Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 7
Þórshamar, Templarasundi 5, Reykjavík. Húsið er byggt 1912. VIÐHALD OG ÚTLITSBREYT- INGAR Ég hef hér áður fjallað um hinar ýmsu stefnur og stíltegundir sem fylgja stein- steypuöldinni og mun í framhaldi af því gera grein fyrir þýðingu þess að varðveita útlit og séreinkenni bygginga út frá því sjónarmiði. í þeirri þenslu uppbyggingar sem hefur verið í þjóðfélagi okkar nánast frá alda- mótum hafa kraftar okkar beinst eingöngu að nýbyggingum og þeim sjónarmiðum sem þar ríkja og oft hefur eðlilegt viðhald fallið í skuggann. Þetta á við um opinbera aðila ekki síður en einstaklinga. Þannig er t.d. nýbygging öllu líklegri til að auka vinsældir stjórnvalda heldur en viðhald þeirra bygginga sem fyrri stjórnir hafa byggt. Þetta sýnir okkur að viðhald bygg- inga er aftarlega á merinni í þjóðfélaginu. Þarna þarf að verða veruleg hugarfars- breyting. Ekki aðeins hjá stjórnmálamönn- um heldur hjá öllum almenningi. Byggingum er breytt í hugsunarleysi ýmist í sparnaðarskyni eða jafnvel til að yngja þær upp. Fræg eru dæmin um múr- húðun timburhúsa sem upphófst á 4. ára- tugnum og þótti fínt. Þá var fúnkisstíllinn tekinn við og bárujárnið komið úr tísku. Bárujárnshúsin voru ekki orðin nógu göm- ul til að hafa varðveislugildi og því voru þau yngd upp og aðlöguð hinum nýja stíl. Orð eins og varðveislugildi eða húsafriðun voru þá varla til í íslenskri tungu. Þetta hefur sem betur fer breyst en ekki nógu mikið. Enn er verið að augnstinga bygg- ingar, þ.e. fjarlægja gluggapósta sem hluta af viðhaldsaðgerðum. Þetta er ljósasta dæmið um virðingarleysi við húsið, stíl þess og umhverfið. Menn verða að líta á slíkar aðgerðir í víðara samhengi og horfa út fyrir hinn þrönga sjóndeildarhring sem oft virðist vera um þá. Við getum ekki leyft okkur að elta tískusveiflur hvers tíma og breyta byggingum samkvæmt því. Hver verður t.d. tískan í leikhúsbyggingum eftir hundrað ár? Eða gluggum og öðru skrauti? Eins og áður sagði verður að vega og meta ýmsa þætti svo sem byggingar- sögulegt og menningarsögulegt gildi hverrar byggingar fyrir sig og vinna ætíð samkvæmt því Ieiðarljósi. Höfundur er arkitekt. Hús Búnaðarbanka íslands, Austurstræti, byggt 1945. Arkitekt: Gunnlaugur Halldórsson. Verzlunarhús Egils Jacobsens, Austurstræti 9, byggt 1920. Jens Eyjólfsson, bygg- ingameistari, teiknaði húsið. háttar viðburðum og voru þar efstir á blaði impressionistar og módernistar, t.d. ab- straktmálarar fimmta og sjötta áratugarins svo sem Poliakoff og Atlan, en því meira var sagt frá antík, sem yfirleitt hélt verð- gildi sínu. Verð á myndverkum ýmissa stórstirna var orðið svimandi hátt og hlaut að vera óeðli- legt eins og kom á daginn. Það var yfir alla línuna eins og menn orða það, þannig að stóru nöfnin lyftu undir hin minna þekktu. Allt leitar að sjálfsögðu andhverfu sinnar, einnig í góðæri, og þannig varð sums staðar sífellt erfiðara að fá þekkta listamenn til að taka að sér kennslu í listaskólum, því nú gátu þeir sinnt listsköpun sinni af alefli. Auk þess gátu sumir leyft sér að ráða aðstoðar- menn og jafnvel marga, hinir þekktari allt að 7-lo og einn var á tímabili með 25 í vinnu um_ langt skeið! Áhuginn fyrir kennslu var svo takmark- aður, að til var í dæminu að nemendur kærðu prófessor sinn (Alfred Hrdlicka) til skólayfirvalda fyrir að láta ekki sjá sig heilt kennslutímabil. Sá fékk áminningu og lofaði þá að líta inn á því næsta ! Það sem var hag^pld fyrir suma þýddi á þeim uppgangstímum sem sagt erfiðleika fyrir ýmsa aðra. En naumast er þó rétt að tala um kreppu, ef verð listarverka lækkar um helming eftir að hafa hækkað um mörg hundruð prósent á einum áratug. þannig eru t.d. verk Cobra listamannanna, sem eru nálægastir okkar tímum og eru sumir enn á lífi, á mun hærra verði en fyrir 10 árum, þótt hrap þeirra hafi verið mikið á undanförnum misserum. Og alveg eins og toppurinn átti þátt í uppgangi minna þekktra listamanna, vökn- uðu hinir sömu við vondan draum, er hin snöggu umskipti urðu, því um leið kipptu kaupendur