Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 9
Kendo-skylmingamaður með bambussverð og í réttum búningi. vegur fyrir þróun Kendo, enda varð ástund- un þess á Kamakura-tíma.bi\mu fest í reglur og trúar- og heimspekilegir þættir sterklega tengdir því. í kjölfarið fylgdu óróatímar, Minamoto- ættin varð að láta í minni pokann fyrir Hojo- ættinni og síðan komst Ashikage-ættin til valda. Eftir uppgangstímabil minnkaði áhugi á Kendo eins og öðrum greinum hermennsku á fyrri hluta 14. aldar. Þessi „lægð“ stóð yfir á meðan tveir fyrstu herstjórar As- hikage-ættarinnar voru við völd. Yoshimitsu (1358-1408), þriðji herstjórinn af ættinni, var mikill áhugamaður um ástundun hernað- aríþrótta og hvatti til stofnunar sérstakra æfingasala, Dojo, í þessu skyni. Aðalgrein- arnar voru Kyudo, bogfimi, Kendo og Sumu, hin ævaforna japanska glima. . Lok Muromacfu'-tímabilsins (1392-1573) einkenndist, af blóðugum styrjöldum milli lénsherra „Daymio“ sem bitust um landgæði af ýmsu tagi og auðævi. Sumir gengu svo langt að ógna veldi herstjóranna. Þessir óróa- tímar, sem voru hræðilegir fyrir þjóðina, eru í japanskri sögu kenndir við Sengoku-Jidai (1490-1600), tímabil borgarastyijaldanna. Þétta stríðsástand hvatti til ástundunar skylminga, þó ekki væri til annars en að standa betur að vígi í lífsbaráttunni. Her- tækni þróaðist mikið á þessum tíma. Fræg er útfærsla herstjórans Takeda Shingen (1521-1573) á kínverskri herfræði, sem hann lýsti í hugtakinu Furinshinkan: Hraður sem vindurinn, þögull eins og skógurinn, eyði- leggjandi sem eldurinn og óhagganlegur eins og fjallið. Bæði er þarna höfðað til bardaga einstaklinga og hópa. Um allt Japan hvöttu lénsherrarnir til hermennsku, einkum skylminga. Skylminga- meistarar voru í hávegum hafðir og mikils metnir í samfélaginu. Draumur flestra skylmingamanna var að verða vopnameistari lénsherra eða jafnvel herstjórans. Á þessum tíma varð til siðfræði skylminga og Kendo, eins og við þekkjum það í dag, tók smám saman á sig mynd. Fjölmargir skylmingaskólar urðu til á þessum umbrotatímum. Af meira en þúsund slíkra skóla eða afbrigða eru aðeins nokkrir tugir stundaðir nú á tímum. Nen Ryu, skylm- ingaskóli sem stofnaður var af Nen Mamijion nálægt aldamótunum 1400 er almennt talinn elstur þessara skóla. Kendo Gerð Hættulaus Þegar Toguga wa- ætti n komst til valda (Edo Jidai 1603-1867) hófst tímabil nokkurs friðar í japanskri sögu. Höfuðborgin var flutt til Edo, sem nú heitir Tokyo. Þessi friðartími gerði Samuraiunum kleift að helga sig af fulium krafti ástundun Kendo, sem varð aðalinntak menntunar og uppeldisstétt jap- önsku stríðsmannanna. Innihald þess var í senn líkamlegt, siðfræðilegt, trúarlegt, heim- spekilegt og fagurfræðilegt. Fram að þessum tíma voru einvígi með sverðum, sem leiddu til dauða annars eða beggja aðila, algeng. Vegna þessa fengu frægir skylmingakenanrar á borð við Ono Tadaki, Iba Zésuiken og Nakanishi Chuta þá hugmynd að þróa hlífðarbúnað, sem gerðu ástundun Kendo hættulausa. Ekki var ein- hugur um þessar breytingar meðal Samura- ianna og þeir voru enn til, sem kusu fremur að beijast upp á líf og dauða með hárbeittum sverðum en kljást með bambussverðum í hlífðarbúningi. Nútíma Kendo þróaðist þó áfram og árið 1876 var Samuraiunum bannað að bera sverð sín á almannafæri. Kendo féll á þessum tíma nánast í gleymsku, eins og önnur hefðbund- in gildi á tímum mestu breytinga á japanskri sögu, sem kennt er við Meiji (1868-1915). Á þessum tíma færðist Japan