Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Qupperneq 7
Hjörleifur hefur ekki haldið eins margar
einkasýningar og margir aðrir, en verið með
á mjög mörgum samsýningum. Hann hefur
mestan part haldið sig við þá abstrakt mynd-
sköpun, sem hann gekk á hönd fyrir 40
árum. Síðan hefur margar stefnur rekið á
fjörur og ein sú nýjasta krefst þess, að inn-
takið í myndlist eigi umfram allt að vera
hugmyndafræðilegt, eða jafnvel heimspeki-
legt.
Á málþingi um myndlist, sem fram fór í
Reykjavík á útmánuðum, sagði einn frum-
mælenda: Myndlist er heimspeki. Sé ekki
um heimspekilegt eða andlegt inntak að
ræða, er ekki heldur um myndlist að ræða,
heldur hönnun. Þetta er ekki orðrétt haft
eftir, en boðskapurinn var þessi. í fram-
haldi af þessu langaði mig til að heyra,
hvað gamall framúrstefnumaður og form-
byltingarmaður segði um þennan erkibis-
kups boðskap, eða hvort hann væri ráðinn
í að hafa hann að engu eins og Jón Loftsson
í Odda.
Hjörleifur:„Ég hef alltaf hallast að því að
myndlist sé heimspekileg. Hörður Ágústsson
skrifar formála í sýningarskrá vegna þess-
ara sýninga minna, sem nú standa yfir, og
hann kemur einmitt að þessu. Mér fínnst
líka, að þetta eigi sérstaklega við um ab-
strakt myndlist."
„En þegar ungir myndlistarmenn tada um
abstrakt myndlist, þá heyrist mérþeirgjarn-
an tala um formalisma og jafnvel um geld-
an formalisma og mér skilst að þeim þyki
sú list lítið heimspekileg. “
„Mér finnst alveg öfugt. Ég hef kallað
mínar myndir „fílósófískar myndir“ þegar
ég hef sent þær á sýningar og einmitt gert
það til að undirstrika þetta viðhorf mitt.“
„En svo komið sé að staðhæfingu fram-
sögumannsins á myndlistarþinginu um að
mynd sé bara hönnun, ef ekki er í henni
heimspekilegt inntak, - getur einhver ákveð-
ið þetta nema listamaðurinn sjálfur?“
„Já, ég held að fjölmargir þjóðfélagsborg-
arar séu svo vel að sér um þetta, að þeir
geti alveg skynjað inntak myndar - þó margt
geti það að vísu verið umdeilanlegt."
„Geturðu útskýrt í fáum orðum þína hug-
myndafræði?"
„Ég er fyrir löngu hættur að styðjast við
eitthvað svona - maður gerði það kannski
á unga aldri. Það er ljóst, að mynd verður
að vera meira en litur og form. Og ég hef
fýrst og fremst bundið myndsköpun við
þjáningu og ég á von á, að myndlistarmenn
upplifi list sína sem sársauka eða þjáningu.
Það sem ég meina er að listamaðurinn hljóti
að upplifa sinn eigin samtíma og samfélag
sem vissa þjáningu og þeir fínna henni far-
veg í sinni myndlist. Þannig upplifi ég þetta.
„Á þjáningin að vera sýnileg?"
„Oft er hún það ekki. Það er líka undir
móttakaranum komið. Ég held samt að þetta
geti aldrei orðið augljóst."
„En er þá ekki erfiðara að miðla þessari
þjáningu í abstrakt myndum en ffgúratíf-
um?“
„Ég tel að það sé léttara - ég held að
þessi áhrif frá náttúrunni trufli bara, og
þá er ég að tala um manninn sem hluta af
náttúrunni."
„Maðurinn hefur aldrei verið þér mynd-
efni?“
„Jú, ég hef málað fáeinar mannamyndir
á meðan ég var í París og örfáar síðan.“
„París já, hvað vakti mesta athygli þína,
þegar þú komst þangað 1949?“
„Ég tel að það hafí verið að upplifa alla
þessa móderne meistara, sem maður hafði
ekki séð nema að litlu leyti. Ég málaði fíg-
úratífar myndir í Stokkhólmi og einnig í
París. Prá fyrstu tíð var ég mjög upptekinn
af Cézanne; hann var mitt „idol“. Síðan
Seurat og svo Mondrian. Maður yfirgefur
þá aldrei þó þeir séu ekki hafðir sem fyrir
mynd.
Picasso var mjög dáður sem málari í
París, en á þessum árum gat ég ekki séð
mikil Picassoáhrif á unga málara. Þau voru
meiri annarsstaðar, til dæmis í Bandaríkjun-
um, og komu meira í ljós hjá þeim af okkar
mönnum, sem fóru til náms vestur um haf.
í París var líka við lýði þessi lýríska grein
innan abstraktlistarinnar; sú stefna sem
Cobra-mennimir aðhylltust. Og þeir áttu
þar heima sumir. Ég held samt, að þeir
hafi ekki verið áhrifamiklir almennt séð.
