Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 11
ég og tölti á eftir hinum vantrflaðá vini mínum. Fjárgatan lá nú sem oftar á árbakk- anum og ég stöðugt á verði hvort ég sæi nú ekki eitthvert líf. Og viti menn! Skyndi- lega sá ég einhverja hreyfingu við bakkann hinum megin. Gat þetta verið fískur? Ég sá svolítið óglöggt vegna ljósbrots sólar en gáði betur og hvað. Þama dormaði þessi svaka lax. Allavega sýndist hann mjög stór. Mér sjóðhitnaði öll- um og kom ekki upp neinu 'hljóði sem betur fór, það hefði getað orðið dýrkeypt ef ég hefði rekið upp eitthvert gól. Ég hentist afturábak, reif í Dadda og dró hann frá bakkanum. Hvað er að þér maður, sagði Daddi, ertu orðinn eitthvað verri. Mér fannst hann of hávær svo ég lagði fíngur á varir. Það er lax þarna í ánni, hvíslaði ég. Það getur ekki verið, sagði Daddi, þú hefur séð eitthvað annað. Þetta hefur verið sólar- glampi. Við læddumst fram á árbakkann og þarna var hann, það fór ekkert á milli mála, og ekki hafði hann minnkað. Við fómm mjög varlega. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að laxinn, ef að honum kæmi einhver styggð, þyrfti ekki annað en blaka sporði þá gat hann horfíð á augabragði inn undir holbakkann en þeir voru miklir þama. Við drógum okkur frá ánni, þögulir og settumst í grasið. Hvað getum við gert, sagði Daddi, það em engin veiðarfæri til, hvorki stöng né net. Við skulum hugsa aðeins, sagði ég. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað. Svo datt mér í hug. Net, sagðir þú. Það em netaræflar utan um heysáturnar heima á túni. Við skulum skoða þá. Þetta var auðvitað bamaskapur hinn mesti. Heim á tún var alllöng leið og að ímynda sér að laxinn biði þama eftir okkur var lítt hugsandi. En samt. Við tókum á sprett heim. Flugum yfír þýfi og grjót. Allt sem hét sauðfé var gleymt og skipti engu máli. Nú var það elsta og lífseigasta fmm- hvöt mannsins er hafði tekið yfírhöndina, veiðihvötin, veiða og drepa. Við rifum netadmslu utan af einni sátunni og eitthvað fundum við af snærisspottum, þeir vom ómissandi. Og svo var hlaupið til baka og á okkur hvfldi sú brennandi spuming, yrði laxinn á sama stað eða búinn að færa sig, horfínn undir holbakkann eða á leið til sjávar. Þá væri þessi fýrirhöfn til einskis. Við fómm gætilega síðasta spölinn, læddust að ánni. Og hvað haldið þið. Hann var þarna á sama stað, hafði ekki hreyft sig, líklega verið sofandi. Og nú var hafist handa við að útbúa veiðarfærið. Við bundum steina neðan í netið og fest- um spotta í báða enda. Svo fómm við nokk- um spöl niður með ánni, fyrir neðan laxinn, sjávarmegin. Ég sagði við Dadda að hann skyldi vaða yfír ána og alveg yfír á hinn bakkann og óð ég á eftir honum út undir miðja á. Ain þar sem hún var dýpst tók okkur í mitti og að sjálfsögðu vomm við ekki einu sinni í stígvélum, en það skipti nú litlu máli, okkur fannst áin ekki einu sinn svöl hvað þá köld. Svo héldum við netinu uppúr. Daddi á bakkanum og ég út undir miðri á og héldum nú upp ána í áttina að laxinum og alltaf treystum við því að hann héldi sig á sama stað. Ég taldi mig vita það fýrir víst að þegar kæmi styggð að laxinum þá myndi hann ömgglega leita beint til sjávar og hann í þessu tilfelli átti að gera það, varð að gera það. Þegar við áttum eftir svona 4-5 metra í laxinn þá gaf ég Dadda merki um að láta netið síga niður með bakkanum. Jafnframt óð ég lengra út í ána og ofar svo að bugt kom á netið. Og þá var komið að því. Ég sagði Dadda að standa kyrr með sinn enda og tók sjálfur á rás upp ána með bægslagangi miklum til að koma styggð að laxinum. Það fór sem mig grunaði. Laxinn tók feikna viðbragð, þeyttist niður ána í