Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 8
Ein elzta ljósmynd sem til er bardaga í kendo. Skylmingar í sögu og menningu þjóðar IJapan hefur sverð, ásamt spegli og gimsteini alltaf verið hluti af helgidómum keisarakrúnunnar. Sverð- ið var tákn eldingarinnar, spegillinn sólarinnar og gimsteinninn tunglsins. Þetta útskýrir að hluta til þá nánast goðsagnakenndu ástríðu, sem japanska legum akademisma eins og við sjáum hann í dag, einkum í Bandaríkjunum.“ — Ef við segjum sem svo, að á endur- reisnartímanum hafi málarar séð fegurðina í guðdómlegu samræmi manns, náttúru og sögu og þeim heilögu hlutföllum sem af því voru leidd, hvernig skilgreinir þú þá þetta hugtak fegurð, sem er svo óáþreifan- legt? „Eg mundi segja að endurreisnin hafi ekki verið sérstaklega kaþólskt fyrirbæri, því hún byggði á klassískri heiðinni hefð frá Aþenu og Róm, og var í raun frá upp- hafi að hluta til andkaþólsk. En hún fól í sér byltingu, því menn uppgötvuðu fjarvíddina, ljósið, rýmið og blekkinguna í málverkinu og það var ekki lengur bara táknrænt sem skreyting eða myndlýsing. Síðan höfum við upplifað stöðuga þróun og afturhvarf til þessar er klassísku hefð- ar, allt fram á okkar dag. Til dæmis eru margir sem standa í þeirri trú að konseptl- ist sé eitthvað alveg nýtt fyrirbæri í lista- sögunni, en bæði Piero della Francesca og Rubens voru í rauninni konseptmálarar og auðvitað er ég sjálfur konseptlistamaður þótt ég noti ekki þetta heiti sjálfur." — Hvað er það sem skilur þínar hug- myndir um fagurfræði frá hugmyndum endurreisnarmannanna? „Sá sem er fæddur á 20. öldinni og er að fást við myndlist getur ekki verið ósnort- inn af því sem gert hefur verið á þessu sviði. En eftir allt það sem framúrstefnu- mennimir gerðu í myndlistinni á öðrum, þriðja og fjórða áratug aldarinnar, var í raun og veru búið að koma nútímalistinni til skila. Síðan höfum við varla gert mikið annað en að liggja á meltunni og reyna að meðtaka alla ismana og allt það sem þá gerðist. Og auðvitað getum við ekki verið ósnortin af þeirri reynslu. Þó að ég sæki ýmislegt til endurreisnartímans, þá verður það aldrei endurtekning á því sama, og reyndar má einnig sjá viss áhrif frá pop-list í mínum verkum." — ítalski málarinn De Chirico, sem málaði byltingarkenndar myndir á öðrum og þriðja áratug aldarinnar undir merki hins metafýsíska málverks, komst að þeirri niðurstöðu þegar á þriðja áratugnum, að hann væri klassískur málari, og fór svo að kópíera gömlu meistarana frá því fyrir 1600 og mála myndir með hefðbundnum hætti, sem voru í ætt við klassík í merking- unni tímaleysi. Telur þú að hugmyndir hans hafi verið réttar? „Ég tel að De Chirieo hafi verið einn af merkustu listamönnum þessarar aldar. Afstaða hans var í raun mjög róttæk, því hann hafði hugrekki til þess að snúa aft- ur. Hann gerði myndir sem voru tímalaus- ar og gjörsamlega óháðar allri tísku. Hann gekk að sumu leyti lengra en Picasso.“ — Ég minnist þess þegar ég var í Róm veturinn 1966 og bjó í Skandínavíska klúbbnum við Via Condotti, að ég sá De Chirico alloft koma og fá sér drykk á Café Greco. Hann var alltaf einn og virtist ein- mana gamall maður. Hann málaði þá tímalausar myndir af trylltum hestum, og flestir sem ég þekkti töldu hann elliæran gamlan mann. Eftir lát hans hafa menn endurmetið verk hans. Hver verður dómur sögunnar? „Hans framlag til framúrstefnunnar var að ganga gegn henni. Þetta var mikilvægt skref, því hann var einna fyrstur manna til að átta sig á því að framúrstefnulistin væri komin á enda og því væri ekki önnur leið en að snúast gegn henni. Sú trú og sú von sem menn höfðu bundið við módern- ismann var horfin og ég held að flestum sé það orðið ljóst nú. Þetta á ekki bara við um myndlistina, heldur líka um alla tækniþróun tuttugustu aldarinnar. Við stöndum nú á krossgötum og þurfum að endurmeta alla þá miklu umbyltingu sem tuttugasta öldin hefur haft í för með sér. — Var módemisminn í kjama sínum draumur um betra mannlíf er byggði á tækni og rökhyggju og vísindalegri skipu- lagningu mannlífsins?" „Módernisminn var í fyrstu gagnrýnin hugsun og frjálst hugarflæði. Hann skap- aði sprengingar sem birtast okkur í hinum ýmsu ismum eða stefnum. Þessar spreng- ingar urðu smám saman minni og minni, og