Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 2
Sænska frystihúsið skömmu eftir byggingu þess. A svæðinu vestan við húsið var á þessum tíma gert ráð fyrir járnbrautarstöð og var Jega hússins m.a. ákveðin með hliðsjón af greiðum flutningum frá Suðurlandi á kjöti og eldisfiski. Sænskur kumbaldi Aþví leikur varla nokkur vafi, að hugmyndin og frumkvæðtö að fyrsta frystihúsinu á íslandi kemur frá íslendingum og í fyrstu frásögnum reykvískra blaða af henni er talað um frystihús Bþeirra Esphólínsbræðra, sem hafí sænskt fjár- Tapið hófst um leið og frystihúsið var opnað og hélt áfram allan þann áratug, sem það var í eigu Svía Eftir ÓLAF HANNIBALSSON H. Gustafsson var forstjóri Sænslca frystihússins þann áratug, sem það var í sænskri eigu. magn sem hafi sænskt fjármagn sem bak- hjarl. Síðan fara Svíamir að verða æ fyrir- ferðarmeiri í fréttunum og þegar fram- kvæmdir hefjast á árinu 1927, er Esphólíns- bræðra ekki lengur getið í fréttum af fyrir- tækinu, þótt ýmislegt bendi til að full sam- vinnuslit hafi ekki orðið fyrr en árið 1928 eð ’29. Ekki Of Glæsilegar Vonir En hvenær nákvæmlega sem upp úr sam: vinnunni slitnaði þokast þó málið áleiðis. í Morgunblaðinu 13. október 1927 er sagt frá því að hingað til lands séu komnir þrír Svíar: Emst Nordenstedt verkfræðingur, Ljungwall verkfræðingur sem stjómar byggingunni á vegum A/B Skaanska Cementgjuteriama, og Sigge Jonsson, er annast fjárreiður við bygg- inguna. Morgunblaðið hefur hitt þessa þtjá menn að máli og hefur Nordenstedt einkum orð fyrir þeim: Það er ekki vert að gera mönnum alltof glæsilegar vonir, segir hr. Nordenstedt, á þessu stigi málsins. Við emm hingað komnir til að reisa þetta hús. Þó það verði að vísu nokkuð stórt um sig, eftir hjerlendum mæli- kvarða (gólfflöturinn er 2300 fermetrar) þá getur það ekki tekið nema lítinn hluta af fram- leiðslu landsins. - Hve langt er síðan að byrjað var að nota frystiaðferð þá sem hjer verður notuð? - Við höfum nú notað Ottesens-aðferðina í 10 ár. Þessi ár hafa verið okkur reynslu- og tilraunatími. Nú má segja að við séum búnir að yfirvinna alla byijunarörðugleika. Nú getum við sent fisk frá Svíþjóð suður um alla Miðevrópu. - Hvenær á húsið að vera komið upp svo frysting geti byrjað? - Síðla næsta sumar eða næsta haust, vonumst við eftir því að allt verði komið í lag.“ Síðar í viðtalinu fer Nordenstedt lofsamleg- um orðum um John Fenger ræðismann Svía hér á landi, kveður hann frá öndverðu hafa haft mikinn áhuga á þessu máli og það að sumu leyti honum að þakka, að málinu skuli hafa miðað svo vel áleiðis sem raun sé á orð- in. Engin vinsamleg orð til Esphólínsbræðra, né að ástæða þyki til að láta þeirra þáttar að nokkru getið. Hitt reyndist of glæsilegar vonir“ að húsið kæmist upp haustið 1928. Ekki komst það heldur upp 1929. En þann 18. febrúar þjóðhátíðarárið 1930 rennur hinn langþráði dagur upp og Morgunblaðið skýrir frá því, aðhið mikla frystihúsbákn þeirra Gautaborgarmanna, sem um alllangt skeið hefir verið í smíðum hjer á hafnarbakkanum í Reykjavík, er nú að svo miklu leyti full- gert, að eigendur þess byija að taka þangað fisk til frystingar í dag.“ Það eru fleiri en íslendingar sem líta á þetta sem stóran dag og merk tímamót. Allir helstu frammámenn í stjóm Svensk-Islandska fryseriaktiebolaget eru komnir til íslands til að vera viðstaddir opnunina. Rolf Hjalmar Forshell og Greta kona hans og Franz Hart- mann, síðar framkvæmdastjóri Pripps verk- smiðjanna, og Inga kona hans taka sér fari út hingað með Brúarfossi í byijun árs 1930, en á undan þeim var kominn til Reykjavíkur dr. Philip Lindstedt, sem er sagður sá sem fyrstur keypti fyrir sænsku aðilána einkaleyf- ið á Ottesensaðferðinni fyrir ísland.