átt til sjávar. Hann lenti beint inn í bugtinni á netinu, ég hljóp upp á bakkann til Dadda og þá var laxinn kominn í nokk- urs konar poka síðan kipptum við með sam- stilltu átaki laxinum upp á bakkann. Hann slapp úr netinu alltof nærri bakkan- um og það munaði ekki nema hársbreidd að vð misstum hann útí ána. Við hentum okkur á hann en náðum engu taki, enda getið þið lesendur góðir ímyndað ykkur kraftinn í honum svona algjörlega óþreytt- um. En við gátum hent honum og velt á undan okkur ofar á bakkann og einhvetjum höggum komum við á hausinn á honum. Allavega eftir langa og harða viðureign tókst okkur að koma honum frá bakkanum og upp í þýfí svo langt að við vorum vissir um að hann ætti ekki afturkvæmt til sinna heimkynna. Við vorum alveg útkeryrðir hentum okkur niður gapandi af mæði. En sælir. Og ennþá meiri var ánægjan fyrir það að þetta sem átti og var í rauninni vita- vonlaust frá upphafí skyldi heppnast. — En mikið hefur blessaður laxinn verið feigur. Eftir að hafa strokið laxinn og mælt héld- um við af stað heim. Kindurnar voru vart sýnilegar, þær voru komnar svo langt fram í dalinn að þær kæmu vart til baka í bráð. Daddi hélt á netadruslunni. Ég hélt á laxin- um og var hann það stór að sporðurinn dróst niður, lafði ofan í íjárgötuna og hann seig í. Við vorum dasaðir og við vorum þögulir fýrst í stað. Ég held að við höfum verið svo hissa á að þetta skyldi lánast að við höfum bara verið orðlausir. Og ég fór svona til að ná mér niður að hugsa. Hugsa um hve fyrsti dalbúinn hefði verið í slæmum málum'og illa fyrir honum komið er við skildum við hann síðast. Nú var úr vöndu að ráða hjá Sæmundi frænda. Nú var Hrolleifur orðinn sekur maður, allavega í Skagafirði og illræmdur svo langt sem fregnir af honum höfðu borist. Það sannaðist ekki á Sæmundi hið fomkveðna „að frændur eru frændum verstir", það var nú eitthvað annað. Sæmundur og Ingimundur hinn gamli landnámsmaður á Hofí í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu voru góðvinir. Þangað sendi Sæmundur Hrolleif og skyldi hann beiðast ásjár hjá Ingimundi. Ekki fannst Ingimundi sendingin góð en lofaði Hrolleifí og móður hans. að vera. Brátt sagði til sín hversu Hrolleifur var ódæll í umgengni. Einkum elduðu hann og synir Ingimundar, er vom miklir fyrir sér og kappsfullir, grátt silfur og þar kom að Ingimundur varð að meina Hrolleifí vist á heimilinu og setti hann niður á kot nokkurt er Ás var nefnt, en þó skammt frá Hofi. Hrolleifur taldi sig hafa veiðirétt í Vatnsdalsá á við heimamenn a Hofí en það vildu Ingimundarsynir ekki líða og þar kom að þeir börðust með gijóti milli ár- bakka. Ingimundur hugðist stilla til friðar, en þá reyndist ógæfa Hrolleifs og ill- mennska svo mikil að hann lagði velgjörðar- mann sinn spjóti sem varð hans bani. Þetta þótti hið mesta níðingsverk sem synir Ingi- mundar hefndu. Drápu þeir Hrolleif og sagt er að kerling móðir hans hafi látist af ein- hverskonar fjölkynngisæði. Vom þau dysjuð í landi Hofs. Það mun hafa sannast á Hrol- leifí hinum mikla að sitthvað er gæfa eða gjörvuleiki. En mikill mun hann hafa verjð fyrir sér. Ég held að ég gleymi seint andlit- um á heimilisfólki, er við birtumst með lax- inn. Og það var spurt í sífellu, hvar, hvem- ig og með hveiju. Þetta var kærkomið í soðningarleysinu og margfalt kærara vegna þess hversu óvænt þessi glaðningur barst. Og þá er komið að hinni miklu spurn- ingu. Hversu þungur var hann. Laxinn reyndist vera rúm 10 pund. Ég hefði að sjálfsögðu getað haft hann miklu stærri í frásögninni en þar sem þetta er sönn saga þá verð ég að láta mér lynda að segja eins og er. En ef við hefðum misst hann haldið þið