nú orðið em þær eins og veikur logi á eldspýtu. Menn gera ekki lengur stórar formrænar uppgötvanir. Menn segja reynd- ar að það sé ekki hægt að uppgötva neitt lengur hvað varðar form. Það sem hægt er að uppgötva nú liggur hins vegar í inni- haldinu og í nýju samhengi forms og inni- halds. Höfundur er myndlistarmaður og fararstjóri. Kendo er samsett úr ken, sem þýðir sverð, og do, sem þýðir leið. Orðið táknar í beinni þýðingu leið sverðsins. Þetta er list japönsku skylminganna. Að baki er löng saga frá göðsögulegum tíma. Þetta er þó ekki neinskonar fortíðarfyrirbæri á hverfanda hveli. Núna eiga allir skólar í Japan, stórfyrirtæki, félög og opinberar stofnananir sína eigin æfmgasali fyrir Kendo. Eftir TRYGGVA SIGURÐSSON sverðið, Katana, hefur öldum saman vakið í huga Japana. Fyrstu þekktu vísbendingar um bardaga með sverðum í Japan eru frá ATara-tímabil- inu, u.þ.b. 700 e.K. Heimildir herma, að á þessum tíma hafi aðalsmönnum við keisara- hirðina verið kenndar Tatchigaki og Kumitac- hi, tveggja manna æfingar með sverði. Þrátt fyrir þetta eru varla til ritaðar heimildir um skylmingar, sem unnt er að reiða sig á, fyrr en frá níundu öld. Af þessum sökum er ekki unnt að tileinka tilurð Kendo einstökum kennurum né heldur tímasetja upphaf þess af nákvæmni. Uppruni þess er afrakstur bardaga, sem japönsku stríðsmennirnir, Sam- urai eða Bushi, sem voru með afbrigðum hugrakkir og vopnfimir, áttu í frá örófi alda. 'I fyrstu rituðum, sögulegum heimildum í Japan, Kojiki og Nihonshoki („Sagnir af forn- um hlutum"), sem eru frá upphafi áttunda aldar, er greint frá því, að keisarinn Kammu (736-805) hafi látið reisa skylmingasal í helg- asta hluta hinnár nýju keisarahallar sinnar. Þetta gerðist stuttu eftir að jiirðin var flutt frá Nara til Kyoto. Á öllu þessu tímabili, sem nefnt er Heian Jidai (794-1185), var ástund- un skylminga daglegur þáttur í lífí ungra aðalsmanna við keisarahirðina. Hirðin í Kyoto tók þó fljótlega upp hóglífi og hermennska vék fyrir skemmtunum af ýmsu tagi. í lok tólftu aldar voru völd hirðar- innar orðin svo veikburða, að Taira-keisara- ættin tapaði hverri orrustunni á fætur ann- arri fyrir Mmamoío-ættinni, sem að lokum tók völdin í landinu. Minamoto-ættin flutti hirðina til Kamakura, sem er fjarri Kyoto og vel til þess fallin, legu sinnar vegna, að vera miðstöð stjómseturs fyrir allt landið. Sett var á laggimar herstjórn, Bakufu, sem stjórnaði í nafni keisarans. Fyrir hérstjórn- inni var herstjóri, Shogun, sem útnefndur var af keisaranum. Gullöld japönsku stríðsmannanna og hinna frægu japönsku sverða hófst á þessum tíma. Valdatími Mmamoío-ættarinnar í Kamakura, sem gengur undir nafninu Kamakura-Jidai (1192-1333) einkenndist m.a. af því, að vald keisarans, sem bjó í Kyoto, varð aðeins tákn- rænt í veraldlegum skilningi. Hann var þó áfram trúarleiðtogi landsins og af guðlegum uppruna samkvæmt Shinto, þjóðtrú Japana. SlÐAREGLUR STRÍÐSMANNA í landi, sem stjórnað var af stétt her- manna, þjóðfélagsstétt sem var frábærlega skipulögð og mönnuð einvalaliði, urðu smám saman til siðareglur stríðsmanna „Bushido“ sem hafa mótað alla sögu og menningu Jap- ans síðan. Bushido hefur verið nefnt „sál hins forna Japans" og er lykillinn að skiln- ingi á japanskri heimspeki og menningu fram á þennan dag. Kjarninn í innihaldi þessara siðareglna var ástundun dyggða á borð við hugrekki, þolinmæði, trygglynd og heiðar- leika. Markmiðið var að bæta sjálfan sig í samræmi við heimspeki Konfúsíusar. Þegar haft er í huga, að' Samuraiarnir voru áhrifamesta stétt japansks þjóðfélags fram undir lok nítjándu aldar er ljóst að áhrif siðgæðis þeirra og hugsunar náði til alls samfélagsins. Margir af frægustu lista- mönnum Japana fyrr og síðar tilheyrðu stétt stríðsmanna, t.d. myndlistarmenn og ljóð- skáld. Þekktastur þeirra er Musashi Miya- moto. Hann barðist í yfir sextíu einvígjum án þess að bíða ósigur en er einnig frægur fyrir frábær málverk, kallíógrafíur og rit- verk. Gorin-no-Sho, „Bók hinna fimm hringja", sem fjallar um heimspeki, hernað- arlist og sjálfsþekkingu, er í fullu gildi enn þann dag í dag og gefur góða innsýn í jap- anskan hugsunarhátt. Á fyrri hluta miðalda var fullkomin jarð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.