Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 2
HELGI SEUAN Skin og skúrir Sólfar í hlýjum sunnanvindi og senn er heyið mitt þurrt. Sólríkt og blítt er sumarsins yndi syngjandi glöð hver jurt. Lóunnar kvak í loftinu hljómar Ijúfasta dirrindí. Huga minn fanga alls konar ómar. Yndisleg golan hlý. Stundin er dýr, en stopul löngum til starfs ég aftur sný. Áleiðing skúra á efstu dröngum ofurdökk kólguský. Sólin horfin og heiðríkja með hráslaginn ríkja fer. Þyngja skýin og þyngist geð þurrkurinn búinn er. Rétt þegar hirðingin hafin er hellist úr lofti flóð. Holdvotur, argur heim ég fer hugans er slokknuð glóð. Glitrar á regnsins gullnu tár um grænan töðunnar baðm. Regnbogi á himni hreinn og klár hefur upp geislafaðm. Heyið mitt þurra alblautt er til einskis daglangt starf. En aftur að nýju byija ber biðlund er allt sem þarf. Rofar nú til og regn á braut roða slær nú á ský. Sólskinsbletti um leiti og laut Htið ég fæ á ný. Út skal gengið og iðja meir aftur er sólskin blítt. Fögnuð mér vekur fjallaþeyr fuglarnir syngja þýtt. Ilmur frá heyi aftur snýr angrið hrekur á brott. Veröldin öll sem ævintýr allt verður bjart og gott. Höfundur er fyrrverandi alþingísmaöur. ORRI EINARSSON Komdu nær Undir mánskini vetrarnætur horfir ísilagður hylurinn á jómfrúna stíga dans. Komdu nær vinur komdu nær. Hún gælir við vindinn sem gengur hjá. Þunn spöngin syngur. Komdu nær vinur komdu nær. Hylurinn sefur þegar vorar fljúga þögulir svanir hjá. Höfundur er læknir á Akureyri. HIN DJÚPA DAUÐAVITUND Um sænsku skáldkonuna Birgittu Trotzig Ihungrinu eiga allir hlutir upphaf sitt.“ Með svofelldum hætti lýsir bókmenntafræðingurinn og gagnrýnandinn Eva Adolfsson hinu hugmyndafræðilega inn- taki, eða hvatanum að sköpunar- starfí Birgittu Trotzig. Veröldin hýsir tvær manngerðir, hina hungruðu og hina mettu. Sköpunarstarfið er ein af leiðum hinna hungruðu til mettun- ar. (1) Fyrsta bók Trotzig, Ur lífi elskenda (1951), hefst á iýsingu á telpunni Aimée, sem fyllir flokk hinna hungruðu. Hún er sísvöng. Kjallarinn undir hugmyndaheimi Trotzig er dimmur. Á efri hæð hússins býr bernskan; full af sakleysi, full af hættum. Og bömin eru sannarlega fórnarlömb. Þau líða fyrir angist og sektarkennd okkar, „hinna illu“ (les: fullorðnu). Líkt og Brita Wigfors 'bendir á vitnar Trotzig oft í þau orð Ivans Karamazovs „að sé þjáning eins einasta barns nauðsynleg til þess að ná því verði hvers ígildi sannleik- urinn er talinn vera, lýsi ég því þegar yfir, að sannleikurinn er ekki þess verður". (2) Flestir bera örlög sín í sér þegar við fæðingu, líkt og Tobit í sögunni Svikin (1966). Tobit er illur, hann svíkur fársjúka hús- móður sína, táldregur, kúgar dóttur sína, sem hann „elskar og tilbiður" langt um fram það sem þorri manna myndi kenna við heil- brigði. Bamanauðgarinn Tobit skilur ekki með nokkm móti hvemig svo „einlæg ást“ getur umtumast í andhverfu sína og endað í hörm- ungum og dauða. I sögunni Sjúkdóminum (1972) lýsir Trotzig lífí föður og þroskahefts, málvana sonar. Faðirinn, sem elskar son sinn á sjálf- hverfan, þrúgandi