Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 5
Borghildur og Halla: „Fyrirgefðu mér“, sagði Borghildur. Daga og nætur hellti vorið geislaflóði sínu yfir húsin í Heiðarhvammi, en inni var þar dimmt og dapurlegt, kyrrt og kalt. Bjartasti vorgeisli heimilisins var horfmn. Barnið var dáið. Og nú minntist Halla varnaðarorða gömlu prestsekkjunnar. I draumi hafði hún og sagt: „Nú ætla ég að taka við barninu, annars verður því of kalt um hjartað." — Sorg hennar er yfirþyrmandi. Og brátt kom upp í huga hennar þung ásökun. Hún hafði með ósannindum orðið barninu sínu að bana. — Snjallræðið hennar hafði verið lygi. Hún treysti sér ekki til að fylgja barni sínu alla leið til grafar. En í töfrandi kvöldfegurð heiðalandanna gengur hún yfirkomin af sorg fram á mann, Finn í Bollagörðum, sitjandi á steini og er að gráta. Hann rekur henni að nokkru raunir sínar, þar sem innibyrgt glæpalíf er að verða honum ofraun. Hluttekn- ing hennar í harmi þessa manns sefaði að nokkru sorgina og létti á hjarta hennar. — Á næsta bæ var maður sem leið illa, honum vildi hún hjálpa. Sorg hennar breyttist í minn- ingar og hún fann nýjan þrótt vaxa innra með sér. Hún hafði þroskast. Og neðan við fjallgarðinn voru eflaust einhvetjir sem þurftu hennar við. — „Það sýndi sig.“ Setta í Bollagörðum Þegar Halla og Ólafur fluttu í heiðina var loft þar allt lævi blandið. Niðri í sveitinni voru heiðarbúarnir tortryggðir. Og þau voru óvelkomin í „hvamminn" af nágrönnum sín- um í Bollagörðum. Kindahvarfið í heiðinni þótti ekki einleikið. Og upp komst um stór- felldan sauðaþjófnað í Bollagörðum sem ábú- andinn Sesselja, Setta, stóð fyrir, þótt seinna, jafnvel áhrifamenn í sveitinni bættust í hóp- inn. Settu er svo lýst: „Hún var rúmlega fertug að aldri, en leit út fyrir að vera nokkru eldri. Andlitið var dökkt og veðurbitið, dálít- ið orðið hrukkótt. Kinnarnar voru þunnar, ekki lausar við roða, hakan stóð fram á við, varirnar voru þunnar og stór skörð á milli tannanna. Augun voru módökk, fljótleg og flóttaleg. Hvergi brá fyrir alvöru. Állir and- litsdrættir voru á stöðugu flögri, allar hrukk- ur lágu hver yfir aðra. Munnsvipurinn var einkennilegur. Þar var hver dráttur ótrúlega teygjanlegur og snar í snúningum. Oftast teygðust þau upp á við og hlógu, en áður en varði teygðust þau niður á við og kjökr- uðu.“ — Setta kemur fram í sögunni sem ' forhert glæpakvendi. Með hræsni, bakmælgi og undirferli húgðist þessi undirheimanorn heiðarinnar flæma þau Höllu burt úr heið- inni. En vopnin snérúst í höndum hennar. Hún hafði beyg af persónutöfrum húsfreyj- unnar í Heiðarhvammi. Veturinn steig þungt til jarðár í kotunum fyrir ofan fjallgarðinn. Lífið bærðist þar und- ir fannbreiðunni og þreyði vor og sumar á ný. Og nú beið húsfreyjunnar í Heiðar- hvammi enn stærra hlutverk en áður. — En heima á stórbýlinu Hvammi, þar sem próf- astsdóttirin, húsfreyjan mikla, tákn valds, hroka og drottnunargirni réð eða vildi ein ráða ríkjum. Þorsteinn sonur hjónanna vildi ganga að eiga Jóhönnu, fátæka almúga- stúlku. En hér mætti Borghildur syni sem sýndi henni í tvo heima og braut niður vald hennar. Að ráði Egils föður hans var Jó- hanna flutt að Heiðarhvammi, þar sem