Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 7
sinn í mínuiri verkum. í Flautukonsertinum nokkru síðar hélt ég áfram á þessari braut. Þarna steig ég hikandi fyrstu sporin. í Hvíld fór ég út á nýjar brautir. Ég vitn- aði til eldri meistara, og það var töluverð nýjung þá. Að vísu ekki bókstaflega en ég samdi í stíl þeirra. Þessi örstutti þáttur er eins konar hylling til Antons Weberns og Albans Bergs. Segja má að andi Schönberg svífi yfir vötnunum í fyrstu þáttum Könnun- ar, alla vega sver sú tónlist sig í ætt við þýskan expressjónisma. Ég hef aldrei notað beinar tilvitnanir í verkum mínum er stundum samið í stíl annarra manna. Og svo er um næsta þátt, Minningu. Hann er hylling til Gustavs Mahlers, ég hef stíl hans til hliðsjónar. Ingvar hafði fram að þessu æft samviskusamlega allar þær galdra- þrautir á tæknisviði sem ég hafði getað látið mér detta í hug. En hann sagði einu sinni við mig af alkunnri hæversku: „Veistu það, að ég er eiginlega enginn virtúós, en ég held að ég geti spilað vel fallega laglínu. Og það væri gaman að fá eitthvað slíkt undir lokin.“ Og þá varð ég að semja „fallega" laglínu. Þessi þáttur varð einhvers konar afturhvarf til síðrómantískra tíma. En allt sem minnti á rómantík forðuðust framúrstefnumenn. Kannski var þessi þáttur róttækastur alls sem er að finna í þessu verki. En laglínan er sár og grátfögur, að því er mér fínnst, og Ing- var lék hana snilldarlega. Þetta er rómantík - og þó. Rómantík séð í gegnum gler kjarn- orkualdar. Ó, aldni ilmur ævintýratíma, seg- ir í lokalagi Péturs í tunglinu eftir Schönberg. í Könnun er ekkert sem minnir beint á Jón Leifs, nema nokkrir hljómar og hrynhögg í lokaþættinum. Jón er svo sérstakur og ein- stakur að það er ekkert viðlit að reyna að stæla hann. Ég vildi fremur vinna í anda hans, jók núna við lokaþáttinn, tók lengra tilhlaup að lokahljómnum. Þannig átti það alltaf að vera, ég skrifaði seinustu blaðsíðurn- ar í miklu tímahraki. Ég endurskoðaði líka fyrri hluta verksins, en þar strikaði ég mest út hljómsveitarmeð- leik. Og það er erfiðara að strika út en skrifa nýtt. Óll útstrikun kostar endalausa yfirlegu. Kannski er sköpun listaverks fólgin í því að taka af því sem til er. Ég hafði, og hef, kannski, nokkra áráttu að smyija þykkt á (Löngu síðar í Silkitrommunni léttum við Gilbert Levine hljómsveitarstjóri sums staðar á hljómsveitarmeðleik). Einleiksröddinn hvarf, hljómsveitin skyggði á hana um of. Að nokkru leyti var þetta mér að kenna, að einhverju leyti hljómsveitinni. Þegar hljóm- sveitarmenn eru óöruggir og æfingatími ónógur, þá vilja menn spila „mezzofortissino" of sterkt án þess að spila sterkt. Og enn vill brenna við að æfingatími nýrra verka er alltaf skammur. Og þegar Könnun var frum- flutt fékk ég allt of lítinn æfingatíma. Sums staðar var það með ráðum gert að drekkja einleiksröddinni í hljómsveitarflaumi. Ég hugsaði mér hana sem smábát á siglingu um úfið haf. Báturinn hverfur um stund sjón- um okkar í öldudalinn og skýst svo upp á öldutoppana á milli. Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega á dimmu tónsviði víólunnar. Könnun var vel tekið. Eiginlega vorum við klappaðir upp. Gagnrýnin var mjög jákvæð. Menn töluðu um meistaraverk og tímamóta- verk. Eitthvað voru menn fúlir í tónlistar- og tæknideildum útvarpsins. Sagt var að hljóðstyrkur hefði sprengt nokkra hljóðnema og þess vegna væri ekki unnt að útvarpa verkinu. Mér þótti þetta ekkert slæmt. Mað- ur var vanur að finna ef Jón Leifs var ein- hvers staðar nálægur. Um sérstaka hljóðritun var ekki um að tala. Menn þóttust hafa gert nóg, og meira en það. Svo var sagt að hávað- inn hefði orsakað snert af hjartaslagi hjá einhveijum áheyrenda. Ég vissi aldrei hvað hæft var í þessu öllu. Þetta var bara smábæ- jarkjaftagangur, sem við þekkjum enn í dag. Könnun var hljóðrituð tíu árum síðar. Ing- var spilaði og Guðmundur Emilsson stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni. Þetta var, að ég held, fyrsta verkefni Guðmundar hér í hljómsveit- arstjórn og stóð hann sig með hinni mestu prýði og ég er mjög ánægður með upptökuna. Síðan hefur Könnun ekki verið flutt. Verk- ið féll í gleymsku. Næsta verk mitt var Flautukonsertinn. Fyrir hann fékk ég tónlist- arverðlaun Norðurlanda og hann var víða fluttur. Síðan samdi ég fleiri einleikskon- serta: Trobar clus fyrir fagott, Júbílus fyrir básúnu, Concerto serpentinanda fyrir píanó og Draumnökkva fyrir fiðlu. Og í hvert sinn vann ég með frábærum einleikurum, Robert Aitken, Per Hannisdal, Edward Frederiksen og Oddi Björnssyni, Halldóri Haraldssyni og Jari Valo. En Ingvar var mér ómetanlegur samverkamaður við gerð Könnunar, fyrsta einleikskonsertsins míns og lengi vel var Könnun það verk mitt sem ég var einna sátt- astur við. Höfundur er tónskáld. ARK I TEKTUR Frá þessari htið minnir húsið óneitanlega á ýmsar gamlar myndir af Örkinni hans Nóa. Orkin hans Erskine Erskines var hinsvegar ein- ungis sá, að teikna skrif- stofubyggingu, sem ætti sér naumast hlið- stæðu og það hefur tekizt. Til að sjá er Örkin nokkuð þungbú- in og minnir að sumu leyti á rammgert virki; aðeins vantar að kanónurnar sjá- ist út um yaf— Ein nýstárlegasta skrif- stofubygging síðustu ára hefur risið í út- hverfi í London. Finnst mörgum staðarvalið skrýtið fyrir svo merka byggingu en sjálfsagt Iiggja gildar ástæður til þess. Arkitektinn, Ralph Erskine, er einn þeirra heimsfrægu, og hefur eins og nafn- ið bendir raunar til, tekið mið af sögunni um Örkina hans Nóa. Að þeirri smíð var staðið af meiri metnaði en dæmi eru til um; nefnilega að bjarga bæði mannkyni og dýrategundum jarðarinnar frá því að farast. Metnaður Bar á jarðhæðinni. Er ekki eitthvað hér, sem minnir á Alvar Aalto, til dæmis í Norræna Húsinu í Reykja- vík? Örkin er langt í frá að vera eins frá öllum htiðum. gluggana. Teikning Ralphs Erskine af skrifstofuálmunum sín hvor- Þegar inn er um megin og torginu á jarðhæð með rými, sem nær al- komið blasir við, veg uppúr. að ytra byrðið sem hefur á sér svip Arkarinnar, er aðeins hjúpur utanum heilt landslag af fjöl- breyttri byggingarlist. Á jarðhæðinni er torg og þar er að sjálfsögðu bjórkrá og ýmsar aðrar veitingar. Sjálf skrifstofu- byggingin er eins og mörg hús undir einu þaki; þau eru hvít og mynda andstæðu við ytra byrðið, sem klætt er brúnum flísum eða timbri. Hér þykir bæði húsbyggjandan- um og arkitektinum hafa tekizt frábærlega vel og það er sjaldgæft að lesa annað eins hrós og þessi bygging fékk í tímaritinu The Architectural Review. GS. Hér sést hvernig ytra byrðið er eins og hjúpur utanum „skrif- stofulandslagið". LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. SEPTEMBER 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.