Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Blaðsíða 2
Sex bandarísk ljóðskáld III
Kaldur, harður
munnur heimsins
að er eiginlega ekki fyrr en nú á seinustu árum
að Elizabeth Bishop hefur almennt hlotið þá
viðurkenningu sem stórskáld sem hún átti fyr-
ir löngu skilið og hafði fyrir löngu hlotið af
hálfu skáldsystkina sinna. Kannski stafaði
ELIZABETH BISHOP
Við verbúðirnar
Þó að kvöldið sé svalt
niðrí við verðbúðimar
situr gamall maður og ríður net,
nærrí ósýnilegur í húminu
dimmljólublár,
og nálin er lúð og fægð.
Þorsklyktin er svo megn
að manni vöknar um nef og augu.
Á verbúðunum Gmm eru háar burstir
og mjóir plankar með þverbitum liggja
upp að geymslum undir súðum
til að aka hjólbörum upp og niður.
Allt er silfrað: þungur hafflöturínn
sem bólgnar hægt einsog hann ætli að
flóa ySr
er skyggður, en silfríð á bekkjum
humrabölum, möstrum og á dreif
innanum htjúft, oddhvasst gijótið
sýnist gagnsætt
einsog litlu, grænu húsin þakin mosa
á veggjunum sem vita að ströndinni.
Stórir Sskstampar eru alþaktir innan
Iögum af fallegu síldarheistrí
og hjólbörumar húðaðar sömuleiðis
hringabrynjum í öllum regnbogans lit-
um
og á þeim skríða regnbogalitar Sugur.
I litlu brekkunni á bak við húsin,
mitt í tó af strjálu, grænu grasi
stendur eldfom gangvinda úr tré,
sprungin, með tvö öng, upplituð hand-
fóng
og dapra bletti eins og storknað blóð
þar sem jámið hefur ryðgað.
Gamli maðurinn þiggur Lucky Stríke.
Hann var góðkunningi afa míns.
Við ræðum mannfækkun á staðnum
og þorsk og síld
meðan hann bíður eftir síldarbátnum.
Það stimir á palliéttur á skyrtu og
þumli.
Hann hefur skaSð hreistrið, höfuðdjá-
snið
af óteljandi Sskum með kutanum gamla
og blaðið nærri sorSð upp að bakka.
Niðri í tjöm, þar sem bátamir
eru dregnir á land upp langa braut
sem liggur niður í sjóinn, eru mjóir
silfraðir bolir lagðir lárétt
ySr gráa steina, neðan og neðar
með eins til tveggja metra millibili.
Kalda, dimma, djúpa og öldungis tæra
höfuðskepna, sem engin lífvera þolir
nema Sskar og selir... Einkum einn selur
sem ég sá hér kvöld eftir kvöld.
Hann var forvitinn um mig og áhuga-
samur um tónlist;
trúði á niðurdýSngu eins og ég
og þessvegna söng ég fyrir hann bapt-
istasálma.
Og líka „Vor Guð er borg á bjargi
traust“.
Hann hóf sig upp úr sjónum og horfði
á mig
rólyndislega og hvikaði höfðinu til.
Hvarf, en kom svo allt í einu upp
einsog það væri gegn betri vitund hans.
Kaldur, dimmur, djúpur og öldungis
tær,
ískuldatær sjórinn... Á bak við okkur
heijast há og virðuleg fururtré.
Bláleit, í bland við skugga sína
standa miljón jólatré
og bíðajóla. Það er eins og vatnið hangi
kyrrt ySr hvelfdum gráum og blágráum
steinum.
Ég hef séð þetta aítur og aftur, sama
sjóinn vagga
hægt og af kæruleysi ySr steinunum,
ySr steinunum og síðan heiminum.
Ef þú styngir hendinni niður í vatnið
mundi þig strax svíða í úlnliðinn,
svíða í beinin, fá brunasviða í höndina
einsog vatnið væri ummyndaður eldur
sem nærðist á gijóti og brynni dimmblá-
um loga.
Ef þú bragðaðir á því væri það beiskt
í fyrstu,
síðan salt, svo brenndi það tunguna.
Það er eins og við höldum að þekkingin
sé,
dimm, sölt, tær, hræranleg, öldungis
frjáls,
sprottin úr köldum, hörðum munni
heimsins, runnin úr brjóstum klettanna
að eilífu, rennandi og sprottin, og þar
sem
þekking okkar er söguleg, rennandi og
runnin.