þá ekki, veiðimenn góðir, að hann hefði verið í það minnsta 20 pund? Þessi blessaði fískur kom eins og himna- sending á kvöldverðarborðið og sem betur fór var hann nægilega stór til að allir yrðu mettir. Að lokinni máltíð gekk ég út á hlað. I deyjandi skini aftansólar sló rauðum bjarma á Hrolleifshöfðann. Dalurinn glóði í prupuralit og einhvers staðar þarna inn i dalnum sá ég fyrir mér rústirnar eða rétt- ara sagt veggjabrotin af bænum Þverá þar sem Hrolleifur hinn mikli og móðir hans, Ljót hin ijölkunnuga, háðu sína lífsbaráttu án þess að eiga samleið með sínum sam- ferðamönnum, sökum skapbresta sinna. Og Hrolleifur hefði getað látið sér um munn fara er hann leit yfír farinn veg og skamma ævi. „Ég hef átt samleið með mörgum, en fáir átt samleið með mér:“ Er ég minntist Hrolleifs í rústum Þverár, þá var mér efst í huga lánleysi hans og ógæfa án nokkurrar sakfellingar, manns sem ekki var sjálfrátt í orði né gerðum. Og hver veit nema kerling hin fjölkunnuga móðir hans er verndaði hann og dýrkaði til hinstu stundar hafí svæft laxinn góða og gætt hans fyrir okkur í þakkætisskyni fyrir að við skyldum á hjá henni og syni hennar og minnast þeirra að nokkru. Smátt og smátt fyrnist yfír hin gömlu eyðibýli, þau eru að hverfa inn í landið sitt aftur og í hraða nútímans sést mörgum ferðamanninum yfir hin sögulegu verðmæti þeirra. En minnumst þess jafnan er við eig- um leið hjá grónum rústum „að hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu". Höfundur er yfirlögregluþjónn á Akranesi. ANTON HELGI JÓNSSON I Kaupmannahöfn Þegar ég kem til Kaupmannahafnar horfi ég á þökin. Þau eru fyrir löngu orðin græn. Heima voru þökin líka græn. En þá voru þessi ný. Koparþök eða þekjur. Hver hefur sína sérvisku. Nema allt sé háð duttlungum og tísku í kortagerð. Hjá sendiherra tala menn fjálglega um Evrópu. Sumir minna þó á þýska varnarliðið og traffíkina við landamæri Póllands í september ’39. Guði sé lof fyrir hernám Breta Kanann og Flugstöðina. En eitthvað hefur gerst: Mér er sagt að ég lifí sögulega tíma ekki síður en skáldið sem orti um tannlaus orðin og matjurtarækt Bandaríkjamanna í Japan. Hvað segja skáld? Hafa líkingamar eitthvað að gera í pólitík? Ef þetta væri Ijóðið mitt um ástandið í heiminum gæti ég látið Palestínumann róa með sinn hvítbláa út á höfnina. Hnattstaða einstaklingsins er alltaf jafn hernaðarlega mikilvæg. En með ástandið í Evrópu og sérhagsmuni íslendinga í huga rekst ég á Hólmfast Guðmundsson af Vatnsleysuströnd í Höfn. Eg ætla mér ekki í framboð fyrr en á morgun og þetta er mitt prívat og persónulega Ijóð. Höfðingjadjarfur Dauðinn verður mér ágætis tilbreyting. Eitthvert kvöldið mun ég leggjast útaf í hreinum nærbuxum og gleyma því að trekkja upp vekjaraklukkuna. Þegar líður á mánuðinn kemur lúmskur húseigandinn með aukalykil og potar í skrokkinn: Hér geturðu ekki legið rotnandi og skuldað leigu. En ég verð þá farinn út á lífið dauða afturgenginn til ábyrgðarleysis og forréttinda hinnar eilífu sálar. Hvergi verður mér meinaður aðgangur. Ósýnilegur hvísla ég formælingum í eyru dyravarðanna, tylli mér við frátekna borðið, fer án þess að hugsa um reikninginn. Dauðinn verður mér ágætist tilbreyting. Vélasalurinn verður ekki minn höfuðverkur og verkstjórinn má rausa að vild um ómennsku og léleg afköst Afturgenginn fer ég ótilkvaddur uppá teppi. Höfundurinn, f. 1955 í Hafnarfirði, hefur búið í Svíþjóð um árabil. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir „Ljóðaþýöingar úr belgisku" og Mál og menn- ing hefur gefiö út. í henni er kveöskapur Antons Helga frá síðustu 12 árum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.