Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 3
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Hvaðan? í síðari grein sinni um rætur ísl, þjóðmenn- ingar fjallar Egill Egilsson um þá spurningu hvort við séum Herúlar að uppruna eða eitt- hvað annað og spyr: Af hveiju verða Islend- ingar frekar öðrum til að varðveita forn germönsk fræði, varðveita munnlega geymd, skáldskap, fornar sögur af Gotum, Húnum ofl. Forsíðan Vor á Mosfellsheiði. Þessi sérstaka aprílstemning þegar brúnir litir heiðarinnar gæjgast undan víkj- andi fönnum. Leirvogsáin er komin langt með að hrinda af sér klakanum. Ljósm. Lesbók/GS. Stríðsminjar sjást ennþá á íslandi, m.a. við Flugvöllinn í Reykja- vík. í greinaröð frá Árbæjarsafni fjallar Helgi Sig- urðsson, safnvörður, í myndum ogtextum um þess- ar minjar. eiga sér gamalgróinn og hefðbundinn list- iðnað, sem er ævaforn skreytilist og byggir á að skreyta fatnað og allskonar muni, sem gerðir voru úr tré, beini eða horni. Silfur- smíði er einnig í þeim arfi. Um þetta skrif- ar Gróa Finnsdóttir. • • g-—t---w -4 i MICHELANGELO BOUNAROTI Að lokum Helgi Hálfdanarson þýddi Úr langri ferð um hafsins úfna hyl horfir nú veikum stafni lífs míns gnoð, hrakin af stormi og hrönn, með slitna voð, til hafnar þar sem híða reikningsskil. Nú sé ég hvílík heimska gekk í vil því hugarflugi, er tignaði sem goð list mína; ég sé hrynja hverja stoð þess hégóma sem mest var aflað til é Þú ástardraumur! yndi og blekking þó! hvar ertu, er tvennur dauði við mér snýr? annar er vís, hinn vekur geig og kvíða. Litskúfur! meitill! nú er starfað nóg; í neyð til elsku þeirrar sálin flýr, sem opnum faðmi kaus á krossi að bíða. (talski snillingurinn Miohelangelo Bounaroti (1475-1564) var allt í senn: málari, myndhöggvari og skáld. Sonnettuna yrkir hann þegar hann kennir feigðar. Þýðingin er fengin úr safni Helga Hálfdanarson- ar, Erlend Ijóð irá liðnum tímum, 1982. B B Ragnar Reykás og miklir menn Ef ég man rétt þá var það Albert Guðmundsson fótboltastjarna sem fann upp litla manninn. Spaugstofumenn hold- gerðu síðan hugmyndina í hinum makalausa Ragnari Reykás. Eins og landslýður veit þá ekur sá karakter um á rauðri Lödu Sport, tákni litla mannsins, með svarta alpahúfu á höfðinu. Síðan hef ég ekki þorað að gera hvort tveggja í senn: að setja upp alpahúfuna og aka um á grænu Lödunni minni af lítilmannlegum ótta við að vera álitinn þessi holdgervingur litla mannsins í þjóðfélaginu. Þegar ég heyri menn tala um litla mann- inn þá finnst mér alltaf að þeir séu að tala um aðra en sjálfa sig. Eða hver vill vera nefndur lítill maður. Það er auðvitað ákaf- lega niðurlægjandi. Flestir hafa líka þá hugmynd um sjálfa sig að þeir séu eitthvað sérstakir, óviðjafnanlegir og engum líkir. Menn eru misjafnlega metnir. Goggunar- röðin virðist vera eitt af náttúrulögmálun- um. Hjá flestum dýrategundum virðist myndast virðingarstigi, ekki síst hjá mann- inum. Þetta leiðir hugann að mannlegum mæli- stikum. Hvaða viðmiðun notum við þegar við segjum að þessi sé lítilmenni eða litli maðurinn (takið eftir að þetta eru tvö ólík hugtök), en hinn sé mikilmenni? Við erum vitaskuld ekki að tala um hvort menn séu stórir eða smáir á skrokkinn. Napóleon var lítill maður vexti en þó nefndur stórmenni. Mælisnúran er hvorki í sentimetrun talinn né kílóum. Fyrir nokkrum árum sat ég í þeirri nefnd á vegum íslenska ríkisins sem fæst við það að vega menn og nieta. Þessi nefnd er vita- skuld orðunefnd. Ég held að allir sem hafa komið nálægt störfum þeirrar nefndar geri sér grein fyrir að það er óhugsandi að finna einhvern algildan mælikvarða á manngildi og verðleika. Einmitt