Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 3
1-PgPáTg •» o. A Æ Jt _M_ Jt i Á i A1] S1E Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Þetta er ekki venjuleg uppgjafa dráttarvél, heldur tákn um byltingu í verkmenningu, sem hér varð eftir stríðið: Farmall A, eða Farmailinn, var fyrsti „sláttutraktorinn" eins og þá var sagt og boðaði þáttaskil milli hestaverk- færaaldar og vélaaldar. Núna getur Farmallinn talizt til þjóðminja; þau fáu eintök sem enn eru til, eru safngrip- ir. Þessi stendur í Bólu í Blönduhlíð, nálægt því sem bær Hjálmars skálds stóð. Neðar í brekkunni sést minningar- lundur skáldsins, síðan Héraðsvötnin og Tungusveitin. Hafsteinn Guðmundsson, eða Hafsteinn í Hólum eins og hann hefur löngum verið nefndur, er brautryðj- andi í listrænni hönnun á prentgripum og fræg- ur smekkmaður og fagurkeri. Með útgáfu sinni og útlitshönnun hefur Hafsteinn gegnt menn- ingarhlutverki, sem nú er minnst með sýningu í Landsbókasafni og grein í Lesbók. A Húsvernd er eitt af þeim verkefnum sem þjóðminjasafnið sinnir og nú stendur yfir sýning í Bogasalnum um þetta efni. Af því tilefni hefur Júlíanna Gottskálksdótti skrifað grein. Möðruvellir í Hörgárdal, Grund í Eyjafjarðarsveit og Möðruvellir í sömu sveit eru meðal eyfirzkra frægðarbýla og höfuð- bóla. Blaðamaður Lesbókar hefur verið á ferð nyrðra og skrifað nokkra minnispunkta, m.a. um þessi þjóð- kunnu býli. EINAR BENEDIKTSSON Útsær -brot- Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar, ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu. Hjá þér eru yngstu óskir míns hj'arta skírðar. Utsær — þú ber mér lífsins sterkustu minning. — Ég sé þig hvíla í hamrafanginu víðu; ég heyri þig anda djúpt yfir útskaga grynning. Ofsinn og mildin búa þér undir bránni; þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi, þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni, en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi. Því dagar sólina uppi um unaðsnætur. Þá eldist ei líf við blómsins né hjartans rætur. — Hafkyrrðin mikla leggst yfir látur og hreiður, en lágeislinn vakir á þúsund sofandi augum. Á firðinum varpar öndinni einstöku reyður, og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum. Báruraddir í vogavöggunum þegja. Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi. Tíminn er kyrr. Hann stendur með logandi Ijósi og litast um eftir hvetju, sem vill ekki deyja. En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin. Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin. Skýin, þau hanga á himninum slitin í tötra. — Það hriktir í bænum, eins og kippt sé í fjötra. — Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin. Grunnsjórinn beljar um voginn, svo jarðirnar nötra. En hafáttin er í húmi og blikum til skipta; hún hleypir skammdegisbrúnum föl undir svefninn. Þá hamastu, tröllið. I himininn viltu lyfta hyljum þíns eigin dýpis og álögum svipta. Einar Benediktsson (1864-1940) var eitt af þjóðskáldunum á fyrstu áratugum aldarinnar, fæddur í Héðinshöfða, dáinn í Herdisarvík, grafinn á Þingvöilum. Einar var lögfræðingur, ritstjóri og beitti sér fyrir nýtingu íslenskra auðlinda. Kvæðið Útsær er langt og ekki tök á að birta það í heild, en Einar mun hafa taliö þetta bezta Ijóð sitt. B B Að sigra heiminn með gamansemi og bjartsýni Trúirt flytur fjöll, stendur einhvers staðar skrifað. En nú þarf ekki trúna til. Menn eru í því að flytja fjöll. Að minnsta kosti Danir. Þeir lyfta grettistökum. Við íslend- ingar breytum fjöllum í vegi og förum létt með það. Úr eymdarhjalinu hér á íslandi skrapp ég fyrir stuttu til Danmerkur, en þar er mikill skortur á fjöllum. Að vísu eiga þeir Himmelbjerget og Ejer Bavnehoj, sem eru um 150 m háar hæðir. En þrátt fyrir allt þetta fjallaleysi eru Danir fjallhressir, og bæði bjartsýnir og léttlyndir. Skömmu fyrir komu mína þangað höfðu þeir vaknað upp einn morgun við það, að þeir höfðu dirfst að segja nei við Maastricht- samkomulaginu (en Maastricht er í Hol- landi, sem er líka land fjallaleysis) og þeir urðu svo hissa á sjálfum sér að þeir vissu vart sitt ijúkandi ráð. En að sjálfsögðu héldu þeir upp á það á sinn hátt, með öllara og smurbrauði. Aðeins hálfum mánuði síðar, er þeir voru uppteknir við að halda upp á silfurbrúðkaup Margrétar drottningar og Hinriks prins, urðu þeir aftur aldeilis stein- hissa. Það var þegar þeir sigruðu Hollend- inga í knattspyrnu og komust í úrslit Evr- ópukeppninnar. Enginn hafði búist við Dön- um í úrslitin en þeir sýndu heiminum hvar Davíð keypti ölið og nú var aðeins Golíat eftir, erkifjendurnir Þjóðverjar. Og meðan löggan í Svíþjóð barðist við breska óláta- seggi skálaði Kaupmannahafnarlöggan við danska góðlátaseggi áfyáðhústorgi og Strik- inu, þar sem rosknar konur rauluðu ættjarð- arsöngva