Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 2
Á TÖLVUTÓNLIST FRAMTÍÐINA FYRIR SÉR? Síðan tölvan tók að ryðja sér til rúms um miðja þessa öld hafa margir tónlistar- og tæknimenn unnið að því að hanna tölvuforrit til notkunar í tónlist. Framan af var árangurinn misjafn og voru helstu ástæður þær að tölvukostur var frum- Tónverkið Tvíhljóð eftir Kjartan Ólafsson er samið fyrir gítar og tölvuhljóm- sveit með aðstoð tónsmíðaforritsins Calmus, en forritið hefur Kjartan hannað sjálfur. Tölvuhljóðin í verkinu eru unnin með hljóðhönnunarforritum, s.s. AIc- hemi. Pétur Jónasson gítarleikari og höfundurinn frumfluttu verkið á Myrkum músíkdögum í febrúar sl. Við flutninginn var m.a. notað raðtækniforrit innbyggt í Kurzweil K-2000 stafrænan tóngjafa. Sumir telja að tölvutónlist verði tónlist 21. aldarinnar. Strax á tímum J.S. Bachs var lagður grunnur að mörgum þeim aðferðum sem notaðar eru í tölvutónlistarfræðum í dag. Má þar nefna fjölraddatækni og samþjöppun og útþenslu á grunnefniviði tónverks, svo sem stefi eða laglínu. Rjartan Ólafsson Núu'matónlist að Kjarvalsslöðum 2» Nðvtmni » '9 9 2 Forsíða efnisskrár fyrir tónleika á Kjarvalsstöðum í nóv. 1992. Eftir KJARTAN ÓLAFSSON stæður og aðföng ófullkomin. Hugbúnaður- inn var eingöngu hannaður af tölvusérfræð- ingum sem höfðu áhuga á tónlist og lögðu meiri áherslu á úriausnir tæknilegra vanda- mála en þeirra sem snéru að listinni sjálfri. Þannig voru möguleikamir í tölvutónlist tak- markaðir og aðeins fáir útvaldir gátu nýtt sér þá til tónlistarvinnslu. Á síðasta áratug varð bylting í tölvuheim- inum þegar svokallaðar einkatölvur komu á markaðinn. Þær gerðu almenningi kleift að nýta sér kosti tölvunnar í stórauknum mæli án þess að sérþekking þyrfti að koma til. Tónlistarmenn gátu nú sjálfir hannað forrit sem auðvelduðu þeim að fást við eiginleg tónlistarvandamál. Strax á tímum J.S. Bachs var lagður grannur að mörgum þeim aðferðum sem notaðar eru í tölvutónlistarfræðum í dag. Má þar nefna fjölraddatækni (polyphony) og samþjöppun og útþenslu á grunnefniviði tónverks svo sem stefi eða laglínu. í upphafi 20. aldarinnar tóku menn að þróa tónsmíðaaðferð sem kölluð var tólftóna- tónlist, eða raðtækni, með Arnold Schönberg og Anton Webern í fararbroddi. Þar vora nótur oft táknaðar með tölum í stað hefð- bundinna nótnatákna m.a. til þess að sýna tónhæð, lengdargildi o.s.frv. Þeir notuðu síð- an gildi talnanna til þessa vinna með tónefn- ið. Þetta er algilt í tölvutónlist í dag. AÐFERÐIR LÍKINDAFRÆÐINN- AR Árin milli 1940 og 1970 vora umbrotatími í vestrænni tónsköpun. Gríska tónskáldið, arkitektinn og stærð- fræðingurinn Iannis Xenakis hóf að beita aðferðum líkindafræðinnar úr stærðfræði (líkindadreifing, Markov keðjur ofl.) við val á tóngildum. I bókinni „Formalized Music“ sem gefin var út árið 1968 lýsir hann aðferð- um sínum sem þóttu mjög byltingarkennd- ar. Enn í dag er þeim beitt á afmörkuðum sviðum tölvutónlistarinnar. í París starfaði hópur tónlistarmanna að tilraunum með náttúru- og umhverfishljóð í nútímatónsmíðum. Var þetta kallað „musique concréte" og þótti frumlegt á þeim tíma. Þar var fremstur í flokki tónskáldið Pierre Schaeffer. Um svipað leyti lagði þýska tónskáldið Karlheinz Stockhausen grunninn að notkun raftóngjafa í tónlist. í dag þykja slík hljóð sjálfsögð - jafnt í nútímatónlist sem poppi, jass- eða danstónlist, í Ieikhúsi eða kvikmyndum. Bandaríska tónskáldið og heimspekingur- inn John Cage fékkst við margvíslegar til- raunir í tónsköpun, m.a. með því að nota frjálst val (random) við ákvörðun á tónum í tónsmíð. „Random“-gjafinn í tölvum er í dag notaður til framleiðslu á tóngildum s.s tónhæð og lengdargildum, en þó sjaldan án stýringar eða eftiriits. Síðast en ekki síst má nefna Max Math- ews sem starfaði hjá BELL-símaframleið- endunum í Bandaríkjunum. Hann hannaði tónsmíðaforritin „MUSIC 1-5“ á 5. og 6. áratugnum. Með þeim forritum var bæði lagður grunnur að tölvuútreikningi á hljóðum og tónum. Margar aðferðir og nálganir í tónsmíða- ferli nútíma tölvutónlistarvinnslu eiga rætur sínar að rekja til þeirrar þróunar sem hér hefur verið lýst. Með bættum tölvukosti, aðstæðum og kunnáttu á seinni hluta 20. aldarinnar hefur áhugi tónlistarmanna á tölvuin í tónlist aukist jafnt og þétt. Nú er svo komið að stór hluti þeirra notar tölvu við vinnu sína. Tölvunotkun í tónlist er að mestu