hátt, hefur viljann, en skortir getuna til að vera syni sínum allt í senn skilningur á veröldinni, brú til „hins heilbrigða" og tunga til að tjá skilninginn, kenndimar. Vilji hans reynist örlagaríkur, banvænn. (3) Á jarðhæðinni í húsi Trotzig búum við, hin fullorðnu. Tilvist okkar er leiksvið lífvana gríma og steinmnninna tengsla, sé hún ekki ofbeldi, valdbeiting og svikráð. Hið þráða, en óheimilaða, gerir okkur ill. í smásagnasafninu Lifandi og dauðir (1964) lýsir Trotzig bældum skmmskældum eðlishvötum þeirra sem „ekki þora“. Forboðnar kenndir til sifjaspella, samkyn- hneigðar; jafnvel hinn jarðneski kærleikur í sjálfu sér felur í sér dauðann og það ekki síður þótt hann eigni sér ekki „viðfang sitt“, hið elskaða. Sársaukinn æpir á lesandann. Af jarðhæðinni og upp á efri hæð hússins, þar sem bemskan og sakleysið búa, kom- umst við aðeins fyrir tilverknað fóma; við eigum þess kost að „lifa út“ eðlishvatir okkar á jarðhæðinni, ganga veg syndarinnar og lenda ofan í hinum myrka kjallara. Við eigum þess einnig kost að vera um kyrrt á jarðhæðinni, bæla „forboðnar" kenndir og hvatir og lifa sem „afskornar" mannverur, hálfmenni. Til þess að komast upp á efri hæðina þurfum við hins vegar að ganga veg Jesú Krists, líða píslarvætti, eða „skera okkur með ísóp svo að við verð- um hrein; þvo okkur svo að við verðum hvítari en snjór. (4) Sögusvið sagna Trotzig er iðulega miðald- ir. í margan stað er það dæmigert fyrir andrúmsloftið í verkum hennar. Þrátt fyrir illsku persóna Trotzig og ómennsku leggur Eftir LÁRUS MÁ BJÖRNSSON Birgitta Trotzig hún okkur þá skyldu á herðar að sýna þeim meðaumkun; þegar allt kemur til alls eru þær leiksoppar, strengjabrúður. Þegar allt kemur til alls er það erfðasyndin sem krefst svo ótæpilegra fóma. Bent hefur verið á skyldleika dulfræðingsins Trotzig við enska skáldið William Blake, sbr. setningu hans: „Each man in his spectres power." Okkur mennina brestur styrk til að leysa eigin vanda. Verk Trotzig em einnig athygl- isverð frá sjónarhomi „geðmeðferðarfræð- anna“; athafnir persóna hennar stjórnast einungis í óvemlegum mæli af þeim sjálfum, eitthvað vélrænt, nánast sjálfvirkt, „eitt- hvað“ („hinn í honum", „eitthvað honum dulið“) beinir þeim inn á brautir ógæfu og tortímingar. Sænski bókmenntafræðingurinn Ingemar Wizelius telur verk Trotzig einkennast af „djúpri dauðavitund". „Þeir sem elska em lifandi svo lengi sem ást þeirra varir, en þeir sem ástin hefur sært em dauðir...“ (5) Gagnrýnandinn og bókmenntadósentinn Karl Erik Lagerlöf lýsir andrúmsloftinu í verkum Trotzig sem „stöðnuðu myrkri"; „milli hennar og Guðs sé steinveggur og þá sjaldan fótatak Guðs megi merkja í verk- um hennar grani hinn vantrúaða að það sé djöfulsins". (6) Kynhvötin er sterkur drifkraftur hjá per- sónum Trotzig, en sjaldan jákvæður, skap- andi kraftur, heldur eyðandi; umhverfið, væntingar þess, fordómar og afneitun gera kynhvötina að skrímsli, sem eyðir öllu kviku sem fyrir verður. Danski gagnrýnandinn Torben Brostrom lýsir þessu svo, að „í sálinni séu staðir sem eru orðvana öngþveiti" og „manneskja, sem er rænd sérkennum sínum og eigineðli verð- ur að dýri“. „Det er sygdomen til doden ikke at være sig selv.