
Svo þegar við erum spurð út í það hvað
við séum að hugsa eða viljum segja með okk-
ar vinnu þá finnum við hvað það er auðvelt
að fara undan í flæmingi og breiða yfir þá
staðreynd að í öllu þessu ágæta ferli komum
við okkur kannski hjá því að spyija okkur
slíkra spurninga í nokkurri alvöru. Og hafi
það gerst, að þá höfum við látið okkur nægja
harla yfirborðskennd svör. Og þetta komumst
við upp með að leika ár eftir ár eftir ár ef
við nennum einfaldlega vegna þess að við
höfum vanið okkur á að snobba fyrir aula-
speki eins og þeirri að meðvitundin sé and-
hverfa undirmeðvitundarinnar þar sem
sköpunarkrafturinn býr og því jafngildi það
að hugsa skýrt, setja sér markmið og taka
afstöðu því að kæfa neistann. Þetta viðhorf,
ef viðhorf skyldi kalla, er ekki bara vanda-
mál hér á landi. Það er ekki mótspyrna gegn
tómleikanum heldur fylgifiskur tómleikans
og þess þversagnakennda upplýsingaflæðis
sem honum fýlgir og einkennir listheiminn á
Vesturlöndum og má í fljótu bragði álykta
að það sé nauðvörn listamannsins sem getur
ekki barist heldur finnur til vanmáttar gagn-
vart öllum þessum textum, upplýsingum,
skoðunum, myndefni, sýningum, viðhorfum
o.s.frv. Við erum m.ö.o. að stinga höfðinu í
sandinn og vinna í blindni, í trausti þess að
þrátt fyrir allt líti afurðir okkar út eins og
myndlist og brjóstvitið íslenska muni bera
okkur a.m.k. hálfa leið. Svo klöppum við hvert
öðru á öxlina og segjum „fínt“ og þá líður
okkur eins og náttúrutalentið hafí þrátt fyrir
allt sigrað meðvitundina. Afstöðuna. En þetta
er tóm blekking. Þessi yfirlætisfulla þögn, sem
ég kýs að kalla hiná ofmetnu þögn íslenska
myndlistarmannsins, fer okkur flestum af-
skaplega illa. Aðallega vegna þess að hún fær
svo lítinn stuðning af verkum okkar. Þegar
maður ber þögnina saman við verkin verður
hún grunn en ekki djúp. Tilgerðarleg en ekki
eðlileg. Það fer svo fáum að þegja.
Mér væri auðvitað hjartanlega sama þó
menn kysu að sleppa því að tjá sig í blaðavið-
tölum eða annars staðar ef maður fyndi fyrir
því í verkunum að þar hefði hörð, kraftmikil
rökræða farið fram. Milli listamannsins,
verksins, samtímans, umhverfísins og lista-
mannsins. En því er því miður alltaf of sjald-
an þannig farið.
Dæmi tuttugu og fimm: „Ég leyfi litnum
að ráða yfír mér.“
Dæmi tuttugu og sex: „Ég fæst við svokall-
að sjálfsprottið málverk. Eg leyfi tilfinningun-
um að hafa yfirhöndina og þegar að því kem-
ur að ég fínn flöt sem mér líkar vel við vinn
ég út frá honurn."
Dæmi tuttugu og sjö: „En flestar eru mynd-
irnar alveg óhlutbundnar og raunar sjálf-
sprottnar. Með því er átt við að þær verði til
í meðförunum án þess að fyrir liggi ákveðin
hugmynd."
Hvergi Komið Nærri
Djarfri Endurskoðun
Ég tek ekki fleiri dæmi, en tek fram að
auðvitað hafa íslenskir myndlistarmenn sagt
margt fleira og vonandi merkilegra á síðastl-
iðnum tveimur árum, en það er engu að síður
augljóst þegar maður skoðar þær upplýsingar
sem liggja fyrir að sá tónn sem einkennir
dæmin hér á undan, sú „afstaða", er ákveð-
inn samnefnari fyrir íslenska myndlistarum-
ræðu og beinlínis dæmigerður fyrir þá ímynd
sem þorri íslenskra myndlistarmanna virðast
vilja skapa sjálfum sér og verkum sínum. Enn
vil ég þó minna á að við eigum listamenn sem
vinna með allt öðrum og ábyrgari hætti úr
sínum samtíma. En þeir eru ekki margir og
þeir verða að vera fleiri ef íslensk myndlist
á ekki að hljóta sömu örlög og íslenska glí-
man, nokkuð sem ég hef víst bent á áður.