og teyguðu Túborg af stút. Hvað er það eiginlega sem gerir Dani svona glaða, sjálfstæða og óbangna við að vera öðruvísi? Ég hef velt því fyrir mér og eftir að hafa horft á þá sigra heimsmeistar- ana þýsku með tveimur mörkum gegn engu hallast ég að því að það sé einkum tvenntj sem Danir hafa umfram aðrar þjóðir: I fyrsta lagi heilbrigðan húmor. Þeim verður nær allt að gamni. Þeir kunna þá list öðrum betur að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér. Þá list þyrftum við að læra af þeim. í öðru lagi er það takmarkalaus bjartsýni, sem byggir á trú, trú sem getur flutt fjöll. Eftir vökudvöl í þessu landi bjartsýni', dirfsku og gleði sest ég upp í einhverja Dís á Kastrúp, spenni ólar og opna íslensk dag- blöð, fullur heimþrár og þjóðarstolts, þrátt fyrir allt. En hvað gerist? Niðurdrepandi bölmóður, svartnættisraus og letjandi barlómur slær mann næstum í rot í fyrstu lotu: Minnkandi afli, gjaldþrot, deilur um kvóta, ef ekki EES þá fer allt í klessu, myndir af alvarlegum allt-vitum, sorgmædd- um landsfeðrum og svo framvegis. Auðvitað er ég þjóðerni mínu trúr og mála skrattann á vegginn, það eru jú til ljósir punktar hjá okkur, en þeir hverfa bara í skuggann af svartnættinu. Hjálpin og náðin virðist aðeins geta kom- ið að utan. Því er líkast að þjóðin hafi glat- að trúnni á að hún geti eitthvað sjálf. Hægt væri að skilja þetta ef nú geisuðu móðuharð- indi, svarti dauði og Skaftáreldar, allt í senn! En því fer fjarri, hér er á ferðinni ein rík- asta og best menntaða þjóð í heimi, sem hefur aldrei fyrr verið eins vel í stakk búin til að taka á erfiðleikum. En hún virðist ekki geta fundið sér annað til dundurs en að telja kjarkinn úr sjálfri sér. Við göngum meira að segja svo langt, ef annað er ekki fyrir hendi, að fárast yfir óblíðri veðráttu á íslandi, líkt og við hefðum flutt hingað í gær eða fyrradag og veðrið kæmi okkur á óvart! Eitt kuldakast í júní ætti varla að teljast til tíðinda hjá þjóð, sem búið hefur í þessu harðbýla landi í yfir 1100 ár, hvað þá að við hótum sjálfum okkur því að flytja úr landi þess vegna. Þetta er í sjálfu sér eintómt nuð og mér væri sjálfsagt nær að hætta þessu nöldri og fara í góða fýlu með hinum. En satt að segja nenni ég því ekki sem stendur, það er svo leiðinlegt til lengdar. Og þegar mað- ur er svona nýkominn heim úr grænum og hlýjum löndum eru bjartsýni og jákvæðni ennþá ofarlega í huga. En það líður vafa- laust ekki á löngu áður en ég verð aftur orðinn samdauna hinum, fúll og argur og hef allt á hornum mér. Það er líka heila málið: Þessi svartagallssótt er bráðsmitandi og þegar öll þjóðin er orðin gegnsýrð af henni er ekki von á góðu. Því er nauðsyn- legt að snúa við blaði og gefa bjartsýni tækifæri til að komast að hjá þjóðinni á nýjan leik. Og vissulega má segja með sanni að Kjaradómur hafi nú lagt sitt af mörkum til að létta okkur lund um stund og hljóta þeir kjaradómarar að hafa dottið í einhvern bjart- sýnispollinn þegar þeir ákváðu að sumir þyrftu að fá meira en aðrir. Og ég vil leggja mitt af mörkum í þeirri viðleitni og bendi á tvær mögulegar útflutn- ingsafurðir, sem skapað geta atvinnu og þjóðartekjur. í fyrsta lagi komst ég að því úti í Noregi, að þar þekkja menn ekki verk- færi, sem hér gengur undir heitinu kant- skeri. Hann er notaður til að skera kanta á heimatúnum og í görðum. Við gætum nýtt rekavið í sköftin og brotajám eða ál í hausinn. Og selt Norðmönnum kantskera. í öðru lagi gætum við nýtt öll þau skip og báta, sem hér liggja bundin við bryggjur verkefnalaus, stórvirkar jarðýtur og vöru- bíla og önnur slík verkfæri og allt það vinnu- afl sem er á lausu sem stendur, og undir stjórn þeirra vönu fjallaflutningamanna, sem við eigum nú þegar, gætum við selt nokkur af þeim ótal fjöllum sem standa víðs vegar um land fáum til gagns eða gamans, Dönum frændum okkar, sem eru svo víð- áttu fjalla-lausir og bjartsýnir. Og Danir eru áreiðanlega aflögufærir um slatta af bjartsýni í staðinn, til þess að vöru- skiptajöfnuðurinn haldist. Jafnframt megum við til að minna Dani á hveijir það voru sem fundu Vínland. í Berlingske Tidende 19. júní sl. er frétt um víkingahátíð í Friðriks- sundi, sem haldin var í 41. sinn, þar sem segir að hátíðin „snúist um ferðir norðurbú- anna frá Norð-vestur-Grænlandi til Vín- lands, sem síðar varð að Ameríku". Hvergi er minnst á ísland i þessari frétt. Kannski við höfum vanrækt víkingaþáttinn í íslands- sögunni og ættum að taka upp víkingahátíð- ir á íslandi. Og efla útflutning á þeirri stað- reynd að íslenskur víkingur fann Ameríku fyrstur Evrópumanna. Kænlegast væri sennilega að setja á laggimar sendinefnd íslenskra víkinga, sem færi til Danmerkur að leita bjartsýni og léttlyndis? hrafn Harðarson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.