Flestir aðrir, að minnsta kosti í hópi yngri
kynslóðarinnar, voru í því að nálgast hrein-
geómetríska list, sem var síðan orðin ofaná
um 1950. í fyrstu fannst okkur þetta vera
köld list og hörð, en hún vann á með tíman-
um. Og þetta varð mjög sterk hreyfing.
„Þú gekkst henni heils hugar á hönd, en
hefur samt gert einhverjar undantekningar,
ef ég man rétt. “
„Já, það er rétt. Við hjónin fluttumst til
Lofoten í Noregi 1979 og þegar maður
Aldos, 1966-68. Olíulitir á striga.
upplifir svo tignarlegt landslag þá fer ekki
hjá því að það hefur áhrif á mann. En fyr-
ir utan þessi tvö ár í Lofoten má segja, að
ég hafí haldið mig við abstraktið."
„Hafði þessi áratugur, sem þú bjóst í
Noregi, einhver áhrif á þig sem málara?“
„Já, það er ekki hægt að neita því. En
þessi fígúratífa tilhneiging hófst raunar
ekki í Noregi, heldur í Kína 1977. Þar vann
ég j)tjár fígúratífar myndir og síðan 12 til
viðbótar hér heima með kínversku mynefni,
sem ég sýndi 1978.
Það var geysilegur munur í Noregi að
geta unnið óskiptur að myndlist, en hér
heima hafði ég unnið við ýmislegt annað
meðfram, til dæmis verið starfsmaður hjá
Menningar- og fræðslusambandi alþýðu,
stjórnað Listasafni alþýðu, séð um sem ég
sá um listasafnið, bæði fjármál, fjármál,
bókhald og allt annað. Svo var ég um tíma
í því að fara með skólafólki í söfnin, en það
virðist nú vera gleymt, því einhvetjir hafa
sagt það vera nýmæli núna.
Eg vann baki brotnu við þessi nýju skil-
yrði í Lofoten og síðan í Lier, 40 km suð-
austur frá Osló. En svo gerðist það úti í
Noregi 1983 að ég fékk skyndilega astma.
Heilsuleysi af hans völdum hefur háð mér
mikið og ég verð að fara eftir mjög ströng-
um reglum og ýmsu þurft að breyta frá því
sem áður var. Ég sakna þess til dæmis
mjög að geta ekki farið á konserta eða í
leikhús, en það get ég ekki. Þetta er astmi
á háu stigi, sem öll aukaleg áreynsla kemur
af stað og maður er alveg háður meðölum;
án þeirra væri maður dauður".
„Og þetta hefur auðvitað háð þér við
myndsköpun?"
„Ég hef tímunum saman ekkert getað
gert. Það er helzt að ég geti málað með
vatnslitum og ég hef líka notað litblýanta;
hef þá að miklu leyti unnið að
litlum myndum og margar þeirra
eru á sýningunni. Olíulitum hef
ég ekki snert á, því terpentínan
er mjög vafasöm og gæti hugs-
anlega hafa komið astmanum
af stað. Fleiri málarar hafa átt
við þetta að stríða og nægir að
minna á Ásgrím Jónsson."
„En þú hefur einnig skrifað
talsvert um myndlist.“
„Já, svo til jafn lengi og ég
hef málað. Fyrst skrifaði ég
grein um verk Harðar Ágústs-
sonar í Tímann 1949 og í Líf
og List skrifaði ég á sjötta tugn-
um, og þá stundum einnig gagn-
rýni í Morgunblaðið í fjarveru
Valtýs Pétursonar. Mér er sér-
staklega minnisstætt, að einu
sinni skrifaði ég um Kjarvals-
sýningu og komst að þeirri nið-
urstöðu, aþ draumurinn væri
megin uppspretta málarans, -
og mér fínnst raunar enn að það
geti staðizt í aðalatriðum. Kjar-
val virtist samt ekki vera sáttur
við þetta. Hann kom til mín þar
sem ég var að starfa í sýningar-
nefnd og tók að bauna ýmsu á
mig svo margir heyrðu. En
seinna jafnaðist það allt saman.
Á þessum árum skrifaði ég
líka í Birting og seinna gagnrýni
í Vísi og Fijálsa þjóð og ýmis-
legt fleira, til dæmis greinar í
tímarit".
„Ég sé að þú hefur aðeins lít-
ið vinnuborð heima hjá þér. Áttu
ekki von á því að geta unnið neitt í stærri
verkum?
„Jú, ég er frekar bjartsýnn og hef von
um að geta unnið meira í myndum á næst-
unni. Nú hef ég ekki þurft að vera á sjúkra-
húsum í meira en ár. Mér hefur fundizt
áberandi hvað fólkið í heilbrigðisþjónustunni
hér fýlgist vel með, og ég verð að segja
mun betur en í Noregi eins og ég kynntist
því þar. Ekki sízt þessvegna finnst mér
sárt að heyra nú, að sparnaður og niður-
skurður eigi að koma mjög harkalega niður
á starfi þessa góða fólks.“
„En hver var að öðru leyti reynsla þín
af því að búa í áratug í Noregi?“
„Mér leið vel í Noregi, en ef ég á að
segja alveg eins og er, þá líkar mér betur
að vera hér heima.“
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13.JÚN11992 7