fyrst af stigi lénsveldis í átt til nútíma samfélags á vestræna vísu. Eitt af sérkennum japanskrar sögu er einmitt það, að miðaldir á evrópska vísu stóðu þar fram að lokum síðustu aldar. Það er fyrst og fremst að þakka nokkrum skylminga- kennurum undir stjórn Sakakibara Kenkichi (1830- 1894), að Kendo sem menningararfleifð glataðist ekki fyrir fullt og allt. Sakakibara var óþreytandi við að halda sýningar og sótti um leyfi yfirvalda til að almenningur fengi að leggja stund á skylmingar. Þetta hafði verið bannað fram að þessu en gaf Kendo nýjan þrótt. I fram- haldi af þessu hefst þróun nútíma Kendo eins og það er þekkt í dag. Bak við keisarahöllina í Kyoto var stofnuð miðstöð fyrir ástundun hefðbundinna hernaðargreina, sem breytt- ust í sambland af íþróttum eins og við þekkjum þær á Vesturlöndum og listgreinum. Þessi æfingasalur, Bud- okuden, sem reistur var 1895 þjónar enn hlutverki sínu. Árið 1909 var stofnuð fyrsta Kendo-félagið í Japan og frá 1939 var Kendo stundað í öllum barnaskólum. Meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð féll Kendo í ónáð vegna þess að öfgasinnaðir þjóðernissinnar notuðu sér menningarsögulegt gildi þess meðal japönsku þjóðarinnar til að ýta undir hernaðarhyggju og öfgar. Amerísk hernaðaryfirvöld bönnuðu ástundun Kendo í Japan eftir stríðið og sýnir það vel, hversu sterk ítök þeir töldu það eiga í japönsku þjóðinni. Einnig var hætt að kenna Kendo í skólum. í fyrsta sinn í aldagamalli sögu sinni stöðvaðist framgangur Kendo í Japan. Var það á leiðinni að líða undir lok? Á þessum erfiðu tímum notuðu nokkrir einlægir aðdáendur skylm- inganna tækifærið og losuðu þær undan þjóðernis- og hernaðarhyggju, sem einkennt hafði þróun þeirra fyrir stríð. MEN: Högg á vinstri hlið höfuð■ hlífar. SKYLDUNAMSGREIN Árið 1952 var Kendo tekið upp á ný sem námsgrein í skólum og auk þess kennt al- menningi um allt Japan. Japanska Kendo- sambandið var stofnaði árið 1953 og með lögum frá 1962 var það gert að skyldunáms- grein í grunnskólum og menntaskólum um allt Japan. í dag eiga allir skólar, háskólar, stórfyrir- tæki, félög, og opinberar stofnanir sína eig- in æfingasali fyrir Kendo. Mikill fjöldi keppna er skipulagður á ári hverju og iðkendur Kendo eru á öllum aldri, af báðum kynjum og úr öllum þjóðfélagshópum. í Japan stunda menn Kendo frá barns- aldri og fram á elliár. Vegna jákvæðra áhrifa þess er ekki óalgengt að sjá í Japan skylm- ingamenn á áttræðis- og jafnvel níræðisaldri æfa sig af krafti, sem vekur furðu og að- dáun. Áuk þess sem Kendo felur í sér frá- bæra líkamsþjálfun er hugsjón Samuraianna um að bæta sjálfan sig í fullu gildi í nútíma Kendo. Lögð er áhersla á sið- fágun og að í stað óheftr- ar árásarhneigðar komi baráttuhugur, sem nýtist í daglegu lífi. Velgengni Japana er ekki síst þökk- uð þeirri menningararf- leifð, sem stríðsmennirnir þróuðu á liðnum öldum og er lifandi í japönsku samfélagi í dag. Þau gildi, sem Kendo felur í sér á ekki síður erindi til ann- arra þjóða en Japana sjálfra, enda vinsældir þess sívaxandi um heim allan. Alþjóða Kendo-sam- bandið var stofnað árið 1970 og japönsku skylm- ingarnar eru stundaðar í meira en 30 lönd- um. Telja má Kendo farveg fyrir japanska menningu erlendis, enda leggja Japanir mikla áherslu á útbreiðslu þess utan Japans. Heimsmeistaramót eru haldin á 3ja ára fresti, það næsta í París 1994. íslenska Kendo-sambandið var stofnað í september 1986. Það er aðili að Evrópusambandi í Kendo, sem skipuleggur námskeið