Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 3
KRISTMANN GUÐMUNDSSON Bl @ tB S! S10 S! 53 ® 1111CD13 ffl Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraidur Sveínsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Málverkið á forsíðunni er eftir tékkneska málarann Milan Kunc, sem flýði heimaland sitt og settist að í Þýzkalandi og orðinn vel þekktur víða um lönd. í sumar dvaldist hann um tíma og vann á íslandi; hélt hér sýningu og af því tilefni átti Ólafur Gísla- son orðastað við hann fyrir Lesbók, þar sem Kunc (framborið Kúns) lúrir ekki á skoðunum sínum og kveðst vera á móti framúrstefnunni. Ammassalik er kunnuglegt nafn, enda er bærinn í næsta nágrenni við ísland og á sömu breiddargráðu og Patreksfjörður. Þar hefst dagurinn með ák- afri hundgá klukkan 5 að morgni. Frá því og ýmsu öðru frá Grænlandi segir Ari Trausti Guð- mundsson í grein sem heitir Undraland norðurs- ins. Kendo er samsett úr ken, sem þýðir sverð, og do, sem þýðir leið. Þetta eru ævafornar, japanskar skylming- ar frá goðsögulegum tíma, en svo rótgrónar með japönsku þjóðinni, að skólar, stofnanir og stórfyrir- tæki eiga sína æfingsali fyrir Kendo. Tryggvi Sig- urðsson er einn fárra íslendinga, sem lært hefur og iðkað Kendo og segír frá þessari íþrótt í grein. Strandflóð á íslandi eru afleiðing af tíðum stormum, sem ber- ast yfir opið haf og eru algengari en svo að talin verði til náttúruhamfara, segir Páll Imsland í grein- arflokknum um rannsóknir á Islandi. Blábrá Myrkrið bláa í augum þínum fyllti æðar mínar söng. Gul birta lampanna, reykský í salnum, dynur margra radda, en blá kyrrð hjá þér. Myrkrið bláa í augum þínum gaf hjarta mínu þögn. Vina mín, Blábrá, brosin í feluleik á vörum þínum, og söngnum um munninn unga, munninn þinn mjúka, svara bláar hörpur í hjarta mínu, svarar blátt myrkrið í ljóma augna þinna. Kristmann Guðmundsson, 1901-1983, var upprunninn á Snæfells- nesi, en gerðist ungur rithöfundur úti í Noregi, en fluttist síðar til ís- lands og b)b í Hveragerði og síðast í Reykjavík. Hann var umfram allt rómantískur sagnahöfundur, en orti líka Ijóð, skrifaði smásögur, leikrit og endurminningar. ® ® ® ® Kynþáttafordómar og við sjálf Frá æskuárum mínum minn- ist ég þess að sagt var frá Ku Klux Klan og öðrum kynþáttahrokagikkjum í Bandaríkjunum sem of- sóttu negra, misþyrmdu þeim og drápu. Síðar komu til sögunnar gyðingaof- sóknir nasista og helförin illræmda. Að vísu höfðu gyðingaofsóknir tíðkast víða um lönd áður og nýlega rifjaðist það upp að þau kon- ungshjón, ísabella og Ferdinand á Spáni, höfðu flæmt gyðinga burt úr landi sínu 'á 15. öld og sögumar um meðferð Spánverja á þessu fólki voru lítt geðfelldari en sögurn- ar frá Þýskalandi á okkar dögum. Og þó vildu margir Spánverjar að ísabella yrði tek- in í dýrlinga tölu í sambandi við 500 ára afmæli komu Kólumbusar til Ameríku! Negrar voru fluttir inn frá Afríku til Bandaríkjanna sem vinnudýr en ekki menn nema að litlu leyti. Og hver vill veita vinnu- dýrum mannréttindi? Ekki er það rétt sem margir halda að þessum „vinndudýrum“ hafi öllum verið rænt heldur seldu sumir landar þeirra þrælakaupmönnum þetta fólk. Auðvelt er að rekja fjölda sagna um kyn- þáttahatur og hroka þeirra sem þóttust vera af göfugra kyni komnir, en það breytir í rauninni engu. Kynþáttahatur og fordómar lifa víða góðu lífi og gera það framvegis meðan framandi menn flytja inn á aðrar þjóð- ir í lftilli þökk þeirra. Lýsandi dæmi höfum við um slíkt frá Israel þar sem gyðingar fluttu inn á Palestínumenn og ruddu heimamönnum frá þar sem þeir vildu vera. Við höfum löngum stært okkar af því að hjá okkur þrífist engin kynþáttaóvild. Við gerum engan greinarmun á mönnum eftir litarhætti eða kynþætti og umgöngumst alla með sömu velvildinni og göfugmennskunni. En er það rétt? Erum við svona miklu göf- ugri í lund, en t.d. Þjóðveijar, Bandaríkja- menn og Spánveijar