Ég veit ekki af hveiju, en í þessu samhengi
detta mér í hug örlög stríðsmanns nokkurs í
kvikmyndinni um Indiana Jones sem ógnaði
hinum vafasama vestræna gesti með því að
sveifla risastóru sverði í hringi eftir kúnstar-
innarinnar reglum fyrir framan hann, sjálf-
sagt samkvæmt fornri hefð ættbálksins síns,
en var svo lengi að fara í gegnum ritúalið
að Indí missti þolinmæðina, dró upp byssu
og skaut hann. Hvers vegna ég nefni þetta
lét ég áheyrendum eftir að túlka, enda
ástæðulaust að svipta svona sögu dulúðinni,
þá verður hún svo þunglamaleg og leiðinleg
og svo framvegis.
En góðir félagar. Þrátt fyrir allt. Þrátt
fyrir þessa meintu hugsanaleti. Þrátt fyir það
að við látum okkur yfírleitt nægja að búa til
eitthvað sem lítur út eins og myndlist en
kemur hvergi nærri djarfri endurskoðun,
markvissum gagnrýnum vinnubrögðum eða
ábyrgðarfullri afstöðu, þrátt fyrir að við hög-
um okkur flest eins og duglegir handverks-
menn með „listrænar" réttlætingar bak við
eyrað, þrátt fýrir allt, þá er með ólíkindum
hvað okkur tekst að búa til mikið af þokka-
legri myndlist í þessu landi. Málið er bara
það að slíkt er ekki nóg. Við megum ekki
hunsa ábyrgð okkar með því að horfast ekki
í augu við samtíma okkar. Við verðum að
spyija erfiðra spurninga. Knýja fram svör.
Þau þurfa ekki alltaf að vera rétt, en þau
væru alltaf áfangi á réttri leið.
Listamenn, heimspekingar og einstaka
visindamenn eru forréttindahópur í nútíma-
samfélagi. Við erum hluti af þeim hópi sem
einn hefur leyfí frá samfélaginu til að bijóta
mál til mergjar, stíga út úr erli hversdagsins,
þroska eigin sköpunarkraft og innsæi. Ekki
með því að loka okkur af og láta eins og
ekkert komi okkur við nema litaspjald eigin
sálar, heldur með því að efna til kröftugs
samspils milli vitneskju, meðvitundar, afstöðu
og rökvísi annars vegar og galdursins, undir-
meðvitundarinnar, sköpunargáfunnar hins
vegar. Það þekkja þeir sem reynt hafa að
þessar dularfullu lendur sköpunarinnar sem
enginn orð ná yfir, þær stækka, verða að-
gengilegri og koma manni því meir á óvart
sem maður nálgast þær á markvissari hátt.
Við verðum að vera gagnrýnni. Fyrst og
fremst á afstöðu okkar og vinnubrögð. Það
virðist hvort sem er enginn ætla að sjá um
það fyrir okkur. Ég minnist þess að í mynd-
listaryfirliti ársins 1986 sagði menningarfull-
trúi viðkomandi blaðs um vel þekktan mál-
ara: „Hann var í fínu formi á liðnu ári. Mál-
aði fígúratíft og blandaði örugglega." Þrátt
fyrir þessar aðstæður verðum við að taka
okkur alvarlega sem skapandi einstaklinga
og láta okkur ekki nægja að fara með rulluna
þannig að klisjukenndri hugmynd okkar og
annarra um hlutverk listamannsins verði full-
nægt. Við verðum að átta okkur á því að
myndlistin stendur á tímamótum. Myndlistar-
menn standa á tímamótum. Líka á íslandi.
Og ég leyfi mér að spyija: Hvað ætlum við
að gera í því?
/
Höfundur er myndlistarmaður. Greinin er fram-
söguerindi sem hann flutti á málþingi um
myndlist í Gerðubergi 23. mars sl. Erindið er
birt með leyfi höfundar.
Á yíð og dreif
Velferðar-
kerfið
Talað er um „velferðarkerfið"
eins og það væri einhvers kon-
ar uppfinning 20. aldar eða
jafnvel síðari hluta 20. aldar.