hann taldi henni best borgið. Ekki leið á löngu þar til Borghildur fór upp að Heiðarhvammi til að sækja Jóhönnu. Þá er það alþýðukonan Halla, sem rís gegn drottnaranum og hellir sér yfir Borghildi: (Slíkar hefðarkonur voru þá þéraðar.) „Þér hafið gott af að heyra sannleikann, þó að ekki sé nema einusinni. Og nú skuluð þér heyra hann. Það er ættardrambið sem gert hefur yður að illkvendi. Þér eruð próf- astsdóttir — því gleymið þér aldrei. Þess- vegna þykist þér vera drottning og bera af öllum öðrum konum sveitarinnar, vera drottning frá fæðingu sem allar aðrar konur beygðu kné sín fyrir. — Þorsteinn sleppir ekki Jóhönnu. Eitt hefur hann fengið í arf frá yður, það er geðríkið. Hann lætur ekki undan yður.“ Og „húsfreyjan mikla“ glúpn- aði fyrir þessum yfirþyrmandi orðum alþýðu- konunnar og hélt vonsvikin heim. Þegar heim kom lýsir höfundur hugarhræringum Borg- hildar af sálfræðilegri innsýn. — Eitthvar var að bresta innra með henni, sjálfstraust henn- ar að bíða hnekki. Hún hafði borið lægri hlut fyrir ásökunum Höllu. Við hvern ósigur seig siðferðisgrundvöllur hennar dýpra. — Sjálfselska og sjálfsþótti höfðu spillt lífi henn- ar. Eiginmanni sínum hafði hún hrundið frá sér, börnum sínum hafði hún glatað. Allra manna velvild hafði hún brotið af sér, allt var henni að kenna. Nú bar enginn virðingu fyrir henni. Allir hötuðu hana. En ekki dugði að bugast — og húsfreyjan mikla beit á jaxl- inn — valdinu skyldi hún halda og safna kröftum til nýrra átaka. Og enn var nýrra tíðinda að vænta í Heið- arhvammi. Þorbjörn meðbiðill Þorsteins vildi ná tali af Jóhönnu og réðst til inngöngu, en Halla varði honum dyrnar. Þá réðst Salka krypplingur á Þorbjöm, klóraði og beit. Við óhljóðin sem þá urðu féll Jóhanna í öngvit af blóðláti um leið og Halla kom að. Hún varð að fara ofan að Hvammi og ná til Þor- steins. En nú stóð þessi kvenhetja heiðarinn- ar augliti til auglitis við örlög sín. Það sást til ferðamanns sem brátt knúði dyra. — Þar var þá kominn — séra Halldór. Þau horfðust í augu um stund án þess að mæla orð af vömm — þar til hún rauf þögnina: „Þér kom- ið eins og af himnum sendur. — Þér eruð boðberi kærleikans, þér getið verið hjá þess- ari manneskju, meðan ég skýst til næsta bæjar.“ Þegar Halla kom aftur virti prestur hana fyrir sér: Aldrei hafði hann séð hana slíka — jafn yndislega, funandi af ákefð, harðlega og þóttalega, með kinnarnar blossa- rauðar. Þannig var sú kona sem hann hugði glataða. „Þetta er lífið. Þegar hætturnar geisa og raunirnar skella á mönnunum eins og brimrót, þegar hver taug er þanin til hins ítrasta, hver vöðvi í látlausri áreynslu, hver æð full af streymandi eldi — þá finna menn hvers virði lífið er. Þið finnið ekki til þess, sem berist fyrir blíðvindi lífsins frá einni embættistigninni til annarrar. — Þið finnið það aldrei sem gerir lífið að lífi. — En mun- ið „það tíðkast ennþá, að draga manneskjur út fyrir borgarhliðin og grýta þær“. — Hvert orð hennar var hárbeitt skeyti. — Séra Hall- dóri fannst eitthvað engjast og teygjast í sjálfum sér. Hann var niðurlútur og skamm- aðist sín. — Hún horfði á eftir honum með trega í hjarta. Nú voru allar brýr brotnar þeirra í milli. — Nú var hún ekki