Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 10
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Hermilíkön H ermilíkön í tölvum byggja á tveimur þáttum, annars vegar á þeirri ásjónu sem birtist á skjánum og hins vegar á stærðfræðilegu hermilíkani sem liggur að baki. í tölvuleikjum er gjaman lögð megináhersla á ásjónuna Hermilíkön sýna einfaldaða mynd af raunveruleikanum eða ímynduðum aðstæðum. Þau eru notuð til rannsókna, þjálfunar, afþreyingar og í rekstri fyrirtækja. Eftir SNJÓLF ÓLAFSSON (böm tala þá um að grafíkin sé góð) en í rannsóknarverkefnum vegur stærðfræðilík- anið þyngra. Hermilíkön geta bæði verið eftirlíkingar af raunverulegum og ímynduðum heimi. Tölvuleikir gerast oftast í gerviheimi eða ævintýraheimi en hermilíkön sem notuð eru til að þjálfa fólk þurfa eðlilega að vera sem líkust raunverulegum aðstæðum. Hermilíkön em notuð við rannsóknir á tvo vegu. Annars vegar má meta áhrif breyt- inga með þeim, þegar of dýrt, tímafrekt eða ómögulegt er að prófa breytingamar við raunvemlegar aðstæður. Hins vegar eykur gerð líkans skilning á viðfangsefninu vegna þess að nauðsynlegt er að draga fram þá þætti sem skipta mestu máli en sleppa öðr- um. Sömuleiðis verður að skilgreina ná- kvæmlega hvernig þættir tengjast hvetjir öðmm. Við Háskóla íslands hefur verið unnið að gerð fjölmargra hermilíkana. Hér verður sagt frá nokkmm þeirra til að gefa örlitla innsýn í þennan rannsóknarheim. Mörg stór hermilíkön fá þó enga umíjöllun hér, t.d. hermilíkan fyrir flugumferðarstjóra, hermi- líkan af orkuverinu á Nesjavöllum og hermi- líkan af ofnstýrikerfí fyrir íslenska jám- blendifélagið. • Sagt var frá tölvulíkani af tvívíðum raf- eindakerfum í þessum greinaflokki þann 12. október 1991. Það er dæmi um líkan sem notað er til þess að bera saman og skilja niðurstöður tilrauna á tilteknu kerfí í eðlis- fræði hálfleiðara. • Við verkfræðideild Háskólans hefur Páll Valdimarsson verkfræðingur unnið um nokkurra ára skeið að gerð hermilíkans fyr- ir hitaveitukerfi. Líkanið er gert í samvinnu Háskóla íslands, Hitaveitu Akureyrar og Hitaveiturannsóknarverkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar undir sljórn Valdi-- mars K. Jónssonar prófessors. I líkaninu er hermt eftir viðbrögðum dreifíkerfís hitaveitu við breytingar á veðurfari. Þar er meðal annars hægt. að kanna áhrif veðursveiflna á rekstur og orkubúskap hitaveitu, auk þess að kanna rennsli og hita í dreifikerfírtu. Þannig er t.d. hægt að nota líkanið til að meta vatnsnotkun hitaveitu ef veðurfar væri eins og i janúar 1918. • Nemendur í verkfræðideild, raunvísinda- deild og viðskipta- og hagfræðideild Háskól- ans hafa gert hermilíkön af margvíslegri framleiðslu. Sem dæmi má nefna tvö loka- verkefni í vélaverkfræði, annars vegar hermilíkan af steypuskálanum hjá ISAL og hins vegar hermilíkan af framleiðsluferlinu hjá prentsmiðjunni Odda. Á tölvuskjá sést m.a. niðurröðun vélanna á verksmiðjugólf- inu og hvernig millilagerar stækka og minnka. TÖLVULEIKIR Flestir tölvuleikir eru hermilíkön. Þar er ýmist hermt eftir raunverulegum aðstæðum, t.d. í Flight Simulator, eða óraunverulegum aðstæðum, t.d. í Super Mario Bros og Xen- on II, þar sem notandinn er í hlutverki hetju sem á að bjarga prinsessu eða forða frá heimsendi. Flughermar eru einnig til sem þjálfunar- tæki (kennslutæki) fyrir verðandi flugmenn og eru þá margfalt nákvæmari en tölvuleik- irnir, bæði stærðfræðilega líkanið og ásjón- an. Togveiðihermir er hermilíkan í svipuðum dúr og Flight Simulator. Annars vegar er hermt eftir hreyfíngu fískitorfa í sjónum, en þær eru háðar straumum, hitaskilum og sjávardýpi, auk þess að vera tilviljunar- kenndar. Hins vegar er hermt eftir veiðiferð togara. Notandinn stjórnar hvert skipið sigl- ir, vélarhraða og lengd togvíra. Staðsetning og lögun trollsins er háð þessu þrennu, Aflinn ræðst af því hve mikill fiskur er þar sem trollið fer um og lögun þess og hæð yfír sjávarbotni. Greinarhöfundur og Þor- kell Helgason prófessor við Raunvisinda- stofnun Háskólans hafa umsjón með verk- efninu. Reyndur skipstjóri og kennarar við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Tækni- skólann taka þátt í gerð þess auk tölvufræð- inga. Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að greina helstu ákvarðanir sem teknar eru við veiðar og hins vegar að hermilíkanið sé notað sem kennslutæki eða tölvuleikur. Fiskvinnsla í Frystitogara Páll Jensson prófessor við verkfræðideild Háskólans hefur af og til síðasta áratuginn unnið að gerð stærðfræðilíkana sem tengj- ast fískvinnslu. Margir nemendur og aðrir hafa tekið þátt í þeirri vinnu. Þessi líkön hafa flest verið bestunarlíkön þar sem reikn- að er út hve mikið sé hagkvæmast að vinna í hveija pakkningu af físki að gefnum for- sendum um afurðaverð, hráefni sem vinna á úr (t.d. næsta dag), vélaafköst og mann- afla. Nýjasta líkanið er hermilíkan af frysti- togara þar sem hermt er eftir veiðiferð. í hveiju hali (togi) er aflamagn tilviljana- kennt og einnig tíminn sem halið tekur. Nú verður ákvörðunin um pakkningaval að einu leyti flóknari en áður; það þarf að meta hve langan tíma hagkvæmast er að nota til að vinna úr aflanum. Stjórn Fiskveiða í samvinnu fjölmargra einstaklinga og stofnana er unnið að viðamiklu fískveiði- stjórnunarlíkani sem hermir eftir íslenskum sjávarútvegi undir ólíkum fískveiðistjórnun- arkerfum. Við notkun líkansins er tíminn látinn líða í nokkur ár og niðurstöður um afla, afurðir, kvótaviðskipti og fleira verða geymdar i gagnagrunni sem notandinn get- ur skoðað að vild. Helstu niðurstöður má skoða í formi línurita, t.d. um stærð físki- stofna og afla eftir landshlutum. Líkanið má nota á marga vegu, t.d. við að auðvelda mat á áhrifum tiltekinna breytinga á kvóta- kerfínu. Einnig mætti með því prófa mis- munandi aðferðir við ákvörðun heildarafla. Tiltölulega auðvelt er að aðlaga líkanið að sjávarútvegi í öðrum löndum, enda er þetta norrænt verkefni. Hermt er eftir fiskistofnunum, bæði fjölda og meðalþyngd fiska í hveijum árgangi. Við veiðar er aflinn háður sóknarþunga, veiðislóð (á hrygningarstöðvum veiðist eldri þorskur en á uppeldisstöðvum) og veiðar- færi (smærri fískur veiðist í troll en net). Einstök útgerðarfyrirtæki eru einingar í lík- aninu. Hermt er eftir ákvörðun fyrirtækj- anna um hve langan tíma hvert skip er á hveijum veiðum, hvað skuli gert við aflann og kvótaviðskipti. NlÐURLAG Hermilíkön, sem og önnur reiknilíkön, eru einföldun á raunveruleikanum, sérstaklega þegar hermt er eftir ákvörðunum og öðrum mannlegum þáttum. Þessi einföldun er í senn kostur og galli hermilíkana. Einföldun- in er galli þar sem líkanið gefur þar með ekki „rétta mynd“ af raunveruleikanum. Hins vegar er ekki til nein „rétt mynd“ af flóknum viðfangsefnum, t.d. framtíð sjávar- útvegsfyrirtækja undir mismunandi stjóm- kerfum. Sérhver einstaklingur hefur búið sér til sína eigin mynd, sumar eru þoku- kenndar en aðrar skýrar. Þessar skýru myndir era þó sumar gjörólíkar. Einföldunin er þess vegna kostur því við gerð hermilík- ans þarf að draga fram aðalatriðin. Sú vinna er oft gagnlegri en niðurstöður líkansins, þó oftast megi hafa gagn af hvoru tveggja. Niðurstöðurnar skipta þó stundum megin- máli, t.d. þegar verið er að gera tilraunir með kerfísbreytingar á ódýran hátt. Höfundur er dósenl við Háskóla (slands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.