Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Blaðsíða 6
— síðasta vígi gamla vestursins Montana - óendanlegar víð- áttur, fjalllendi, skógar og vötn. ar náttúrusenur kvikmyndarinnar hafa vak- ið slíka athygli að Montanabúar óttast nú að ár og vötn verði undirlögð af aðkomu- mönnum næsta sumar. Þrátt fyrir rómantískt yfirbragð fylkisins út á við er daglegt líf meirihluta íbúanna ekkert sældarbrauð. Tekjur Montanabúa eru undir meðallagi á bandarískan mælikvarða og einn af hverjum sex Montanabúum telst lifa undir fátæktarmörkum. Versta fátæktin er á indíánasvæðunum. Á Pine Ridge-svæð- inu fyrirfinnst hlutfallslega mesta fátækt í Bandaríkjunum. Fylkið státar ekki af nein- um arðsömum þungaiðnaði og samkvæmt bandarískum mælikvarða á efnahagslega afkomu flokkast meirihluta íbúanna undir „verkamannastétt". Allt frá upphafi hvítra manna byggðar hafa innflytjendur verið af fátæku bergi brotnir, eins og reyndar var hvað algengast í gamla vestrinu. I Montana hafa hinsvegar ekki fundist neinar náttúru- auðlindir sem gætu leitt til ríkidæmis á bandaríska vísu. VIÐBURÐARÍK SAGA Saga Montana, frá því að fylkið var keypt af Frökkum árið 1804 fram á fyrsta tug tuttugustu aldarinnar, var að mestu leyti sköpuð af ævintýramönnum í leit að skjót- fengnum gróða. Á fyrri hluta nítjándu aldar voru bjórfeldir einstaklega vinsælir í Banda- ríkjunum. Montana iðaði af bjór og arðsemi dýrsins dró að mikinn fyölda manna sem Ameríkanar kölluðu einu nafni „fjalla- menn“. Þeir áttu það oft sameiginlegt að hafa brennt allar brýr að baki sér í ævintýra- leit. Oft skildu þeir við fjölskyldur sínar í austri eða suðri fyrir fullt og allt og eyddu ævinni í að reika um fjöll og firnindi Mont- ana. Algengt var að þeir tækju sér indíájia- konur, lifðu í samfélagi við indíánana og tækju þátt í innbyrðis deilum þeirra. Sjaldan urðu þessir menn ríkir af skinnasölu; eirðar- leysið var of ríkt í fari þeirra og hrifningin á hinu óháða, villta lífi vestursins kom í veg fyrir að þjóðfélagsmyndun ætti sér stað. Hvítar konur voru sjaldséðar á þessum slóð- um. Þær voru oftast einstæðingar og örlög Montana-fylkið er í norðvesturhluta Bandaríkj- anna, á milli Idaho og Norður- og Suður- Dakóta. Landamæri þess í norðri liggja að Kanada og í suðri að Wyoming. Veðráttan er í samræmi við legu fylkisins; þar er ískalt Gamla villta vestrið er skammt undan í Montana. Af þeim ástæðum er eðlilegt að Montanabúar nútímans, margir hverjir afkomendur „íjalla manna“ og kúreka, trúi því af hjartans einlægni að sveitalíf og veiðar séu forréttindi fremur en nauðsyn og að verald- legar eignir skipti ekki höfuðmáli. á veturna, allt niður í 30 stiga frost, en hinsvegar sjóðheitt á sumrin. Montana er fjórða stærsta fylki Bandaríkjanna, stærra en Þýskaland, en jafnframt það sjötta fá- mennasta með aðeins um 778.000 íbúa. Fylkið er tiltölulega ungt að árum og var ekki tekið inn í ríkjasambandið fyrr en 1889. Montana var ætíð útjaðar gamla vestursins og er raunar enn þann dag í dag útjaðar bandarísks þjóðfélags. Ástæður