Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Síða 2
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR
Reyr
Draumsins barn
leikur
við minninganna reyr
strýkur burt mosagró
af gömlum álfasteini.
Finnur veruleikann
nísta dauðlegt hjartað.
Stundaglasið
gerir engin hlé.
Megum þó varla
líta
drauminn augum,
þá brestur hann
líkt og fölnað lauf
undan skóhæli.
Höfundur er kennari og hefur gefið út tvær
Ijóðabækur.
ÞÓRA INGIMARSDÓTTIR
í veislu
Póseidons
/ þokukenndum minning-
um mínum um
ástina
sé ég mig föla á
kinn ryðjast með
haf inn í mér
frá undirheimum
til jarðneskara lífs
til haliar Seifs
Ég var ónóg sjálfri
mér þar til heim
var komið
Tóku á móti mér
tvær hendur
trúnaður og hlýtt þel
Hendur styrkar, þval-
ar, hlýjar
Uti á hafmu, í veislu
Póseidons missti ég
ástina, öryggið og
hélt til stranda
gerði strandhögg á
klettum hálum
en hvar ég landaði
er mér hulin
ráðgáta.
Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka.
BÖÐVAR
GUÐLAUGSSON
Hugsað heim
Heimleiðis — norður
hugann seiða
næturnar björtu
norðan heiða.
Bresta stundlegar
staðháttaskorður.
Hugurinn flýgur
heim — norður,
þangað sem æskunnar
unaðsreiti
varða kunnugleg
kennileiti,
þangað sem minningar
mætar geyma
tóttarbrotin
í túninu heima.
Var mér þar löngum
Ijúft að dvelja,
leita á náðir
leggja og skelja.
Hálffaldar leynast
í hugarranni
glæður sem oma
gömlum manni.
Höfundur er kennari og býr í Kópavogi.
Hann hefur gefiö út nokkrar Ijóðabækur.
Málavextir
Tilræði við íslenska menningu
Eftir HERMANN
PÁLSSON
1
egar alþingi birti ný nafn-
alög á liðnum misserum,
brá ýmsum vinum mín-
um og kunningjum mjög
í brún, enda hlaut hveij-
um hugsanda manni að
blöskra sú óvirðing sem
lögin sýndu hefðbundn-
um nafnavenjum þjóðarinnar. Um þetta
efni hripaði ég tvær greinar handa Lesbók
í skammdegi, og um svipað leyti birtu þær
Hagstofa íslands og Þjóðskrá Mannanafn-
askrá, sem mannanafnanefnd tók saman,
og sýnist mörgum sem nú sé gráu bætt
ofan á svart, enda þykir nefndin ekki gera
sér ljósa grein fyrir sérkennum íslenskra
nafna. Einsætt er að skráin getur leitt til
þess að útlendum heitum og ýmiss konar
nafnskrípum sífjölgi en þjóðlegum nöfnum
hnigni að sama skapi. Hvernig sem á því
stendur virðist mannanafnanefnd vera í
nöp við þá góðu nafnasiði sem þjóðin hef-
ur löngum haft í hávegum. Er því ekki
að ófyrirsynju þótt reynt verði að vega
gegn því tilræði sem menning okkar sætir
af nafnabrölti alþingis og þeirrar nefndar
sem valdið hefur einna mestu angri um
undanfarin misseri.
2
Þegar nefndin tókst á hendur að velja
þau mannanöfn og kvenna sem tækileg
þykja, átti hún kost á að miða við tvær
bækur sem voru ætlaðar foreldrum til leið-
beiningar. Aðra tók greinarhöfundur sam-
an: íslenzk mannanöfn (Reykjavík 1960).
