Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Page 6
A Islenskt vísindaafrek í erfðafræði: Ný hvalateg- und við ísland? Eftir RAGNHEIÐI GUNNARSDÓTTUR rið 1986 veiddist sérkennileg hvalkýr vestur af íslandi sem um þessar mundir er orðin heimsfræg. íslenskir hvalvísindamenn og þar með taldir erfðafræðingar, rannsökuðu dýrið með sameindaerfðafræðilegum aðferðum og reyndist hvalkýrin vera blendingur tveggja stærstu dýra jarðar, steypireyðar og lang- reyðar, og auk þess með fóstri. Þessar rann- sóknaniðurstöður birtust í hinu virta erfða- fræðitímariti The Journal of Heredity nú í haust en hér er um að ræða fyrstu vísinda- legu sönnunina á því að blöndun tveggja hvalategunda geti átt sér stað úti í náttúr- unni og að kvenkynsafkvæmi slíkrar blönd- unar sé ftjótt. Hvalir hafa lengi þótt áhugaverðir af margvíslegum ástæðum. Þeir eru einu spen- dýrin sem eingöngu lifa í sjó og stærð þeirra er 2-30 metrar og er steypireyðurin þar stærst og um leið stærsta dýr jarðar. Upp- haflega voru hvalir landdýr en talið er að þeir hafi gengið í sjó fyrir um 50-60 milljón- um ára og má enn finna leifar aftari gang- lima hjá hvöium. Margar og gamlar sögur eru til af hval- veiðum bæði í Norður- og Suðurhöfum en veiðar á stórhvölum gátu verið gríðarlegt hættuspil með ófullkomnum veiðarfærum. En til mikils var að vinna því hvalafurðir voru dýrmætar. Olía unnin úr búrhval þótti til dæmis afbragðs vélarolía og hvalskíði þóttu ómissandi í ýmsan tískufatnað kvenna. Milli 70 og 80 hvalategundir eru til í heiminum og af þeim hafa 15 tegundir sést á íslandsmiðum og eru 12 þeirra algengar. Heimildir eru til um að hvalfangarar telji sig hafa séð undarlega hvali, frábrugðna öllum öðrum sem þeir höfðu séð áður og ganga þeir oft undir nafninu bastarðar. Ein slík skjalfest heimild, um 100 ára gömul, er frá Noregi og önnur rússnesk frá 1965, um undarlegan hvai í Norður-Kyrrahafi. Sagnir um slíka furðuhvali við ísland eru til meðal íslenskra hvalveiðimanna og stað- fest er að 1983, 1986 og 1989 veiddust hvalir við ísland sem höfðu mjög afbrigði- legt útlit og svipaði þeim bæði til langreyða og steypireyða. Allir voru þeir þó veiddir á Við útlitsskoðun kom í ljós að þetta var hvalkýr sem í útliti var blanda af langreyði og steypi- reyði. Hún var tæplega 70 fet á lengd, jafnlöng allrastærstu langreyðum. Séð á bakið var hún mjög lík langreyði en kviður- inn hinsvegar miklu lík- ari steypireyði. Gísli Benjamínsson, fyrrverandi skip- stjóri á hvalbátum. þeim forsendum að um langreyðar væri að ræða enda steypireyður alfriðuð hvalateg- und frá árinu 1959. Getgátur’um uppruna þessara dýra hafa verið ýmsar í gegnum tíðina og sú sem þótti líklegust var að um einhvers konar blöndun tveggja hvalategunda væri að ræða. Sönnun þess að svo væri fékkst árið 1990 þegar þrír hópar vísindamanna, þau Remi Spilliaert, Ástríður Pálsdóttir og Alfreð Árnason, þá við erfðarannsóknadeild Blóð- bankans, Gísli Víkingsson og Jóhann Sigur- jónsson frá hvalarannsóknadeild Hafrann- ‘sóknastofnunar og Úlfur Árnason hjá Wallenberg-rannsóknastofnuninni í Lundi lögðu saman. VEIÐIFERÐIN 1986 Það