Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 8
Frá viðgerð Víðimýrarkirkju 1936. Úr bænbúsinu á Núpsstað. Inni í Víðimýrarkirkju á sama tíma. Matthías Þórðarson tók myndinar 1912. HUSVERND AISLANDI Ljósm./Þór Magnússon Sjávarborgarkirkja í Skagafirði var lengi notuð sem skemma, en er nú í eigu Þjóðminjasafnsins, sem hefur látið gera við hana. s i '}l ;íy. mótt eina árið 1973 tóku nokkrir félagar úr Torfusamtökunum sig saman og máluðu húsin á svonefndri Bemhöftstorfu í Reykjavík. Bar- áttan um framtíð þessarar lágreistu húsaraðar frá síðustu öld hafði þá staðið í nokkur ár og voru skiptar skoðanir um varðveislugildi húsanna. Bent hafði verið á að þama væri eina samfellda húsaröðin í Reykjavík frá fyrri hluta 19. aldar og greinar skrifað- ar þar sem vakin var athygli manna á látlausri fegurð húsanna sem að mati sumra voru þó aðeins danskar fúaspýtur. A þeim tæpu tuttugu áram, sem liðin era frá því að húsin á Torfunni voru máluð, hefur húsvemdarstefnunni vaxið fylgi bæði meðal almennings og ráðamanna. Friðun húsanna á Bemhöftstorfu árið 1979 og endurreisn þeirra næstu árin réð þar miklu. Menn sáu ekki aðeins að hægt var að gera við gömul hús og nota heldur einn- ig að þau vora hin fegurstu að allri gerð. í Bogasal Þjóðminjasafns íslands stendur nú yfir sýning sem ber heitið Húsvemd á íslandi. í máli og myndum er þar sagt frá brautryðj andastarfí Þjóðminja safnsins á sviði hús- verndar hér á landi og sýnd nokkur dæmi um viðgerðir gamalla húsa sem Þjóðminjasafnið hefur staðið að eða Húsfriðunarsjóður og aðrir opinberir aðilar hafa styrkt. Eftir JÚLÍÖNU GOTTSKÁLKSDÓTTUR Brautryðjandastarf Þjóðminjavarðar Enda þótt hugtakið húsvemd hafí orðið mönnum tamt í umræðu um umhverfis- og menningarmál fryir um tuttugu til þrjá- tíu árum, á húsvernd á íslandi sér lengri sögu. Hana má rekja til fyrstu starfsára Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar sem tók við embætti árið 1907. Sama ár höfðu verið samþykkt lög um vemdun fomminja þar sem kveðið var á um að til þeirra teldust fomar kirkjur og fom bæjar- hús. Fyrstu afskipti Matthíasar af varð- veislu gamalla húsa vora árið 1914, er honum tókst að fá nokkra fjárveitingu af ijárlögum til styrktar Skúla Guðmunds- syni, bónda á Keldum á Rangárvöllum, til að endurreisa gömlu bæjarhúsin á Keldum eftir landskjálftann 1912. Það var hins vegar ekki torfbær heldur steinkirkja sem Matthíass Þórðarson sá fyrst um viðgerð á. Það var Bessastaða- kirkja sem gert var við árið 1921 og mark- Húsin í Neðstakaupstað á ísafirði. Gert hefur verið við Tumhúsið, Faktorshúsið og Krambúðina og unnið er að viðgerð Tjöruhússins. aði sú viðgerð tímamót í húsvemd hér á landi. Bessastaðakirkja var þá bænda- kirkja og efndi Matthías til almennrar fjár- söfnunar til viðgerðarinnar, því ekkert fé fékkst til verksins af opinberri hálfu. Nokkrum árum síðar átti Matthías fram- kvæðið að því að Hóladómkirkja var tekin á fomleifaskrá og sá hann um endurbætur á kirkjunni þar sem leitast var við að færa hana í uppranalegt horf, en hún hafði fengið harða útreið skömmu fyrir 1890. húsasafn Verður Til Þetta var á þeim tíma er þorri lands- manna bjó enn í torfbæjum. Ljóst var að þar yrði brátt breyting á og að varðveita þyrfti merkustu bæina og sömuleiðis torf- kirkjurnar. Árið 1930 var fyrsta torfhúsið tekið á fomleifaskrá. Það var bænhúsið á Núpsstað. Sex árum síðar var Víðimýrar- kirkja keypt til Þjóðminjasafnsins og strax hafin viðgerð á henni. Var það í fyrsta skipti sem gert var við torfhús í menning- N BB 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.