Auk nafnaskrár hafði bókin að geyma
stutta inngangskafla til fróðleiks: „Lög
um mannanöfn", „Nöfn og saga“, „Tví-
nefni“, „Samsett nöfn“, „Viðliðir í karla-
nöfnum", „Viðliðir í kvennanöfnum", „Að-
skotanöfn". Tuttugu árum síðar hafði bók-
in selst upp og var þá ákveðið að gefa
hana út að nýju og kallaðist nú Nafnabók-
in (Reykjavík 1981). Nafnaforðinn er að
verulegu leyti hinn sami í báðum gerðum,
en með því að ónöfnum hafði stórfækkað
á þeim tveim áratugum sem liðnir voru
frá útkomu frumgerðar þótti rétt að sleppa
kaflanum um aðskotanöfn og einnig að
stytta aðra þætti inngangs. Bókin seldist
upp á örfáum árum, og í fyrra (skömmu
eftir að Mannanafnaskrá birtist) kom hún
út með nýju sniði (Akureyri 1991).
Fyrir átta árum tók Karl Sigurbjömsson
saman bókina Hvað á barnið að heita?
1.500 stúlkna- og drengjanöfn með skýr-
ingum (Reykjavík 1984). Hugmyndir séra
Karls um sérkenni íslenskra nafna eru
mjög frábrugðnar því sem ég hef talið,
enda hefur bók hans að geyma fjölmörg
heiti sem eru ekki íslensk að minni hyggju.
Sum eru útlend (svo sem kvennanöfnin
Bóel, Edit, Elka, Hertha, Jörgína,
Kamma, Lukka, Petrónella, Thelma
o.s.frv. og karlanöfnin Annas, Bernódus,
Betúel, Jörgen, Lúther, Sören, Úlrik
o.s.frv.); önnur eru ranglega mynduð, þótt
nafnaliðir séu íslenskir (svo sem Gíslrún,
Gíslunn, Gunnþórunn, Sigurgisli, Sigur-
steindór). Sá ljóður er á ýmsum karlanöfn-
um í skrá séra Karls að endingu er sleppt
í nefnifalli: Bernharð, Vilberg.
3
Augljóst er af nafnaskránni nýju að
höfundar hennar treysta öllu betur presti
í Reykjavík en snauðum Húnvetningi norð-
an úr landi, jafnvel þótt hinn síðarnefndi
hefði stundað nafnafræði um lengri aldur
en klerkur. Þó verður naumast annað sagt
en að nafnanefndin gangi öllu lengra en
séra Karl í þá átt að styrkja útlend heiti:
Alexia, Amalía, Andrea, Angela, Anika,
Annika, Aníta, Anja, Anny, Árelía, Bóel,
Díana, Ellý, Elna, Fransíska, Helma,
Irma, ísabella, ísadóra, Júnía, Lea,
Liliý, Malen, Ninja, Sabína, Símonía,
Tatjana. Hér hef ég látið mér nægja að
minna einungis á brot af þeim kvennanöfn-
um sem ég tel óhæf hérlenskum stúlkum,
jafnvel þótt séra Karl og nafnanefndin
nýja beiti sér fyrir að tryggja framtíð slíkra
heita með þjóðinni. Litlu skárra tekur við
þegar kemur að karlanöfnum, en sum
þeirra eru einnig hjá presti: Alexíus, Betú-
el, Bóas, Ebenesar, Edílon, Emanúel,
Hóseas, Húbert, ísidór, fvan, Jafet, Jan-
us, Jason, Jes, Jochum, Kornelíus, Lúk-
as, Lúter, Marel, Marinó, Mekkínó,
Rósenkar, Rúðólf, Sakarías, Sebastían,
Sesar, Sesil, Sírus, Tór, o.s.frv.
Þótt séra Karl Sigurbjörnsson njóti mik-
ils traust með mannanafnanefnd, þá hefur
honum láðst að taka nafnið Dósóþeus
með. Þegar ég var ungur þótti sjálfsagt
fyrir norðan að nafngjafar tækju mið af
kenningarnöfnum, og ætla má að nefndin
fræga sé farin að hugsa fram eftir tuttug-
ustu og fyrstu öld þegar alls konar nýstár-
leg nöfn munu prýða Þjóðskrána: Mess-
íana Símónia Júníana Dósóþeusardótt-
ir; Bernódus Rósinkar Tímóteus Editar-
son.
