Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 9
Skilrúmið úr Bessastaðakirkju á sýningunni í Bogasalnum. Ljósm./Þorkell Ljósm./Leifur Þorsteinsson Húsin á Bernhöftstorfu máluð. Bessastaðakirkja að innan, áðuren hreytingar vorugerðar ogskilrúmiðfjariægt. Mynd til hægri: Saurbæjarkirkja á Rauðasandi, sem áður stóð á Reykhól- um, en var tekin niður og endurreist í Saurbæ. Norska húsið í Stykkishólmi. Inngangurinn hefur verið endursmíðaður eftir gam alli fyrirmynd. Ljósm./Hörður Ágústsson Ljósm./Hiirður Ágústsson arsögulegum tilgangi. Víðimýrarkirkja var byggð árið 1834 af Jóni Samsonarsyni, annáluðum hagleikssmið. Er kirkjan talin fegurst torfkirkna landsins. Um svipað leyti var einnig farið að huga að varð- veislu bæjanna á Keldum og í Glaumbæ og þeir síðar keyptir til Þjóðminjasafnsins. Gert var við Glaumbæ á árunum 1939-46 og var þar opnað byggðasafn árið 1952. Fimm árum áður hafði verið samþykkt viðbót við lögin frá 1907 um verndun fornminja þar sem kveðið var á um að þjóðminjavörður gæti veitt heimild til að nota mætti gömul hús sem minja- söfn. Með því móti skipaðist betri grund- völlur fyrir verndun stóru torfbæjanna sem fólk var þá að mestu leyti flutt úr. Var Glaumbær fyrsti torfbærinn sem opnaður var sem byggðasafn, en síðan hafa bæirn- ir í Laufási, á Grenjaðarstað og Bursta- felli verið opnaðir almenningi til sýnis. Nú á dögum eru þessir bæir sjálfsagðir við- komustaðir ferðamanna, innlendra sem erlendra, og ógleymanlegir hvcrjum þeim sem þangað kemur. Örar þjóðfélagsbreytingar á árunum eftir stríð fólu i sér miklar breytingar á högum fólks og búsetu. Gömul hús gegndu ekki sama hlutverki og áður og var því hætta búin. Ein leið þeim til bjargar var að taka þau á fornleifaskrá eða afhenda þau Þjóðminjasafninu. Á þann hátt bætt- ust fleiri hús við í húsasafnið. Nú eru tæplega fjörutíu hús og bæir í húsasafninu víðs vegar um landið. Þar eru allir stóru torfbæirnir og allar torfkirkjurnar nema Silfrastaðakirkja sem er í Árbæjarsafni. í húsasafninu éru auk þess mörg merk timb- urhús og hlaðin steinhús. HÚSFRIÐUNARNEFND OG Húsfriðunarsjóður Það var ljóst er líða tók á sjöunda ára- tuginn að sú leið að taka hús á fornleifa- skrá og koma þeim í umsjá Þjóðminja- safnsins eða flytja gömul hús í miðbæ Reykjavíkur í Árbæjarsafn hrökk hvergi til. Á sjötta og sjöunda áratugnum hafði sú skoðun verið ríkjandi að gömul hús væru lítils virði samanborin við ný og við skipulagsgerð var gert ráð fyrir miklum breytingum á gamalgróinni byggð og stór- felldu niðurrifi. En róttækar breytingar kölluðu á andsvar og samhliða trú manna á nýjungar vaknaði vitund þeirra um þau menningarverðmæti sem gamlar bygging- ar fólu í sér. Á erlendum vettvangi voru samdar ályktanir um vemdun menningar- sögulega merkra bygginga og víða hafnar kannanir á varðveislugildi gamalla bygg- inga í gömlum borgarhverfum. Fyrsta könnunin af því tagi hér á landi var könn- un Harðar Ágústssonar listmálara og Þor- steins Gunnarssonar arkitekts á varð- veislugildi gamalla húsa í miðbæ Reykja- víkur sem þeir