Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 2
t MAGNÚS EINARSSON Vélar Fátt ermönnum tamara núorðið en aðhafa einungis þaðfyrirsatt sem augað skynjar í dagbirtu. Allri frumspeki hefur verið mark- aður bás með hannyrðum ýmiss konar og kjörbúðarspeki. Og skammt mun líða að endanlegu uppgjöri tiltekinna líkinga mannshugans sem þjónað hafa forvitni- þránni í gegnum blámóðu árþús- undanna. Sá dagur mun upp renna að hænan verður fullbökuð og eggið endanlega spælt. Samfarir Undan ströndum skip fyrir seglum loga kyndlar við hásæti hennar Hrútur kominn til bóta í rekkju Gunnhildar kneyfuðu ölið fram með vetri / Af íslandi er það að segja að nú mátti rás álaganna heíjast Unnur leitar í karllegg og samfarir Hallgerðar og Gunnars eru á nótunum haltu mér slepptu mér Það er Skarphéðinn sem horfir beint í eldinn. Heimspeki Þá er ungur ég var voru heimska og heimspeki mér framandi lönd Enda voru fjöruferðir mín alhliða næring Þyrsti í leyndardóminn handan hafflatarins Þvínæst hafði ég kynni af mönnum Að rata heim reynist mörgum ærið erfitt einkum hafí menn aldrei ratað að heiman Heiman og heim aftur Heimvera! Heimspeki! Höfundur er mannfræðingur og fram- haldsskólakennarí. HVALBROT 1 Að undanfömu hefur mjög mikið verið skrifað um skáldskap Jónasar Hall- grím.ssonar, hver grein- in og ritgerðin rekið aðra. Og er von til þess, því lengi verður þar af nógu að taka. Einna nýjust er stutt grein eftir Heiga Hálfdanarson í Lesbók Morgunblaðsins 4. júlí síðastliðinn, „Að brjóta hval“. Hún snýst um orðaiag í 8. erindi Hulduljóða. Þar spyr skáldið huldukonuna mikillar spurningar, þ.e. hver heimurinn sé í eðli sínu. Það má liggja milli hluta, hvort svarið er lagt huldu- Hvorugkynsorðið hval hefur hvergi fundizt enn í vorri tungu, og eftir ýmsar vangaveltur um réttmæti orðmyndarinn- ar lýkur Helgi máli sínu á því að kalla eftir annarri og betri skýringu, ef einhverjum skyldi þykja skýring hans ósennileg. Eftir HANNES PÉTURSSON konunni í munn (sem raunar horfir beinast við) eða skáldið svarar sér sjálft: Að eðli heimsins er „líf og andi“, í honum búa hugs- anir drottins hvarvetna, jafnt „þar sem að bárur brjóta hval á sandi“ sem „i brekku þar sem fjallaljósið grær“. Helgi kveður svo að orði, að þessar tvær ljóðlínur saman eigi „einungis að merkja: frá fjöru til fjalls. Pjall- ið er kennt við gróður sem þar er að vænta, og mætti þá búast við að fjaran væri kennd við álíka nærtækt einkenni“. Hér er heldur lítið gert úr þessum línum Jónasar. En nán- ar um það síðar. Helgi getur með engu móti unað þeim skilningi, að hval sé þolfall af hvalur í merk- ingunni hvalfískur. Hann ritar: „Jafnvel þótt fallizt væri á að gera hvalreka að helzta auðkenni fjörunnar, næði engri átt að segja, að bárumar brjóti hvalinn. Bárurnar brjóta sjálfar sig við strönd, svo sem klifað er á í ljóðum; þær brotna á sandr, það er allt og sumt sem hér er um að ræða.