Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 7
Þetta er ísland! Skýjað, en þó bjart yfir Pétursey. líð í fangi jökla. Þveráin streymir lygn til sjávar. ■nayndi. En með heyrúllunum eru þær sérstakt myndefni. lendingur, sem fer um Kaldadal og í Þórs- mörk þarf ekki meir, hann er fullkomlega hamingjusamur. Perlur íslenskrar náttúru eru við bæjardyr okkar — alls staðar. Hvílík undur og stórmerki blasa ekki við erlendum gesti á leið hans frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur! Þetta makalausa skógleysi, urðin og hraunið. Óvíða eru fallegri hraun en á Reykjanesskaga. Lágir hólar, sprungn- ir í kollinn, hlýlega klæddir grænum mosa og rauðu lyngi og þó er þetta um leið dálít- ið nöturlegt landslag, kaldranalegt og heill- andi. Hafíð á vinstri hönd, aldrei eins. Stund- um slétt eins og spegill, blágrænt sem engi eða stálgrátt, dularfullt og dálítið ógnvæn- legt. Stundum ljósblátt og tært, glaðlega gjálfrandi eða svarblátt, úfið og háskalegt. Skjallhvítt brim eins og fagur lindi við svart- ar klappir. Út við hafsbrún er skörðóttur fjallgarður Snæfellsness og Jökullinn. A hægri hönd eru fjöllin á Reykjanesskaga, ásar og hálsar í blámóðu fjarlægðarinnar og þó svo nærri. Bjartir gufubólstrar stíga upp frá Svartsengi og svo er þetta einkenni- lega fjall, Keilir... Línur landsins eru skarp- ar og litadýrðin mögnuð. Hvar í veröldinni eru jafnmargir bláir litir og hér á íslandi? Gesturinn gleymir ferðaþreytunni um stund og spyr sig: Hvert í ósköpunum er ég kom- inn? Hvað á ég í vændum hér? Og nóttin er svo dæmalaust björt, loftið svo tært og víðáttan mikil ferðamaðurinn er eins og hengdur upp á þráð, skilningarvit hans eru stríðþanin og hann teygir sig fram í sætinu, þegar hann veit af borginnni framundan: Jú, hér býr sannarlega fólk á þessum furðu- lega stað. Hvers konar fólk? Þessi stutta ferð er áhrifamesti kafli íslandsferðar hins ókunna ferðalangs. Og hún fær stutta lýs- ingu í bæklingum ferðaskrifstofanna: „Transfer". Svona erum við rík. Ofdekruð af nátt- úrufegurð. Við skynjum ekki það, sem augað sér, heyrum ekki það, sem eyrað nemur. Verðum sljó og skeytingarlaus um umhverfí okkar uns sambandið við það rofnar. Þá fæðast skældar og afbakaðar hugmyndir um tengsl manns og náttúru: Maðurinn er skepna, sem ekki tilheyrir náttúrunni, en er þó ómerkilegasta sort allra dýra. Hann nauðgar saklausri og blygðunarfullri náttúr- unni og hún flýr fáklædd og hrædd upp í fjöllin. Þar heyr hin „ósnortna náttúra" hetjulega baráttu við ásælni mannskepnunn- ar, en hin „snortna náttúra" liggur fleðuleg fyrir hunda og manna fótum, margnotuð og skitin og fælii' guðhrædda túrista burt af landinu. Eða hvað? Kæmu einhveijir ferðamenn hingað, ef hér væri óbyggt land og engin mannvirki? Glöggt er gestsaugað og margir horfa á umhverfið í gegnum linsuop mynda- vélarinnar. Erlendir ljósmyndarar ferðast jafnt um byggðir sem óbyggðir. Þegar ég hef fylgt þeim, hef ég reynt að læra, notað sömu tækni og þeir og sömu myndefni. Þá kemur í ljós, að útlendingar sjá og skynja fegurð og sérkenni hinnar „snortnu nátt- úru“. Hitaveitulagnir og háspennulínur, veg- ir og byggingar og landbúnaður verða oft til þess að undirstrika það, hve óvenjulegt og sérkennilegt land okkar er. Það, sem ég er að reyna að segja með grein þessari, er þetta: Margir, sem ekki eru kunnugir íslenskri ferðaþjónustu, nota hana oft ranglega, ýmist sem rök fyrir einhveiju, sem þeir nefna náttúruvemd, eða sem rök fyrir óþarfa umferð eða mannvirkjum á há- lendinu. Ennfremur hefur mér virst, að sum- ar rótgrónar ferðaskrifstofur átti sig ekki almennilega á því, hvar möguleikamir í ferðaþjónustu Jiggja eða hvað dragi ferða- menn hingað. Ég held það sé með öllu óþarft, að kynna með fögram myndum í ferðabækl- ingum hálendið sérstaklega. Og það er vafa- söm landkynning, að gefa út póstkort með myndum af örfoka melum á reginfjöllum og áletraninni „This is Iceland" (Þetta er ís- land). Þegar ég hef að ferðalokum spurt útlendinga þess, hvort ísland sé eins og þeir hafí gert sér í hugarlund fyrir ferðina, þá kemur í ljós, að það sem þeim fínnst vera dæmigert fyrir Island, era til dæmis- sveitir eins og Suðurland eða Skagafjörður og landslag eins og Öxnadalur eða Austfirð- ir - en alls ekki öræfin. Höfundur er leiðsögumaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. DESEMBER 1992 7 •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.