4
Islenskar fornskræður fara heldur
ómildum orðum um mann nokkurn sem
þær kalla Símon hinn fjölkunnuga, enda
fundu lærisveinar hans að gaurinn „loddi
flærð einni saman og illsku". Frægð Sím-
onar þessa um meira en nítján hundruð
ár stafar þó ekki af göldrum hans og sjón-
hverfingum heldur af þeirri stöku fégirni
að vilja „selja eða kaupa giftir heilags
anda við peningum,“ eins og komist er að
orði á gömlu bókfelli, enda er slíkur mang-
araháttur kenndur við Símon og kallast
símonía. Freistandi er að gera því skóna
að mannanafnanefnd hafi látið Símoníu
fljóta með þjóðlegum kvennaheitum í því
skyni að bjarga nafni hins forna prangara
frá glötun. Símon hinn fjölkunnugi þrætti
forðum við þá postulana Pétur og Pál, og
síðan hafa kristnir menn haft býsna mik-
inn ýmugust á honum, og var því mál til
komið að góðhjartað fólk færi að bera blak
af þijótnum og þó kann sumum að þykja
það undarlegt tiltæki að láta stúlkur heita
í höfuðið á honum og illræmdustu athöfn
hans.
En enginn getur brigslað nafnaráði um
andrúð á kristni, enda er lítill hörgull á
nöfnum sem minna á Krist og heilagt fólk
í þjónustu hans endur fyrir löngu. Um
daga Snorra hins fróða í Reykholti vann
Júlíana nokkur sér helgi og frægð með
Þjóðveijum; nafnaráði þykir ekki nægja
þetta nafn eitt til að halda minningu kellu
á lofti, heldur lætur það Júlíönnu einnig
fljóta með; mannanafnanefnd er sjaldan
naum á nefhljóð. Postulasagan minnist
einkar hlýlega konu einnar sem verslaði
með purpura og hét Lýdía; hún virðist
hafa verið prýðiskona, hlaut skím af Páli
postula sjálfum og gerðist heilög, enda
telur lögheitaráð að nafn hennar sé ís-
lenskt.
Mikill sómamaður þótti heilagur Alexis
á sínum tíma, enda átti faðir hans þijár
þúsundir húskarla og sjálfur var hinn ungi
maður svo trúaður að á feginsdegi gekk
hann ekki í hvflu með brúði sinni, heldu
hvarf hann einn úr Rómaborg og tók sér
far með skipi til Sýrlands; gerðist þar staf-
karl og brautingi. Engum kemur því kyn-
lega fyrir sjónir að nefndin fræga tekur
heitið Alexis með í skrána. Minningu hins
heilaga manns til lofs og styrktar birtir
nefndin konuheitið Alexía.
5
Einsætt er að nöfn geta ekki talist ís-
lensk nema þau hlíti venjum tungunnar
um framburð og stafsetningu, en slíkt er
þó þverbrotið í mannanafnaskrá, enda
virðast höfundar hennar hafa fetað í fót-
spor séra Karls. Þær reglur sem lúta að
stöðu ýmissa samhljóða eftir raddarstöfum
eru alkunnar, en þó skal minna á að nokk-
ur nöfn í skránni bijóta í bág við það sem
löngum hefur tíðkast: Edít, Edna, ída eru
útlenskuleg að því leyti að samhljóðanum
-d- er skipað í atkvæði á milli sérhljóða;
í slíkri stöðu á -d- ekki heima, en -ð- sóm-
ir sér prýðilega. Þó gegnir öðru máli um
tvöfalt -dd- í nöfnum á borð við Eddu. [í
haust hlýddi ég á fyrirlestur í Háskóla
íslands; einhver fremsti málfræðingur
þjóðarinnar að fornu og nýju, Friðrik Þórð-
arson, talaði um íranskar tungur, og með
því að maðurinn er ekki einungis fjöltyngd-
ari öllum þeim löndum sínum sem nú eru
uppi heldur ber hann einnig betra skyn á
móðurmálið en flestir aðrir, þá nefndi hann
jafnan Kúrða en aldrei Kúrda, þótt annað
fólk hviki svo frá íslensku tungutaki.]
