Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 12
Dýpstu en björtustu vistarverurnar í tilefni sýningar á myndlist þriggja einhverfra myndlistarmanna í Gerðubergi. Sá sköpunarkraftur sem býr í hverjum manni gegnir því hlutverki fyrst og fremst að gefa veru- leikanum merkingu og lífinu tilgang. Þannig tekst mann- skepnunni sífellt að endumýja kynni sín af tilverunni og gera veruleikann að verðmæti í sjálfu sér. Þau margvíslegu form sem sköpunargáfan elur af sér eru hins vegar svo samofin lífi okk- ar, tungumáli, hefðum og hegð- un að við berum sjaldnast kennsl á þau í erli dagsins. Samt er menningin mikilvæg- asti lykill okkar að umhverfinu vegna þess að í henni birtast skiljanlegar táknmyndir raun- veruleikans, yfirleitt auðlesnari en raunveruleikinn sjálfur. Líkt og landabréf sem í höndum ferðalangsins gefur umhverfí hans nýja vídd og merkingu og þjónar honum sem menningar- legur lykill að tíma og rúmi. Þannig er sjálfsmynd lista- mannsins tíðum skarpari og merkingarfyllri en yfirborðs- mynd okkar af listamanninum sjálfum og mynd okkar sjálfra gleggri í spegli listarinnar. Myndverk einhverfra lista- manna, eins og þau sem hér gefur að líta, leiða okkur á sama hátt nær kjarna þeirra einstaklinga. Á okkar eigin mynd sjáum við fyrst og fremst óeðlilega hegðun eða útlit sem meinar okkur aðgang að þeim vistarverum sem leynast í dýpst í okkur öllum og eru jafnframt svo víðáttumiklar að hver og ein þeirra getur rúmað okkur öll í senn, í samfélagi hvort við annað. Ef við kærum okkur um. Þannig er sköpunarkrafturinn sífellt að störfum í þágu menns- kunnar. Þessa dagana stendur yfir í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning þriggja ein- hverfa listamanna, þeirra Pét- urs Arnar Leifssonar; Áslaugar Gunnlaugsdóttur og Onnu Borg Waltersdóttur. Þessi sýning á erindi við alla þá sem vilja kynnast kröftugri birtingu sköpunargáfunnar hjá einstakl- ingum sem eiga fáar aðrar leið- ir færar til samskipta við um- hverfi sitt en veruleika mynd- listarinnar. E.t.v. er það einmitt þess vegna sem þessir ágætu listamenn miðla okkur oft á tíð- um djúpri merkingu með verk- um sínum, táknmyndum sem eru tvímælalaust raunverulegri en raunveruleikinn sjálfur og tilheyra dýpstu en björtustu vistarverum manneskjunnar. ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Mynd eftir Pétur Örn Leifsson. Mynd eftir Aslaugu Gunnlaugsdóttur. ’ t Mynd eftir Önnu Borg Waltersdóttur. HELGI SEUAN Skin og skúrir Sólfar í hlýjum sunnanvindi og senn er heyið mitt þurrt. Sólríkt og blítt er sumarsins yndi syngjandi glöð hver jurt. Lóunnar kvak í loftinu hljómar ljúfasta dirrindí. Huga minn fanga alls konar ómar. Yndisleg golan hlý. Stundin er dýr, en stopul löngum til starfs ég aftur sný. Áleiðing skúra á efstu dröngum ofurdökk kólguský. Sólin horfin og heiðríkja með hráslaginn ríkja fer. Þyngja skýin og þyngist geð þurrkurinn búinn er. Rétt þegar hirðingin hafin er hellist úr lofti flóð. Holdvotur, argur heim ég fer hugans er slokknuð glóð. Glitrar á regnsins gullnu tár um grænan töðunnar baðm. Regnbogi á himni hreinn og klár hefur upp geislafaðm. Heyið mitt þurra alblautt er til einskis daglangt starf. En aftur að nýju byrja ber biðlund er allt sem þarf. Rofar nú til og regn á braut roða slær nú á ský. Sólskinsbletti um leiti og laut litið ég fæ á ný. Út skal gengið og iðja meir aftur er sólskin blítt. Fögnuð mér vekur fjallaþeyr fuglarnir syngja þýtt. Ilmur frá heyi aftur snýr angrið hrekur á brott. Veröldin öll sem ævintýr allt verður bjart og gott. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. ORRI EINARSSON Komdu nær Undir mánskini vetrarnætur horfir ísilagður hylurinn á jómfrúna stíga dans. Komdu nær vinur komdu nær. Hún gælir við vindinn sem gengur hjá. Þunn spöngin syngur. Komdu nær vinur komdu nær. Hylurinn sefur þegar vorar fljúga þögulir svanir hjá. Höfundur er læknir á Akureyri. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.