Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 10
"MaFwraæ BJÖRN GUÐMUNDSSON Ljós við Ijós Tendrast Ijós við Ijós, lifnar von og þrá. Brosir rós við rós, roðna fjöllin blá. Allt fær náð af náð, nú er vonartíð. Friðarþögn skal þráð þjáðan fyrir lýð. Tengjum sál við sál, syngjum friðaróð. Kveikjum bál við bál, brennum fórnarglóð. Bindum hug við hug, hefjum friðarstarf. Sýnum dáð og dug, dyggð í verki þarf. Tendrast lífsins Ijós, lofar þann sem gaf. Ilmar rós af rós, rís sem blómahaf. Glæðum frelsisglóð, gleðjum hrjáðan lýð. Brennheitt bænarljóð bjargar á hverrí tíð. Höfundur býr á Akranesi. JÓHANN SVEINSSON Utangarðs- tölt Enginn sjónrænn vegslóði liggur um hlaðið á Grímstaðaholti daganna, þar sem gjöfular sálir reika, sælar í vímunni og lofa gærdagsins auð fyrir Guði. Áður er fjölskylduböndin tóku að trosna gerðu skóhælar kvennanna þær aðdáanlegar um mittið. En mikið liggur við að hrúður fortíðarinnar nái að gleymast því enginn kemst ósár frá borði. Fjölær blómin þekkja virðingu barnanna á skóhljóði sólardagsins þar sem faghamrar falla á steðja almættis og flatskeifur framtíðar mótast við lífsaflið. Undir bátskel í sandi eru dúnmjúkir beðir, sem bíða ferðamannsins tíma en hjásetur langra nátta líta á klukkur laganna athugulum augum. Einhverntíma mun gefast tæki- færi til að breyta töltgangi „trússhest- anna“ um holt stórborgarinnar með ríkisreknar byrðar sínar í blóðinu og þá verður gott að eiga sér athvarf í brjóstvasa lífsins. Höfundur er opínber starfsmaður á Suður- nesjum. Úr Breiðdalseyjum. Æðarangi með mannsvit Vorið 1961 vorum við hjónin að ganga varpið í Breiðdalseyjum og urðum að hafa hraðann á því rigning var í að- sigi. Þegar við vorum að ljúka við að ganga síðasta skerið — var komið kalsa veður, ég kom þá að hreiðri með 11 ungum og til þess að ungunum yrði ekki kalt meðan ég hreinsaði hreiðrið og hlúði að fjölskyldunni tók ég alla ung- ana og setti þá í opið á pokanum og breiddi dún yfir. Síðan flutti ég þá yfir í hlýlegt hreiðrið og breiddi ofan á þá, lauk við sker- ið í skyndi og skundaði í bátinn. Síðan var róið í land. Þar var bátnum brýnt og dúnn- inn settur aftur í bílinn, sem við ókum í heim í Heydali. Þegar þangað kom var klukkan orðin eitt og allir uppgefnir. Varð þvi að ráði að stinga sér í bólið sem fyrst og láta dúninn eiga sig í bílnum. En um morguninn þegar losa átti bílinn tísti einn ungi og hinn spert- asti. Ég þóttist þá vita að ég hefði talið skakkt þegar ég lét hina 11 ungana aftur í hreiðrið. Nú vildum við endilega koma unganum í sjóinn til einhverrar kollu og ókum með hann út á Breiðdalsvík, þar sem drenghnokkar, vinir okkar, tóku að sér að koma unganum á flot. Eftir nokkra daga hittum við drengina, hafði þeim þá ekki tekist að losna við hann, en höfðu hann inni og gáfu honum mjólk og rúgbrauð. Nú tókum við ungann og höfðum hann með okkur í hvert skipti sem við fórum í varpið, en aldrei gátum við útvegað honum fóstru. Meðan unginn var mjög lítill höfðum við hann í pappakassa sem við létum standa skammt frá miðstöðvarofni. Þegar unginn var nokkurra dajga gamall kom gestur í miðdagsmatinn. A borðum var steikt nauts- lifur. Nú þutu börnin eftir unganum til þess að sýna gestinum hann og slepptu honum á borðið, en unginn brást við og hljóp upp á diskinn hjá öðru barninu og hamaðist við að borða lifur. Eftir það fékk hann snöggsteikta marða lifur á hveijum degi og þreifst vel.'Yfirleitt fékk hann að smakka á öllu sem á borðum var en ekkert þótti honum eins gott og lifur. Við kölluðum hann Úú því við fundum það út að þetta nafn gat hann borið hvort sem úr honum yrði bliki eða kolla. Úú reyndist mjög vitur, lærði fljótlega að þekkja nafnið