framar til vegna sjálfrar sín, heldur annarra. Sjálfsaf- neitun var hennar hlutskipti. Skyldan öllu ofar. Framvinda sögunnar heldur áfram. — Umfangsmikill sauðaþjófnaður kemst upp í heiðinni. Fýlgsni finnst í Bollagörðum. Borg- hildur í Hvammi brennur enn af heift og hefndarhug til Höllu eftir ósigurinn og hyggst nú rétta hlut sinn. Hún ákveður þjófaleit í Heiðarhvammi og fær Pétur á Kroppi bróður sinn til fylgdar. Leitin bar engan árangur. En undir rúmi sást blóðblettur sem vitni um lát Jóhönnu sálugu. Þá varð Höllu að orði: „Þetta er í annað skipti, sem þér vaðið með ofstopa inn í hreysi mitt, — þjófnaðarbrygsl- in verðið þér fegnar að éta ofan í yður innan skamms. — En þarna liggur það, sem yður var ætlað að finna. — Þessi blóðblettur hefur hrópað til himins og nú blasir hann við yður eins og útbreidd stefna. Þér eigið að mæta fyrir hinum mikla dómara.“ — Mælirinn var fullur, Halla hinn mikli sigurvegari, ósigur Borghildar alger og hún hélt heim á leið, þár sem biðu hennar geigvænlegar fréttir. Angist Og Iðrunarkvalir Það er skammt stórra högga í milli í lífi húsfreyjunnar í Hvammi. Oddvitinn í sveit- inni, bróðir hennar Pétur á Kroppi, var einn sauðaþjófanna. Eftir ferð hennar í skjóli haustmyrkurs til fundar við hann, fær bún aðsvif og liggur uppi í heiði mállaus og löm- uð öðrum megin. Og nú brotnar Borghildur í Hvammi. Hamur drottnunargirni og hroka féll af henni. Hún lítur með skelfingu feril sinnar liðnu ævi og húsfreyjan mikla engist af brennandi iðrimarkvölum. Þar til hún bendir Borgu (Vilborgu) dóttur sinni að koma til sín. Þessi einkadóttir var eini ljósgeislinn í lífi hennar og var nú gift héraðslækninum unga og höfðu þau reist sér hús og fengið bústað í Hvammi. Hún ein var þeim eiginleik- um gædd, að með ljúfmennsku sinni gat hún brætt hjarta þessarar harðlyndu konu. Loks gat móðir hennar stunið því upp að biðja Höilu í Heiðarhvammi að finna sig. Og nú lá fyrir hetjunni að vinna sinn stærsta sigur í lífinu — að fyrirgefa. Fyrir- gefa þeirri manneskju, sem hún hataði og fann ekki að verðskuldaði annað en hefnd. — „Fyrirgefðu mér,“ sagði Borghildur. „Já, ég fyrirgef þér,“ svaraði Halla. — í fyrsta sinni fannst henni rofa til fyrir hærri veröld ofan við reiðisvipi erfikenninganna, ofan við myrkviði hótananna. — Friður og rósemi gagntóku huga hennar. Hún hafði unnið mikinn sigur yfir sjálfri sér, upprætt hatrið, gremjuna og hefndarþrána úr hjarta sínu, vaxið upp úr algengum, mannlegum breysk- leika. Þar var útbreiddur faðmur hans sem sagði: „Komið til mín allir þér sem erfíði og þunga eru hlaðnir .. . Allir." Dagar heiðarbýlisins eru nú brátt taldir. Til Höllu kemur í heiðarbýlið eldri kona ásamt fylgdarmönftum, María Ragúelsdóttir, búsett í Vogabúðakaupstað. Stórhríð var að skella á og þau urðu veðurteppt i heila viku. Sam- tal þeirra Höllu verður náið og innilegt. Maríu hrýs hugur við einangrun heiðarinnar og hvetur Höllu til að flytja þaðan og skipta um bústað. — Þessi kona hafði ekki farið varhluta af sorgum lífsins, svo sem að missa bæði eiginmann og einkason í sjóinn samtím- is. — Aldrei hafði Halla komist í kynni við annað eins glaðlyndi og traust á lífinu. Ævisaga Maríu lét í eyrum eins og ljómandi sigursöngur. Hún var hetja sem unnið hafði mikinn og glæsilegan sigur yfir sorgum og mannraunum lífsins. Raunir hennar sjálfrar voru smáræði í samanburði við það. „Þessi manneskja fannst henni gnæfa yfir sig jafnt að göfgi sem gengi.