ELIZABETH BISHOP,
f. 1911, átti erfiða
æskudaga og varð
óframfærin og innilokuð.
Vegna vanheilsu hófst
skólaganga hennar seint,
en síðar nam hún við
einn þekktasta
kvennaháskóla
Bandaríkjanna. Hún var
lesbía og alkóhólisti og
lifði stormasama ævi í
sambúð við ástkonur
sínar, en síðasta
sambandið reyndist þó
gjöfult.
Grein og ljóðaþýðingar eftir
SVERRI HÓLMARSSON
þetta af því að hún fór sínar eigin leiðir,
tilheyrði engri stefnu, og var þar að auki
afskaplega innilokið og óframfærin kona.
Það stafaði altént ekki af því að ljóð hennar
séu sérlega torræð eða óaðgengileg — það
eru þau ekki.
Elizabeth Bishop átti einstaklega erfiða
bernsku. Hún fæddist í Worchester, Massa-
chusetts árið 1911. Faðir hennar var af efn-
uðu fólki í Boston, en hann lést þegar hún
var átta mánaða. Fimm árum seinna var
móðir hennar endanlega lokuð inni á geð-
sjúkrahúsi og lifði þar allt til ársins 1934,
en Elizabeth sá hana aldrei framar. Hún
ólst síðan upp hjá mismunandi elskulegum
ættingjum og átti við margvíslega vanheilsu
áð stríða, astma og ofnæmi, sem varð þess
valdandi að hún hóf reglulega skólagöngu
seint en Iá hins vegar í bókum eins og gjarn-
an gerist við slíkar aðstæður. Hún komst
því ung í kynni við missi, einsemd og heimil-
isleysi en bætti það upp með því að lesá,
skrifa, skoða náttúruna og njóta lista.
Hún var orðin sextán ára þegar hún hóf
nám í heimavistarskóla, en árið 1930 innrit-
aðist hún í Vassar College, einn þekktasta
og besta kvennaháskóla í Bandaríkjunum.
Hún hafði lengi fengist við að yrkja og í
Vassar tók hún að birta ljóð og sögur í bók-
menntatímariti skólans. Seinasta árið í há-
skólanum kynntist hún skáldinu Marianne
Moore, sem var fimmtán árum eldri og orð-
in þekkt fyrir ljóð sín, sem Bishop hafði les-
ið af mikilli hrifningu. Þær urðu vinkonur
ævilangt og Moore hvatti Bishop til dáða
sem skáld og varð henni auk þess fyrirmynd
sem slíkt; mikilvægt atriði þar sem kven-
kyns skáld voru ekki á hverju strái á þeim
árum og þurfti talsverðan kjark fyrir konu
að helga sig ljóðlistinni. Marianne Moore
kom Bishop líka í kynni við höfunda og útgef-
endur í New York og hjálpaði henni að koma
ljóðum sínum á framfæri.
Eftir að Bishop lauk háskólanáminu bjó
hún í New York og lifði á dálitlum arfi sem
hún átti. Hún ferðaðist um Evrópu og Norð-
ur Afríku, en 1939 settist hún að í Key
West, Flórída, hjá ástkonu sinni. Arfurinn
nægði ekki lengur til lífsviðurværis, en Bis-
hop átti því láni að fagna alla ævi að finna
góðar konur sem skutu yfir hana skjólshúsi
og studdu hana. Hún átti hins vegar við það
ólán að stríða að vera alkóhólisti, fór á lang-
varandi og alvarlega túra og var þá tæpast
í húsum hæf.
Árið 1946 kom fyrsta bók hennar, North
& South, sem vakti nokkra athygli og hún
fékk verðlaun fyrir. Árið eftir hlaut hún
Guggenheimstyrk og kynntist skáldunum
Robert Lowell og Randall Jarrell, sem urðu
góðir vinir hennar og stuðningsmenn. Árið
1951 fluttist Bishop til Rio de Janeiro og
bjó þar með konu sem hún hafði kynnst í
New York, Lota de Macedo Soares, næstu
fimmtán árin. Samband þeirra endaði með
ósköpum, Bishop varð ástfangin af ungri
konu og Lota Soares tók of stóran skammt
af valíum og dó árið 1967. Eftir nokkur
stormasöm ár settist Bishop síðan að í Bos-
ton, Massachussets, árið 1970 og fékk
kennslustöðu við Harvardháskóla. Þar bjó
hún svo það sem eftir var ævinnar og stofn-
aði heimili með nýrri ástkonu sem veitti
henni ástúð og stuðning það sem eftir var
ævinnar.
