Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 8
Frank Lloyd Wrígbt fyrír framan líkan af Guggenhebn-safninu skömmu áður en hafíst var banda við byggingu þess. Gamla húsið er snigill eða spírall án venjulegrar skiptingar milli hæða - og sýn ingarveggirnir hallast. Menningartívolí og andlegir skyndibitastaðir ftir mikið japl, jaml og fuður hefur Solomon R. Guggenheim-safnið í New York aftur opnað starfsemi sína eftir að hafa verið lokað almenn- ingi í næstum tvö ár vegna lagfæringa og byggingaframkvæmda. Tveimur virtum húsa- meisturum í borginni, Charles Gwathmey og Robert Siegel, var fengið það vandasama og viðkvæma verkefni að bæta við nýrri álmu og púkka upp á hina heimsþekktu byggingu Frank Lloyd Wrights, sem var mikið farin að láta á sjá siðan hún var formlega tekin í notkun árið 1959. Þegar hins vegar fréttist að svo mikið sem kítta ætti upp í sprungum- ar ætlaði allt um koll að keyra, enda em ýmsir á því að stærsta listaverk safnsins sé sjálft safnið. Bandaríkjamenn, sem þekktir em víst fyrir flest annað en lítillæti þegar um er að ræða eigið ágæti, hika heldur ekki við að flokka það undir eitt af byggingamnd- mm 20. aldarinnar. Samkvæmt lögum verða hús að vera a.m.k. 30 ára gömul svo að hægt sé að friðlýsa þeim sem sögulegum kennileitum. Höfðu mótmælendumir í hyggju að te§a fyrir aðgerðum með viðstöðulausum málsóknum og áfrýjunum þar til þessu ald- ursmarki væri náð í þeirri von að geta ein- skorðað allar umbætur á byggingunni í fram- tíðinni við ræstingar. En rétt áður en sá tími rann upp og þeim hafði heppnast að slá ham- arinn úr hönd andstæðingsins var endanlegur dómur kveðinn upp í málinu hinni framkvæm- daglöðu stjóm safnsins í vil og var þá um- svifalaust drifið í því að bæta nýrri álmu aftan við aðalbygginguna. Smíðinni lauk í byijun júlí sl. og sýnist sitt hverjum um ár- angurinn. Um útþenslustefnu Guggenheim-listasafns- ins í New York, þar sem ráðinn hefur verið kunnáttumaður á sviði fjármála í stað listar. Nú er sama uppi á teningnum og í íþróttunum, að risafyrirtækjum er geflnn kostur á að fegra ímynd sína með því að kosta sýningar og annað á vegum safna og þá geta einkasafnarar, sem hlut eiga í þessum fyrirtækjum, haft veruleg áhrif á stefnuna og þarmeð aukið verðmæti sinna eigin eigna. Þannig eru tryppin rekin núna hjá Guggenheim-safninu. Eftir HANNES SIGURÐSSON Eins Og Þvottavél Eða Klósett Þó einkennilegt megi þykja er þetta þó ekki í fyrsta skipti sem hatrammar deilur spinnast út af safninu, en örlaganomimar em sem betur fer ekki alveg húmoriausar og eiga það stundum til að hafa endaskipti á hlutunum. í byijun snémst mótmælin neftii- lega ekki um að reyna að koma í veg fyrir að hróflað yrði við byggingunni, heldur þvert á móti, að hún fengi að sjá dagsins ljós. Þegar safnið var svo loksins fullbúið, sex mánuðum eftir að Wright dó, vom flestir á því að réttast væri að jafna húsið við jörðu. Rök andstæðinganna vora ekki síður reist á fagurfræðilegum spursmálum en hagnýtum sjónarmiðum. Byggingunni var annað hvort líkt við þvottavél, klósett og röndótta hafra- mjölsskál á hvolfi, eða henni var lýst sem risastóram ijómaís sem plompað hafði úr kramarhúsinu og lægi eins og heljarinnar kúadella í götunni. Gagnrýnandi The New Yorker-tímaritsins gekk meira að segja svo langt að kalla hana eitt mesta „egóflipp" allra tíma: „Ef að ytra útlit hennar vottar um uppþembdan gorgeirshátt", sagði hann, „þá bergmálar rödd sjálfselskunnar úr hveiju skoti og kima að innan, sjálfselska sem nær Forstöðumaður Guggenheim-safnsins, hinn umdeildi Thomas Krens. miklu dýpra en lindin sem Narkissos veslað- ist upp við að glápa í“. Listamönnum var ekki síður í nöp við safn- ið. Að þeirra áliti hafði Wright meðvitað hannað safnið með það í hyggju að gera lít- ið úr listinni sem það hýsti. Þessar ásakanir vora ekki alveg úr lausu lofti gripnar, því Wright ætlaði sér ekki einvörðungu það lítil- ræði að breyta þeirri hefð hvemig við horfum á myndir, heldur vildi hann líka segja lista- mönnum rækilega til syndanna í