þess vegna eru orðu- veitingar svo umdeildar sem raun ber vitni. Á hinn bóginn hafa þróast ákveðnar starfs- reglur méð orðunefnd um að hverjir verð- skuldi þá viðurkenningu sem orðuveiting er. í fyrsta lagi eru það þeir sem gegna æðstu embættum hjá ríki og í samfélagi. Rökstuðn- ingurinn er sá að fyrst þeir hafa verðleika til að gegna æðstu embættum þá hafi þeir líka verðleika til að bera orðuna. Það má kannski nefna þetta hæfnisregluna. í öðru lagi er svo fólk af öllu tagi sem vinnur störf í þágu samborgara sinna umfram skyldu, umfram það sem því er launað fýrir. Við getum kallað þetta dyggðaregluna. Eflaust má margt út á þessar viðmiðunar- reglur um ágæti manna setja. Það er ekki alltaf víst að menn sem sitja í háum embætt- um séu neitt óskaplega hæfir. Ef til vill hafa þeir komist þangað fyrir pólitískt pot. Hinir sem hljóta viðurkenningu fyrir verk umfram skyldu eru heldur ekki alltaf hafn- ir yfir gagnrýni. Hveijir eru miklir menn og hveijir eru litlir? Hinn algengi mælikvarði á ágæti manna er sá hvort þeir hafi komist áfram eins og það heitir: „meikað það“ eins og krakkarnir segja. Verið umbunað með einum hætti eða öðrum. Einn af feðrum félagsfræðinnar, Max Weber, talaði um að í samfélaginu kepptu menn eftir þrenns konar umbun eða gæðum: Auð á sviði fjármála- og efnahagslífs; áhrif- um á sviði félagslífsins; og völdum á sviði stjómmálanna. Samkvæmt þessari grein- ingu getum við þá ályktað að miklir menn séu auðmenn, áhrifavaldar í menningar- eða félagslífi og valdamiklir pólitíkusar. Menn eins og Hörður Sigurgestsson, Hrafn Gunn- laugsson (það þarf töluvert til að vera rek- inn og ráðinn aftur sem sinn eigin yfirmað- ur í sömu vikunni) og Davíð Oddsson. Og víst eru flestir sammála að þetta séu allir dugnaðarforkar og hæfíleikamenn sem hafa brotist áfram af eigin rammleik. Litli maður- inn er þá ranghverfa þessara eiginleika; sá fátæki, sá áhrifalausi og sá valdalausi. Ég held að það fari nærri að nútímamenn séu vegnir og metnir, flokkaðir í merka menn og ómerka eftir þeim leiðum sem á undan er getið. Við þetta má svo bæta að þeir sem eru duglegir að markaðssetja sjálfa sig í íjölmiðlum komast smátt og smátt í flokk þessara merku manna, því það er til- hneiging hjá mörgum að álíta fjölmiðla mælikvarða á merka menn og ómerka. Sum glansblöð gera sér einnig far um að draga menn í dilka með þvílíkum hætti sem hér er lýst. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur að mælikvarðinn á ágæti manna hafi verið að breytast. Þegar grafist er fyrir um rætur vestrænnar menningar í Róm, Aþenu og Jerúsalem þá virðist sem fornmenn hafi lagt töluvert annað mat á manngildi en nútíma- menn. Hebrearnir sögðu: Vertu réttlátur, vertu í samræmi við mennsku þína. Grikk- irnir sögðu: Þekktu sjálfan þig. Áherslan var á dyggðinni, fremur en auð, áhrifum eða völdum. Sömu áherslur sjáum við í krist- indómnum en hann var helsta hugmynda- fræði vestrænnar menningar, allt þangað til markaðurinn og teknókratían tóku við. í stuttu máli má segja að mælikvarðinn á manngildið hafi breyst á eftirfarandi hátt: Dyggðin hefur vikið fyrir athafnamönnum, heilagur Frans fyrir Madonnu. „Mér er það svo sem ekki neitt í neinu Því tíminn vill ei tengja sig við mig. “ sagði Jónas heldur stúrinn þegar sam- tímamenn hans vildu ekki hugsa eins og hann. Hvað getum við annað en beygt okk- ur fyrir hinni nýju goggunarröð og vikið auðmjúkir undan þegar Ragnar Reykás og andstæður hans á stóru jeppunum koma æðandi á tveimur hjólum fyrir horn? HALLDÓR REYNISSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. APRlL 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.