Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1992, Blaðsíða 6
Hvernig KÖNNUN varð til ann 1. október næstkomandi, verða fyrstu tón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfs- ári. Þá verður flutt Könnun, einleikskonsert fyrir víólu og stóra hljómsveit, sem ég samdi fyrir rúmum tuttugu árum. 0g núna að lok- „í Könnun er ekkert sem minnir beint á Jón Leifs, nema nokkrir hljómar og hrynhögg í lokaþættinum. Jón er svo sérstakur og einstakur að það er ekkert viðlit að, reyna að stæla hann. Ég vildi fremur vinna í anda hansjók núna við lokaþáttinn, tók lengra tilhlaup að lokahljómnum.“ Eftir ATLA HEIMI SVEINSSON inni endurskoðun verksins og endursamningu rifjast ýmislegt upp fyrir mér um tilurð þess og tildrög. Hvers vegna þurfa menn áð endurskoða qg breyta verkum sem þeir gerðu endur fyr- ir löngu? Ég veit það ekki, en sum tónskáld hafa þessa áráttu. Má þar nefna Palestrina, Beethoven, Bruckner, Mahler, Stravinsky, Boulez, Maderna og marga fleiri. Ég geri þetta ekki oft en það kemur fyrir. Stundum losnar maður ekki við þá tilfínningu að unnt sé að gera betur. Kannski er munurinn ekki svo mikill á allgóðu iistaverki og frábæru. Það getur munað einhverju örlitlu, sem skipt- ir öllu máli. Og það getur tekið tíma að fínna hvað það er. Kannski lýkur sköpuninni aldr- ei. Kannski er Könnun eins og hún verður flutt núna nýtt verk á gömlum grunni. Ég tek það greinilega fram að þetta er önnur gerð verksins, og þess vegna má segja að það verði frumflutt í annað sinn núna í haust. Könnun var samin í minningu Jóns Leifs. Hann var nýlátinn er verkið var samið árin 1770 - 1971, en það var frumflutt á Sinfóníu- tónleikum 18. nóvember 1971. Einleikari var Ingvar Jónasson (en hann leikur einnig núna) og ég stjómaði. Það kom ekki til af góðu. Einhver hljómsveitarstjóri taldi sig þurfa ár að minnsta kosti til að læra þennan tyrfna texta, svo ég varð að bregða mér í kjól og hvítt og stjórna sjálfur. Raunar finnst mér gaman að stjórna tón- list, en ekki of oft. Ég nam hljómsveitar- stjórn í rúm tvö ár hjá gamla von der Nahm- er í Köln og hann kenndi svo vel að ég hef alltaf gert mér ljósa grein fyrir takmörkunum mínum á þessu sviði. Ég kann handverkið sæmilega, en hef annars lítið fram að færa sem hljómsveitarstjóri. En það er gaman að grípa í þetta stöku sinnum. Þá var mikill átakatími í lífi mínu. Ég hafði þegar samið tvö stór hljómsveitarverk áður: Hlými sem sló í gegn á Norrænum músíkdögum árið 1969, og Tengsl sem flutt var við opnun Listahátíðar 1970. Ég stjórnaði Hlými en Bohdan Wodiczko Tengslum. Þá hafði ég einnig samið kammermúsík sem hneykslaði ein- hverja héma heima, en gerði lukku er- lendis. Ég man að Spectacles fyrir slag- verk og tónband gekk vel á meginlandi Evr- ópu, Klif fyrir flautu, klarinett og selló á Norðurlöndum og Bizzerarries fyrir sópran, flautu, píanó og tónband í Kanada. Geðvondir krítikerar fundu hinum „ungu og reiðu“ tónskáldum allt til foráttu og álitu arfleifð gömlu meist- aranna í stórhættu ef þessi nýlist „tónið frá Köln“, eins og einn þeirra komst að orði, fengi að vaða uppi óátölulaust. En við vorum ekkert reiðir, við vorum ung- ir og gátum ekki að því gert. Andstæð- ingar okkar voru reiðir og eru það Ingvar Jónasson, víóluleikari, leikur einleik í KÖNNUN. kannskf enn. Það var ekki auðhlaupið að fá verk sín flutt á þessum árum. Forráðamenn, en