“ En hún hafði flúið úr mannabyggðum með sorg sína, grafið sig í heiðarkoti, þvert á móti ráðum allra vina sinna. Það var eitthvað að bresta innra með henni, rætur til heiðar- innar að slitna. — Barátta hennar var von- laus. María hafði leyst hana úr álögum. Veturinn herðir enn tökin í Heiðar- hvammi. Daga og nætur snjóar í logni og bæjarhúsin nær horfin í fannbreiðuna. Oumf- lýjanleg örlög vefa sinn vef. Olafur bóndi ligg- ur nár í rúmi sínu. Heimilið bjargarlaust, ljós- ið slokknað. Síðasta úrræði Höllu var að bijótast ein til byggða. Börnin tvö sitja ein eftir í myrkrinu hjá líkinu. Á leiðinni skellur á iðulaus stórhríð. En Halla heldur áfram upp á líf eða dauða. Hún sest niður að hvíla sig. Á hana svífur höfgi og draumsýnir birt- ast. En hvaða hljóð voru þetta? Var það frá svipum dáinna sem sveimuðu um heiðarnar í hörðustu mjallrokunum? Nei, það voru hljóð Sölku, niðursetningsins, sem hún hafði eitt sinn bjargað frá illræmdri meðferð. Hún var að stijúka til Höllu og háði nú sitt dauða- stríð úti á víðáttum heiðanna. Þótt ofviðrið geisaði hélt Halla nær örmagna göngu sinni áfram. Hún fór að sjá eldglæringar sem virt- ust stækka og koma fljúgandi á móti henni. Hún stóð sem í eldhríð. Eldurinn kom aftur og aftur. Og nú kom í ljós hvað þetta var. Gleðibylgja fór um hana. Þetta var bærinn í Hvammi. Hér var um að ræða síðustu göngu heiðarbúans frá yfirgefnu býli. En hetjan hafði sigrast á náttúruöfiunum. Lífið hafði sigrað. Lokaþáttur hetjusögunnar er hafinn. Halla hefur flutt sig til kaupstaðarins og keypt bæ Maríu gömlu. Þorsteinn frá Hvammi er þar staddur og hefur lent í svalli og drykkjuskap. Svo var komið, að ekkert gat sefað sorg hans í eymdinni annað en sættir við Borghildi móður hans. Halla tekur hann á sína arma. Hún kemur orðum að Hvammi og Egill kemur með hana þangað. Þar fallast móðir og sonur í faðma og ná heilum sáttum. Og enn stóð Halla, hetja öræf- anna, sem sigurvegari. Hún hafð náð að sætta og sameina á ný í sundurleitum brotum sundrað heimili valdsins í sveitinni. Og Egill hreppstjóri í Hvammi, dæmigerð- ur íslenskur bændahöfðingi allra tíma, virðir hana nú fyrir sér: „Aldrei hafði hann séð hana tápmeiri ogótrauðari en nú. Undanfarn- ar raunir og þrautir höfðu lítil merki sett á útlit hennar og engin á hetjuhug hennar. Nú var hún að leggja út í nýtt líf. Henni voru allir vegir færir. Síðustu orð valds- mannsins eru þessi: „Guð blessi þig, Halla mín, þetta er þér að þakka." „Heiðarhvammur stóð í eyði. Árin liðu. Tóftirnar sigu saman og jöfnuðust við jörð- ina. Heiðarbýlið varð að ofurlitlum þúfna- klasa — ofurlitlum kirkjugarði dáinna vona og dapurlegra minninga. Ofurlitlum haglega dregnum upphafsstað að einum kapítuia í byggingai'sögu íslands, sem ristur var í jarð- veginn"... Höfundur var bóndi í Hvítárholti í Hrunamanna- hreppi, en býr nú á Flúðum. LESBÓK MÓRGUNBLAÐSINS 26. SEPTEMBER 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.