Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Blaðsíða 3
DAVÍÐ STEFÁNSSON
IggHálg
H11H ® E H u E ® |»! [g ID ® [fi
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
i Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Myndin er eftir Hjörleif Sigurðsson, listmálara, og
heitir Lófótströnd. Hún er máluð 1980, þegar málar-
inn bjó í Lofoten í Noregi. Myndin og viðtal við
Hjörleif á bls 6-7 í blaðinu eru birt í tilefni þess að
nú á Listahátíð standa yfír sýningar til heiðurs lista-
manninum.
Á heimleið
Nú held ég gamall heim til þín
og heilsa þér.
I lotnum herðum liggur það,
sem liðið er.
Fordómar
stafa af þekkingarleysi á því sem fordómamir bein-
ast gegn. Ekki er það sízt hinni fjölmenni hópur
geðsjúkra eða geðfatlaðra, sem fordómamir hafa
beinzt gegn og nægir að minna á rótgróin orð í
málinu eins og „klepptækur". Um þetta efni skrifar
Magnús Skúlason, geðlæknir á Geðdeild Landsspítal-
ans.
Klassík
Hannes Sigurðsson, listfræðingur, veltir fyrir sér
nútíma notkun á hugtakinu „klassískur", sem upp-
haflega vísar til listræns arfs Fom-Grikkja. Nú er
aftur á móti hvaðeina orðið klassískt. Framleiddar
em kvikmyndir, sem eiga að heita „klassískar á
augabragði" og jafnvel pylsur geta orðið klassískar.
Afrek
Sigríður Jónsdóttir frá Stöpum í Tungusveit er nú
orðin 95 ára. Hún hefur rifjað upp þegar Guðmund-
ur Hannesson, þá nýbakaður læknir, kom að Stöpum
og bjargaði lífí Jóns bónda, sem lá með banvænt
fótarmein. Guðmundurtók fótinn af og notaði til
þess ljá, gæruhníf og fyrir sáraumbúðir notaði hann
dýjamosa.
Ég fór of langt um lífsins veg
að leita að þér.
Við dægurglaumsins gullnu veigar
gleymdi ég mér.
Og því kem ég með þorrinn sjóð
og þrotið afl.
Eg henti minni hæstu mynt
í hæpið tafl.
í lotnum herðum liggur það,
sem- liðið er.
Nú held ég gamall heim til þín
og heilsa þér.
Davíö Stefánsson (1895-1964) var löngum kenndur við
Fagraskóg við Eyjafjörð, þar sem hann fæddist og ólst
upp. En lengst af bjó hann á Akureyri. Davíð vakti geysi-
lega athygli með fyrstu Ijóðabók sinni, Svörtum fjöðrum,
1919 og var ástsælt skáld upp frá þvi.
B
B
Eyðslukynslóðin og
dekurbörnin hennar
Kynslóðabil hefur ugg-
laust alltaf verið til, en
mörkin milli kynslóð-
anna hljóta að vera
skarpari á þessari öld
en áður. Tæknibylting-
in á sinn þátt í því.
Áður lærðu böm og
unglingar vinnubrögð-
in af eldra fólkinu; hér á íslandi lifðu og
dóu tugir kynslóða án þess að breytingar
yrðu á vinnubrögðum, húsakosti eða fatn-
aði. Á þessari öld hafa flestir hlutir verið á
hverfanda hveli; hver ný kynslóð hefur þurft
að tileinka sér tækni, sem ekki varð lærð
af þeirri eldri. Aldamótakynslóðin gat engri
þekkingu á vélatækni miðlað til sona sinna
og dætra og kreppuára- eða lýðveldiskyn-
slóðin náði ekki nema rétt í skottið á tölvu-
tækninni, sem mótar samtíma vinnubrögð
í ríkum mæli.
Aðstaða kynslóðanna á þessari öld hefur
verið svo misjöfn að hún verður engan veg-
inn borin saman. Aldamótakynslóðin ólst
upp í þjóðfélagi, sem átti nóg með frumþarf-
irnar; fólk var mótað af þeim hugsunar-
hætti að gott væri að hafa í sig og á, en
setti samt markið hærra og trúði á framfar-
ir og vaxandi menningu í lundum nýrra
skóga. En hún safnaði ekki eignum.