svo voru þeir nefndir sem réðu Sinfóníuhljóm- sveitinni, sögðu að erlendir hljómsveitarstjór- ar vildu ekki flytja svona músík. Það var ekki rétt. Bohdan Wodiczko, pólski hljóm- sveitarstjórinn, sem hér var aðalhljómsveitar- stjóri, frábær snillingur, hvatti mig til dáða, og kom fyrstu verkum mínum á framfæri. Hann var mér andlegur faðir í mörg ár, sá allt sem ég samdi og gagnrýndi það af hörku en réttsýni og hreinskilni. Það var honum að þakka öðrum fremur, að íslensk hljóm- sveitarmúsík varð til, því hann hafði gott samband við íslensk upprennandi tónskáld. Ég man, að það var Ingvar Jónasson, sem spurði mig, dag nokkurn, hvort ég myndi vilja semja einleikskonsert fyrir sig, og ég sagði samstundis já. Ég veit ekki hvað Ing- var sá í mér. En hann var forvitinn og for- dómalaus, hafði gaman að glíma við nýstár- leg verke.fni. Hann var framarlega í flokki Musica nova- manna, jafnvígur á eldri tónlist sem yngri, fínn einleikari, vandaður kammermúsíker og einn af máttarstoðum Sinfóníuhljómsveitar- innar. Ingvar var hámenntaður tónlistarmaður, upphaflega fiðluleikari, en skipti yfir á víól- una, og kannski fann hann sig þar sem tón- listarmaður. Hann flutti til Svíþjóðar árið 1972 og bjó þar í 17 ár. Hann var leiðandi maður víóluhópsins í Sinfóníuhljómsveit Mál- meyjar, eftirsóttur kennari og kvartettmaður í Málmey og Gautaborg. Á ferli sínum lék hann nær öll mestu einleiksverk sem samin hafa verið fyrir víóluna. Síðar lék hann leið- andi hlutverk í Stokkhólmsóperunni og spil- aði auk þess mikið með hinum þekkta kam- merhóp Ilonu og Miklosar Maros. Og nú er hann kominn hingað heim aftur. Víólan þótti mér alltaf fallegt hljóðfæri. Hún var lengi eins konar Öskubuska meðal strengjahljóðfæranna. Það var ekki fyrr en á þessari öld að snillingar á borð við Lionel Tertis og William Primrose gerðu víóluna gjaldgenga, til jafns við fiðlu og selló. Tón- svið hennar liggur á milli þessara hljóðfæra. Hana skortir glæsibrag fiðlunnar og dýpt sellósins og styrk þeirra beggja. Litir hennar eru mildir og daufir og hún syngur fallega. Hún grætur hvorki né kjökrar, sorg hennar er innibyrgð og hljóðlát. Þetta vissu sum tónskáld, t.d. Mozart. Eitthvert fallegasta verk hans er konsert fyrir fíðlu, víólu og hljómsveit. Sinfónía concertante. Og t strengjakvintettunum bætir hann annarri ví- ólu við kvartettinn og í þeim verkum hans er víólan jafnmikilvæg fiðlunni. Hector Berlioz samdi frumlegan víólukon- sert Haraldur á Ítalíu, merkilegt tímamóta- verk, sem varð mér ómeðvitað fyrirmynd að Könnun. í hljómsveit Wagners gegnir víolan afar mikilvægu hlutverki. Og af höfundum á tuttugustu öld skynjaði Béla Bartók öðrum betur fegurð og sérkenni víólunnar í frábær- um einleikskonsertum. Vorið 1972 kom ég oft til Ingvars sem þá bjó í Kópavogi. Við spiluðum saman verk fyrir víólu og píanó og hann sýndi mér eigin- leika hljóðfærisins. Ég kom með skissur sem hann spilaði í gegn. Eg er ekki strengjaleik- ari, spila bara á píanó, svo leyndarmál þess- ara hljóðfæra verða mér alltaf framandi. En Ingvar einfaldlega kenndi mér að skrifa fyr- ir strengi. Hann sýndi mér hvernig ýmsir hlutir voru útfærðir, hvers vegna þetta gekk en ekki annað. Og stundum sagði hann: „Ég sé hvað þú meinar en það er ekki skrifað eða gert svona, heldur svona.“ Eða hann sagði: „Það er líka hægt að gera þetta svona.