Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Page 10
Fjölskylda í Súdan fyrir utan hýbýli sín.
finna á þessu. Fáir af kjömum fulltrúum þjóð-
arinnar, sem fjalla um málefni þróunarland-
anna, taka þau mál föstum tökum og margir
þeirra standa enn í þeirri bamalegu trú að
ríku löndin og harður gjaldeyrir þeirra eigi
að vera mikilvægasta aflið í þróunarstarfí í
fátækum löndum. Þeim virðist það hins vegar
ekki ljóst að öll þróun verður að koma innan
frá.
Erfitt Að Taka Upp
NÝJA STEFNU
Þó að gagmýnisraddir í þróunarlöndunum
séu margar er erfítt að taka upp nýja stefnu.
Margir íbúar þróunarlandanna sem eru vel
menntaðir hafa mátt upplifa mikla lækkun
rauntekna sinna síðustu tvo áratugi. Hvað
afkomu varðar er eftir litlu að slægjast fyrir
þá að starfa í heimalandinu, hvað þá á Iands-
byggðinni. Misræmið er himinhrópandi og
ríku löndin hafa mikið aðdráttarafl. Menn
verða að vera miklir hugsjónamenn og þijósk-
ir til að eiga ekki þann draum að komast
burt og nær kjötkötlunum.
Nokkur dæmi lýsa þessu:
Nýlega hitti ég tvo gamla nemendur mína
frá Tanzaníu á námskeiði. Juma vinnur úti á
landi í heimalandi sínu og mánaðarlaun hans
eru 350 NKR. Bekkjabróðir hans, Bariki,
vinnur hjá alþjóðlegri stofnun og mánaðarlaun
hans eru 20.000 NKR. Juma fær laun í mynt
Tansaníu og greiðir skatt af laununum en
Bariki fær greitt í bandarískum dölum og
greiðir ekki skatt.
Leiga fyrir íbúðarhús í háum gæðaflokki
til sérfræðinga alþjóðalegra stofnana í Kamp-
ala í Uganda var árið 1990 2-3.000 dalir á
mánuði. Það samsvarar femum árslaunum
háttsettra embættismanna í Uganda. Þeir sem
leigja út hús á þessum kjörum komast yfír
óhemjumikla flármuni, þeir valda verðhækk-
unum á venjulegum neysluvörum í heima-
landi sínu og þeir ijárfesta gjaman í bygg-
ingu fleiri lúxushúsa. Afleiðingin verður fjár-
festing og gervikaupmáttaraukning sem er
víðs fjarri raunverulegum þörfum landsins.
Fimmtíu daga utanlandsferð landbúnaðars-
érfræðings gaf jafnmikið í aðra hönd í dag-
peningum og ellefu og hálf árslaun í heima-
landinu.
Er við því að búast, með þetta í huga, að
sérfræðingar í fátækum löndum kjósi öðru
fremur að takast á við verkefnin heima fyrir?
Einnig í austur-evrópu.
í Sovétríkjunum fyrrverandi og Austur-
Evrópu eru lík öfl á ferð. Þar er einnig lögð
mikil áhersla á að framleiðslan miðist við að
afla trausts gjaldeyris, hvað sem það kostar.
Þessi töfragjaldeyrir er lykillinn að drauma-
landinu, með aðgangi að myndbandstæki,
gallabuxum, æfingaskóm, bílum og öðmm
vestrænum neysluvömm.
Til að afla gjaldeyris spýta þessi lönd nú
inn mikilli niðurgreiddri orku í framleiðslu á
áli og öðmm orkufrekum framleiðsluvöram.
Þau leitast einnig við að selja landbúnaðaraf-
urðir með undirboðum til Vesturlanda á sama
tíma og stórir þjóðfélagshópar heima fyrir
búa við lítinn kaupmátt og matvælaskort.
í þessum löndum er það einnig fyrst og
fremst forréttindahópur sem efnast hefur af
innflutningnum og græðir á hinni einhliða
áherslu á niðurgreiddan útflutning. Mikill
hluti fólks, ekki síst eftirlaunaþegar og fólk
í dreifbýli, verður útundan þegar lítil áhersla
er lögð á framleiðslu fyrir heimamarkað og
svartamarkaðsbraskarar ráða yfír heima-
markaðnum.
A „gráa svæðinu" milli þessara hópa, hinna
ríku og fátæku, milli miðsvæðis valds og
peninga og útjaðars áhrifaleysis og fátæktar,
em klókindi hins vegar mikilvægari eíginleíki
en uppbyggjandi starf. Þar eins og í þróunar-
löndunum gátu þeir sem höfðu rétt sambönd
til skamms tíma skipt rúblum fyrir dollara á
opinbem gengi á sama tíma og raungengið
á rúblum var miklu lægra.
„40%-ÞJÓÐFÉLAG“
I Austur-Evrópu og Rússlandi má vænta
þess að upp rísi „40%-þjóðfélag“. Fjölmargt
efnaðasta og best menntaða fólkið snýr baki
við sínu eigin landi. Nýleg könnun sýnir að
13,5 milljónir manna í Austur-Evrópu æskja
þess að flytja vestur á bóginn og 2,5 milljón-
ir manna em með raunvemlegar áætlanir um
að gera það. Þar kemur í ljós vandamál dreif-
býlis og jaðarbyggða. Eldri kynslóðin, bam-
margar íjölskyldur og þeir fátæku verða eft-
ir heima, en hinir ungu, menntuðu og efnuðu
flytja burt.