Eg var svo lánsamur að alast upp með
afa og ömmu af aldamótakynslóðinni og
eftir langan búskap voru jarðneskar eigur
þeirra nokkur reipi og reiðingar ásamt am-
boðum, einu rúmi, kommóðu, útvarpstæki
og dálitlu púlti; hirzlu þar sem afi geymdi
ýmislegt smálegt. Giftingarfötin dugðu hon-
um alla ævi og komst hann þó á níræðisald-
ur.
Önnur kynslóð aldarinnar hefur stundum
verið nefnt kreppukynslóðin og fékk það
erfiða hlutskipti að byija sinn búskap til
sjávar og sveita, þegar allt var í kaldakoli
kreppunnar á fjórða áratugnum. Sú kynslóð
upplifir byltinguna þegar vélaöld hefst og
segja má, að bændaþjóðfélagið hafi fyrir
alvöru tekið að gliðna. Þetta er sú kynslóð
sem réttir úr kútnum og kemst eitthvað í
álnir, borið saman við það sem áður hafði
verið. Þá eignuðust margir bændur jarðir
sínar og þéttbýlisfólk eignaðist hús. Kreppu-
kynslóðin skilaði að minnsta kosti einhveiju
búi, þó oft væri það ekki umtalsvert.
Þriðja kynslóð aldarinnar, sem tekur við
boðhlaupskeflinu uppúr miðri öldinni, er
kannski sú fyrsta sem gat átt von á að
erfa einhveijar eignir. En á yngri árum
hennar var aðstaða foreldranna yfírleitt með
þeim hætti, að skólanám kom ekki til greina,
nema unga fólkið gæti kostað það sjálft.
Ef það hugði á skólagöngu, var vart um
annað að velja en að unginn flygi úr hreiðr-
inu. Menn fóru beint frá prófborði á síld eða
í vegavinnu og foreldrarnir sáu krakkana
sína varla nema í mýflugumynd upp frá því.
Þessi kynslóð sótti takmarkaðan fjárst-
uðning til foreldranna af þeirri einföldu
ástæðu, að þar var yfirleitt ekkert lausafé
til skiptanna. Nemendur lögðu ekki eigin
bíl fyrir framan skóladyrnar eins og nú tíðk-
ast. Þeir áttu einfaldlega ekki bfla; ekki einu
sinni þeir sem komnir voru í Háskólann.
Ferð til Grikklands eða Spánar að prófi
loknu hefði verið fjarstæðukennd hugmynd,
enda engir aurar til þess.
Þetta var kynslóðin sem varð að læra að
lifa með verðbólgunni, en hagnaðist líka á
að taka lán, sem urðu að engu á örskömm-
um tíma. Vandamálið var að fá lán. En
meðan þessi óvera af sparifé foreldranna
og kannski afa og ömmu einnig, brann upp
á eldi neikvæðra vaxta, eignaðist þessi kyn-
slóð ekki aðeins þak yfir höfuðið á fremur
auðveldan hátt, heldur er hún fyrsta kyn-
slóðin sem gerir bílinn að sjálfsögðu og
ómissandi heimilistæki.
En ekki aðeins bílinn, heldur og sjón-
varpstækin, myndböndin og allt þetta góss,
sem við höfum í kringum okkur. Og þetta
er kynslóðin sem fyrst fór svo um munaði
til útlanda í sumarleyfinu; ferðalög til út-
landa hættu að þykja munaður, heldur sjálf-
sagður hlutur og eins var um sumarbústað-
inn og lúxusjeppann. Þetta hefur verið mik-
il eyðslukynslóð, en hvernig hefur hún alið
upp bömin sín?
Það uppeldi er á ýmsan hátt glórulaust.
