Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 4
 Úr höfninni í Ammassalik, sem lokuð er a.m.k. 7-8 mánuði á ári. Myndirnar tók greinarhöfundur. Undraland norðursins Þarfasti þjónn Austur-Grænlendinga. Klukkan fimm að morgni upphefst hundgáin. Allt í einu, þegar sólin hefur litað austurloft- ið gult, byrja fáeinir hundar að góla og gjamma og brátt bætast misháar og missterk- ar raddir hundruða sleðahunda við. í fáeinar Ammassalik er á svipaðri breiddargráðu og Patreksfjörður. Bærinn er miðstöð stjórnunar, þjónustu og verslunar á Austur-Grænlandi, en þar er meginbyggðin í Tasiilaq-héraði. I bænum búa um 1.500 manns en í héraðinu öllu, á 45.000 ferkm. (tæplega hálfu íslandi) búa alls 3.000 manns. Eftir ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON mínútur ómar skrautlegur kórsöngur morg- unsins í bænum. Spangólið er upphaf dagsins í Ammassalik á Austur-Grænlandi. Polhems-fjall (1050) og hvassbrýndir tind- arnir í austrinu eru orðnir gullnir í toppinn þegar maður brýst úr svefnrofunum nokkru síðar og snarast á fætur. Það væsir ekki um fólk í notalegu herbergi á Hótel Ammassalik sem hýst getur 50-60 gesti í ágætasta um- hverfi. Morgunmaturinn þætti að vísu í feit- ara lagi á þessum jarmdögum megrunar og kolestróls en kjarngóður skal hann samt vera á Austur-Grænlandi enda frostið úti 13 stig, þennan lognkyrra dag í apríl. Og það er betra að píra augun en ekki þegar horft er yfir hvítar snjóbreiður undir skellbláum himn- inum. JÚ, JÚ OGRfRÍ Það marrar undan fæti utan við hótelið. Við þrír myndgerðarmenn frá Sagafilm get- um ekki kvartað undan veðrinu. Sólskin og logn hin besta umgjörð utan um þá ferða- kynningarmynd sem okkur er falið að gera. Nú er fyrri ferðamannavertíð I plássinu. Hún hefst í apríi og stendur fram í byijun maí, allt eftir árferði. Síðla vetrar hefur veðrið að þessu sinni nánast leikið við íbúa Tasiilaq_- héraðs eftir snjóþungan snemmveturinn. A sólríkustu dögum nær hitastigið yfir frost- mark og fallega sólbrún andlit hvítingja í bænum (um 20%) segja sína sögu. Ferðahópurinn sem við fylgjum eftir við myndgerðina skiptist í tvennt þennan morg- un. Hluta hans bíða 7 hundaeyki við ísilagða höfnina. Kakóbrúsar, kaffí og danskt sæta- Útsýni yfir Ammassalik-bæ (Tasiilaq) Hundasleðaferð ferðafólks á lagnaðarísnum. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.