Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 8
■inn í skólana, sem svn samhæfa....kennslu |sína, er mikil hætta á að_þes§i, sg.mhæfíng' verði fremur samheimska og einsýni, en af slíku er nú þegar nóg og eykst með ári hverju. Menntastofnanir eru stórháskaleg tæki í höndum forsjárhyggju og miðstýring- arfólks, eins og dæmin sanna, er þær loka fyrir möguleika nemenda til að mynda sér sjálfstæða og raunhæfa yfirsýn. I slíkum tilvikum er jafn mikið verið að ýta þröng- sýni og fáfræði að nemendum sem mennt- un, eiginlega er um að ræða að takmarka menntunina við ímyndaðan og tilbúinn stað- al. Þegar svo sjálfslinka og klaufaskapur er orðið að kennslugrein, en atorka, tækni, rökvísi og þjálfun skynrænna kennda íhalds- semi og „akademismi“, er eitthvað mikið að. Iðulega vilja nýútskrifaðir kenningasmiðir og fundarhaldafíklar frá slíkum skólum gjör- breyta heiminum og valda meiri skaða en ávinningi, þar sem þeir verða í forsvari. þeim hefur oftar en ekki tekist að eyði- leggja margt, sem tók áratugi að byggja upp með miklum erfiðismunum, og svo vakna menn við það að þetta er glatað og kemur ekki aftur - verður einfaldlega ekki endur- vakið. Þolendurnir öðlast menntun á mjög þröngu sviði, en allt þar fyrir utan er þeim fyrirmunað að skilja og meðtaka, eru jafn- vel settir á svartan lista af félögum sínum ef þeir nálgast það, og þá er líkt og um strangtrúarsöfnuð sé að ræða. Menn eru fullvissir um að þeir haldi á stórasannleik og allt þar fyrir utan sé af hinu illa og beri að ryðja úr vegi. Uppgangur lista í Bandaríkjunum hófst er menn fengu skattfríðindi við að styrkja þær, og er fullvíst að án þeirra fríðinda væri bandarísk list svipur hjá sjón og París- arborg enn Mekka listarinnar eins og fram yfír miðbik aldarinnar. Og nú er þessi fríð- indi hafa verið afnumin blasir hrunið við mörgum iisthúsum og söfnin eiga í miklum vandræðum. A aðeins tveim árum breyttist staða margra blómlegra listhúsa og þau ramba á barmi gjaldþrots. Almenningur skipti ekki við listhús erlend- is og gerir ekki, einungis ríkir menn og lista- söfn. Nú hafa hinir ríku upp til hópa misst áhugann vegna þess að þeir eru ekki lengur að vemda peninga sína, og þeir gefa þá ei heldur til safna, og því geta söfn síður keypt myndlistarverk eða staðið fyrir mikilsverðum listviðburðum. Á örfáum árum hefur orðið mikil upp- stokkun á hlutunum og söfn hafa orðið að leita til viðskiptafræðinga við stjórnun vegna þess að nú ríður á þvi að þau fái staðið á eigin fótum. Á sama tíma eru hinir stóru heimsviðburðir eins og Dokumenta í Kassel orðnir að eins konar Disney- landi með alls konar húllum hæ uppákomum til að laða að fólk. New York getur auðveldlega glatað for- ystuhlutverki sínu, einkum eftir að Berlínar- borg sameinaðist. Þar á sér einmitt stað gríðarleg uppbygging, auk þess sem París- arborg hefur fullan hug á að hrifsa til sín frumkvæðið á ný Uppboðshaldarar gerðust sekir um það til að viðhalda uppganginum að lána við- skiptavinum sínum háar fjárhæðir, og þeir sömu áttu að auki auðveldlega inngengt í banka um lán sem gat numið hundruðum miljóna. Og það eitt til að krækja í eitt málverk eftir meistara eins og van Gogh, Picasso eða Renoir. Þegar svo markaðs- kreppan skall á gátu þeir ekki borgað og uppboðshaldararnir héldu verkum eftir, sem voru þannig í raun ekki seld þótt heims- byggðin tæki andköf yfír þessum miklu ijár- festingum. Offjárfestingin hefur eðlilega haft sín áhrif á uppboðshúsin og sum hafa orðið að stokka upp og endurskipuleggja starfsemina til að forða gjaldþroti. Listhöndlarar settu met í siðleysi með hinni miklu sýningu „Myndsenna" (Bilder- streit) í Köln um árið, en sýningin olli mikl- um deilum og hafði víðtækar afleiðingar. Listáhugafólk tók þátt í þessum deilum með því að snúa við sýningunni baki og henni varð að loka fyrir tímann vegna lélegrar aðsóknar. Á upplýsinga- og tækniöld er al- menningur þannig orðin að marktækri stærð í listheiminum, sem taka verður fullt tillit til. Síðasta ár mun hafa verið það lélegasta hjá listhúsum höfuðborgarsvæðisins um ára- bil og listamenn eru upp til hópa steinhætt- ir að