Það er misskilningur. Einhvers konar
velferðarkerfi hefur fylgt mannkyninu
frá öndverðu. Frá upphafi vestur-evróp-
skrar sögu hefur velferðarkerfi verið
ríkjandi meðal fijálsra manna. í grísku
borgríkjunum var öreigum tryggð lág-
marks-framfærsla og í Rómaveldi
tryggðu þeir sem auðugir voru og kepptu
eftir pólitískum áhrifum fylgismönnum
sínum vísi að framfærslueyri, oft í mynd
„brauðs og leika“. Með keisaradæminu
og vaxandi öreigastétt í Róm og víðar
taldi ríkisvaldið það skyldu sína að sjá
um framfærslu öreiganna. Fyrir daga
borgríkja voru efnahagseiningarnar bú-
jarðir og enginn landeigandi var svo
skyni skroppinn að hann teldi ekki nauð-
synlegt að ala önn fyrir þeim sem unnu
á jörðum hans þegar illa áraði.
Þegar umboðsstjórn Rómaveldis lam-
aðist af margvíslegustu ástæðum tók
ríkiskirkjan við þeirri skyldu ríkisvalds-
ins að deila út matvælum meðal öreig-
anna. Þar liggja forsendurnar fyrir „tí-
undinni“ á miðöldum um hinn vestræna
heim. Meðal norrænna þjóða var ættin
skyldug til að ala önn fyrir þeim sem
af einhveijum ástæðum gátu ekki fætt
sig og klætt af eigin rammleik. Það var
e.t.v. þess vegna sem andstaðan við tí-
undina var svo takmörkuð, að ætla má,
hér á landi. Með rýrnandi ættarveldi og
umsjá ættanna tók kirkjan við fram-
færslu fátækra.
Þegar litið er til baka til þeirra tíma
þegar framleiðslugeta var mjög tak-
mörkuð, sem var allar aldir fram á 19.
öld, en þá jókst framleiðslugeta mat-
væla mjög í vissum hlutum heimsins,
þá er næsta furðulegt að útdeiling mat-
væla varð í því magni sem hún varð þó.
Hallæri og drepsóttir gátu stöðvað alla
framleiðslu og þá hrundi hið frumstæða
velferðarkerfi, hungrið ríkti og eins og
segirí íslenskum heimildum „sá á bestu
bændum og klerkum“. En þrátt fyrir
framleiðslugetu sem nú þætti harla tak-
mörkuð var ríkjandi í meðvitund kris-
tinna manna sú skylda að sinna náunga
sínum. Með breyttum tíðaranda og af-
kristnun og stóraukinni framleiðslugetu
varð engin breyting hér á, nema að því
leyti að þá varð meira til skiptanna og
þess vegna sjálfsagðara að tryggja lág-
markshag allra þegna samfélgsins.
Með auknum umsvifum ríkisvaldsins
tók það að sér að sinna almennum vel-
ferðarmálum og velferð eins og tíðkað-
ist á dögum grísku borgríkjanna og á
keisaratímunum í Rómaveldi og síðan
meðal arftaka Rómaveldis, á tímum
Heilagrar kirkju (tíundin). í vestrænum
réttarríkjum varð velferðarkerfið
mismunandi altækt — fór eftir fram-
leiðslugetu og auð hvers ríkis, og skiln-
ingi manna á því hvert væri hlutverk
ríkisins. Hættan við framkvæmd vel-
ferðarríkis á vegum ríkisvaldsins er allt-
af sú að geta umhverfst í algjöra forsjár-
hyggju ríkisvaldsins, en með því formi
lamast frumkvæði og réttarríkið um-
myndast í alræði ríkisvaldsins. En al-
ræðið leiðir alltaf til andlegs og efna-
hagslegs hruns fyrr eða síðar og fyrsta
fórnarlambið í slíku ríki verður velferð-
arkerfið. Augljós dæmi um þetta eru
kommúnistaríkin fyrrverandi í aust-
urhluta Evrópu þar sem sýndarvelferð
í gervi einhverskonar Potemkin-tjalda
var hampað af ráðamönnum en raun-
verulegt ástand var þannig að 80% þegn-
anna bjuggu við hallærismörk og 20%
nutu góðs af ríkisforsjánni.
Hér á landi var svo komið að margt
stefndi til fullkominnar ríkisforsjár og
þeir sem skeleggast töldu sig beijast
fyrir velferðinni höfðu sjálfir mestan
ábata af þeirri baráttu og hafa reyndar
enn. Þeim er það sameiginlegt að stefna
að ríkisforsjá á öllum sviðum, en sú teg-
und velferðarbaráttu er feigðinni mörk-
uð.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25.APRIL1992