sitt og hlýða þegar til hans var talað. Hvert sem við fórum höfðum við Úú með og oft fékk hann að baða sig i lækjum og ám og gaman var að sjá hvern- ig hann krafsaði og strauk slý af klöppum með nefinu þar sem svo hagaði til. Úú kunni vel við sig þegdr við slepptum honum í sjóinn, en hann vildi heldur fylgja bátnum en skipta sér af öðrum fuglum og þegar svartbakurinn sveimaði yfir og ung- arnir sem fylgdu mæðrum sínum reyndu að forða sér með því að stinga sér, var Úú hvergi smeykur, teygði aðeins úr hálsin- um og tók undir við mávinn. Það mátti því segja að hann hefði mannsvit en ekki kollu- vit. Við reyndum alltaf að láta Úú njóta sól- ar einhvern hluta af deginum og eftir því sem honum óx fiskur um hrygg fékk hann að vera lengur úti og svo kom að hann var úti allan daginn en hýstur á nóttunni. En til þess að geta fylgst með honum létum við hann vera sunnan undir húsinu Höfundur á tali við æðarungann Úú. og kúrði hann þá oftast neðan við tröppurn- ar. Ef ókunnugir komu hafði hann það til að höggva í fæturna á þeim og gera með því tilraun til þess að veija þeim að dyrun- um, einkum virtist honum uppsigað við einn mann, sem stöku sinnum kom. Sennilega hefur hann helgað sér þarna land. Skammt fyrir innan og neðan túnið er kvos með svolítilli lækjarsytru, sem heitir Andadalur. Þangað var venjulega farið með Úú til þess að baða hann. Brátt kom að ég sá til hans og kallaði ég þá á hann og bannaði honum að fara. Hann skildi mig augsýnilega og hljóp heim í bólið sitt. Upp frá þessu tók hann upp á því, þegar hann langaði ofan í Andadal, að fara ofan á vegarkantinn og láta þar öllum illum látum, þangað til ein- hver birtist til þess að fylgja honum. En ég tók upp á því að tala við Úú eins og hvern annan mann og alltaf virtist hann skilja mig, en hvort það hefur verið raddb- lærinn eða orðin læt ég ósagt. Ég minnist þess ekki að hafa umgengist skepnu sem mér þótti eins vænt um og Úú. Hann endurgalt líka vináttu okkar, kvakaði vingjarnlega til okkar og sat í lófa okkar og hjúfraði sig í fangi barnanna. Sumarið leið og Úú var alltaf hraustur og orðinn stærðar fugl, en mér þótti hann heldur magur, svo eitthvað hefur hann vant- að í fæðið. Það var komið fram í september, þá fór mig að dreyma svo illa að ég óttaðist að eitthvað yrði að börnunum. En svo var það dag nokkurn í skúraveðri, að 12 ára frænka mín sem hjá okkur var fór að gefa hænsnun- um, hún lofaði Úú að vaþpa með sér og þegar hún kom aftur sagðist hún hafa skil- ið Uú eftir, því hann hefði verið svo hrifinn af hænsnunum. En það hefði hún betur aldrei gert, þvi að þegar farið var að vitja um Úú eftir ca. hálfan klukkutíma, var hann horfínn og komin ausandi rigning, svo erfitt var að fara langt til þess að leita. Leitað var þó í næsta nágrenni og alltaf lengra og lengra næstu daga. Einnig var hringt á næstu bæi, til þess að spyija um hann, en ekki fannst Úú. En morgun einn þegar komið var fram á jólaföstu og sjó- mennirnir á Breiðdalsvík komu í beitningas- kúrana var þar æðarfugl, sem hafði að þeim fannst ýmsa skringilega hætti, fiðrið á honum var blautt og héldu þeir því að hann hefði lent í olíubrák og gáfu honum að borða brytjaða síld o.íl. Fugl þessi hélt nú til hjá þeim æðilengi, en að lokum mun þó Ægir hafa freistað hans. Úú okkar virtist alltaf hafa heldur litla fitu í fiðrinu og af ýmsu sem ég heyrði um fuglinn í skúrnum þykist ég viss að þar hafí Úú verið kominn. En við fréttum þetta ekki fyrr en um vorið og þá voru örlög Úú löngu ráðin. Ég hafði lengi erfiða drauma eftir að Úú hvarf og nú er ég viss um þá hef ég verið að fá hugskeyti frá honum. Anna Þorsteinsdóttir 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.