listaverka að sér höndum, en það er frekar takmarkaður hópur manna úti í löndum. En þetta er þó hin eiginlega kreppa í listheiminum í dag, því að það gerir starf- andi listamönnum erfiðara fyrir. Það hefði vafalítið þótt frétt fyrir 10-15 árum, að málverk eftir van Gogh seldist á tæpar 70 milljónir (10,2 milljónir dollara) á uppboði hjá Binoche Godeau í París 4. des- ember sl. En nú þóttu þetta tíðindi fyrir lágt verð, því að dýrasta verk eftir hann telst málverkið „Sólliljur" sem var slegið á rúman miljarð 1989. En að fyrrnefnt mál- verk skyldi ekki fara á mun hærri upphæð, stafar öðru fremur af því, að það hafði ver- ið úrskurðað sígilt, og heyrir undir lög um minjavernd, og má þar af leiðandi ekki fara úr landi. En ýmis stórstirni nútímans eins og t.d enski málarinn David Hockney (f.1937) hafa sitt á hreinu, en nýlega voru boðin til upp 78 grafísk blöð eftir hann og seldust öll á góðú verði t.d. ein litógrafía á nær 3 milljónir ísl. króna. En annars er verð grafíkmynda hans frá 650.000 upp í 1.300.000 kr. stykkið (10.000 -20.000$). Teikningar hans fara á enn hærra verði eða frá 25.000-200.000$. Þegar menn tala um verðhrun erlendis, merkir það kannski, að málverk nafnkennds málara hafi hrapað úr 25 miljónum 1989 niður í 12 Vi 1992, en kostaði kannski 3-5 miljónir fyrir 10 árum. Algengast er þó að myndir séu dregnar til baka vegna þess að ekki fæst viðunandi boð í þær. Fyrir kemur jafnvel að um eða yfir helmingur mynda á uppboðum hljóti þau örlög, og þar á meðal mjög góð myndverk, eins og gerðist á upp- boði á sl. ári með verk Cobra listamannanna. Hér á landi hafa úivalsverk gömlu málar- anna okkar einnig orðið að þola verðhrun, en hins vegar úr t.d. tæpum tveim milljónum niður í rúmlega eina. Þá virðist óvenju mik- ið framboð af þeim um þessar mundir. Sveiflurnar niður á við koma þannig merkilega fljótt hingað, en hins vegar fór uppgangurinn að mestu framhjá okkur. Má jafnvel segja að kreppan hafi byrjað á Is- landi, því hún var merkjanleg árið 1987, er uppgangurinn átti enn eftir tvö af sínum bestu árum erlendis og verk sumra málara margfölduðust í verði á tímabilinu. Erlendis er listaverkamarkaðurinn mjög Ækipulagður og myndlistarmenn byggja af- komu sína fyrst og fremst á umboðsmönn- um, sem hirða yfirleitt 50% af söluverðinu, en gera mun meira fyrir skjólstæðinga sína en hér þekkist. Markaðurinn er þannig rótfastur og fjöl- Grafíkmynd eftir enska málarann David Hockn- ey, sem nú býr í Kalifor- níu. Nýlega voru boðin upp 78 grafísk blöð eftir hann og seldust öll á góðu verði, t.d. ein Iitó- grafía á nær 3 milljónir króna. Heimskreppan hefur eðlilega haft mjög augljós áhrif á stöðu myndlistarinnar, en einnig hinn stjómlausi uppgangur í lok síðasta áratugar og þá einkum á tindinum. Þá gerðist það í Bandaríkjunum í upphafi þessa áratugar, að Á örfáum árum hefur orðið mikil uppstokkun á hlutunum og söfn hafa orðið að leita til viðskiptafræðinga um stjórnun þeirra, vegna þess að nú ríður á því að þau fái staðið á eigin fótum. Á sama tíma eru hinir stóru heimsviðburðir eins og Dokumenta í Kassel orðnir að eins konar Disney-landi með alls konar húllum hæ uppákomum til að laða að fólk. Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON einhverjir afdankaðir menningarijandsam- legir þingmenn fengu það samþykkt að af- nema skattfríðindi á stuðning við listir, og í þriðja fallinu urðu uppboðshaldarar og list- höndlarar uppvísir að meira siðleysi en áður hafði þekkst, og þá einnig í viðleitni sinni til að koma skjólstæðingum sínum á fram- færi. Við skulum líta á þessa þætti og taka þá fyrir að nokkru. Sá er hér ritar, fékk óvænt mjög góða yfirsýn yfir uppganginn í lok hans, en ég dvaldist í París í sex vikur í maí-júní 1989 og lagði áherslu á að kynna mér sýningar- sali, listasöfn og menningarstofnanir, og var það yfrið nóg verkefni allan tímann. Það sem ég tók sérstaklega eftir, var hve mikið var af rauðum miðum við hlið mynd- listarverka á sýningum, sem táknar auðvitað að pyndin sé seld. Átti þetta ekki endilega við sérstaka teg- und