Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 3
TEgBiTg HsmsiaiiiiEiAiiHimii® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. Krásir Theódóra Sveinsdóttir var fyrsta konan,sem annaðist veizlumatseld fyrir opinbera aðila og rak þar að auki matsölu- og gistihús víða um land. Theódóra annaðist m.a. matseld á Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930. Flest erlend stórmenni, sem hér voru á ferð á vegum hins opinbera nutu góðs af list hennar. Kirkja Meginstef í arkitektúr nýju kirkjunnar á Blönduósi er samspil mjúkra og harðra forma. Bygging hennar er fráhvarf frá því venjubundna. Ekki fer hjá því, að kirkjan veki athygli þeirra, sem fara um Blöndós á norður- eða suðurleið. Kirkjan var teiknuð af Magga Jónssyni og var fyrsta skóflustungan tekin árið 1982. Forsíðan Sumarið kom seint í Landmannlaugum eins og víðar á hálendinu. Á myndunum, sem teknar voru um verzl- unarmannahelgina, á að sjást að enn eru skaflar und- ir hraunbrúninni. Ekki verður sagt að viðkvæmur gróður troðist niður á tjaldstæðinu, því ferðamönnum er gert að tjalda á berum mel. Á þessum fjölsótta ferðamannastað þyrfti að búa til hlýlegra tjaldstæði. Ljósm.Lesbók/GS Polke Þjóðverjinn Sigmar Polke er einn þekktasti myndlistar- maður okkar tíma. Hann er einkar fjölhæfur og þykir ekki einhamur í list sinni. Polke er talinn til fyrstu eftirstríðskynslóðarinnar, sem sumir segja að hafi gefið evrópska málverkinu nýtt gildi. WILLIAM WORDSWORTH Svefninn Helgi Halfdanarson þýddi Búsmalans gæfa hjörð sem lötrar hjá, hvíslandi regn og sunnanvindur hlýr, beljandi fijót og brimsins þungi gnýr, býflugna-suð og loftin fagurblá; allt þetta mér í hug ég heyrði og sá en hvarma mína svefninn stöðugt flýr og senn mun óma söngur fugla nýr í sæld og trega garðsins krónum frá. Nótt eftir nótt þú vilt ei vitja mín, þú væri drauma-svefn! Ó lát mér eigi glatast með öllu einnig þessa nótt, því hvað er morgunljóssins líf án þín? Kom, Ijúfa hvíld, sem skilur dag frá degi og elur hollan hug og glaðan þrótt! William Wordsworth var enskt lárviðarskáld (1770-1850). Þýðingin er sótt í safn Helga Halfdanarsonar, Erlend Ijóð frá liðnum tímum, 1982. Viðhorf til útlendinga A Isumar hafa orðið nokkrar umræður um það, hvort ganga eigi ríkt eftir því, að þeir, sem veittur er íslensk- ur ríkisborgararéttur, kunni ís- lensku. Umræðurnar hafa sprottið af umhyggju fyrir erlendum kon- um, sem hingað hafa flust og sagð- ar eru búa við einskonar andlegt ofbeldi, af því að þær geti ekki átt sam- neyti við aðra en þá, sem þær eru háðar. Settar hafa verið strangar reglur um það, hvernig unnt er að öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Sérstaka athygli vekur, að almennt verður útlendingur, sem ekki hefur norrænt ríkisfang, að hafa átt hér lögheimili í tíu ár, áður en hann hlýtur ríkis- borgararétt. Norðurlandabúar skulu hafa búið hér í fímm ár og þeir, sem eru í hjú- skap með íslendingum, í þijú ár frá gift- ingu. Útlendingar í óvígðri sambúð með íslenskum ríkisborgara fá ríkisborgararétt, ef sambúðin hefur varað í fimm ár. Um- sækjandi um ríkisborgararétt skal hafa óflekkað mannorð og vera að áliti tveggja valinkunnra manna starfhæfur og vel kynntur þar sem hann hefur dvalist, eins og það er orðað í reglunum, sem um þetta efni gilda. Reglur þessar, sem eru nákvæmari en hér hefur verið lýst, eru settar af allsherjar- nefnd Alþingis, en það er Alþingi sem hef- ur síðasta orðið um það, hveijir fá hér ríkis- borgararétt. Reglurnar er ekki að finna í lögum. Sótt er um íslenskt ríkisfang til dómsmálaráðuneytisins, sem semur tvisvar á ári frumvarp til laga um veitingu þess. Frumvarpinu er vísað til allsheijarnefndar Alþingis. Sú venja hefur skapast, að í fyrra frumvarpinu, sem venjulega er afgreitt fýrir jólaleyfi þingmanna, er að finna nöfn þeirra, sem uppfýlla hinar almennu starfs- reglur. Við afgreiðslu seinna frumvarpsins tekur allsheijarnefnd afstöðu til einstakl- inga, sem sótt hafa um ríkisborgararétt en uppfylla ekki hinar almennu reglur. Fyrir slíkum umsóknum má færa margvís- leg rök. Er fjallað um hvem einstakling í trúnaði í allsheijarnefnd. Þeim, sem er neitað um ríkisborgararétt, er gerð skrifleg grein fyrir ástæðum neitunarinnar. í reglunum, sem um íslenskan ríkisborg- ararétt gilda, er það ekki sett sem skilyrði fyrir veitingu ríkisfangs, að