var svo í júní 1986, nánar tiltekið rétt um miðnætti aðfaranótt 19. júní, að Hvalur 8 var á veiðum vestur af íslandi. Blendingur langreyðar og steypireyðar. Myndin er af karldýri sem veiddist við ísland 1989. Engin greinileg litaskil er að finna milli baks og kviðar. Ljósm.: Alfreð Arnason. ssggasaga allavega var ég nokkuð viss að þetta væri skrýtið dýr. Hvalurinn var síðan dreginn upp, mældur, skoðaður og sýni tekin, en mitt hlutverk var einmitt að taka sýni fyrir erfðam af k aran nsók n i r. “ Ú TLITSSKOÐUN Við útlitsskoðun kom í ljós að þetta var hvalkýr sem í útliti var blanda af langreyði og steypireyði. Hún var tæplega 70 fet á lengd, jafn löng allra stærstu langreyðum. Séð á bakið var hún mjög lík langreyði en kviðurinn hins vegar miklu líkari steypi- reyði. Skíðin, sem eru nokkuð ólík hjá lang- og steypireyðum voru í þessu dýri eins kon- ar blanda frá báðum tegundum. Höfuðlagið var mjög svipað og á langreyði en bægsli í stærra lagi fyrir langreyði. Samkvæmt aldursgreiningu reyndist dýrið vera 6-7 ára. Við rannsókn á legi kýrinnar kom í ljós að hún var með fóstri og fóstrið var aðeins um 20 cm langt. Þá kom einnig fram að þetta var önnur meðganga hennar og í því svipar henni til steypireyða sem verða kynþroska 5 ára og eru þá 70-74 fet. Langreyðar verða yfirleitt ekki kynþroska fyrr en þær eru 9 ára þó til séu dæmi um að þær séu yngri og þá eru þær um 60 fet að lengd. Allar tölur sem vísað er í um steypireyðar eru erlendar rannsóknaniðurstöður. Rannsóknir á Erfðum Og Uppruna Allt frá árinu 1971 hafa íslenskir vísinda- menn unnið að rannsóknum á mismunandi erfðamörkum nokkurra hvalastofna. Fram til ársins 1980 var einungis um að ræða Skipstjóri var Gísli Benjamínsson, en hann hefur stundað hvalveiðar í um 40 ár. „Mér er þessi ákveðna ferð í fersku minni enda afrakstur hennar óvenjulegur. Hvalablástur sést yfirleitt í um það bil 2-5 mílna fjarlægð en lengra í mjög góðu skyggni og svo auð- vitað ef kíkir er notaður. Blásturinn gefur góða vísbendingu um hvaða tegund er á ferðinni, þannig er blásturinn bæði hærri og mjórri hjá langreyði heldur en hjá steypi- reyði. Þegar maður svo nálgast dýrin á ró- legri ferð sést liturinn, þannig er langreyður nær svört á bakið og með stóran bakugga eða horn eins og við köllum það en steypi- reyðurin er bláleit og hornið lítið. Sandreyð- urin er hins vegar minnst og hraðsyndasti hvalurinn. í þessari ferð sigldum við fram á fjórar langreyðar í hópi og ákveðið var að veiða éitt dýrið í hópnum. Það er alls ekki sama hvaða dýr er veitt. Þannig má t.d. aldrei skjóta móður frá unga, en það kemur alltaf í ljós þegar farið er að skera hvalinn, þótt engan sjáum við ungann, því við skurðinn vellur mjólkin úr ungakerlingum. Hendi slíkt er hrísinn á þá sem ódæðið frömdu að slík veiði reiknast frá til hlutar. Hvalurinn verður líka að hafa náð ákveð- inni stærð, langreyður verður að vera lengri en 50 fet og sandreyðurin þurfti að ná 35 fetum. Sé maður í vafa um að dýrið sé nógu stórt er siglt frá. Hvalurinn sem við völdum í þessum hópi var stór langreyður, rétt um 70 fet, og það gekk bæði fljótt og