leiðinni: „Við verðum að losa okkur undan hinum óþolandi forréttindum myndlistarinnar," skrifaði hann einu sinni, „og er ég reiðubúinn að veita henni ærlega ofanígjöf ef nauðsyn krefur". Wright þótti greinilega að myndlistinni hefði verið gert of hátt undir höfði í gegnum tíðina á kostnað byggingalistarinnar og með hönnun safnsins sá hann sér einstakan leik á borði til að jafna upp reikningana og sýna fram á að húsagerð væri ekki minni list held- ur en málun eða skúlptúr. í stað þess að skapa hlutlausan ramma utan um myndlist- ina gerði hann nánast allt sem í valdi hans stóð til þess að storka og draga úr sjónræn- um einokunaráhrifum hennar. Svo vel heppn- aðist honum líka að kollvarpa hefðbundnum hugmyndum um tilgang og notagildi safna, að vart má í milli sjá hver hefur vinninginn um athyglina, myndlistin eða húsið. Þessi bygging Wrights er í rauninni svo skrítin að hún varpar eiginlega sjálf fram spurningunni sem spurð hefur verið síðan menn fóra fyrst að reisa sér þak yfir höfuðið: getur hús sem líta má á sem frábært listaverk talist vel- heppnaður arkitektúr án þess að fullnægja þeim tilgangi sem hann var hannaður fyrir, hvað þá arkitektúrískt meistaraverk? Wright gerði til að mynda varla ráð fyrr jafn sjálf- sögðum safnfræðilegum nauðsynjum og lista- verkageymslu, viðgerðarplássi, bókasafni og skrifstofu fyrir starfsfólkið og er hermt að honum hefði verið hundaskítsama í hvað húsið væri notað svo fremi sem hann fengi að vera í friði að teikna það. Rampurinn Er Hálfur Km Hvert sem horft er gefur að líta arkitektúr- ískar tiktúrar og stórfurður. Þegar komið er inn í húsið, sem minnir dálítið á brú á flug- móðurskipi, gapir við mikið gímald með stjömulaga glerkúpli hátt fyrir ofan og svöl- um er umlykja allt í kring. Þetta er afar til- komumikil sjón, enda varla hægt að greina mannsins mál fyrir hríðskotasmellunum frá ljósmyndavélunum, en varla mjög hentugt til sýninga eins og í ljós kemur um leið og lagt er upp brattann. Meðfram rampinum, sem er tæplega hálfs kflómetra langur og vindur sig líkt og snákur upp tré, liggur um tveggja metra hár veggur, sem hólfaður er niður í grunna sýningarbása. En það er ekki nóg með að þeir séu bæði fremur litlir og þröngir, og því ónothæfir undir stærri verk, og að út úr veggnum gangi breiður flái noð- ur að gólfinu. Wright fékk þá fáheyrðu hug- mynd að veggimir ættu að hallast aftur til þess að áhorfandinn fengi það tilfinninguna að hann væri að horfa á verk sem listamaður- inn hefi nýlokið við að mála og hefði skilið eftir á „trönunni" til þerris, fyrirkomulag sem gerir ekki annað en að auka enn meira á sjóriðuna sem maður er þegar kominn með í magann eftir fyrsta hringsnúninginn (stund- um er tekið til þess bragðs að setja stöng á milli efri hluta myndarinnar og veggsins til þess að halda henni lóðréttri, en það kemur að litlum notum vegna þess að samanlagður halli gólfsins og fláans er svo mikill að hann getur raglað næstum hvaða sjóara sem er í ríminu). Ekki bætir úr skák að erfitt er að komast nægilega langt frá myndunum til að virða þær betur fyrir sér nema að stíga lengra út á gangveginn og eiga það á hættu að sogast með fólksstraumnum á einhveija aðra hæð eða falla í gáleysi ofan í hringopið. Handrið- ið á rampinum er nefnilega ískyggilega lágt og þjónar varla öðram tilgangi en að kippa undan fólki fótunum vilji það losa nefið að- eins frá myndunum á veggnum (Wright mældi flest í húsinu út frá sjálfum sér, en hann var lágvaxinn maður og náði pallbrún- in honum vel í mitti). Þó hefur sem betur fer enginn hrapað fyrir spíralinn margrómaða og er það sennilega hinni eilífu örtröð að þakka. Að skoða Guggenheim-safnið er því ekki ósvipað og að reyna að lesa listaverka- bók á fjallgöngu. Wright, eftir að hafa áttað sig á að von væri á fleirum en klifurgörpum í heimsókn, vildi láta sýningargestina ferðast eftir rampinum í sérstökum ökutækjum og hafa umferðasrtjórnina í höndum safnstjór- ans, sem stýrt gæti á hvaða hraða þeir rynnu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.