“ Þriðja útgáfan af ljóðmælum Jónasar Hallgrímssonar var prentuð 1913. Um hana sáu Jón Ólafsson ritstjóri og skáld og Jón Sigurðsson frá Kaldaðamesi, sem fór yfir „öll handrit, sem til era eftir Jónas í safni Arna Magnússonar í Kaupmannahöfn“, eins og segir í formála. Þessi útgáfa þeirra nafna er falleg í hendi og markaði viss þáttaskil í ‘Jónasarfræðum’, því hvergi fyrr en þar hafði að neinu ráði verið gerð grein fyrir handritum skáldsins og ýmsum orðalags- breytingum í kvæðunum. I útgáfunni, rétt eins og í hinum tveimur fyrri (1847 og 1883), stendur í Hulduljóðum: „þar sem að bárur btjóta hval á sandi“. Hins vegar ritar Jón Ólafsson í stuttri leiðréttingaskrá aftan við formála sinn og vísar þar til þessarar línu: „Þar ætlar Hannes Hafstein nú að lesa eigi „hvel“ fyrir „hval“, og mun það óefað rétt.“ En fyrir því er hér nefndur Hannes Hafstein, að hann annaðist manna mest á sínum tíma í Kaupmannahöfn um aðra út- gáfu ljóðmælanna („Ljóðmæli og önnur rit“), og er ritgerð hans þar um Jónas endur- prentuð í þriðju útgáfu. Lítið mun Hannes hafa kynnt sér handrit Jónasar, að minnsta kosti er þess að engu getið í formála bókar- innar, heldur segir- að kvæðin séu „prentuð orðrétt eftir fyrri útgáfunni, aðeins röðin nokkuð með öðra móti“. Það er „óefað rangt“ að lesa eigi „hvel“ fyrir „hval“ í 8. erindi Hulduljóða, og hefur enginn útgefandi eftir 1913 gerzt svo djarf- ur að fara eftir tilgátu Hannesar Hafsteins, svo mér sé kunnugt, að einum undanteknum (íslenzk úrvalsljóð I, Rv. 1932). Ljóðlínan sem í hlut á er til í tveimur uppskriftum Jónasar, hinni fyrri með blýanti, hinni síð- ari með bleki, og hann ritar glöggt a á báðum ^stöðum. I útgáfu sinni á ritsafni Jónasar (I. Rv. 1929, bls. 343) hafnar Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður því með öllu, að þarna geti verið misritun, í upp- skriftum skáldsins standi „greinilega „hval“, enda er ekkert athugavert við það“ skrifar hann og hefur í huga hvalfisk. Helgi Hálfdanarson gengur ekki svo langt að lesa‘„hvel“ fyrir „hval“ í umræddri ljóð- línu, sem engan þarf að undra, því að það er alls ekki hægt heilskyggnum augum. Hann segir: „Og þá eru góð ráð dýr. Sé ekki um hrein pennaglöp að ræða, er varla nema eitt hugsanlegt. í þessari línu hlýtur hval helzt að vera hvorugkynsorð og merkja hið sama og hvel, þ.e.a.s. hvelfing.“ Hvorugkynsorðið hval hefur hvergi fund- izt enn í vorri tungu, og eftir ýmsar vanga- veltur um réttmæti orðmyndarinnar lýkur Helgi máli sínu á því að kalla eftir annarri og betri skýringu, ef einhverjum skyldi þykja Jónas Hallgrímsson. Teikning: Flóki. skýring hans ósennileg. Sá annmarki er samt á þessu, að hann tekur aðra skýringu því aðeins gilda, að þolfallið hval í ljóði Jón- asar merki annað en hvalfísk, þar eð ekk- ert vit sé í að hvalur geti brotnað. Ég held aftur á móti að orðið merki einmitt hval- fisk, og ekki neitt annað. Ég þekki Helga svo vel, að ég veit hann fyrirgefur að ég skuli ekki hlíta skilyrðum hans, heldur lengja mál mitt lítið eitt. 2 Fyrir þónokkuð mörgum árum rakst ég i máli fyrri tíðar á orð sem leiddu huga minn að þeirri mynd í Hulduljóðum, að bár- ur brytu hval. Ekki hafa þau ratað inn í prentaðar orðabækur, það ég viti. I Hös- kuldsstaðaannál (Annálar 1400-1800 V, Rv. 1946, bls. 557) segir til að mynda við árið 1775: „Hvalbrot rak undir Digramúla í Augusto og um sama leyti tvo hvali í Strandasýslu.