Jafnvel hér í Noregi er okkur ljóst að tölu-
vert stór hópur fólks „situr eftir“, þar sem
kjörorð nútímans er sérhæfíng, afköst, góð
samkeppnisaðstaða og aðlögun að Efnahags-
bandalaginu. Þetta birtist í auknu atvinnu:
leysi og sífellt fleiri örorkubótaþegum. í
þessu sambandi er rætt um „2A-þjóðfélag“
eða „3A-þjóðfélag“.
PÓLÍTÍSKUR FLÓTTI
Nú á tímum fá menn e.t.v. einnig að kynn-
ast pólítískum flótta. Heima í héraði er
ástandið erfítt og þar er við vandamál að
stríða. Stjómmálamenn sem sækja hémðin
heim mæta gagnrýni, óánægju og fá á sig
nærgöngular spumingar. Þá er miklu þægi-
legra og einfaldara að starfa á alþjóðavett-
vangi, þar sem menn geta rætt almennt og
án skuldbindinga um það hvemig heimurinn
ætti að vera. Síðan er hægt að upplýsa þjóð-
ina á sjónvarpsskermi.
Ég held að margir af stjómmálamönnum
okkar, bæði í suðri, austri, vestri og norðri,
ættu að beina sjónum sínum meira inn á við
að eigin landi og þeim innri vandamálum sem
þar er að fínna. Þetta er auðvitað erfítt og
getur verið óþægilegt, en ég held að það sé
nauðsynlegt og gagnlegt.
Matthías Eggertsson, ritstjóri búnaðarblaðsins
Freys, þýddi. Höfundurinn, Trygve Refsdal, er
Norðmaður og skógfræðikandídat frá Land-
búnaðarháskóla Noregs á Ási. Hann starfaði
um fjögurra ára skeið í Tansaníu og Eþíópíu.
Hvetju á að brenna þegar skógurinn er eyddur? Húsmóðir í Gambíu eldar matinn.
Helnwein.
Einog
yfirgefin
Örsaga eftir BRAGA SKÚLASON
Klara leit yfir dagstofuna, sem
hún var nýbúin að þrífa. Hún
reyndi að halda reglu á hús-
verkunum til þess að þurfa
ekki að gera mjög mikið í einu. Auk
þess var heilsan farin að bila. Svona
var ellin.
Það var annars ergilegt að hitta eng-
an. Kaffíbollinn og sjónvarpið voru föstu
félagamir, sem viku aldrei í burtu. Hún
leit á fjölskyldumyndirnar í homi dag-
stofunnar. „Svo margir era farnir,"
sagði hún upphátt.
Hún heyrði fuglana syngja fyrir utan.
Já, vorið var víst öragglega komið. En
einhvern vakti það ekki sömu kenndir
og fyrram. Skyldi einhver koma í heim-
sókn? Það var nokkuð um liðið síðan
nokkur leit inn. Kannski garðyrkjumað-
urinn kæmi í dag?
Klara settist niður og nú helltist ein-
manaleikakenndin yfír hana. Aldrei
hefði hún trúað því, að efri árin yrðu
svona. Stundum langaði hana bara til
að sofna og vakna aldrei aftur. Dauðinn
yrði velkominn gestur í þessu húsi.
Hún fór inn í eldhús að sækja sér
meira kaffí. Sólin skein og allt var kyrrt
og hljótt. Þá fann Klara undarlegan og
sterka sting í hjartanu.
Garðyrkjumaðurinn hirti um garðinn
hennar Klöra þetta sumar. Hann var
vanur að fá hjá henni kaffisopa og
spjalla við hana um stund. Þannig hafði
það verið mörg undanfarin sumur. Þetta
sumar hitti hann hana aldrei. „Hvert
skyldi hún hafa farið,“ hugsaði hann.
En verkefnin vora mörg óg hann leiddi
ekki frekar hugann að því. Um haustið
sendi hann henni reikning fyrir unnu
verki.
Veturinn gekk í garð. Tíminn þegar
sumarið leggst í dvala og hrædýr fara
á stjá og leita sér ætis og athvarfs.
Þessi vetur reyndist þeim góður.-
Vorið kom og birtan tók völdin á ný.
í húsi Klöra ríkti sama þögnin og áður.
Garðyrkjumaðurinn kom á ný. Hann
knúði dyra til að inna Klöru eftir van-
goldnum reikningi. Enginn svaraði.
„Hvaða lykt er þetta?“ hugsaði hann
með sér. „Jæja, ég kem seinna,“ sagði
hann upphátt og hvarf á braut.
Nokkram dögum síðar kom hann
aftur. Enn ekkert svar. Enn þessi undar-
lega lykt. Hann ákvað að hafa samband
við lögregluna.
Þeir fundu líkama Klöra í húsinu.
Sjálf var hún löngu farin. Þeir fundu
hrúgu af gluggapósti á gólfinu. Reikn-
ingar. Lokanatilkynningar. Engin bréf.
Engin póstkort. Konan var öllum
gleymd. Eða hvað?
I blaðinu var greint frá því á síðu
nokkuð aftarlega, að öldrað kona hefði
fundist látin. Og í blaðinu var líka minn-
ingargrein. Lokaorð greinarinnar vora
þessi:
„ ... Klara var alla tíð kona, sem
hafði frá mörgu að segja. Hún naut
þess að vera innan um annað fólk. Hún
var sjálfstæð og fór allra sinna ferða
þar til heilsa hennar leyfði slíkt ekki
framar. Syni hennar og tengdadóttur
er hér með vottuð samúð. Karl Jónsson,
vinur og nágranni."
I minningu Claire Campbell.
Höfundur pr sjúkrahúsprestur.
10