“ Þessi sænsku stórmenni höfðu þó stuttan stans hér á landi. Yfir fyrirtækið settu Svíarn- ir landa sinn H. Gustafson, sem stýrði því þann áratug, sem það var í sænskri eigu. Gat hann sér hið besta orð í hópi kaupsýslu- og framkvæmdamanna í Reykjavík, en mjög mun honum hafa þótt illa búið í hendur sér af hálfu hinna sænsku eigenda, svo sem fram kemur hér á eftir. ÁSKORUN TlL ÚTGERÐAR- MANNA En sigurvíman entist ekki lengi eftir opnun- ardaginn. Rúmlega fimm vikum síðar skrifar Runólfur Stefánsson grein í Alþýðublaðið. Honum rennur til rifja vandræðagangurinn á þessu frystihússbákni og segir: Nú hefur ís- húsið haft hér liggjandi gufuskip um langan tíma að bíða eftir smáfarmi; hvenær þeir verða búnir að fá í það skal ég ekkert um segja, en útlit er fyrir að það taki að minsta kosti 4-6 vikur. Allir sjá að slíkt getur ekki gengið. Ég get ímyndað mér að framkvæmda- stjórarnir hefðu gert áætlun um að geta feng- ið svona lítinn farm, um 500 smálestir, á 7-8 dögum. Suma daga hafa þeir fengið 30-50 tonn, en dagarnir eru líka margir, þegar ekk- ert kemur eða þá sáralítið, sumpart vegna gæftaleysis og sumpart vegna þess að línu- bátaeigendur hafa ekki sint húsinu eins og vera bæri.“ Og Runólfur vill að útgerðarmenn hlaupi undir bagga með þessum útlendingum, sem lagt hafi í þetta fyrirtæki stórfé, eftir okkar mælikvarða" og hljóti öllum að vera ljóst að þurfi mikið fé í rentur og viðhald og til allra fastra starfsmanna. Brotabrot Af Afkastagetu Nýtt Það urðu þó ekki bátaútgerðarmenn, sem hlupu undir bagga með Sænska", heldur helsta stórveldið í íslenskri togaraútgerð, sjálfur Kveldúlfur. Þeir semja við Sænska" um frystingu á síðasta aflanum úr hverri veiðiferð togara sinna og bæta við það físki úr nokkrum mótorbátum og þegar í apríl 1930 senda þeir skip með 200 tonna farm til Spánar og Ítalíu. Alls sendu þeir 700 tonn á þessu ári af frystum fiski til markaðslanda sinna við Miðjarðarhaf. Vert er að hafa í huga að þessi 700 tonn svöruðu aðeins til 9 daga vinnslu miðað við uppgefna afkastagetu hússins. Alls voru á þessu ári, þjóðhátíðarár- inu 1930, unnin 1273 tonn í húsinu, eða sem svarar liðlega tveggja vikna vinnslu (allur fískurinn heilfrystur). Fyrir þetta fékkst 15 aura meðaiverð á kíló, en fyrir ísvarinn físk, vöru, sem miklu minna hafði verið til kostað og ekki var við að búast að gæti verið eins góð vara, fékkst sama ár 34,5 aura meðal- verð. Næstu þtjú árin framleiðir þetta frysti- hússbákn þeirra Gautaborgarmanna" sem hér segir: 1931 69 tonn (sem svarar tæplega eins dags vinnslu) mestallt til Svíþjóðar fyrir 35 aura á kíló, ísfiskverð sama ár 33,6 aurar; 1932 269 tonn (nú komast á föst viðskipti við Bretland og allt selt þangað næstu ár) fyrir 26 aura, ísfiskverðið 20,5 aurar; 1933 377 tonn fyrir 21 eyri, ísfiskverðið 24,3 aur- ar og 1934 416 tonn fyrir 23,4 aura, ísfis- kverðið 29,3 aurar. Einnig ber að athuga að eftir árið 1930 hverfur þorskurinn út úr myndinni og fyrirtækið snýr sér að vinnslu á dýrari tegundum, lúðu og kola, en uppistaðan í ísfískverðinu er þorskur. Þetta var þá nýting- in á þeirri 25 þúsunda tonna árlegu afkasta- getu, sem húsið átti að hafa í upphafí, en auðveldlega mátti auka um helming að sögn Lindstedts verkfræðings. Þess ber þó að geta að auk frystingar framleiddi húsið ís fyrir togarana. Þá leigði húsið ýmsum aðilum kæliaðstöðu, svo sem ávaxtainnflytjendum og auk þess einhver kælihólf til einstaklinga. Ennfremur mun það hafa fryst töluvert af kjötskrokkum fyrir Garðar Gíslason h.f. og ef til vill fleiri aðila. Um það leyti sem Fiskimálanefnd tekur til starfa um áramótin 1934/35 lendir þeim sam- an í allsvæsinni ritdeilu í Alþýðublaðinu, frum- heijanum Ingólfí Esphólín og H. Gustafsson forstjóra Sænska" og er þar tekist á um grundvallaratriði varðandi tæknilegar aðferð- ir við frystingu, svo og um markaðssetningu frystra sjávarafurða og hlutverk sænska frystihússins í framtíðaruppbyggingu at- vinnugreinarinnar. Ingólfur Esphólín ber Gu- stafsson á brýn að hann