myndlistar, en var nokkuð almennt og til muna meira áberandi en ég hafði í annan tíma orðið var við erlendis. Streymið að sýn- ingarsölum var líka í mörgum tilvikum áber- andi meira, og það var Iétt yfir eigendum og starfsfólki. Það var þannig bjart yfir mannlífinu eins og uppskeruhátíð væri í hámarki eða loðnu eða öðru fiskfangi væri verið að moka í land í ótakmörkuðum mæli uppi á íslandi. En er ég átti leið um París sl. haust hafði dæmið alveg snúist við og varla sást rauður miði við hlið myndverka, nema þar sem verð þeirra var óeðlilega lágt, þótt mjög fram- bærileg væru. Þetta á við almenna listhúsamarkaðinn, en verð á myndverkum margra heims- þekktra listamanna hefur einnig fallið. Ég hafði á heimili vinafólks míns í París forðum rekist á stórfróðlegt ríkulega mynd- skreytt rit, „La Gazette de lHotel Drouot", er sagði frá nýafstöðnum uppboðum á mynd- verkum, og fornmunum, og upplýsti um væntanleg uppboð. Tók ég að kaupa það sjálfur og gerðist svo áskrifandi þess. Ritið hélt áfram að skýra frá ævintýraleg- um uppgangi einstakra myndlistarmanna næstu mánuðina m.a. Guðmundar Erró, en svo smáfækkaði upplýsingastreyminu frá þeim geiranum, þangað til það hvarf nær alveg nema að áfram var sagt frá meiri Hraunmynd eftir Kjarval. Verðfall á Kjarval hefur orðið úr tæpum tveimur millj■ ónum í rúmlega eina. þættur, en hér er hann mjög takmarkaður og tilviljunarkenndur. Við eigum svo fáa sem safna myndlist af ástríðu, og þeim hefur frekar fækkað en hitt á sl. tveimur áratug- um. Hann byggist aðallega á einstaklingum, sem eru að leita að hentugum myndum í híbýli sín og sumir þeirra hafa verið merki- lega fundvisir á góð verk, en þeir teljast þó ekki beint safnarar. Hjá fleirum ægir saman góðum og lökum verkum, sem stafar helst af því, að viðkomandi hafa ekki ennþá þrosk- að með sér öruggt mat, og láta augnabliks- hrif ráða kaupunum. Hins vegar er það viðbrugðið hvað mikið er af myndlist og góðum bókum á heimilum hér á iandi og vekur óskipta athygli út- lendra. En þetta fólk, sem er aðaltekjulind margra listamanna, hefur ekki lengur efni á því að kaupa myndlist og jafnvel ekki Það hefur ekki verið myndlist til framdráttar, að stórsýningar svo sem Bilderstreit í Köln og Docu- menta í Kassel (myndin) hafa orðið einskonar Di- sneyland. Meðal þeirra sem hafa orðið að sætta sig við lækkandi verð er Þjóð- verjinn Anselm Kiefer, sem var þó orðinn vanur því að fá milljón þýzk mörk fyrir stóra mynd. bækur, og því er ótvírætt efnahagsleg kreppa á íslenzkum listamarkaði. Einu ágætu listhúsi hefur nýlega verið lokað, og tvö skipt um eigendur, og kann svo að fara að fleiri fylgi í kjölfarið á árinu. Raunar er það einnig spursmál hvort jafn lítið þjóðfélag þoli jafn mörg sölulisthús til langframa og hér hafa verið á síðustu árum, en þau breyta auðvitað eðli markaðarins. Þá er skipulag innkaupa listaverka í stofn- anir ákaflega laust í reipum í flestum tilvik- um, en ekki batnar það heldur, er þröngsýn- ir og hlutdrægir aðilar með ákvörðunarvald nota það helst til að koma sínum mönnum að, en bregða fæti fyrir aðra. Mikilvægustu einkenni þjóðarsálarinnar hafa verið fróð- leiksfýsn og forvitni varðandi umheiminn, og hér höfum við löngum skapað okkur sér- stöðu. Mjög margir lásu heimsbókmenntir í úrvalsþýðingum, sem í dag eru kenndar í bókmenntadeildum háskóla úti í heimi og hefðu jafnvel getað nælt sér í menntagráðu út á það eitt! Frjálsborin og óþvinguð menntun í bók- menntum og myndlist er eitthvað það holl- asta sem sérhver þjóð getur óskað sér og einskorðist þessi hvati við skóla eða ákveðn- ar stéttir eins og víða erlendis, má jafna því við menningarlega kreppu. Þannig er ofg- nótt af merkilegum bókum á útsölum um þessar mundir, sem hreyfast, varla, en sem hefðu vafalítið verið rifnar út fyrir nokkrum árum. Sumir hefðu frammi fyrir slíkum reyf- arakaupum jafnvel selt bíla sína. Þegar þörfin fyrir menntun flyst alfarið legri og íslenzkri myndlist 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1.MAÍ1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.