fjórþætt. í fyrsta lagi er um að ræða nótnaskriftar- forrit, en þau samsvara ritvinnsluforritum fyrir ritvinnslu. Aðalmarkmiðið með þeim er betri frágangur á nótum, þ.e. raddskrám og röddum. Raðtækniforrit (sequencer) era hönnuð með það fyrir augum að safna og geyma upplýsingar frá MIDI (Musical Instrament Digital Interface) hljóðfæram til afspilunar eða einfaldrar raðvinnslu. Unnið MEÐ „HLJÓÐEFNI“ Hljóðhönnunarforrit era byggð upp með það fyrir augum að framleiða og vinna með „hljóðefni". Hljóðefni getur verið hvaða hljóð sem greinanlegt er fyrir mannseyrað. Meðal hljóðefna má nefna vatnshljóð, veðrahvin, hljóð sem framleidd eru með tóngjöfum, s.s. sínusbylgjur og kassabylgjur, mannsrödd, gítartón, umbreytt náttúraleg hljóð o.fl. o.fl. Slík forrit geta aukið við hljóðheim tónlistar- innar og jafnframt fjölbreytnina í hljóðfæ- raútsetningum. Flóknustu forrit sem notuð eru í tónlist í dag eru svo tónsmíðaforrit. Þau eru saman- sett af reiknijöfnum sem sérhannaðar eru til þess að fást við tónefni (stef, hljómaáferð o.s.frv). Forrit þessi eru margbreytileg að gerð, allt frá einföldum „tónleiktækjum" upp í margþætt tónsmíðaforrit sem takast á við nútímavandamál í tónsköpun. Tilgangurinn með því að hanna slík tölvu- forrit er fyrst og fremst sá að semja betri tónlist. Með „betri tónlist“ er átt við aukin gæði þeirrar tónlistar sem tónskáldið sjálft hefur einsett sér að skapa. Því markmiði má m.a. ná með því að nýta sem best þá möguleika gpm efniviður tónverksins hefur upp á að bjóða. I sumum geiram tónsköpun- ar, t.d. fjölröddun, er til slíkur fjöldi mögu- leika að nær ógemingur er fyrir tónskáld að athuga hvem einstakan þeirra. Þess vegna neyðast þau oft til þess að takmarka það svið sem nota á fyrir tónsmíðina. Með notkun á fullkomnu tónsmíðaforriti er hægt að láta tölvuna skoða alla hugsanlega mögu- Ieika fyrir sérhvert fjölradda tónsmíðavanda- mál og láta hana síðan velja þann besta miðað við gefnar forsendur tónskáldsins. Sem dæmi má nefna að þegar tónskáld vel- ur hljómagerð fyrir fimmraddaða tónsmíð þarf að kanna hljómagerðir þriggja, fjögurra og fimm nótna hljóma. Af þriggja nótna hljómum, sem byggðir era á tónbilum sem era minni eða jafnt og áttund, era 144 gerð- ir, af fjögurra nótna hljómum 1.728 og af fimm nótna hljómum hvorki meira né minna en 20.736. Með því að gefa tölvunni fyrir- fram ákveðin skilyrði fyrir vali á hljómum er hægt að láta hana yfirfara alla mögulega hljóma af tiltekinni stærð og velja síðan úr þá sem óskað er eftir. Hljómrænt Samhengi Dæmi má einnig taka úr kontrapúnktísku tónsmíðaferli. Slíkt ferli er byggt upp á sam- hljóma en sjálfstæðum laglínum. Til þess að laglínurnar „hljómi" saman þarf hver tónn þeirra að vera í hljómrænu samhengi við aðra samliggjandi tóna. Þetta þýðir að í hvert skipti sem nýr tónn er valinn þarf hann bæði að vera í lagrænum tengslum við aðra tóna sömu laglínu og í hljómrænum tengslum við samliggjandi tóna úr öðrum laglínum. Þetta er grandvallaratriði í fjöl- radda tónsmíðum og er ávallt flókið viður- eignar, hvort sem notast er við tölvu eða ekki. Sé tölvan notuð getur hún kannað alla möguleika fyrir allar laglínur samtímis og valið síðan þann besta fyrir hvetja Iínu án þess glata þeirri hljómrænu áferð sem ákveð- in hefur verið af tónskáldinu. Þegar tónsmíðaforrit era notuð í flóknu ferli eins og hljómfræði eða kontrapunkti er mikilvægt að tónskáldið leggi af stað með skýrar hugmyndir um verkið. Ef þetta er ekki gert skapast svigrúm fyrir forritið sjálft að taka beinan þátt í tónsköpuninni. Slíkt getur myndað „brotpunkta" í tónsmíðinni og orðið til þess að hún verður sundurlaus. Því nákvæmar sem tónskáldið skilgreinir markmið sín fyrir tölvunni því betur fylgir tölvan tónskáldinu. Á sérhverjum tíma í tónlistarsögunni hef- ur ákveðnum aðferðum verið beitt við tón- smíðar. Sumar þeirra hafa unnið sér fastan sess og era notaðar enn í dag. Aðrar hafa horfið. Tölvunotkun er eitt af einkennum okkar tíma. Tölvan býður nútímatónlistar- manninum upp á möguleika í tónsköpun og tónlistarvinnslu sem áður voru óhugsandi. Tónlistarmenn taka þessari nýju aðferð eins og forverar þeirra hafa tekið nýjungum í gegnum tíðina: með opnum huga og gagn- rýni í senn og með því markmiði að búa til betri tónlist. Höfundur er tónlistarmaöur og fæst viö tölvu- tónlist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.