og Evr- ópukeppni á hveiju ári. Höfundur er formaður íslenska Kendosambands- ins og kennir japanskar skylmingar. Hvað er Kendo? höfuðhlífar. ~ Nútíma Kendo er viðureign tveggja manna í hlífðarbúningi með bambussverðum, Shinai, sem koma í stað raunverulegra sverða, sem barist var með fyrr á öldum. Hlífðarbúning- urinn er samsettur úr höfuðhlíf, Men, brynju fyrir efri hluta líkama, Do, hönskum, Kote, og mjaðmahlíf, Tare (sjá skýringarmynd). Reynt er að koma höggum á mótheijann á þá hluta líkamans, sem varðir eru. Aðalhöggin eru Men, högg framan á og á báðar hliðar höfuðhlífar, Kote, högg á framhandlegg, Do, högg á hliðar líkamans báðum megin og loks Tsuki, stunga í hálshlíf. Vegna öflugs hlífðarbúnaðar eru slys í Kendo nánast óþekkt, þrátt fyrir að mikill kraftur sé oft í viðureignum. Ekki er sama hvernig högg eru veitt í Kendo. Þau þurfa að vera afgerandi og nákvæm samhæfing huga og líkama þarf að eiga sér stað. Þeir sem horfa á viðureign í Kendo undrast oft hljóð, sem skylmingar- mennirnir gefa frá sér. Tilgangur þessara hjóða, Kiai, felst í því að auka eigin kraft og hafa áhrif á andstæðinginn. Árásir í Kendo eru leiftursnöggar og eiga að fela í sér, að sigurvegari sé afdráttarlaus eins og þegar barist var með raunverulegum sverðum. Rafeindamælingar sem mæla snertingu í ólympískum skylmingum eru af þessum sökum óhugsandi í Kendo. Þó að viðurkenndir höggstaðir séu aðeins átta, eru tilbrigði árása, gagnárása og samsettrar tækni nánast óteljandi. Kendo er enda oft líkt við skák þar sem allur líkaminn kemur við sögu. Þó að keppni sé stundum í Kendo er hún ekki markmið í sjálfu sér og aðeins lítill hluti þess. Fjölbreyttar tækniæfingar og fyrrfram ákveð- in hreyfimynstur, Kata, eru meðal þess sem iðkandinn stundar allt sitt líf. Aðalmarkmið með Kendo er að rækta sjálfan sig, líkama og huga, efla viljastyrk, einbeitingu og þolgæði undir öllum kringumstæðum í gegnum einlæga og agaða ástundun. Siðfágun er stór hluti í uppeldi hvers skylmingamanns, þar sem virðing fyrir öðrum er í hávegum höfð. Keppni í Kendo fer fram eftir nákvæmum reglum. Keppt er á tré- gólfi, 9X11 metrar. Viðureignin stendur í 5 mínútur eða þar til annar keppandinn hefur unnið 2 stig. Sé staðan jöfn eftir 5 mínútur er fram- lengt í 2 mínútur í senn þar til annar keppandinn nær stigi. Dómarar eru þrír inná vellinum auk yfirdómara, tímavarðar og tveggja línuvarða. Urskurðir dómara eru endanlegir og er ekki breytt. Ætlast er til, að keppendur jafnt sem áhorfendur sýni stillingu meðan á keppni stendur og hvatningaróp til keppenda eru bönnuð. Fagnaðarlæti sigurvegara í lok viðureignar eru talin óviðeigandi. Keppendur í Kendo eru á öllum aldri og af báðum kynjum. Keppt er í flokkum barna og unglinga og kvenna- og karlaflokkum fullorðinna. Hæð og þyngd keppenda skiptir ekki máii. Algengasti aldur sigurvegara á mikilvægum mótum er 30-50 ár. Hægt er að hefja ástundun Kendo á öllum aldri með mismunandi markmið í huga. Ungt fólk finnur í því kraftmikla en agaða tjáningu, þar sem keppnisskap er virkjað í jákvæðri útrás. Þeir sem eldri eru geta kynnst því sem í Japan nefnist Do, þ.e. aðferð eða leið til aukinnar vellíðunar og lífsskilnings. Umfram annað er þó lögð í Kendo áhersla á að efla vináttubönd manna og þjóða á miili enda segir gamall málsháttur úr Kendo, að bestu bardag- arnir séu alltaf við þína bestu vini. T.S. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29.ÁGÚST1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.