umsækjandi kunni íslensku. Eins og að framan er lýst ræður fjöldi lögheimilisára í landinu mestu fyrir utan hina almennu kröfu um óflekkað mannorð, starfhæfni og góða viðkynningu. Frá mínum bæjardyrum séð orkar tvímæl- is að gera íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir ríkisborgararétti. Enginn fær ríkis- borgararétt nema hann sæki um hann. Krafa um einhvers konar próf í íslensku kynni að verða mörgum hindrun, sem að öðru jöfnu væru betur settir sem íslenskir ríkisborgarar. Vilji menn ijúfa einangrun útlendinga, sem hér búa, þarf að gera það með öðrum hætti en þeim að setja strang- ari skilyrði um veitingu ríkisborgararéttar. Nokkrar umræður hafa orðið um það, hvernig reglur stjórnvöld í Eistlandi og Lettlandi hafa sett um ríkisborgararéttindi þeirra Rússa, sem komu til landanna undir sovésku hernámi. I þeim reglum er gert ráð fyrir, að Rússar öðlist ríkisfangið fáein- um árum, eftir að þeir sækja um það, enda kunni þeir 1.500 orð í eistnesku, svo að dæmi sé tekið. Það er einkum þessi krafa um tungumálakunnáttu, sem hefur verið talin til marks um að Rússar í Eistlandi séu beittir ofríki. Telja ýmsir, að þessi krafa feli í sér mannréttindabrot. í umræðum um þátttöku íslands í Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES) kom fram nokkur ótti við að útlendingar myndu streyma hingað. Aðildin að EES hefur engin áhrif á þær reglur, sem við setjum um veitingu ríkisborgararéttar. Þegar EES kemur til framkvæmda verða aðildarríkin hins vegar einn vinnumarkaður, íbúar þeirra öðlast þann almenna rétt að geta dvalist þrjá mánuði í öðru EES-ríki en sínu eigin til að leita sér að vinnu. Fái þeir at- vinnu öðlast þeir jafnframt dvalarleyfi, að öðrum kosti verða þeir að hverfa úr land- inu að þremur mánuðum liðnum. Stjórnmálabarátta snýst víða um lönd að verulegu leyti um það, hvernig tekið er á málum útlendinga. Eitt fyrsta verk nýrr- ar ríkisstjórnar franskra hægri manna var að setja ný lög um veitingu fransks ríkis- fangs. í Þýskalandi hafa verið miklar um- ræður um réttarstöðu þeirra, er sækja þar um landvist. Tamíla-málið fræga í Dan- mörku, sem varð Poul Schlúter forsætisráð- herra að falli, snerist um óvönduð vinnu- brögð danska dómsmálaráðherrans gagn- vart flóttamönnum frá Sri Lanka. Nýlega sagði frá því á forsíðu Morgunblaðsins, að í Austurríki hefðu verið sett lög, þar sem þess er krafist, að hver einstaklingur í fjöl- skyldu innflytjenda hafi minnst 10 fer- metra húsnæði til ráðstöfunar. í fréttinni var þess jafnframt getið, að mikill skortur væri á íbúðarhúsnæði í Austurríki. Dæmin eru þannig mýmörg um harka- Iegra viðhorf í garð útlendinga. Margir óttast raunar, að útlendingahatur sé farið að setja of sterkan svip á stjórnmálalíf lýðræðisríkjanna. Stjórnvöld verði að svara ofbeldisverkum í garð útlendinga af fullri hörku. Þau samrýmist ekki mannréttinda- hugsjón samtímans og semja verði alþjóða- samninga um vemdun minnihlutahópa. Þjóðernisátök geta auk þess riðið ríkjum að fullu eins og gerst hefur í Júgóslavíu fyrrverandi. Við íslendingar þekkjum aðeins af af- spurn hatrammar deilur innan ríkja vegna ólíks þjóðernis íbúanna. Við þurfum ekki heldur að glíma við þann vanda, sem Svíar reyndu að leysa með stjórnvaldsfyrirmæl- um gegn því að í landi þeirra mynduðust útlendinga-ghetto“. Nú segja sérfræðingar, að sú stefna sænskra yfirvalda að dreifa útlendingum meðal innfæddra, ef þannig má orða það, hafi ekki skilað ætluðum árangri. Opinber afskipti af búsetu innflytj- enda hafi svipt þá frumkvæði og gert þá háða félagsráðgjöfum. Það sé skynsam- legra að leyfa þeim að búa saman í hverf- um en knýja þá til annars. Grunnt er á því, að við Islendingar tölum niður til útlendinga. Nýlega las ég í Press- unni grein um deilur stjórnar Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar við Paul Zukofsky, stofnanda sveitarinnar og stjórnanda. Þar taldi blaðamaður sér sæma að hafa það eftir nafnlausum viðmælanda að líkja Zu- kofsky við svín. Sú spurning vaknar, hvoit þetta hefði birst í blaðinu, ef íslendingur hefði verið til umræðu. Hefði nafnleysing- inn notað þetta skammarlega orðbragð um íslending? í mínum huga er þetta dæmi um grímulausa fyririitningu á útlendingum. BJÖRN BJARNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. ÁGÚST 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.