Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 7
eitthvað um heiminn, en ég var á annarri skoðun.“ — Ég hef séð því haldið fram um verk þín, að þau fjallfNfyrst og fremst um veru- leika tungumálsins, það er að segja þess myndmáls sem umlykur okkur í daglegu lífi og nútímamaðurinn notar í almennum tjáskiptum. Ert þú sammála þessari túlkun á verkum þínum? „Já, ég held að það geti verið nokkuð til í þessu. Og það á sér kannski að einhveiju leyti skýringu í þeim tungumálaerfiðleikum sem ég lenti í þegar ég yfirgaf heimaland mitt og þurfti að fara að tjá mig á fram- andi tungumálum, sem ég kunni aldrei til hlítar. Ég leitaðist því við að gera mynd- list sem gæti talað fyrir mig og sagt eitt- hvað um heiminn um leið.“ — Það sem greinir verk þín frá því sem oftast ber fyrir augu í nútímalist er að þau fjalla ekki um vanda málverksins sem slíks, heldur hafa þau oft skírskotun til um- hverfisvanda samtímans, mengunarvand- ans, hlutadýrkunarinnar og neyslusamfé- lagsins. Heldur þú að málverkið geti gegnt einhveiju hlutverki í því að fjalla um þessi vandamál samtímans af alvöru? „Já, málverkið hefur möguleika til þess, ef málarinn kann sitt fag. Það eru til þús- undir málara sem kalla vinnu sína mál- verk, en vinna þeirra er einungis helguð málverkinu í þeim skilningi að listin sé til listarinnar vegna og að hún hafi enga tilvís- un út fyrir sjálfa sig. Það er hægt að líta á samtímalistina og módernismann sem eins konar tungumál. Allt það sem gerst hefur eftir Malevitsj og Duchamp er eins konar kennslufræðilegt tungumál sem hef- ur þróast í gegnum abstraktmálverkið og allt það sem á eftir hefur komið. Það sem ég leitast við að gera er eitthvað algjörlega andstætt þessari þróun. Mig langar til þess að segja eitthvað á alþjóðlegan hátt um jarðkúluna okkar. Ekki út frá staðbundnum eða þjóðernislegum forsendum, heldur á alþjóðlegu tungumáli sem skilst jafnt í Afríku, Asíu, Evrópu og Ameríku. Tungu- máli sem býr ekki við þann klafa að þurfa þýðingu frá einu máli yfir á annað eins og rithöfundarnir búa við. Ég er þeirrar skoðunar að sá sem kann að mála með klassískum eða hefðbundnum hætti eigi að geta sagt hvað sem er á sinn persónulega og leyndardómsfulla hátt.“ — Þú ert þá þeirrar skoðunar að tækni- tilheyri ólíkum hugmyndakerfum og ruglir þeim saman til þess að sýna fram á að tímar hugmyndafræðinnar séu liðnir. Lítur þú þannig á málin? „Það liggja engar hugmyndafræðilegar ástæður að baki þegar ég vel efnivið í myndir mínar. Þegar ég nota fyrirbæri eins og tré, sól, ijall eða brauðsneið eða eitt- hvað annað í myndir mínar þá er það vegna þess að ég hef rannsakað þetta form. Það er fyrir mig eins og hluti fyrir heild eða biti í pússli. Eitthvað sem fólk þekkir og getur talað um. Það er ekki um táknræna merk- ingu að ræða eins og fólk vill oft halda, heldur frekar einhvers konar tjáning á lífs- gleði.“ — Eru myndir þínar tjáning á lífsgleði? „Já, eða öllu heldur sjónarhorn á lífið.“ — Nú mundu margir segja að heimildar- kvikmyndin og myndbandið væru eðlileg- ustu og nærtækustu meðulin til þess að íjalla um umhverfisvandann og önnur slík pólitísk vandamál sem vakin er athygli á í myndum þínum. Hvaða kosti hefur mál- verkið umfram þessa miðla? „Tungumál sjónvarpsins er ávöxtur nú- tíma tæknikunnáttu en galli þess er sá, að jafnvel þótt sjónvarpsvélinni sé beint að raunverulegum vandamálum er tengjast umhverfinu, þá segir hún okkur ekki hvers vegna eða hvernig við eigum að bregðast við vandanum. Horfir þú á sjónvarpið þá skiptir það stöðugt um umfjöllunarefni; Þú sérð svipmynd frá stríðinu, síðan kemur sápuauglýsing, þá stutt ástarsaga o.s.frv. og án enda. Þetta er tungumál sem hefur endaleysuna innbyggða í sjálft sig og ger- ir þegar upp er staðið ekki annað en að rugla fólk í ríminu. Sjónvarpið getur ekki sagt okkur á persónulegan, einlægan og sannan hátt, hvað er í raun og veru að gerast. Ég held hins vegar að hefðbundið málverk sé bæði afar fijáls miðill og per- sónulegur um leið.“ — Veldur það ekki árekstrum í starfi þínu sem málari ef málverkið á að gera hvort tveggja í senn að miðla upplýsingu og fagurfræðilegri reynslu? „Jú, slíkir árekstrar eru fyrir hendi og mér finnst þeiri eigi að vera og séu nauð- synleg forsenda þess að við stöldrum við og íhugum málin. Slíkir árekstrar eru mikil- vægir, ekki bara í því skyni að vekja nýjar spurningar, heldur líka til að veita ný svör.“ — Hugtakið fegurð hefur ekki átt upp erk eftir Milan Kunc. leg kunnátta í hefbundnu málverki sé for- senda fyrir árangri í myndlistinni? „Já, hvað sjálfan mig varðar að minnsta kosti. Ef ég vil tjá eitthvað sem ekki er hægt að koma orðum að með aðferð bók- menntanna.“ — Myndir þínar hafa oft meira og minna augljósa pólitíska skírskotun. Telur þú að málverkið sem slíkt geti þjónað einhveiju hlutverki sem pólitískur miðill? „Ég myndi vilja orða það þannig að allt alvarlegt málverk hafi vissa pólitíska merk- ingu. En ekki kannski í hefðbundinni merk- ingu orðsins. Mínar myndir eru ef til vill pólitískar á yfirborðinu, en í raun er ég ekki sérlega pólitískt þenkjandi. En sé málverk gott, þá hefur það alltaf vissan pólitískan boðskap.“ — Það hefur verið sagt um myndmál þitt að þú takir fyrir form og fyrirbæri sem á pallborðið hjá myndlistarmönnum 20. aldarinnar. Hvernig skilur þú þetta hug- tak, og hvaða þýðingu hefur það fyrir málverk þitt? „Já, ég tel það mikilvægt að tjá fegurð- ina á nýjan leik, því módernisminn gaf ekki mikið fyrir hana. Módernisminn var í raun og veru andsnúinn svokallaðri feg- urð, og það kom bæði fram í afmyndun og abstrakt myndbyggingu. Við sjáum af- myndunina til dæmis hjá Picasso, og með abstraktmálverkinu var ekki leitast við að kafa djúpt í hlutina, heldur að dvelja við yfirborðið og gefa áhorfandanum frelsi til þess að láta sig dreyma. Þetta gaf ekki góða raun þegar á leið, því fólk missti jarð- sambandið og sá ekki annað en formið tómt. Þannig varð módernisminn að form- SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29.ÁGÚST1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.