selja myndverk til einkaaðila, og krepp- an er því tilfinnanlegri hér en erlendis. En eitt er alveg öruggt, sem er það að um árabii hefur ekki verið jafn hagstætt að íjárfesta í myndverkum og að þeir sem hafa auga fyrir myndlist hafa sjaldan haft eins gott tækifæri til þess að koma sér upp góðu safni listaverka. Þannig séð getur efnahags- kreppan leitt til hreyfingar á markaðinum og valdið uppstokkun og hugarfarsbreytingu er verður myndlistinni um síðir til ávinnings og kímið að nýrri uppsveiflu. Á það vil ég trúa. Hugleiðing um bygg- ingu og stíl Gísla sögu Súrssonar Um Gísla sögu Súrssonar hefur margt verið rit- að enda sagan samin af mikilli kunnáttu og djúpum skilningi á mannlegu eðli. Hafa menn haft mörg orð og stór um glæsileik verksins en færra verið ritað um byggingu og gerð Litir eru notaðir í sögunni til að draga fram hliðstæður. Grár litur er mjög áberandi. Hæst ber þar tákngerving ógæfunnar, Grásíðu, sem er undirrót margrar ógæfu. Eyjólfur grái ber nafn með rentu enda bæði grár í lund og einskonar feigðarboði sem sífellt ógnar lífi Gísla. Draumkona Gísla birtist honum á gráum hesti og báðir eru þeir bræður, Gísli og Þorkell, gráklæddir þegar þeir eru vegnir. Eftir ÁRSÆL FRIÐRIKSSON sögunnar á íslensku en efni eru til. Hér eru teknar saman fáeinar athugagreinar sem smám saman hafa tekið á sig mynd við löng og góð kynni af þessu ágæta verki. Hér er þó hvorki ætlunin að gera fræðilega úttekt á sögunni né greina frá öllu því sem um hana hefur verið ritað heldur látið nægja að kanna fáein atriði er varða byggingu sögunnar og innri gerð. I því ágæta riti Heimur íslendingasagna segir M.I. Steblin-Kamenskíj: „Islendingasögur eiga einnig' sitthvað sam- merkt klassískum raunsæisbókmenntum í byggingu (kompsition). Öfugt við t.d. ævin- týri og riddarasögur er báðum þessum flokk- um eiginleg fijálsleg bygging, án hefðbund- ins, heilsteypts söguþráðar. Atburðir hver öðrum næsta óháðir reka hver annan, og oft tengja þá einvörðungu sömu söguhetjur.“ Og síðar bætir hann við: „Skipuleg bygging sögu er undir því komin, að hún fjalli um eina deilu, þ.e. að deilan sjálf hafí heilsteyptan söguþráð." Þetta kann við fyrstu sýn að eiga við um Gísla sögu Súrssonar en þegar að er gætt kemur allt annað í ljós. Höfundur sögunnar beitir listrænum brögðum til að binda að- skilda atburði og marga, að því er virðist, óskylda þætti sögunnar saman í trausta og glæsilega heild. Fyrsti hluti sögunnar, kafl- ar 1-3, sem gerist í Noregi, er i raun lyk- ill sem lýkur upp þeim skelfilega en stór- brotna heimi sem sagan geymir. Að Elta Leiðarhnoðann Gísli Þorkelsson skerauka, föðurbróðir þeirra Gísla og Þorkels Súrssona gengur á hólm við berserkinn Bjöm hinn blakka, en áður hafði Ari bróðir hans fallið fyrir Birni. Ingibjörg ísadóttir, ekkja Ara, hefur mikla ást á Gísla mági sínum og ræður honum að fá léða Grásíðu hjá þrælnum Kol, en sverði þessu fylgdu þau ákvæði að „... sá skal sigur hafa er það hefur til orustu". Gengur þetta allt eftir en þó er Kolur treg- ur að lána sverðið. Eftir að Gísli Þorkelsson hefur sigrast á Birni og flokki hans heimtir Kolur sverð sitt. Gísli hlýtur frægð af þessu verki og....gerist mikill maður fyrir sér“, og þykist eiga alls kostar við þrælinn. Vill hann ekki láta sverðið laust en býður honum fé fyrir en Kolur þiggur ekki. Veitir hann að lokum Gísla tilræði, þegar hann er orðinn úrkula vonar um að heimta sverð sitt aftur, og verður það beggja bani. í viðskiptum sínum við þrælinn seilist Gísli Þorkelsson lengra en honum er heimilt og hlýtur fyrir þá skuld að missa lífið. Tilbrigði við sama stef er endurtekið síð- ar í sögunni (15. k.) þegar Þorgrímur goði sendir eftir reflum þeim til Gísla er Vésteinn hafði boðið svarbróður sínum Þorkatli Súrs- syni að gjöf. Þorkell, sem bruggar Vésteini banaráð og hefur skipt búi við Gísla, bróður sinn, og flutt að Sæbóli til góðvinar síns og mágs Þorgríms goða, vildi ekki þiggja reflana þegar þeir em boðnir honum. Þor- ' grímur seilist þarna of langt, lengra en nemur þolinmæði Gísla enda telur hann sig, voldugan goðorðsmann með styrkan frænd- garð að baki, eiga