Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 4
nunu^fjoílBvri mmlaion 69m Iliis ia89cj Jai I n i6i>n tjo TjsblB 0í8íj6í8 >ío! i I steinsteyptra húsa á íslandi Ingólfshvoll í Hafnarstræti. Húsið er byggt 1903. það varð ekki aftur snúið með þetta nýja byggingarefni. Talið er að Barónsfjósið á horni Hverfis- götu og Barónsstígs sé fyrsta steinstepyta húsið í Reykjavík en það var byggt árð 1898 og stendur enn. Með nýrri öld fylgdi uppgangur í ís- lensku þjóðfélagi sem byggðist á betri nýtingu okkar fengsælu fiskimiða með bættum skipakosti og afkastameiri veiðar- færum. Fólk flutti í miklum mæli úr sveit- um landsins til bæjanna og uppbygging þeirra varð óumflýjanleg. Mikil ábyrgð hvíldi á þeim sem byggja áttu upp hina nýju bæi, þ.e. arkitektum, verkfræðingum og byggingameisturum. Þegar þeir komu frá námi beið þeirra óplægður akur án nokkurra kvaða eða skilyrða, nánast engar aldargamlar hefðir voru til og verktækni í húsbyggingum sáralítil hérlendis. Dansk- ir byggingarmeistarar höfðu að vísu kom- ið hér við og byggt nokkrar opinberar byggingar á mismunandi tímum, en verk- kunnátta þeirra ekki skilað sér til íslend- inga. Arið 1903 markað þáttaskil í notkun steinsteypu hér á landi og segja má að þá hefjist steinsteypuöld. Á því ári voru byggð nokkur stór steinsteypt hús í Reykjavík, þar á meðal Ingólfshvoll sem stóð á horni Hafnarstrætis og Pósthús- strætis. Árið 1905 lét Knud Zimsen byggja íbúð- arhús sitt, Gimli, við Lækjargötu í Reykja- vík í Reykjavík. Húsið var hlaðið úr steypt- um steinum og gólf hússins voru einnig steypt en það hafði ekki verið gert fyrr. Helstu steinsteypubyggingar sem ristu á næstu árum voru Þórshamar við Templara- sund (1912) og Pósthúsið á homi Pósthús- strætis og Austurstrætis (1914). í kjölfar brunans mikla í kvosinni árið 1915, þegar 11 stórhýsi brunnu til kaldra kola, var timbri nánast alfarið hafnað sem bygging- arefni og blómatími steinsteypunnar hófst. Hún varð þá aðalbyggingarefni íslendinga og er svo reyndar enn. Árið 1903 var gefin út byggingarsam- þykkt fyrir Reykjavík þar sem steinsteypt hús voru lögð að jöfnu við steinhlaðin hús. Þessi byggingarsamþykkt var síðan endurskoðuð í kjölfar brunans árið 1915 á þann veg að timburhús voru alfarið bönn- uð. Stefnur Og Stíltegundir Á Steinsteypuöld í byijun þessarar aldar og við upphaf steinsteypualdar tóku húsameistarar ýmist mið af nýklassískum stíl erlendra stein- hlaðinna bygginga eða leituðu af varfærni fanga í íslenskum timburhúsastíl. Stærri byggingar voru yfirleitt í nýklassískum stfl en þær minni voru aðlagaðar að timb- urhúsahéfðinni. Síðar þróaðist gerð steyptra bygginga og menn uppgötvuðu smátt og smátt möguleika hins nýja bygg- ingarefnis. Þá kom fúnkisstefnan til sög- unnar og réði ríkjum næstu áratugina allt fram á síðustu ár að ný stefna, póstmód- ernismi, fer að ryðja sér til rúms. Sú stefna er enn að slíta barnsskónum og er í mótun a.m.k. hér á landi. Fyrstu Íslensku Arkitekt- arnir Eins og áður sagði hvíldi mikil ábyrgð á frumheijunum í íslenskri byggingarlist. Þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið upp úr síðustu aldamótum. Sá fyrsti sem nam byggingarlist var Rögnvaldur Ólafsson. Hann átti stutta starfsævi en vann stór- virki á þessu sviði samt sem áður. Hann kom frá námi 1904 og varð þá ráðunautur landsstjórnarinnar um húsagerð sem var upphaf embættis húsameistara ríkisins. Hann gegndi því embætti þau 13 ár sem hann átti ólifuð. Fyrstu árin vann hann eingöngu í timbri en eftir 1909 fór hann smám saman yfír í steinsteypu. Reyndar var hann ötull boðberi notkunar hins nýja byggingarefnis í ræðu og riti. Húsavíkur- kirkja (b. 