vel að fanga dýrið og það var dregið að síðunni. Þá sáum við að litaskilin milli baks og kviðar voru allt öðruvísi á þessum hval en á venjulegri langreyði. Eðlileg skil eru skörp, þannig að bakið er svart og kviður- inn hvítur, en á þessu dýri voru enginn slík skil. Bakið var svart og liturinn gránaði niður á kviðinn og þar var dýrið hvítflekkótt. Við héldum nú samt ró okkar því á bak- ið var hvalurinn nákvæmlega eins og hver önnur langreyður. Við gátum ekki skoðað skíðin því hausinn liggur nokkuð djúpt í sjónum. Við veiddum bara þennan eina hval í þessari ferð en mest megum við koma að landi með tvo hvali og má sá fyrri ekki vera nema 26 tíma gamall þegar við komum með þá og er það til þess að tryggja að kjötið skemmist ekki. Þegar við komum að Hvalstöðinni er settur vír í hvalinn og hann dreginn upp á planið. Við förum hins vegar ekki í land nema ef okkur vantar kost eða olíu og í þetta skipti sigldum við strax út aftur til veiða.“ Þegar Hvalur 8 kom í land í Hvalstöðinni í Hvalfirði úr umræddri ferð, voru viðstadd- ir á planinu eins og ávallt fulltrúar hinna japönsku kaupenda, en þeir hafa eftirlit með því þegar hvalirnir eru flensaðir og flokka síðan kjötið. Þar voru líka, fyrir utan starfsmenn Hvals hf., tveir hópar vísindamanna, báðir í þeim erindum að taka sýni úr öllum hvölum sem komu á land. Annar hópurinn var frá Haf- rannsóknastofnun og var að safna sýnum fyrir vefjafræðibankann og hinn hópurinn vegna rannsóknar á mismunandi erfðamörk- um nokkurra hvalategunda sem verið var rannsóknir á íslenskum hvalastofnum en árið 1981 voru þessar rannsóknir auknar, meðal annars vegna hvatningar frá vísinda- nefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þær hvala- tegundir sem aðallega hafa verið rannsakað- ar eru langreyður, sandreyður og hrefna, en einnig lítillega búrhvalur, grindhvalur, háhyrningur og steypireyður. Þannig eru til mörg sýni úr hveijum hval sem veiddur hefur verið við ísland allt frá 1981, bæði vegna sýnatöku fyrir erfðamarkarannsóknir og einnig er til vefjafræðibanki sem hvala- Langreyður veidd við ísland. Litaskil eru mjög greinileg, en dýrið sem er karlkyns er ljóst á kviði, en dökkt á bakinu. Ljósm.: Sveinn Guðmundsson. óvenjulegt á seyði því Japanirnir urðu ókyrr- ir, fóru að benda og kalla sín á milli og flýttu sér frain á planið. Smám saman áttaði ég mig á, að þeim fannst eitthvað athugavert við hvalinn sem verið var að koma með. Þetta var bara 5. hvalurinn sem ég hafði séð á þessum tíma, svo ekki var mín þekk- ing mikil, en ég sá að hann var dökkur á kviðinn, en ekki ljós eins og venjuleg Iang- reyður. Skyggnið var ekki gott eins og ég sagði áðan og kannski hefur mér dottið í hug að þetta væri ekki rétt hvaltegund, Alfreð Árnason, erfðafræðingur. að vinna í erfðarannsóknadeild Blóðbank- ans. Remi Spilliaert, franskur lífefnafræðing- ur, var í seinni hópnum. „Það var um há- nótt að hvalbáturinn kom inn og þó það sé ekki myrkur um júnínótt á Islandi, var samt frekar dimmt því himinn var alskýjaður. Ég skil ekki japönsku og á þessum tíma sáralitla íslensku, en þarna stóð ég ásamt flensurunum, Japönunum og félögum mín- um. Allt í einu skildi ég að það var eitthvað Remi Spilliaert, lífefnafræðingur. 