“ Gísli Konráðsson ritar (Sagnaþættir, Rv. 1946, bls. 86), að vor eitt á fyrri hluta aldarinnar sem leið hafí „hvalbrot af stórhveli“ fundizt í fískhelgi fyrir framan Reyki á Reykjaströnd. Og séra Jón Reykjalín segir í lýsingu Fagranessókn- ar, er hann samdi 1840 — og Jónas Hall- grímsson fékk í hendur til athugunar, eins og til stóð um allar sóknalýsingar á vegum Bókmenntafélagsins — að sjaldan beri þar að landi „hvali eður hvalabrot"; prestur er þá að svara spurningu sem varðaði hafís. (Sýslu- og sóknalýsingar, Ak. 1954, bls. 31.) Við eftirgrennslan nú hjá Orðabók Háskólans reynast dæmin um hvalbrot vera talsvert mörg og víða að af landinu, hið elzta þeirra frá árinu 1636 (handrit í Arna- safni), hið yngsta frá 1897 (blaðið Dagskrá í Reykjavík). Orðin hvalbrot, hvalabrot gætu hæglega bent til þess, að svo héti í máli manna að hvalir hefðu verið brotnir, ef þeir sködduð- ust dauðir í kramlum sjávar illilega, stund- um svo mjög að þeir hlutuðust í sundur. Helzt mætti ætla að slíkt yrði þegar hafísjakar voru á reki. Orðalagið að brjóta hval er í sjálfu sér engu fjær lagi en að brjóta land, svo eitthvað sé nefnt. Að brjóta dún er meira að segja til í málinu, þótt skrýtið kunni að þykja, og var haft um eina athöfn af mörgum þegar hreinsaður var æðardúnn (sbr. rit Lúðvíks Kristjánssonar, íslenzkir sjávarhættir V, Rv. 1986, bls. 308). Þá var dúnhnyðrum vöðlað aftur og fram á grind, þar sem snæri var þétt strengt endanna á milli. Þetta kallaðist að brjóta dúninrí. Sandar era víða með ströndum fram á íslandi, og hagar þar til með ýmsu móti, eins og að likum lætur. Sums staðar er stutt í klettaþil, stórgrýti liggur hálfgrafíð við' fjöruborð, og jafnvel skjaga úfnir tangar út í sjó; heitir þar eigi að síður sandur. Slíkar aðstæður hygg ég að Jónas hafi haft í huga, þegar hann lætur „bárur brjóta hval á sandi“. Þá velkist dautt dýrið um í brimgörð- unum; þeir slengja því utan í stórgrýtið og klettana — þeir brjóta hvalinn. Þetta er allt önnur mynd og hrikalegri en hin, að „hval“ merki báruhveTsem brotn- ar á mjúkum ægisandi, með lýrískum þokka að því er manni skilst. í næstu ljóðlínu er nefndur einn af smávinunum fögra, fjalla- ljósið (þ.e. ljósberinn) sem grær í brekku. Þessi tvö dæmi, þessar tvær gagnólíku náttúru-myndir hlið við hlið, þjóna vel þeirri hugsun sem fólgin er í 8. erindi Hulduljóða, að hugsanir drottins séu í öllum heiminum (en ekki aðeins „frá fjöru til fjalls“), öllu sköpunarverkinu, svo ríkt að andstæðum sem það er, strítt og blítt. 8. Hvað er í heimi, Hulda!? líf og andi, hugsanir drottins sálum fjær og nær, þar sem að bárur brjóta hval á sandi, í brekku þar sem fjallaljósið grær; þar sem að háleit hugmynd leið sér brýtur, hann vissi það er andi vor nú lítur. Úr Huldiiljóðum - Textinn er hér tekinn úr ritverkum Jónasar Hallgrímssonar I, Rv. 1989. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.