1905) er líklega þekktasta verk hans frá timburtímabilinu en heilsuhælið á Vífilsstöðum (b. 1909) og aðalpósthúsið í Reykjavík (b. 1914) eru þekktust af stein- steyptu byggingunum. Stíl hans má e.t.v. lýsa sem blöndu af nýrómantík (pósthúsið) og nýklassík (Vífilsstaðir). Rögnvaldur lést árið 1917. Árið 1919 kom Guðjón Samúelsson heim frá námi. Hann tók við starfí Rögnvaldar sem húsameistari ríkisins og gegndi því til æviloka. Flestar byggingar hans eru steinsteyptar. Guðjón fékk einstakt tæki- færi til að móta hið byggða umhverfi á íslandi tuttugustu aldarinnar þar sem hann var eini íslenski arkitektinn fram til 1926 og í lykilstöðu. í verkum sínum notar hann mismunandi stíltegundir og fylgir oftast ríkjandi hefð hvers tíma. Þær þróast frá þjóðlegri rómantík, nýklassík og yfir í fúnkisstefnu á seinni hluta starfsferilsins. Þekktustu byggingar hans eru Krists- kirkja í Landakoti (b. 1925-29) þar sem hann blandar saman gotneskum stíl og þjóðlegri rómantík (bæjarburstirnar), Landspítalinn (aðalbygging, b. 1925-30) í nýklassískum stíl og Þjóðleikhúsið (b. 1928-50) í fúnkisstíl, þar sem hann notar íslenska stuðlabergið til að undirstrika hin- ar beinu línur stílsins. Einnig notar hann ótt íslendingar hafi áður fyrr verið seinir að tileinka sér tækninýjungar í húsagerð og þeir hafi lengst af búið í sínum torfbæjum má segja að þeir hafi verið mjög fljótir að tileinka sér notkun steinsteypunnar, Varla eru þeir famir Fyrsta steinsteypta húsið á íslandi var byggt 1876, en telja má að steinsteypuöld hejQist árið 1903, því nokkur stór steinsteypt hús í Reykjavík eru frá því ári. Jafnframt var steinsteypan notuð til að móta annað tímabil nýklassíkur hér á landi. Eftir PÁL V. BJARNASON að skríða út úr torfbæjunum seint á síðustu öld þegar steinsteypan er komin í sjónmál og menn farnir að gera tilraunir með hana. Um þessar mundir eru liðin um 120 ár síð- an farið var að nota steinsteypu til húsagerð- ar á íslandi í þeirri mynd sem við þekkjum hana. SÖGULEGT SAMHENGI Notkun múrblöndu við húsbyggingar er mjög gömul. Forn-Egyptar notuðu brennt, óheinsað gips. Grikkir og Rómveijar not- uðu brenndan kalkstein og drýgðu með kalki og vatni, sandi og möluðu gijóti. Þeir notuðu einnig possolan-sement, eink- um neðansjávar, en það var kalk blandað með gosösku eða möluðum múrsteini. Sumar byggingar Rómveija sem voru hlaðnar og límdar með steinlími standa enn í dag eins og Kólosseum í Rómaborg og Gard-brúin við Nimes í Frakklandi. Á miðöldum og frameftir varð síðan afturför í þróun og notkun steinlíms og það var ekki fyrr en á 18. öld að örla fer á þróun á þessu sviði. Árið 1756 var endur- reistur viti á vesturströnd Englands. Bygg- ingarmeistarinn, John Smeaton, notaði þá múrblöndu með gosösku og kalksteini. Eftir það varð þróun sem leiddi af sér til- komu Portland-sements sem fyrst var not- að í Leeds á Englandi árið 1824. Nafnið Portland-sement er dregið af því að litur- inn líkist Portland-steini, sem er kalk- steinsafbrigði unnið í Dorset á Englandi. SöguágripSteinsteypu- HÚSA Á ÍSLANDI Segja má að upphaf notkunar stein- steypu til húsbygginga á íslandi megi rekja til byggingar hegningarhússins við Skóla- vörðustíg upp úr 1870 en þá var fyrst farið að nota sement hérlendis. Árið 1876 var byggt steinhús í Görðum á Akranesi og voru þar notaðar ýmsar aðferðir. Kjall- ari var hlaðinn úr grágrýti. Húsveggir voru aftur á móti hlaðnir úr steyptum steinum og gaflar steyptir í timburmót eins og enn er gert. Er þetta því talið vera elsta steinsteypuhús á íslandi. Eftir Garðahúsið á Akranesi, elzta steinhús á íslandi, byggt 1876.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.