“ (7) Birgitta Trotzig fæddist árið 1929. Hún lauk námi í listasögu og bókmennta- fræðum frá Gautaborgarháskóla og starfaði síðan sem bókmennta- og listgagnrýnandi við Sydsvenskan, BLM, DN og Aftonbladet. Mörg undanfarin ár hefur hún verið búsett í París ásamt manni sínu, hinum kunna list- málara Ulf Trotzig. Auk frumsaminna verka hefur Trotzig birt þýðingar, m.a. á verkum gyðingaskáldkonunnar og Nóbelsverðlauna- þegans Nelly Sachs. Trotzig hefur vísað á bug ströngum, formrænum flokkunum, svo sem skáld- sögu/smásögu/ljóði. Nefnir hún verk sín myndir; myndir úr lífinu. Þau prósaljóð sem hér eru birt eru sótt í bók hennar, Myndir, frá 1954, svo og „Anima“ frá 1982. Elskendur / miðdegishitanum stafar þungri, rakri angan frá gulhvít- um útlimum þeirra. Andlit þeirra eru lokuð, fingur þeirra fálma í blindni: ósýnilegur kvíði þyngir limi þeirra. Hreyfingar, iðandi vöðvar sem tafarlaust spennast íþung- um flöktandi hnút undir lausri húð: titrandi í votri húð líkt og þungur óstyrkur grátur í fjarska. Hörund þeirra, tungur þeirra, varir þeirra: djúp and- vörp, starandi. Limir þeirra þétt fjötraðir saman. Ólífugult Ijós þéttriðið, kynjað ur hafi; í því eyðist bragð og lykt. Án afláts slær hjartavöðvinn og slær, örþunnur og viðkvæm- ur og skjálfandi. Birgitta Trotzig. Úr „Bilder“ (1954). í rúbína- hjartanu / þessu undursamlega skelfi- lega fjallalandslagi hefég verið áður. Maður fikar sig ofar og ofar gegnum koparskógana. í ofsafengnum eldingunum fíkar maður sig upp tröllaukin sand- fjöll. Síðan landslagið hvasst hvítgulglóandi upplýst affjalls- egg, strandbrún — úthaf myrk- urs, undir því djúpsvört víðátta. Nú eru klettarnir eins og líkam- ar sem við skríðum yfir, krist- alsgráir, hvassir eins og dem- antar — ofar og ofar líkt og yfir líkama, fyrir neðan mig blýgrátt landslagið, ísi lögð hengiflug hrapa niður djúpið og hverfa. Hin ýtrasta áreynsla. Klettarnir eru hruf- óttir og grásvartir. Á syllu ligg- ur skyndilega hringurinn með rúbínanum. Inni í gagnsæjum roðanum (hvorki stórum né litl- um: utanvið: óendanlegum) — sofandi hjörtur. Andlit hans er móðurandlit. Úr Anima (1982). Heimildir. (1) Eva Adolfsson: I Kíirleken, den dödliga skadan. Om det skapande jaget och pányttfödelsen hos Birgitta Trotzig í „Kvinnomas Litteraturhistoria“, del II. (2) Brita Wigforss: Brinnande Enkelhet í „Femtitalet i Backspegeln“, Red. Karl Erik Lagerlöf, 1968. (3) Benkt Erik Hedin: Att hantera sin Besvikelse í Ny Litteratur i Norden 1971-1973. Útg. 1975. (4) Sjá Davíðssálmur. (5) Ingemar Wizelius, o.fl. í Ny Litteratur í Norden 1962- 1964, útg. 1966. (6) Karl Erik Lagerlöf: „Frihet och Fángenskap“, Ny Litteratur í Norden 1965-1967, útg. 1969. (7) Torben Brostrom: Modeme Svensk Litteratur, Kaup- mannahöfn, 1977. Höfundur greinar og þýðandi Ijóða, Lárus Már Björnsson, er félagsfræðingur, kennari og þýð- andi, búsettur í Reykjavík. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.