vilji hlaupa á náðir íslenska ríkisins með starfrækslu hússins, án þess að forsendur séu fyrir hendi. Því svarar Gustafsson: Okkur sem að sænsk-íslenska frystihúsinu standa (svo?) er að sjálfsögðu ant um að fá ef til vill meiri not fyrir húsið og auka vinnu fyrir þá sem þar vinna, því að einsog allir vita var ranglega ákveðin stærð þess af þeim, sem með það höfðu að gera. Ég get heldur ekki annað séð en að félagið hafí gert meira en hægt er með sanngirni að krefjast af því, því að eftir að fyrstu tilraun- imar höfðu misheppnast var aftur lagt (svo?) fram í Svíþjóð um 400 þúsund krónur, svo hægt væri að gera ítarlegri tilraunir.“ Enn fremur staðfestir hann að hiuthafarnir hafi enn ekki fengið neinn arð af hlutafé sínu og eigi enga von á slíku. ÚRELT FRYSTIAÐFERÐ? Þessi orð um hina ranglega ákveðnu stærð“ eru væntanlega sneið til Ingólfs Esphólíns, sem vissulega hlýtur að hafa haft töluverð áhrif meðan bygging hússins var á hug- myndastigi. Sú stærð hafði öðrum þræði greinilega verið miðuð við að jámbraut yrði lögð austur fyrir fjall og þannig opnuðust möguleikar fyrir frystingu dilkakjöts í stórum stíl auk þess sem Esphólín gekk með hug- myndir í kollinum um ferskfískeldi, sem sæi húsinu fyrir hráefni utan álagstoppa á vertíð- um. Hvað sem segja má um stærð frystihúss- ins er hitt nokkum veginn á hreinu, að sjálf frystiaðferðin, sem Svíarnir notuðu, Ottesens- aðferðin“ var fjarri því að vera vaxtarbroddur- inn í frystitækni á þessum tíma. í deilum þeirra Esphólíns og Gustafssons er þráfald- Iega að þessu vikið og ver Gustafsson aðferð- ina af krafti og telur enn árið 1935 þá að- ferð vera í sókn í Evrópu. ísland verði að búa sig undir að geta boðið þeim mörkuðum, sem við það opnist, físk, sem frystur er eftir svip- uðum aðferðum, enda vilji enska fírmað sem selur fyrir okkur ekki að við hættum við hana. Aðferðin var raunar notuð langt fram eftir öldinni við margvíslega frystingu, svo sem pönnufrystingu á síld, en eftir að sú bylting Birdseyes ruddi sér til rúms (um 1930) að frysta vöruna í neytendaumbúðum tilbúna til notkunar, hentaði hún ekki til þeirrar fram- leiðslu. Frystiaðferðir Bandarí kja- MANNA Ekki er hægt að slá neinu föstu um fram- þróun íslensks hraðfrystiiðnaðar, ef Sænska" hefði verið eitt um hituna (eða kuldann), þeg- ar Fiskimálanefnd tók til starfa í ársbyrjun 1935. Þá hafði Ingólfur Esphólín hins vegar rekið um tveggja ára skeið lítið frystihús búið frystivélum, sem hann hafði sjálfur hann- að og látið smíða fyrir sig og ætlaðar voru til frystingar á skyri. Þó mátti vel frysta fisk einnig í tækjunum og hafði hún þá 500-600 kílóa afkastagetu á sólarhring (eða um 1/100 af því sem Ingólfur hafði ráðgert í draumafa- brikkunni 1925). Fiskimálanefnd keypti þessa frystistöð í mars 1935, flutti í húsakynni ís- bjamarins við Tjömina, og hóf þar tilraunir með ýmsar frystiaðferðir Bandaríkjamanna, vafalaust að ráðum Esphólíns, sem var starfs- maður nefndarinnar fyrstu árin. Keypti nefndin ýmsar gerðir þessara tækja eða lét smíða fyrir sig. Er litlum vafa undirorpið, að sú ráðstöfun gaf okkur forskot fram yfir mögulega keppinauta í Evrópu um nokkur dýrmæt ár fram að ófriðarbyijun. Sænska" virðist hins vegar hafa alla tíð verið eins og illa gerður hlutur í framandi umhverfi: Það náði engum tökum á markaðnum og gat þann- ig ekki flutt þá þekkingu til framleiðend- anna, útgerðarmannanna, hvaða vöru ætti að framleiða. Einnig var sú tækni, sem fyrir- tækið ætlaði að byggja á, þegar úrelt, áður en starfsemin hófst, en það ríghélt þó í hana og hreinlega neitaði að sjá það sem aðrir sáu, þótt á það væri bent. Hér var það einka- framtakið (að vísu útlent) sem brást og það kom í hlut opinberrar stofnunar, Fiskimála- nefndar, að leiða þennan iðnað fyrstu sporin, uns hann gat staðið á eigin fótum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.