Nafnið Eðna hljómar eins og það sé ís-
lenskt, enda er það fornt tökuheiti úr írsku,
en Edna er hins vegar útlent, og þó gerir
nafnanefndin báðum jafn hátt undir höfði.
Fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því að
Magðalena er langtum skárra en Magda-
lena kann ekki íslensku til hlítar.
Um íslensk mannanöfn gilda þær al-
mennu reglur að þau hafa annað tveggja
einn stofn eða tvo, en mega aldrei hafa
fleirí. Nöfn á borð við Gunnþór-unni eru
því ólögleg að þau eru samsett af þrem
stofnum. Yfirleitt þykir fara illa á að
blanda saman íslenskum og útlendum
nafnliðum, jafnvel þótt Sigur-jón sé býsna
algengt karlaheiti. Hitt er stakt smekk-
leysi að mynda konunafn með því móti
að skeyta -ínu aftan við karls. Skúli er
glæsilegt karlmannsnafn, enSkúlína þeim
mun kauðalegra konunafn. Frá því löngu
fyrir landnámsöld hefur nafn hins forna
goðs Þórs tíðkast bæði að forliði og viðliði,
og þykir mikill bragur að slíkum nöfnum,
einkum þeim sem eiga sér Ianga sögu, en
nafnanefndin lætur sér slíkt ekki nægja
heldur tínir hún einnig fram bæði Þorstínu
og Þórstínu. Sennilega má gera ráð fyrir
að fyrra nafnið eigi að vera Þor-stína
(=einhver Stína er kennd við Þór), nema
átt sé við ínu sem sé kennd við einhvern
kauða sem hét *Þorsti, en hitt er öllu
örðugra að vita hvort nafnanefndin sé að
hugsa um Þórs-tínu (tínu sem sé kennd
við Þór. Er hér um að ræða tiltekna konu
sem fólk kallaði Tínu Þórs?). Samkvæmt
íslenskri hljóðsögu einfaldast sérhljóðinn í
Þór- á undan -st, sbr. Þorsteinn.
Ærið margir eru þeir agnúar á Manna-
nafnaskrá, sem hér verða ekki taldir. Þó.
skal þess snögglega minnst að menn hafa
saknað ýmissa nafna. T.a.m. bólar hvergi
á Oddveigu, og þótti það þó prýðilegt
nafn áður en mannanafnanefnd kom til
skjalanna. En vitaskuld verður miklu auð-
veldara að styrkja framgang útlendra
nafna ef góðum íslenskum nöfnum er rutt
úr vegi.
Skynsamlegt væri í leiðbeiningum um
nafnaval að skýra þær reglur sem auð-
kenna íslensk heiti frá nöfnum annarra
þjóða, svo að nafngjafi geti áttað sig sem
best á eðli þeirra heita sem hann velur
börnum sínum. Skylt er í slíkri handbók
að gera greinarmun á sérnöfnum og sam-
nöfnum, enda bregður nú fyrir ýmiss kon-
ar nöfnum sem aldrei hafa tíðkast í nafnaf-
orðanum fyrr en á síðustu árum. Brá,
Dögg, Stúlka, Gná og íma myndu vafa-
laust ekki verða jafn oft fyrir vali og nú
verður, ef nafngjafar vissu meira um eðli
nafna. í stað þess að njóta hins mikla
valds sem alþingi hefur gefið mannanafna-
nefnd af undarlegu rænuleysi, þá hefði
hún átt að fræða fólkið betur um nöfn og
nafnasiði.
Höfundur er fyrrum prófessor viö Edinborgar-
háskóla.