alls kosta við Gísla, að- komumann sem lítt getur treyst á aðra en sjálfan sig. En honum skjátlast í þessu, því þótt langlundargeð Gísla sé ærið er hann þó trúr skyldu sinni og hikar ekki við að sinna henni þegar hann er egndur til þess. Hann er reiðubúinn að hætta gæfu sinni og öryggi til að ná fram hefndum eftir Véstein, fósturbróður sinn og mág, með því að vega Þorgrim goða. Og þetta sama grunnstef er enn endurtek- ið, í breyttri mynd þegar Gísli Súrsson fer með „þá vísu er æva skyldi“ að Þórdísi, systur sinni og ekkju Þorgríms goða áheyr- andi (16. k.). I þessari vísu felur hann nafn Þorgríms og lýsir sig banamann hans. Ekki verður annað skilið en Gísli ætlist beinlínis til þess að Þórdís heyri vísuna og skilji. Mönnum hefur reynst torvelt að greina hvað rekur Gísla til að fremja slíka glópsku. Ekki er ólíklegt að Gísli ætli með þessum hætti að treysta böndin við systur sína í þeirri vissu að hún setji ættræknina ofar öðru. En honum yfírsést í þessu og gengur nær tilfinningum hennar en hann má, og eins og fyrr hljóta afleiðingamar að vera skelfilegar. Þórdís systir hans segir Berki digra, bróður Þorgríms goða og síðari eigin- manni sínum, frá vísunni og á þannig drýgstan þátt í að Gísli er dæmdur sekur skógarmaður, hundeltur ámm saman af óvin'um sínum og að endingu drepinn. Þeim Yar Brigð í Brjóst UM lagið I upphafskafla sögunnar lýsir Ingibjörg því blygðunarlaust yfir þegar hún hvetur Gísla Þorkelsson til að fá Grásíðu léða að hún hafí haft litla ást á bónda sínum er hún segir: „Eigi var ég af því gefin Ara að ég vildi þig eigi heldur átt hafa.“ Takmörkuð ást hennar á Ara kemur að sjálfsögðu enn skýrar fram í því að hún veit af sverðinu Grásíðu og kynngi þess en dylur hann þess. Hún á því í vissum skilningi óbeina sök á því að eiginmaður hennar er veginn. Síðar í sögunni endurómar ástleysi kvenna sem er í aðalatriðum samhljóða yfir- lýsingum Ingibjargar ísadóttur. Afdrifaríkust reynast þau orð sem Ás- gerður Þorbjarnardóttir hefur um ástarhug þann er hún _ber til Vésteins Vésteinssonar er hún situr á skrafí við Auði mágkonu sína. Þorkell Súrsson, eiginmaður Ásgerðar, hler- ar þetta samtal, bregst ókvæða við og hótar þegar manndrápum. Um kvöldið bannar hann Ásgerði rekkjuna og ætlar að segja skilið við hana þó ekki verði af því. Börkur digri biður Þórdísi að minnast ástar þeirrar, er hún bar til Þorgríms goða, er hún tekur á móti bróðurbana sínum, Eyjólfí gráa. Hann höfðar ekki til þeirrar ástar sem hún ber til hans sjálfs, það er Barkar, enda veit hann sér einskis slíks von úr þeirri átt. Eftir að hafa fagnað Eyjólfí gráa með sínum hætti nefnir Þórdís sér enda votta og segir skilið við Börk. Heim Sækir Hefnd Um Síðir Annað dæmi um listilega beitingu hlið- stæðna er þegar Gísli Súrsson vegur Bárð. „Það töluðu sumir menn að Bárður fíflaði Þórdísi Þorbjarnardóttur." Bárður var ekki aðeins sagður vera í tygjum við Þórdísi heldur var hann einnig góðvinur Þorkels Súrssonar. Orðasveimur þessi um ástir þeirra Bárðar og Þórdísar, sem á upptök sín í lausmælgi manna, verður Þorbirni tilefni til að eggja syni sína Gísla og Þorkel til að drepa hann. Gísli verður við áskorun föður síns og vegur Bárð með harla ódrengilegum hætti þar sem þeir eru þrír saman Bárður og Súrssynir tveir og fylgja honum heimleið- is. Þorkatli verður mikið um þegar góðvinur hans er drepinn en Gísli býður honum að skiptast á sverðum, bregður á glens við hann og vill láta sem ekkert hafi í skorist. Afleiðingar þessa dráps urðu margþættar og flóknar en kristallast í því að „aldrei varð síðan jafnblítt með þeim bræðrum. Þorkell bíður þolinmóður færis að ná sér niðri á Gísla fýrir drápið á Bárði. Og mörg- um árum síðar þegar ætla mátti að gróið væri um heilt milli þeirra bræðra hlerar hann samtal Ásgerðar konu sinnar og Auð- ar, konu Gísla, er þær sitja á hljóðskrafi í dyngju sinni. Þar gengst Ásgerður við því að hún beri ástarhug til Vésteins, bróður Auðar. Þarna finnur Þorkell langþráða átyllu, bregður skjótt við, hefur í heitingum, skiptir búi við Gísla og flytur að Sæbóli til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.