3B1 A myndinni má sjá hvernig erfðaefni (1) langreyðar, (2) hval- kýrinnar, (3) fósturs- kb ins, (4) steypireyðar raðast eftir lengd. 3.5 Skammstöfunin kh stendur fyrir mæli- 3,0 eininguna sem notuð er fyrir lengd og Taq £ ~J er skerðiensímið sem notað var til að bijóta 2 .S erfðaefnið niður. Með því að skoða myndina má sjá að langreyður hefur búta að lengd 3,5 og 3,0. Steypireyð- ur (4), liefur búta að 1 O lengd 2,7 og 2,5. Hval- kýrin undarlega (2), hefur báða búta steypireyðar og báða búta langreyðar og hefur því átt foreldra af báðum tegundum. Fóstrið (3), hefur erft steypireyðarbútana frá móður sinni og faðir þess er greinilega steypireyður því það hefur engan langreyðarbút. En er möguleiki að greina af hvorri tegund foreldrar hvalkýrinnar voru? Var faðir hennar steypireyður eða var það móðir hennar sem var steypireyður? Úr þessu má skera, því erfðaefnið sem er í hvatberum fruma erfist einungis í móðurlegg og hér sést niðurstaðan úr því þegar hvatberaerfðaefni hvalkýrinnar og fóstursins er borið saman við hvatberaerfðaefni steypireyðar og langreyðar. Bam HI og Eco RI eru skerðiensím og niður- staðan á myndinni er úr tveimur rannsókn- um. í báðum tilvikum (1) steypireyður, (4) og (5) langreyður, (3) hvalkýrin og (2) fóstr- ið. Á myndunum báð- um má sjá, sömu búta hjá steypireyðinni, hvalkúnni og fóstr- inu, en allt aðra búta hjá báðum langreyð- unum sem notaðar voru til samanburðar, þannig að móðir hval- kýrinnar var steypi- reyður og fóstrið erf- ir svo þann steypi- reyðarbút frá móður sinni. Bam Hi tco Rí ■*» *** €» m m rannsóknadeild Hafrannsóknastofnunar hefur verið að safna og er hér samanlagt um ómetanlegan gagnabanka að ræða fyrir þá vísindamenn sem í framtíðinni hafa áhuga á að stunda rannsóknir á hvölum. Þar sem steypireyður er friðuð tegund eru steypireyðasýnin húðsýni af steypireyðum og voru fengin hjá Úlfi Árnasyni í Lundi. Alfreð Ámason hjá erfðarannsóknadeild Blóðbankans í Reykjavík hefur verið í for- svari fyrir erfðamarkarannsóknirnar og á grunni þeirra byggðist rannsóknin á hval- kúnni undarlegu. „Fyrir utan að mæla dýr- ið og útlitsskoða það voru framkvæmdar flóknar sameindaerfðafræðilegar rannsókn- ir á sýnuin sem voru tekin bæði úr ýmsum vefjum hvalkýrinnar og á sýnum sem náð- ust af fóstrinu, en fóstrið var aðeins 20 cm langt og illa farið. Allar þessar rannsóknir byggjast á að bera saman ákveðna erfða- þætti steypireyða og langreyða við erfða- þætti í óþekkta dýrinu og fóstrinu. Til þess að slíkur samanburður sé mögu- legur þurfa að vera til upplýsingar um erfða- þætti hjá þeim dýrum sem við getum kallað venjulegar steypi- og langreyðar, en við höfum einmitt verið að afla þeirra upplýs- inga í rúm 20 ár. Upplýsingar um arfgerð einstaklinga ber- ast frá foreldrum til afkvæma og þar sem arfgerð steypireyða og langreyða er ekki sú sama, þó að hún sé lík, enda báðar teg- undirnar reyðarhvalir, byggðust þessar rannsóknir okkar á að einangra erfðaefni hvalkýrinnar og bera það saman við áður einangrað