Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 4
„Finnst að ég eigi mikið ógert“ ILandsbókasafni íslands stendur yfir um þessar mund- ir sýning á útlitshönnun og bókagerð Hafsteins Guðmundssonar, sem með réttu getur talizt íslenzk- ur brautryðjandi í prentlist og útlitshönnun á prent- gripum, einkanlega bókum. Á sínu sviði er Haf- Portret Baltasars af Hafsteini Guð- mundssyni. Stutt spjall við HAFSTEIN GUÐMUNDSSON, fyrrverandi prentsmiðjustjóra í Hólum, núverandi bókaútgefanda í Þjóðsögu og brautryðjanda í íslenzkri prentlist og útlitshönnun bóka. steinn listamaður og hugsjónamaður í senn. Og nú þegar hann stendur á áttræðu er hann varla hálfnaður með stórverk, sem hann hef- ur iagt í meiri metnað en nokkurt annað: útgáfu á 10 binda verki um íslenzka þjóð- menningu. Af því sést, að metnaður Hafsteins er langt í frá að vera einvörðungu bundinn við útlit og stíl, heldur ber hann kannski umfram allt fyrir bijósti þjóðlega íslenzka menningu og íslenzka tungu. Þessvegna er mjög vel við hæfi, að Landsbókasafnið veki athygli á þess- um síunga brautryðjanda með sýningu á nokkrum prentgripum hans. Hafsteinn Guðmundsson er Vestmanna- eyingur; fæddur þar í apríl 1912. Á unglings- árum hans var starfandi prentsmiðja Guðjóns Ó. í Eyjum og þar hóf hann nám á fjórða áratugnum, en fluttist síðan til Keykjavíkur og hélt prentnáminu áfram í ísafoldarprent- smiðju og var útskrifaður sveinn 1939. „Ég hélt áfram við minn kassa í Isafold; var þar í sérstökum krók, sem var kallaður Letigarð- ur“, segir Hafsteinn. „Þetta var allskonar smáprent. Ég fór undir eins að teikna upp eða endurhanna hluti, sem höfðu verið eins tímunum saman. Leturtýpur voru yfirgengi- lega fábreyttar og sama var um letur vegna fyrirsagna. Þessvegna fór ég að teikna sjálfur fyrirsagnaletur til að bæta úr fátæktinni, en það mætti litlum skilningi og var kallað að gaufa. Ef maður velti hlutum fyrir sér, þá var maður að gaufa. En ég var víst fæddur gaufari og sneri eins oft baki í kassann og verkefnið, því maður var að velta fyrir sér ýmsum möguleikum." Sérstæðasti prentgripur, sem Hafsteinn átti þátt í að móta útlit á, var afmælisrit, sem út var gefið í tilefni 500 ára afmælis prentlist- arinnar árið 1940. í þessu riti voru ritgerðir eftir ýmsa mæta menn. Á titilsíðu bókarinnar og við upphaf hverrar ritgerðar teiknaði Haf- steinn margbrotna skreytingu með penna og síðan var það prentað með svörtu. Þegar bókin var komin saman, tók Hafsteinn 135 Einstæður prentgripur: Hafsteinn teiknaði myndlýsingu í afmælisrit á 500 ára eintök og handlitaði allar myndirnar svo eng- afmæli prentlistarinnar og handlitaði 135 eintök, svo engin tvö eru eins. AÐURINN hefir á dögum fyrstu sagna kunnað að hagnýta vald sitt yfir náttúrunni á marg- víslegan hátt. Hann gat stíflað fljótið, veitt því á þurrlendið og fengið þannig upp skorinn margfaldan ávöxt. En hann hefir sennilega snemma fundið, að slíkur sigur var aðeins ör- lítið brot þeirra möguleika, sem kraftur þessa náttúruafls fól í skauti sínu. Knúinn af frum- stæðri þörf til viðurhalds lífinu vann hann marga slíka sigra á öflum náttúrunnar. Þessi framsækna hvöt þroskaði hugkvæmni hans og leiftrandi gáfur, hann tók að skyggn- ast inn í leyndardóma eigin anda. Hann átti orð og tungu, sem að vísu endurkastaði daufri skímu af geislum heillar sólar, var honum sem lítil uppspretta af eilífu djúpi, en þessi uppspretta átti sér engan farveg. Þannig var andi mannsins bundinn upphafi sínu og vöggu- stað — hann reis af grunni í ólgandi gosum, er skópu undramyndir goðrænna veralda og Hafsteinn Guðmundsson: og hlutverk hennar“. Ljósm.Lesbók/Þorkell. „Oft finnst mér birtast í útlitinu fáfræði um Bókina ar tvær urðu eins og dæmi um þetta er ein- mitt til sýnis í Landsbókasafninu. „Þetta var mikið verk og seinlegt", segir Hafsteinn, „og ég vann við það í kjallara við Laufásveginn, en þó sem starfsmaður Isafold- arprentsmiðju. Það var líka mikið hneykslast á gaufínu í honum Hafsteini við þetta verk og talið óþarft. Ailt svona lagað var einskis metið og ég fékk ekki annað en mitt venju- lega sveinskaup fyrir verkið." Á heimili Hafsteins og konu hans Helgu Hobbs, sem er ensk að faðemi, má sjá að myndlistin er í hávegum höfð. Þar eru verk eftir Kjarval, Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Barböru Árnason, Einar Jónsson og fleiri. Ég veit af gömlum kynnum við Hafstein, að hann er mikill fagurkeri og ástríðumaður gagnvart myndlist. Raunar hefði hann gjaman viljað fara í myndlist- arnám og helga sig myndlistinni, segir hann. En kveðst um leið hafa verið nógu raunsær til að gera sér grein fyrir því, að sem mynd- listarmaður gæti hann ekki séð fyrir konu og heimili. „Ég vildi halda konunni, en svo fór þó að það gerði ég ekki; við skildum 1943 og þremur árum seinna kvæntist ég Helgu“, segir hann. En þó hann gæfí atvinnumennsku í myndlist uppá bátinn, málaði hann lítillega fyrir sjálfan sig, en hafði að eigin sögn aldr- ei kjark til að halda sýningu; „var óskaplega hlédrægur", segir hann. Þessi áhugi hafði kviknað í Iðnskólanum þar sem Bjöm Bjömsson var kennari; fram- úrskarandi listrænn maður og góður teikn- ari. Þar voru samtímis Hafsteini Skarphéðinn Jóhannsson og Helgi Hallgrímsson, síðar arki- tektar. Skarphéðinn var mjög áhugasamur líka og saman fóru þeir oft heim til Bjöms, sem tók þeim opnum örmum hvenær sem var. Einnig var Hafsteinn á myndlistarná- mskeiðum hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Bri- em. Það hafði líka sín áhrif, að Hafsteinn kynntist snemma Þorvaldi Skúlasyni og þeir urðu nánir vinir, Löngu síðar eftir að Þorvald- ur var allur, stóð Hafsteinn að útgáfu á glæsi- legri bók um Þorvald - og að sjálfsögðu hann- aði hann bókina sjálfur. A sýningunni í Þjóðminjasafninu: Bók, sem fagurlega er innbundin eftir teikn- ingu Hafsteins. Metnaður Hafsteins stóð til þess að full- komna sig í faginu og honum fannst ekki nóg að ljúka sveinsprófí hér. Strax að því loknu vorið 1939 hélt hann utan til Kaup- mannahafnar með það fyrir augum að fá vinnu í prentsmiðju og stunda síðan nám í Den Grafíske Höjskole á kvöldin. og fyrir orð eins af kennurunum hafði hann fengið starf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.