til forna? Já, meðan framandi fólk og öðruvísi litt er í svo miklum minnihluta hjá okkur að við verðum sama og sem ekkert vör við það, og meðan strák- arnir þeirra láta kynhreinu stúlkurnar okkar í friði. Fyrir nokkru sat ég og skrafaði við tvo góða vini mína og þá spurði einn okkar hvort við gætum sagt í fyllstu einlægni að við ættum ekki til fordóma t.d. gagnvart negr- um. Eftir nokkra umhugsun urðum við að viðurkenna að við værum ekki alveg lausir við þá. Við játuðum allir að við vildum síður að dætur okkar giftust dökkum mönnum en hvítum. Ekki þannig að skilja að við hefðum neitt á móti þessum ímynduðum dökku tengdasonum okkar, ef þeir væru jafnvandað- ir menn og þeir landar okkar sem komið hefðu til greina. En okkur varð hugsað til barnabarnanna okkar. Ekki það að við hefð- um neitt á móti elskulegum börnum þótt þau væri svolítið blökk á hörund, heldur hvarfl- aði það helst að okkur að þessi börn kynnu að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu vegna litarháttar síns. Yfirleitt mun sú hafa orðið raunin að þar sem dökkir menn hafa haft sömu menntun og hvítir og notið áþekkra launa og lífs- kjara, hafa vandræði milli þeirra ekki verið teljandi. En þar sem litað fólk hefur nærri því eingöngu gegnt „lægri“ störfum eða þar sem lífsvenjur þess hafa verið gerólíkar lífs- venjum hinna hvítu, hafa foreldrar barist hartrammlega gegn nánum tengslum kyn- þáttanna. Við viðurkenndum þó fúslega að heldur vildum við eiga vandaðan negra að tengda- syni en íslenskan drullusokk, að ekki sé nú talað um Austurlandakonur sem flust hafa hingað allmargar og yfirleitt getið sér hið besta orð. Ef við tökum Víetnama sem dæmi er það staðreynd að ekki hefur þurft annað en hjálpa þeim til að ná fótfestu, síðan hafa þeir stað- ið sig með afbrigðum vel, iðnir, duglegir og vandræðalausir svo að koma þeirra hingað hefur heldur orðið okkur fengur en hitt. Sömu sögu hafa Bandaríkjamenn sagt af sínum innflytjendum frá Víetnam-(Newsweek). Sem betur fer hefur lítið borið á óvild í garð framandi innflytjenda hér en þó hafa hjáróma raddir látið til sín heyra. Finnst mér þær minna mig nokkuð á raddir þeirra sem þola ekki lúpínu af því að hún er ekki ís- lensk og ekki grenitré og furu af sömu ástæð- um. Þannig skoðanir er ekki hægt að taka alvarlega. Allur gróður sem miðar að því að klæða hið harðbýla land okkar er góður og ætti að vera velkominn. Og allir góðir menn, hvernig sem hörund þeirra er á litinn, ættu að vera velkomnir til okkar meðan við höfum rými fyrir þá og getum boðið þeim atvinnu. Ef þeir hins vegar brygðust trausti okkar, t.d. með því að flytja inn eiturlyf eða fremja aðra viðurstyggilega glæpi, eins og því miður hefur átt sér stað í einstaka tilvikum erlend- is, eigum við að losa okkar tafarlaust við þá, eins og við eigum tafarlaust að svipta þess- konar brotamenn íslenska frelsinu. En þess finnst mér réttmætt af okkur að krefjast að börn hins erlenda fólks renni saman við okkar þjóð eftir því sem hægt er og að það semji sig að okkar háttum eins og hægt er svo að ekki myndist hér minni- hlutahópar sem geta orðið til hinna mestu vandræða í samfélaginu. Þeir sem ætla að búa hér eiga að ganga svo sem unnt er inn í okkar samfélag og börn þeirra og börnin okkar eiga að verða einn og sami hópurinn hvað sem upprunar þeirra líður. „Þjóð“ er það fólk sem talar sömu tungu, á sömu hags- muna að gæta og á heima í sama landinu, hvort sem yfirbragð þess er bjart eða dimm- leitt. Mýtan um „hreina kynstofninn“ er hvort sem ekki annað en bábilja. Hann hefur aldr- ei verið til í reyndinni, þjóðir hafa blandast, ýmist með góðu eða illu, en of náinn skyld- leiki leiðir ekki til annars en úrkynjunar, það kenndi faðir minn mér þegar ég var ungur og gekk að fé með honum. Tofri ólafsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29.ÁGÚST 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.