“ Af þessu lærði ég, lagfærði og endurritaði. Ingvar var frábær kennari. Löngu síðar skrif- aði ég fíðlukonsert, hjálparlaust. Og líka stórt einleiksverk fyrir Erling Blöndal Bengtson. Þar þurfti engu að breyta, og það þakka ég alltaf „kennslustundunum" hjá Ingvari. Sumarið áður dvaldi ég með fjölskyldu minni vestur í Flatey. Við fengum lánað Ein- arshúsið, og bjuggum þar með krökkunum, en ég vann í Ásgarði hjá ömmu, kom þangað á hvetjum degi. En eitthvað lét innblásturinn á sér standa. Mér sóttist verkið seint. Veðrið var gott, þarna voru skemmtilegir nágrannar og mjög var gestkvæmt. Ég undi illa við skriftir. Eitthvað skrifaði ég samt og sendi Ingvari. Og hann skrifaði til baka og bað mig fyrir alla muni að flýta mér að klára verkið, hann væri seinn að læra. Það var ekki fyrr en í septemberbyijun að ég komst í gang, þegar sumargestir voru farnir, og friður kominn á, samkvæmum slotað. Ég man að þetta var fagurt haust og stillt, með mildu kvöldrökkri og fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Ég var búinn með megnið af verk- inu ég við komum til Reykjavíkur í byrjun september og ég þurfti að hefja kennslu. Á þessum tíma var ég að leita fyrir mér. Ég var 32 ára gamall. Seríalisminn nægði mér ekki lengur. Þar var of þröngt um mig. Ég þurfti að bijótast út úr öllum kerfum. Og svo var með fleiri. Mig langaði tii að nota þríhljóma, koma þeim í nýtt og skynsam- legt samhengi. Mig langaði líka að semja nýstárlegar en sönglegar laglínur, drama- tíska tónlist sem höfðaði bæði til fortíðar og framtíðar. Ég vildi sækja fram en halda tengslum við hið liðna. Kanna einhveija óþekkta veröld hljóða og forma. Þannig mátti skilja titil verksins sem einhvers konar stefnuskrá. Þessi konsert bar merki þessara umþenk- inga. Hann er hermitónlist og það var mikil nýjung á þeim tíma. Flestir vorum við miklir hreinstefnumenn í tónlist á þessum árum. Verkið er í ellefu þáttum og hefur hver sitt nafn: Aðdragandi, Brottför, A leiðinni, Hvar?, Ófullgert, Umhverfi, Við fljótið, Endursýn, Hvíld, Minning og Nafnlaust. Og hver þáttur hefur sinn stíl. Verkið er summa ólíkra stílbrigða, sem mynda flókið mynstur innbyrðis. Það var kannski hið nýst- árlega við Könnun. Aðdragandi er dulúðug laglína, eins konar söngles, sem endar í sprengingu. í Brottför, Á leiðinni og Hvar? reynir á fingrafimi flytj- andans til hins ýtrasta og öll litbrigði hljóð- færisins eru nýtt til fulls. Einleikskadensan, Ófullgert, er sett inni í mitt verkið en ekki höfð undir lokin eins og oftast. Þar er tækni- brellur ekki að fínna. Einleikskadensan er tregaslagur. Ég man ég hafði skrifað hljóm- sveitarundirleik með þeim kaflar, en tók hana burt að beiðni Ingvars. „Þetta langar mig til að spila einn,“ sagði hann. Umhverfi er kammermúsík - víólan á móti strengjakvartett og hörpu. Við fljótið er hávær hljómsveitarþáttur. Þar fær einleik- arinn stundarhvíld fyrir komandi átök. Við endurskoðun núna jók ég töluvert við þennan þátt, teygði lopann í hápúnktinum. Og Endursýn er enn kammermúsík: víólan á móti gítar, víbrafóni, slagverki og einum kontrabassa. Og þar bætti ég inn viðauka núna, læt músíkina renna út í áköllurn klukkuslaga, sem alltaf áttu að vera með, en ég tók burt á sínum tíma vegna tíma- skorts á æfingum. í þessum þætti má kannski greina áhrif frá austurlenskri tónlist í fyrsta 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.