unnu fyrir borgarráð 1967-69. Hörður hafði þá um nokkurt skeið unnið ötullega að því með skrifum sínum að vekja athygli manna á merkileg- um byggingararfi Islendinga sem fæstum var þá ljós. Hörður mun hafa átt dijúgan þátt í því að í þjóðminjalögum, sem samþykkt voru 1969, var kafli um friðun húsa og annarra mannvirkja. Stofnuð var sérstök nefnd, Húsafriðunarnefnd, sem skyldi gera tillög- ur til menntamálaráðherra að friðun húsa. Með stofnun nefndarinnar skapaðist tryggari grundvöllur en áður fyrir varð- veislu húsa sem talin voru hafa menningar- sögulegt og listrænt gildi. Árið 1976 var Húsafriðunarsjóður stofnaður sem gerði kleift að veita mönnum nokkra ijárhagsað- stoð við að gera við merk gömul hús. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að Húsafriðunarnefnd var stofnuð hefur starf hennar aukist til muna. Með ári hveiju fjölgaði umsóknum um styrki úr sjóðnum til viðgerðar húsa og ráðgjafar á vegum nefndarinnar veittu æ fleiri húseigendum aðstoð. Með nýjum þjóðminjalögum frá 1989 urðu umvifín enn meiri. Samkvæmt þeim lögum skyldu öll hús, byggð fyrir 1850, og allar kirkjur, byggðar fyrir 1918, vera sjálfkrafa friðuð. Munu friðuð hús á landinu nú vera um 370. Nokkur Verkefni Á sýningunni í Bogasal Þjóðminjasafns- ins eru sýndar myndir og teikningar af nokkrum þeirra friðuðu húsa sem notið hafa faglegrar ráðgjafar Húsafriðunar- nefndar o g Húsafriðunarsjóður hefur styrkt viðgerðir á. Einnig eru kynnt verk- efni eins og viðgerð Hóladómkirkju, Við- eyjarstofu og Bessastaðakirkju sem sér- stakar nefndir hafa staðið straum af. Meðal verkefna sem kynnt eru á sýning- unni er viðgerð Norska hússins í Stykkis- hólmi sem var eitt fyrsta verkefnið sem Húsafriðunarsjóður styrkti og jafnframt eitt það umfangsmesta. Sýslunefnd Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu keypti húsið á sínum tíma með það fryir augum að gera það að byggðasafni. Svipað hefur verið gert víða annars staðar og hefur Húsafriðunarnefnd stutt við bakið á ýms- um sveitarfélögum sem hafa látið gera við gömul verslunarhús sem mörg hver eru hreinir safngripir og henta einkar vel sem safnhús. Eru dæmi um slíkt frá Eskifirði og Isafirði. Stór hluti þeirra húsa sem Húsafriðun- arsjóður hefur styrkt viðgerð á er kirkjur. Samkvæmt núgildandi þjóðminjalögum eru um 220 kirkjur í landinu friðaðar. Margar gamlar sveitakirkjur eru hrein listasmíð og víða einu húsin í sveitinni sem talin eru hafa listrænt og menningarsögu- legt gildi. Á sýningunni eru dæmi um kirkj- ur sem verið höfðu í vanhirðu um langt skeið, en tekist hefur að bjarga og hefja til vegs á ný. Á sýningunni í Bogasalnum hefur kirkjuverkefnunum verið komið fyrir í bog- anum, en þar fyrir framan hefur gamla milligerðin úr Bessastaðakirkju verið sett upp. Milligerðin var fjarlægð úr kirkjunni á sínum tíma, en bjargað inn í hús Þjóð- minjasafnsins þar sem hún hefur verið geymd síðan. I tilefni sýningarinnar var hún sett upp að nýju til að minna okkur á að ekki er öll nótt úti enn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.