erfðaefni frá steypireyði og lang- reyði. Við tókum sýni úr lifur, milta og af blóði hvalkýrinnar og vefjasýni úr fóstrinu og einangruðum erfðaefni úr sýnunum. Það er síðan skorið niður með sértækum ensímum og myndast við það mislangir bútar. Síðan er rafdrætti beitt og raðast bútarnir þá í rafsviði eftir stærð. Að því búnu eru notað- ir geislamerktir erðaefnisbútar, svokallaðir þreifarar, til að þekkja þá búta sem áhuga- verðir þykja hveiju sinni. Niðurstaðan úr öllum þessum rannsókn- um er sú að steypireyður og langreyður geta blandast og átt saman fijótt kvenkyns- afkvæmi. Ef hins vegar afkvæmið er karl- kyns hefur það verið ófijótt en það kom í ljós, þegar sambærilegar rannsóknir voru gerðar af sömu vísindamönnum á tveim dýrum sem veiddust við ísland 1983 og 1989. Þar var í báðum tilfellum um karldýr að ræði, annað reyndist 7 ára og hitt 23 ára og voru þau bæði ófijó. í því sambandi gæti sú spurning vaknað hvort einhveiju máli skipti af hvorri tegundinni móðirin og faðirinn væru. Svo reyndist ekki vera því í ljós kom að annað ófijóa karldýrið átti steypireyði fyrir móður og langreyði að föð- ur en hjá hinu dýrinu var þessu öfugt farið. Birting Niðurstaðna Mjög margir hafa áhuga á rannsóknum um uppruna og þróun tegunda og fjölbreyti- leika náttúrunnar ekki síst þegar hægt er að sýna fram á jafn merkilega niðurstöðu og þá að stærstu dýrategundir jarðarinnar geti átt saman fijó afkvæmi og þannig komi fram einstaklingar með eiginleika tveggja tegunda. Alfreð Árnason, umsjónarmaður með erfðamarkarannsóknunum, sá um kynningu og útgáfu á niðurstöðunum: „Remi Spilliaert vann mest af þeim rann- sóknum sem gerðar voru á sýnunum úr hvalkúnni ásamt Ástríði Pálsdóttur, en mik- ilvægur hluti þeirra var unninn með aðstoð og í samvinnu við Úlf Árnason, sem er þekktur fyrir hvalarannsóknir og starfar hjá Wallenberg-rannsóknastofnuninni í Lundi í Svíþjóð. Enn annar hluti var svo unninn af Hafrannsóknastofnun. Það var nú ekki fyrr en 1990 að niðurstöðurnar lágu fyrir og hægt var að hefjast handa við að skrifa, því rannsóknirnar tóku langan tíma og voru unnar samhliða öðrum verkefnum. Sú und- arlega staða kom upp þegar niðurstöðurnar voru sendar fullunnar til tveggja útbreidd- ustu og almennustu náttúrufræðitímarita veraldar, að hvorugt blaðið taldi sig geta birt niðurstöðurnar. Annað þeirra, Science, taldi sig ekki' hafa pláss fyrir greinina en hitt blaðið, Nature, taldi hana ekki á sínu áhugasviði. Hvorugt blaðið gagnrýndi hana hins vegar á vísindalegum forsendum. Bandaríska erfðafræðitímaritið The Journal of Heredity sem er sérrit um erfðafræði, taldi greinina hins vegar sér fullboðlega og þar birtist hún nú í haust. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort vísinda- legs hlutleysis sé gætt þegar svona staða kemur upp eða hvort tilfinningar, hagsmun- ir eða annarleg sjónarmið einstaklinga eða hópa ráða ferðinni," sagði Alfreð að lokum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og býr í Stykkishólmi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25.APRÍLI992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.