Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1993, Blaðsíða 5
Gimli, Lækjargötu 3, byggt 1906. Turnþakið var fyrsta þakið úr járnbentri steinsteypu hér á landi. ist þessi stíll með norskum hvalföngurum , í lok síðustu aldar og náði nfe?f!fiTo3Bstu | hér. Húsin voru aðlöguð íslenskum aðstæð- um með bárujárnsklæðningu í stað timbur- klæðningar. I byijun hafði Sveitserstíllinn mikil áhrif á gerð steinsteyptra húsa, þó einkum íbúðarhúsa og var notaður allt fram undir 1930. Fúnkisstefna Fúnkisstíll, fúnksjónalismi, nýtistefna eða bara fúnkis er í raun stefna en ekki stíll. Hún er heimsspeki og formfræði hinsn vélvædda nútíma og fagurfræði hins hag- nýta. Stefnan byggðist á því að form hlut- anna átti að endurspegla nýtingu þeirra. Öllu skrauti var útrýmt því það hafði ekk- ert hagnýtt gildi. Fúnki'sstefnan útrýmdi á svipstundu öll- um öðrum stíltegundum. Hún kom upp í ýmsum listgreinum um 1925 og var orðin alls ráðandi um 1930. Hér á landi voru helstu frumkvöðlar stefnunnar í bygging- arlist Sigurður Guðmundsson, arkitekt, sem kom til starfa árið 1926, og Gunnlaug- ur Halldórsson, arkitekt upp úr 1930. Árið 1929 teiknaði Sigurður íbúðarhús Ólafs Thors á Garðarstræti 41 í Reykja- vík. Því hefur síðan verið breytt og aukið við það verulega. Þetta hús markaði þátta- skil i íslenskri byggingarlist Fúnkisstefnan var gengin í garð. Upp úr 1930 komu Gunnlaugur Hall- dórsson og fleiri arkitektar tii starfa, en Gunnlaugur sem var um áratugaskeið helsti boðberi hinnar nýju stefnu. Búnaðar- bankinn í Austurstræti 5, sem byggður Pósthúsið í Reykjavík, byggt 1914. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson. íbúðarhús, Skólabrú 2 í Reykjavík, byggt 1912. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson. hrafntinnumulning utanhúss og gefur það byggingunni sitt sérstaka svipmót og lit- brigði. Fleiri byggingar mætti nefna svo sem aðaibyggingu háskólans (b. 1936-40) og Hallgrímskirkju (b. 1945-86). Allar þessar byggingar eru steinsteyptar. Guð- jón lést árið 1950. NÝKLASSÍK Hér á landi fór að bera á nýklassík í timburhúsagerð um 1870 og má rekja þau áhrif til upphafs stefnunnar í Evrópu um miðja 18. öld. Síðar, eða eftir síðustu alda- mót, hófst annað tímabil nýklassíkur hér- lendis og í þetta sinn var steinsteypan notuð til að móta hana. Þetta tímabil varði fram til 1930 að Fúnkisstefnan tók völdin. Forustumenn nýklassíkur hér á landi voru fyrstu íslensku arkitektamir, Rögnvaldur Olafsson og Guðjón Samúelsson. Rögn- valdur Ólafsson kom heim frá námi 1907 að vísu ekki útlærður. Hann vann mikið og gott starf á stuttri ævi, en hann dó árið 1917. Um svipað leyti kom Guðjón Samúelsson heim til starfa og tók upp þráðinn þar sem Rögnvaldur lagði hann niður. Fylgismenn nýklassísku stefnunnar tóku sér til fyrirmyndar settlega og sam- ræmda byggingarlist Fom-Grikkja og Rómveija. Helstu dæmi um íslenska ný- klassík eru t.d. Pósthúsið, byjggt 1914 eft- ir teikningum Rögnvaldar Olafssonar og Eimskipafélagshúsið, byggt 1920-21 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. SVEITSERSTÍLL Svokallaður Sveitserstíll í timburhúsum átti rætur að rekja til nýklassíska stílsins í Mið-Evrópu á fyrri hluta 19. aldar og skaut upp kollinum í Noregi stuttu eftir 1840. Þessi stíll einkennist af skreytilist í tréverki sem kom með nýrri tækni og vél- væðingu í trésmíðaiðnaði. Til íslands flutt- ■ Hús Eimskipafélags Islands, byggt 1919. Arkitekt: Guðjón Samúelsson. Garðastræti 41, upprunalfga íbúðarhús Ingibjargar og Ólafs Thors, byggt 1929-30. Arkitekt: Sigurður Guðmundsson. Húsið var gott dæmi um funkisstefnuna, en 1968 var byggt við það og því breytt frá upprunalegri gerð. var eftir teikningum Gunnlaugs árið 1945, og hús Ólafs Thors við Garðastræti 41 eru talin meðal bestu dæma um hreinan fúnk- isstíl hér á landi. I byijun síðari heimsstyijaldar varð mikil þensla í íslensku þjóðfélagi, allir urðu ríkir og vildu byggja. Fleiri urðu til að teikna hús en höfðu kunnáttu til og mótun umhverfisins fór verulega úr böndunum. Eftir það gætti töluverðrar ringulreiðar í byggingarlist hér á landi og gerir reyndar enn. Fúnkisstíllinn þróaðist smám saman með árunum og varð öllu margbrotnari. Hallandi þök og jafnvel risþök fóru að sjást víðar í stað flöktu þakana sem höfðu ver- ið eitt höfuðeinkenni í fyrstu. Menn fóru að gleyma uppruna stefnunnar og bæta inn í ýmis konar skrauti sem þó var oft- ast látlaust. Þetta má gjarnan kalla síð- fúnkisstíl. PÓSTMÓDERNISMI Upp úr 1960 kom fram í Bandaríkjunum ný stefna sem nefnd hefur verið póstmód- ernismi. Hún varð til vegna óánægju með einhæfni og hreinstefnu fúnkisstefnunnar, sem hafði þá ráðið ríkjum í 30 ár. Póstmód- ernisminn leitar fanga í form og skreyting- ar fyrri tíma byggingarlistar, einkum klassískrar. Form eru oft samhverf og leit- ast er við að gera byggingarlist mann- legri með notkun líflegra og oft litríkra tilvitnana í sögu byggingarlistar. Hér á landi hefur þessi stefna verið lítt mótuð til þessa og einkum birst í frelsi hönnuða til að gera það sem þá langar til, sem ekki var hægt áður. Óft verður úr tómur ruglingur þegar fúnkisstíl og póstmódernisma er blandað saman. Þessi stefna er enn að slíta barnsskónum og er því ekki tímabært að hætta sér mik- ið út í dóma um hana heldur láta framtíð- inni það eftir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. MAÍ 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.