fámennisins eru margvíslegar; veðráttan er til dæmis erfið og hér er lítið um atvinnumöguleika því að þungaiðnaður og stórfyrirtæki hafa ekki tekið sér bólfestu í fylkinu. Atvinnutækifæri eru fremur fólgin í námugreftri, skógarhöggi eða landbúnaði. Allt eru þetta störf sem gefa af sér lág laun í Bandaríkjunum og draga því ekki að inn- flytjendur af því tagi sem enn koma til Kaliforníu í leit að „bandaríska draumnum". Montana hefur sem sagt lengi verið svo til óþekkt fylki innan Bandaríkjanna. Ferða- menn eru flestir veiðimenn og náttúruunn- endur sem koma á hveiju ári til að njóta stórfenglegrar og óspilltrar náttúru og dýra- lífs sem þekkist varla á fjölmennari og þró- aðri svæðum Bandaríkjanna. Og það má til sanns vegar færa að Montana sé sannkölluð náttúruparadís þar sem hrikalegt fjalllendi gnæfir yfir gullnum sléttum, sundurskorn- um af tærum ám og stórfljótum. „SÍÐASTIBESTI STAÐURINN“ Montana færist þó stöðugt nær sviðsljós- inu. í Bandaríkjunum hafa birst fjölmargar blaðagreinar sem fjalla um fylkið sem eins konar griðland í þeim ofsaveðrum sem hijá bandarískt þjóðfélag; glæpum, óöryggi og taugaálagi — afleiðingum hraðans og sam- keppninnar sem fylgja lifi á stórborgarsvæð- unum. Montanabúar eru ekki hissa á þessari þróun. Þeir segjast alltaf hafa vitað að þeir væru heppnastir allra Bandaríkjamanna. Eftir ELLEN GUNNARSDÓTTUR Veiðar þykja sjálfsagðar í Montana. Hér er ung móðir með son sinn á veiðum og sýnir honum bráðina. Við búum á „síðasta besta staðnum", segja þeir stoltir um fylkið sitt. Með því vilja þeir meina að Montana sé eina fylki Bandaríkj- anna þar sem kleift sé að lifa í samræmi við draum hins bandaríska brautryðjanda, þ.e. sjálfstæður og óháður öðrum, þar sem náttúran gefur hið daglega brauð. Banda- ríkjamenn virðast upp til hópa vera sam- mála þessari skoðun því yfirvöld í Montana telja að á árinu 1992 hafi um 20.000 manns flust til fylkisins, þar af fjöldinn allur af ungu fólki sem hafi komið í blindri von um rólegra og einfaldara líf en hvorki tekist að verða sér úti um vinnu né húsnæði. Auk blaðaskrifa hafa fjölmargir þættir kúreka“, eins og Newsweek kallar það í gamni, en aðrir eins og Mel Gibson og Jane Fonda virðast hafa einlægan áhuga á naut- griparækt. Áhrifaríkasta auglýsingin fyrir Montana á síðasta ári var þó nýjasta leikstjómarafrek Roberts Redfords, „Á River runs through it“, sem byggist á frægri sögu Normans MacLeans um æskuár og fluguveiðar á þriðja tug aldarinnar í Montana. Sagan og kvikmyndin kalla fram hrífandi ímynd sak- leysis og einfaldleika sem mörgum Banda- ríkjamönnum finnst vera að hverfa úr þjóð- lífínu. Frásögn höfundarins af sambandi fluguveiðimannsins við náttúruna og falleg- aukið hróður fylkisins innan Bandaríkjanna. Hollywoodstjömur uppgötvuðu það fyrir mörgum árum. Frægir leikarar á borð við Peter og Jane Fonda, Whoopi Goldberg, Dennis Quaid, Mel Gibson, Glenn Close o.fl. hafa keypt sér stóra búgarða í Montana. Sumir þeirra skemmta sér við að „leika

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.