Árið 1955 kom önnur ljóðabók hennar,
Poems, og hlaut Pulitzerverðlaunin. Tíu
árum seinna kom þriðja bókin, Questions
ofTravel. Árið 1969 kom út heildarsafn ljóða
hennar og vann það til verðlauna National
Book Award. Síðasta bók hennar Geography
III, kom út 1976, en árið 1979 Iést Eliza-
beth Bishop af slagi á heimili sínu í Boston.
Ljóð Elizabethar Bishop eru á ytra borð-
inu ópersónuleg og hlutlæg en undir niðri
er sterk huglægni. Hún er meistari í hlutlæg-
um og nákvæmum lýsingum, og minnir að
því leyti á lærimeistara sinn Marianne Mo-
ore, en heimur hennar er engu að síður nær
gersamlega huglægur, enda þótt hún byggi
ekki eins beint á eigin ævi og sjálfsígrundun
og t.d. Robert Lowell og Sylvia Plath gera.
Hún byggir ljóð sín upp sem röð af tengdum
myndum en forðast að orða tengsl þeirra
beint. Hún beitir eins litlu af alhæfingum
og unnt er, en lesandinn skynjar djúpa merk-
ingu bak við myndir ljóðanna.
Þau tvö ljóð sem hér birtast í þýðingu eru
góð dæmi um þennan stíl hennar, enda
meðal þekktustu kvæða hennar. „Fiskurinn"
er frá 1946 og ort í Flórída þar sem Bishop
naut þess oft að fara á fiskveiðar. Ljóðmæl-
andinn veiðir stóran fisk og ljóðið lýsir með
dramantískum hætti hvernig hún skynjar
fiskinn og hvemig athugun á fiskinum breyt-
ir skynjun hennar, kennir henni að sjá feg-
urð í hrörnun þessarar gömlu og þreyttu
hetju hafsins, sjá það sem er líkt með fiski
og manni en einnig það sem er ólíkt, og því
lýkur með hrifningarvímu þar sem ljóð-
mælandinn skynjar nýja fegurð í öllu í kring-
um sig, fegurð sem hingað til hefur farið
framhjá henni.
„Við verbúðimar“ birtist 1955 og við emm
stödd við sjávarsíðuna í Nova Scotia, á
bernskuslóðum skáldsins, en þangað ferð-
aðist hún árið 1946. Hér mætast tveir heim-
ar, hrömandi heimur mannsins og kaldur
og óhagganlegur heimur hafsins. Um þetta
Ijóð segir Helen Vendel m.a.: „Lokaniður-
staða hennar, samjöfnun hafsins og „þess
sem við höldum að þekkingin sé“ er í fyrstu
biturleg; þessi þekking er fyrst sögð „sprott-
in úr köldum, hörðum munni/heimsins“. Við
getum ímyndað okkur hvað kaldur, harður
munnur heimsins sagði við bamið Elizabeth
— að móðir hennar væri geðveik, að hún
væri munaðarlaus — og hvað hann sagði
við Elizabeth seinna: að hún væri piparmey,
að hún væri lesbísk (ef heiminn gmnaði þá
staðreynd), að hún hefði enga atvinnu, að
enginn elskaði hana. Nógu biturleg sann-
indi, og athugasemdin um slíka þekkingu —
að hún komi til manns frá veraldlega köld-
um, hörðum munni — á við um mörg tilvik.
En hér endurskoðar Bishop fyrri hugmyndir
sínar bæði um list og þekkingu. Það er rétt
að þekkingin er sprottin úr köldum, hörðum
munni heimsins — en einnig
runnin úr brjóstum klettanna
að eilífu, rennandi og sprottin, og þar sem
þekking okkar er söguleg, rennandi og
runnin.
Kaldur harður munnur heimsins kann að
spýta úr sér andstyggilegri þekkingu, en
Bishop bætir við að við höfum líka djúpa
löngun eftir þekkingu og leitum hennar,
sjúgum hana eins og ómissandi næringu úr
bijóstum móður okkar, jarðarinnar. Jafnvel
versta þekking er endanlega æskileg, vegna
þess að hinn kosturinn er blekkingin."
Höfundur vinnur við þýðingar og býr í Dan-
mörku.
Elizabeth Bishop