Gagnstætt því að þriðja kynslóðin þurfti að
kosta sjálf sína skólagöngu og vera jafnvel
staurblönk í allmörg ár þar á eftir, virðast
börnin hennar vera furðulega vel íjáð. Þetta
unga fólk er dugmikið og vinnur hvar sem
það getur með skólanum til þess að standa
undir lúxuslifnaði. En æði oft standa foreldr-
amir undir honum. Oftar en ekki lendir það
á þeim að kosta bílakaup og það er orðin
talsverð útgerð, þegar kannski þarf að
kaupa tvo bíla handa svo til uppkomnum
börnum í framhaldsskóla ofan á þá tvo sem
bóndinn og húsfreyjan þurfa.
Þeir elztu af þessari fjórðu kynslóð aldar-
innar, sem nú er að taka við boðhlaupskefl-
inu, hafa lokið framhaldsnámi, eða em langt
á leið komnir með það; sumir þegar búnir
að koma sér vel fyrir, „eiga allt“ og eru
dæmigerðir uppar. Þeim þykir alveg sjálf-
sagt og eðlilegt að geta átt allt það sama
og foreldrarnir eiga eftir áratuga búskap.
Eyðslukynslóðin hefur alið upp dekur-
böm. Þau em því vönust að þurfa ekki að
horfa í hveija krónu og þekkja sjaldnast
vemleika skorts og fátæktar. Það er samt
langt í frá að allir sitji við sama borð að
þessu leyti, sízt nú þegar atvinnuleysi sverf-
ur að. Ótrúlegur fjöldi skólanemenda fer
samt utan nú í vor og sumar ferðaskrifstof-
urnar hafa sannarlega uppgötvað þennan
markhóp og beita ótæpilega fyrir hann. Að
loknu prófi, til dæmis úr menntaskóla, er
svo farið til Rhodos eða Mallorca, en nýbak-
aðir viðskiptafræðingar létu sér ekki duga
minna en Suður-Ameríku. Um 80% þeirra
sem útskrifuðust frá Verzlunarskólanum
höfðu efni á að halda uppá prófið með utan-
landsferð. Að vísu heitir svo, að nemendur
séu með eigin íjáröflun vegna þessara ferða.
En móðir stúdents sem var að útskrifast
og að sjálfsögðu á leið í dýrt ferðalag, sagði:
Hver haldið þið að hafí keypt handa þeim
rækjurnar, sem þau vom að selja til fláröfl-
unar? Og hver haldið þið að hafí bætt við
40 þúsundum til að endar næðust saman?
Ekki batnar í búi hjá eyðslukynslóðinni,
þegar dekurbömin fara í framhaldsnám til
útlanda og engin námslán fyrr en sýnt er
eftir dúk og disk, að árangur hafi orðið af
náminu. Nemendur hafa að vonum venð
ákaflega svekktir yfír þessari afturfor og
því er að sjálfsögðu harðneitað, að námslán-
in hafi stundum farið í bflakaup, eða þá til
að kaupa heilu innbúin. Haft er á orði, að
nú muni margir gugna á framhaldsnámi,
en dettur einhvetjum það í hug í alvöru?
Þá væri Bieik bmgðið, að ef eyðslukynsóðin
brúar ekki einnig þetta bil fyrir dekurbörn-
in sín.
En dekrið er dýrt og flestir verða að fjár-
magna það með óheyrilegri vinnu. Það er
þrælað til að geta borgað fyrir „böm“ á
fertugsaldri, því það vantar fyrir útborgun
í íbúð, eða afborgun af láni, eða bara til
þess að þau komist til útlanda í fríinu.
Mæðurnar fara verst og slitna mest af þessu,
því þær taka á sig alltof mikla vinnu fyrir
utan heimilisstörfin. En ég hef á tilfinning-
unni, að þetta sé líka mun meira þeim að
kenna en körlunum. Mæðmm finnst dekrið
aldrei nóg, jafnvel þótt krakkamir séu orðn-
ir harðfullorðið fólk. Karlarnir malda svolít-
ið í móinn og tuða dálítið í barminn um
þessi óendanlegu útgjöld.
En samþykkja þau svo að sjálfsögðu;
hvað gera menn ekki til að halda friðinn.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13.JÚNÍ 1992 3